Morgunblaðið - 28.09.2021, Side 11

Morgunblaðið - 28.09.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2021 Dekton er mjög slitsterkt og rispuþolið borðplötuefni. Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is HÁTT HITAÞOL Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum „Ég byrjaði í fótbolta eins og flestir Eyjapeyjar en fann mig ekki þar. Byrjaði tólf ára að æfa sund sem hentaði mér vel. Var tuddi í fótbolt- anum en kunni því vel að smjúga eins og fiskur í gegnum ylvolgt vatnið. Einn og sér, ekkert þras og rifrildi,“ segir Smári Harðarson sem náði góð- um árangri í sundinu og hefur alltaf haft ástríðu fyrir íþróttum, hollum mat og heilsusamlegu lífi. Kærasta Smára, Marzena Jan- kowska, er á sömu línu og þessa dag- ana eru þau að hleypa af stokkunum sérhæfðum matarmarkaði á netinu, ketoiceland.is. „Þetta er fyrsti sér- hæfði ketómarkaðurinn á Íslandi. Við bjóðum ýmsar ketó- og veganvörur frá Englandi, Póllandi og Bandaríkj- unum. Okkur fannst kominn tími til þar sem mikill áhugi er á ketó- og lágkolvetnalífsstíl í dag,“ segir Mar- zena. „Búðin okkar á netinu er fullkomin lausn fyrir þá sem hafa ekki aðgang að þessum vörum í næsta nágrenni. Það er bara kíkja inn á ketoiceland.is og panta,“ segir Smári. Þau byrja með 67 vörutegundir og eru fleiri á leiðinni. Ætla þau að þróa vöruflokka eftir þörfum og áhuga markaðarins. Vefsíðan er á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku. „Við leggjum gríðarlega áherslu á hreint fæði og heilsusamleg sætuefni. Til dæmis er hörfræ að koma sterkt inn í því sem kalla má of- urfæðu og er þau að finna í nokkrum vörum hjá okkur,“ segir Marzena. Ólíkur bakgrunnur „Einnig erum við með blogg þar sem verða upplýsingar um ketó, hug- leiðingar og uppskriftir. Við vonum að fólk skoði síðuna okkar og prófi vörurnar til að auka fjölbreytni í mat- aræði. Ketóstykki, grauta, snakk eða kökur til að grípa til í amstri dagsins. Auðvelda með því lífið og losna að- eins frá eldhúsinu.“ Marzena er pólsk að uppruna. „Ólíkur bakgrunnur en eigum við ekki að segja að útkoman sé góð,“ segir hún hlæjandi. „Við höfum bæði ástríðu fyrir heilsusamlegu lífi, hreyfingu, hreinu og heilbrigðu mat- aræði og að njóta lífsins,“ segir Mar- zena sem hafði reynt ýmsar leiðir í mataræði en vandamálin urðu stund- um fleiri en átti að leysa. „Við finnum að við höfum fundið réttu leiðina með ketófæði og draum- ur um gott form bæði á líkama og sál var ekki lengur draumur heldur stað- reynd. Það er frábær tilfinning. Lík- aminn er okkar musteri og honum verður ekki skipt út fyrir nýjan,“ seg- ir Marzena. Reynsla og þekking „Mín hreyfing og áhugamál hafa alltaf verið ræktin og stæltur líkami. Auðvitað er ég búinn að ganga í gegnum alla tískustrauma í heilsu- ræktinni. Þar skiptir mataræði miklu máli og í endalausri leit ákvað ég að hætta að vera hræddur við fitu. Minnka sykurnotkun og auka við góða fitu. Á stuttum tíma náði ég mínum markmiðum sem mig hafði alltaf dreymt um. Mig langar að miðla minni reynslu til annarra, bæði með fróðleik og matvöru sem ég og Marzena höfum fundið og teljum vera það besta sem er í boði.“ Þau viðurkenna að vera ekki sér- fræðingar en telja sig búa yfir reynslu og þekkingu sem geti nýst öðrum. „Þess vegna stofnuðum við Keto- iceland. Við erum ekki næringar- fræðingar en byggjum þekkingu okkar á langri reynslu. Við bjóðum alla velkomna að ganga til liðs með okkur og prófa. Við lofum þrennu, hreinum, náttúrulegum, sykur- lausum og, eða, sykurlitlum mat sem markar leiðina til betra lífs,“ sögðu Smári og Marzena að endingu. Matur sem markar leið til betra lífs - Stofna fyrsta sérhæfða ketómarkaðinn hér á landi - 67 vörutegundir frá Englandi, Póllandi og Bandaríkjunum Ketómarkaður Marzena og Smári leggja áherslu á hollan og hreinan mat og heilsusamleg sætuefni. Byrja með 67 vörutegundir og eru fleiri á leiðinni. Heildarkostnaður vegna land- grunnsgreinargerða frá aldamót- um nam ríflega milljarði króna. Þetta kemur fram í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra við fyr- irspurn frá Andrési Inga Jónssyni alþingismanni um landgrunnskröf- ur Íslands. Í svarinu kemur fram að síðustu tvo áratugi hafi farið fram um- fangsmiklar rannsóknir á hafs- botninum suðvestur af Íslandi í þeim tilgangi að gera kröfu til landgrunns Íslands utan 200 mílna efnahagslögsögunnar. Greinargerðir 2009 og 2021 Spurt var um nokkur atriði varðandi þessar kröfur sem settar voru fram 2009 og 2021 í greinar- gerðum Íslands til landgrunns- nefndar Sameinuðu þjóðanna. Seg- ir í svarinu að kostnaðurinn hafi fallið til á um tveggja áratuga tímabili hjá nokkrum stofnunum og ráðuneytum. Meginhluti kostn- aðarins hafi verið vegna rannsókn- arvinnu, mælinga og úrvinnslu sem hafi verið unnin af stofnunum og fræðimönnum. Spurt var sérstaklega um hvaða lögfræðilegu ráðgjöf ráðuneytið hefði fengið við gerð greinargerð- anna. Í svarinu segir að utanrík- isráðuneytið fari með hafréttarmál á alþjóðavettvangi og vinna við greinargerðirnar hafi verið unnin af sérfræðingum ráðuneytisins í samstarfi við sérfræðinga frá Ís- lenskum orkurannsóknum (áður Orkustofnun), Háskóla Íslands, Landhelgisgæslunni, öðrum ráðu- neytum og fyrrverandi fulltrúa í landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóð- anna. Milljarður vegna landgrunnskrafna - Umfangsmikil vinna síðustu tvo áratugi Kartöflubændur í Þykkabæ hafa þurft að glíma við ýmis vandamál á þessu sumri. Fyrst var það kalt vor svo seint var sett niður og á miðju sumri þegar farið var að hlýna ágæt- lega gerði mygla vart við sig í kartöfl- unum. Vegna lyfjagjafar gegn henni varð að fresta því að taka kartöflurn- ar upp og þá tók við erfiður rigninga- kafli í september. Sigurbjartur Pálsson, kartöflu- bóndi á Skarði í Þykkvabæ, segir að talsvert sé enn eftir að taka upp og menn séu á fullu við þá vinnu. Fram undan sé hins vegar norðanátt og þurrara veður, þannig að hann segist reikna með að á endanum takist að ná megninu af kartöflunum. Til þessa hafi bændur í Þykkabæ ekki þurft að glíma við frost og undanfarið hafi menn getað valið þurrari spildur til að taka upp úr. Þrátt fyrir allt sé útlit fyrir að uppskera verði bærileg takist mönnum að komast yfir lönd sín. Skemma út frá sér „Núna er stærsta spurningin hversu miklum skaða myglan veld- ur,“ segir Sigurbjartur. „Kartöflur með myglu eru ónýtar og menn reyna eins og þeir mögulega geta að henda þeim frá þegar tekið er upp. Fari hins vegar hátt hlutfall af mygluðum kart- öflum inn í geymslur skemma þær út frá sér og geta valdið miklu tjóni. Það skýrist ekki fyrr en líður á vetur.“ Stór hluti innlendrar kartöflufram- leiðslu kemur úr Þykkvabænum, en önnur stór svæði eru m.a. Horna- fjörður og Eyjafjörður. Sigurbjartur segist ekki hafa heyrt annað en að á þeim slóðum hafi kartöfluræktun heilt yfir gengið vel í ár, enda sumarið verið gott. aij@mbl.is Ljósmynd/Jóhanna Lilja Erfitt sumar Sigurbjartur Pálsson við upptökuvélar í Þykkvabænum í gær. Kuldi, mygla og bleyta hafa ein- kennt sumarið - Þrátt fyrir allt vonast kartöflubænd- ur í Þykkvabæ eftir bærilegri uppskeru

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.