Morgunblaðið - 28.09.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.09.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2021 30 ÁRA Birgitta Steingrímsdóttir er Reykvíkingur, ólst upp í Árbænum og býr þar. Hún er með BS-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og MS-gráðu í umhverfis- og auðlindafræði frá sama skóla. Birgitta starfar hjá Umhverfisstofnun en er í fæðingarorlofi sem stendur. „Ég er sér- fræðingur á sviði loftslags og hringrás- arhagkerfis og er aðallega að vinna í fræðslu og miðlun um umhverfismál. Ég hef alltaf haft áhuga á náttúrunni og útivist og fór þess vegna í líffræðina. Þar opnaðist heimur umhverfisfræðinnar fyrir mér og mig langaði að sjá hlutina í stærra sam- hengi.“ Birgitta æfði dans sem barn og kenndi í Kramhúsinu. „Ég er enn að dansa í dag þótt ég sé ekki að kenna lengur.“ FJÖLSKYLDAN Marvin Ingi Einarsson, f. 1991, iðnaðarverkfræðingur hjá Matís. Börn þeirra eru Einar, f. 2018, og Ragna, f. 2021. Foreldrar Birgittu eru Kristrún Ágústsdóttir, f. 1970, starfsmaður Arion banka, og Steingrímur Ell- ertsson, f. 1965, pylsusali hjá Skalla í Hraunbæ. Þau eru búsett í Norð- lingaholti. Birgitta Steingrímsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Hvaðeina sem þú festir kaup á í dag verður hagnýtt, á góðu verði og mun að lík- indum endast um langan aldur. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú þarft að hrista af þér slenið, bretta upp ermarnar og taka þinn þátt í því sem gera þarf á heimilinu. Finndu lag til þess að vinsa úr það sem einhver veigur er í. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Óvænt hól eða jafnvel launahækk- un gæti beðið þín í dag. Líklegt er að þú talir meira við fólk í vinnunni á næstunni en oft áður. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú vekur athygli annarra og finnst notalegt að láta hana leika um þig. Farðu þér hægt í umgengni við hitt kynið. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú munt að öllum líkindum fá nýja inn- sýn í hlutina í dag. Ef fólk er trekkt í kringum þig gæti nærvera þín verið ógnandi. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú nýtur tímans sem þú verð með vinum eða í góðum hópi. Óvæntar fréttir berast langt að sem gleðja þig. 23. sept. - 22. okt. k Vog Skemmtilegt síðdegi er í vændum með vinum og fjölskyldu. Þótt það sé stundum gott að fá athygli skaltu gæta þess að það sé ekki á annarra kostnað. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þetta er hentugur tími til að ganga frá lausum endum og ljúka hálfklár- uðum vekum. Þér finnst þú eiga erfitt með að setja þér takmörk í lífinu. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú átt erfitt með að gera það upp við þig hvort þú eigir að setja sjálfan þig eða aðra í forgang í dag. Í dag gefst tækifæri fyrir þýðingarmiklar samræður við aðra. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú býrð yfir miklum fróðleik sem þú getur miðlað til annarra ef þú ert tilbúinn til að gefa af sjálfum þér. Komið er að því að horfast í augu við nokkur úrlausnarefni. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það verður ekki bæði sleppt og haldið svo þú þarft að gera það upp við þig hvað þú raunverulega vilt. Staldraðu við og íhugaðu hvað það er sem þú sækist raun- verulega eftir. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Ekki eyða tímanum í að reyna að sannfæra einhvern um að hann hafi rangt fyrir sér. Nú er rétti tíminn til þess að söðla um, leggja af gamla siði og taka aðra og heilsusamlegri upp í staðinn. Marel, Kópavogsbæ og Íslandspósti, bæði sem verkefnastjóri, vefstjóri og upplýsingaöryggisstjóri. sjóðanna árið 2006. Hún hefur starfað óslitið við upplýsingatækni allar götur síðan, m.a. hjá Skýrr, M argrét Valgerður Helgadóttir fæddist 28. september 1971 í Reykjavík en bjó fyrstu æviárin í Lundi í Svíþjóð. Hún bjó á Selfossi til 10 ára aldurs en flutti þá til Reykjavíkur. „Ég var í sveit á sumr- in hjá ættingjum í Hlíð í Gnúpverja- hreppi auk þess að eyða mörgum stundum á Blesastöðum á Skeiðum hjá ömmu og afa.“ Margrét hóf skólagöngu í Barna- skóla Selfoss en gekk í Vogaskóla eftir að hún fluttist til Reykjavíkur og lauk þaðan grunnskólaprófi 1987. Hún var eitt ár sem skiptinemi í bænum Greenwood í Indianaríki í Bandaríkjunum að grunnskóla lokn- um. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund af hag- fræðibraut árið 1992. „Ég starfaði á auglýsingadeild Morgunblaðsins á sumrin og í fríum samhliða mennta- skóla og þar kviknaði áhuginn á fjöl- miðlum og blaðamennsku.“ Margrét hóf nám í stjórnmála- fræði 1993 við Háskóla Íslands og lauk BA-prófi þaðan 1996. „Ég vann ýmis störf á meðan ég var í háskóla- námi, m.a. við kennslu og blaða- mennsku.“ Margrét starfaði við blaða- mennsku að loknu námi, bæði sem sjálfstætt starfandi blaðamaður og fastráðinn blaðamaður hjá Fróða í nokkur ár. „Ég fluttist til Kaup- mannahafnar árið 2000 ásamt fjöl- skyldu minni sem taldi eiginmann og tvö börn. Ég lagði stund á skapandi skrif og rak eigið fyrirtæki, Data- Text hús, á meðan ég bjó þar.“ Hún lauk meistaranámi í upplýs- ingasamskiptum frá Háskólanum í Hróarskeldu árið 2003. Hún hóf störf sem vefstjóri hjá norrænu ráð- herranefndinni eftir að hún eignaðist yngsta barnið og starfaði þar þangað til hún fluttist aftur til Íslands árið 2006. „Ég tók mikinn þátt í starfi Ís- lendingafélagsins í Kaupmannahöfn á þeim tíma, var m.a. ritari stjórnar og ritstýrði Hafnarpóstinum, mál- gagni Íslendingafélagsins.“ Eftir að Margrét flutti heim til Ís- lands á ný hóf hún störf sem verk- efnastjóri hjá Tölvumiðstöð Spari- Margrét lauk námi í kennslurétt- indum frá HR árið 2009. Hún hefur lokið ýmsum námskeiðum í verk- efnastjórnun, m.a. alþjóðlegri C- vottun IPMA og alþjóðlegum nám- skeiðum í upplýsingaöryggis- stöðlum. Hún lauk enn fremur grunnnámi í markþjálfun frá Pro- fectus árið 2017. „Ég hef nýtt þá reynslu inn í verkefnastjórnun þeirra verkefna sem ég er að stýra.“ Margrét tók við starfi verkefna- stjóra fyrir Stafrænt Suðurland 1. ágúst síðastliðinn. Markmið Staf- ræns Suðurlands er að móta eins konar stafrænt ráðhús og þjón- ustuver fyrir Sveitarfélagið Suður- land og ná þannig fram hagræðingu í rekstri, auknu öryggi í vinnslu gagna og meiri sérhæfingu í störf- um. Þó að ekki hafi orðið af samein- ingu sveitarfélaga á Suðurlandi, en kosið var um hana um síðustu helgi, heldur verkefnið áfram, en það er til eins árs. „Á meðan börnin mín voru yngri tók ég virkan þátt í foreldrastarfi, bæði í íþróttafélögum, leik- og grunnskólum. Ég starfaði með SAMFOK (Samtökum foreldra grunnskólabarna í Reykjavík) og var formaður á árunum 2012-2013.“ Margrét hefur einnig tekið þátt í ýmiss konar fagstarfi tengdu upp- lýsingatækni. Hún hefur m.a. setið í dómnefnd Samtaka vefiðnaðarins (SVEF) um vefverðlaun, flutt fyrir- lestra og starfað með faghópi Stjórn- vísi í upplýsingaöryggi. „Helstu áhugamál mín eru að eiga góðar stundir með fjölskyldu og vin- um, ferðalög innanlands og utan, ljósmyndun og þá helst að njóta náttúrunnar og mynda landslag. Á allra síðustu árum hefur jákvæð sál- fræði og markþjálfun tekið sífellt meira pláss í kassanum sem inni- heldur áhugamál. Svo finnst mér vinnan mín frábærlega skemmtileg, sem eru mikil forréttindi, og því hef ég alltaf litið á hana sem hluta af áhugamálunum mínum.“ Fjölskylda Börn Margrétar eru: 1) Hafdís Rún Guðnadóttir, f. 14.12. 1992 (fað- ir: Guðni Jónsson, f. 7.5. 1971), verk- Margrét Valgerður Helgadóttir, verkefnastjóri Stafræns Suðurlands – 50 ára Afmælisveisla Margrét ásamt börnum sínum, Daníel Má, Kjartani Helga og Hafdísi Rún, og Sigríði, móður sinni, í 70 ára afmæli Sigríðar í fyrra. Vinnan hluti af áhugamálunum Systkinin Frá vinstri: Hulda Rós, Margrét Valgerður, Finnur Þór og HafþórHelgi Helgabörn samankomin á góðri stundu. Til hamingju með daginn Reykjavík Ragna Marvinsdóttir fædd- ist föstudaginn 19. mars 2021 kl. 7.33 heima í Reykási. Hún vó 4.040 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Birgitta Steingrímsdóttir og Marvin Ingi Einarsson. Nýr borgari Við Hækk um í gleð inni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.