Morgunblaðið - 28.09.2021, Síða 14
BAKSVIÐ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Þ
að er mikill munur á notk-
un samfélagsmiðla í dag
og fyrir síðustu kosn-
ingar, svo ekki sé talað
um enn lengra aftur,“ segir Sig-
urður Svansson, markaðsstjóri hjá
Sahara. Fyrirtækið sérhæfir sig í
samfélagsmiðlum og markaðs-
setningu á netinu og fylgdist náið
með kosningabaráttunni fyrir ný-
afstaðnar alþingiskosningar. Sa-
hara greindi til að mynda hversu
háum fjárhæðum flokkarnir eyddu
í auglýsingar á Facebook og Insta-
gram.
„Samkeppnin á samfélags-
miðlum er alltaf að verða meiri og
meiri. Notendur gera meiri kröfur
um að það efni sem þeir fá á „feed-
ið“ sitt sé þess virði að skoða það.
Efni sem er of auglýsingakennt
mun fá minni svörun en það efni
sem vekur eftirtekt og áhuga fólks.
Það er erfitt að gera þetta rétt og
það er sérstaklega erfitt að gera
það á stuttum tíma,“ segir Sig-
urður og vísar til þess að kosn-
ingabaráttan stóð ekki nema í
örfáar vikur.
Samantekt Sahara á því hvað
flokkarnir eyddu í auglýsingar á
Facebook og Instagram sýnir að
Flokkur fólksins eyddi mestu eða
um 4,6 milljónum. Miðflokkurinn
eyddi litlu minna, en Sjálfstæðis-
flokkurinn og Framsókn voru á
svipuðu reki með 2,8 milljónir og
2,6 milljónir. Umræddar tölur mið-
ast við aðalsíður flokkanna og gefa
því góða vísbendingu um umfang-
ið. Þær eru hins vegar síður en svo
tæmandi enda geta flokksfélög í
hverju kjördæmi fyrir sig einnig
keypt auglýsingar á samfélags-
miðlum. Eins ná þær ekki til allra
samfélagsmiðla. Þá er vitaskuld
ekki horft til umtalsverðra auglýs-
ingakaupa í dagblöðum, á vefsíðum
og í útvarpi og sjónvarpi.
„Þetta var í fyrsta sinn sem
samfélagsmiðlar voru mikilvægasti
miðillinn í kosningum hér og því er
erfiðara að áætla umfangið. Mér
sýnist þó ljóst að allir flokkar hafi
eytt tugum milljóna. En þótt sam-
félagsmiðlar séu mikilvægir sýna
rannsóknir í markaðsmálum samt
að því fleiri ólíka miðla sem þú set-
ur skilaboðin í, þeim mun áhrifa-
ríkari verða þau. Á sama tíma
þurfa skilaboðin að vera trúverðug
og ríma við langtímaskilaboð við-
komandi flokks,“ segir Andrés
Jónsson almannatengill. Hann tek-
ur sem dæmi að Framsóknarflokk-
urinn hafi verið með framleiddar
sjónvarpsauglýsingar með einföld-
um skilaboðum sem keyrðar hafi
verið á Youtube og víðar. Ein slík
hafi til að mynda fengið 150 þús-
und áhorf á Youtube sem verði að
teljast afar gott. „Á sama tíma var
Miðflokkurinn til dæmis með Sig-
mund á Mbl.is og Vísi að segja ein-
hverja fimm eða sex ólíka hluti.
Það virkaði ekki og í lokin fóru
þeir aftur að tala um hvað hann
gerði á árunum 2013-2017,“ segir
Andrés.
Sigurður hjá Sahara segir grein-
ingu fyrirtækisins sýna að flokk-
arnir hafi farið fremur rólega af
stað en í annarri viku september
hafi farið að hitna í kolunum. „Þá
fór til dæmis Miðflokkurinn á al-
gert flug og byrjaði að moka út
auglýsingum. Á tímabili var flokk-
urinn með um 300 virkar auglýs-
ingar í gangi. Það passar við nið-
urstöður kosninganna að þú vinnur
ekki alltaf með því að auglýsa
meira. Það þarf líka að vanda til
verka þar.“
Hann segir að Flokki fólksins og
Framsóknarflokknum hafi aftur á
móti tekist vel upp. „Herferð
Flokks fólksins var góð. Hún var
aðeins öðruvísi en flestir voru að
gera. Það sem stendur mest upp úr
við Framsóknarflokkinn er slag-
orðið þeirra. Það rammar vel-
gengnina svolítið inn; flokkurinn
nær til þeirra sem eru óákveðnir
og vita ekki hvað þeir eiga að
kjósa. Þá finnst þeim greinilega
langöruggast að fara fyrir miðju.
Sá sem dreif baráttu flokksins
áfram var hins vegar Ásmundur.
Þegar upp er staðið eru það ein-
staklingarnir sem bera uppi árang-
urinn.“
Sigurður segir jafnframt að hann
hafi haft gaman af litanotkun í
auglýsingum. „Framsókn hélt í
sinn græna lit en leyfði sér að fara
líka í skærgrænan lit og bleikan.
Það yngdi upp þennan gamla form-
fasta flokk.“ Hann segir að skæru
litirnir hafi verið áberandi í auglýs-
ingum á LED-skiltum sem nú má
sjá um allt á höfuðborgarsvæðinu,
bæði á strætóskýlum en einnig
stórum skiltum við umferðargötur.
„Þar eru stór andlit og skærir litir
til að ná eftirtekt. Skæru litirnir
grípa meira en jarðlitir.“
Auglýstu mikið á
samfélagsmiðlum
2.819.971 kr.
1.932.133 kr.
4.604.575 kr.
916.830 kr.
930.267 kr.
4.275.866 kr.
544.650 kr.
1.118.445 kr.
2.644.114 kr.
168.880 kr.
Auglýsingakaup flokkanna
á Facebook og Instagram* Heimild: Sahara
Sjálfstæðisflokkurinn
Samfylkingin
Flokkur fólksins
Vinstri-græn
Viðreisn
Miðflokkurinn
Píratar
Sósíalistaflokkurinn
Framsókn
Frjálslyndi lýðræðisfl.
*Aðalsíður flokkanna á tímabilinu
25. ágúst til 25. september.
Sigurður
Svansson
Andrés
Jónsson
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Staðan er ekki
einföld í
Þýskalandi
eftir kosningarnar
þar á sunnudag.
Sósíaldemókratar,
SPD, fengu mest fylgi og flest
þingsæti í kosningunum og gera
tilkall til þess að leiða næstu
ríkisstjórn. Kristilegu flokkarn-
ir CDU og CSU komu þétt á
hæla þeirra og telja að þeir eigi
að fá að mynda stjórn, þótt þeir
hafi lotið í lægra haldi.
Búist er við að stjórnar-
myndun í landinu muni dragast
á langinn. Olaf Scholz, kanslara-
efni SPD, sagði þó að henni
myndi ljúka fyrir jól og hlýtur
þeim, sem ekki hugnast pólitísk
óvissa, að hafa létt við að heyra
það.
Þýskir sósíaldemókratar hafa
átt erfitt uppdráttar undanfarið
og í sumar benti allt til þess að
þeir myndu gjalda afhroð í kosn-
ingunum eftir stjórnarsetu með
kristilegu flokkunum.
Þá sigldu Græningjar með
himinskautum og kristilegu
flokkarnir komu næstir. Anna-
lena Baerbock var kanslaraefni
Græningja og fyrst eftir að hún
var valin í það forystuhlutverk
rauk flokkurinn upp í könnun-
um. Hann féll hins vegar jafn-
hratt þegar Baerbock var staðin
að ónákvæmni í ferilskrá og að
hafa eignað sér texta annarra.
Næstur var Armin Laschet,
sem sóttist eftir að feta í fótspor
Angelu Merkel, að ráða lögum
og lofum í skoðanakönnunum.
Honum fataðist einnig flugið.
Dæmigert fyrir lánleysi hans
var að á upptöku af ávarpi for-
seta Þýskalands vegna fórnar-
lamba flóðanna í landinu í sumar
sást hann í bakgrunni taka bak-
föll af hlátri.
Þá var komið að Scholz. Hann
tók flokk, sem var rúinn fylgi og
virtist kominn að fótum fram og
blés í hann lífi. Undanfarnar
vikur hefur allt bent til þess að
sósíaldemókratar yrðu stærsta
pólitíska aflið í landinu að lokn-
um kosningum og þótt drægi
saman með þeim og kristilegu
flokkunum á endasprettinum
hélt forystan.
Ljóst var að kosningarnar í
Þýskalandi myndu marka tíma-
mót hvernig sem færi af þeirri
einföldu ástæðu að þær marka
lokin á valdaferli Angelu Merk-
el, sem verið hefur kanslari fjög-
ur kjörtímabil og setið í 16 ár. Í
desember í fyrra náði hún því að
hafa setið lengur en Konrad
Adenauer, fyrsti kanslari þýska
sambandslýðveldisins. Hún
hlýtur að hafa sperrt eyrun þeg-
ar hún heyrði að Scholz gaf sér
tímann til jóla til að mynda
stjórn því að verði hún á valda-
stóli til 17. desember nær hún
Helmut Kohl, sem lengst hefur
gegnt embætti kanslara.
Þótt mjótt væri á munum eru
úrslitin áfall fyrir kristilega
demókrata. Fylgi þeirra er í
sögulegu lágmarki og líklega
hefði verið betra fyrir flokkinn
að tefla fram fram-
bjóðanda, sem
skæri sig meira úr
frá Merkel en
Laschet.
Líklegt verður að
telja að Scholz takist að mynda
ríkisstjórn og verði næsti kansl-
ari Þýskalands. Laschet sagði í
gær að hvað sem liði fylgistapi
síns flokks yrði sá kanslari, sem
tækist að mynda meirihluta á
þingi. Það mun þó ekki hjálpa
Laschet í sókn hans eftir að
leiða næstu stjórn landsins að
þegar eru komnar fram kröfur í
hans eigin flokki um að hann
segi af sér.
Í skoðanakönnun, sem birt
var í gær, kom fram að tveir af
hverjum þremur Þjóðverjum
vilja að Scholz verði næsti kansl-
ari landsins. Ýmsir möguleikar
eru á samsetningu stjórnar und-
ir forystu hans. Hann gæti
myndað meirihluta með kristi-
legum demókrötum. Þá yrðu
sömu flokkar áfram við völd og
kanslaraembættið færi milli
flokka. Það verður þó að teljast
harla ólíklegt.
Líklegast er að mynduð verði
þriggja flokka stjórn sósíal-
demókrata, Græningja og
frjálsra demókrata, FDP. Tveir
síðastnefndu flokkarnir hafa í
hendi sér hvert framhaldið verð-
ur.
Það flækir þó málið að nokkuð
langt er á milli Græningja og
FDP. Þar að auki hefur Christi-
an Lindner gefið til kynna að
hann kysi fremur samstarf við
kristilegu flokkana ásamt Græn-
ingjum, en sósíaldemókratana.
Á hinn bóginn birtist í gær
könnun þar sem rúmur helm-
ingur stuðningsmanna FDP
kvaðst fremur vilja að flokkur-
inn gengi til samstarfs við SPD.
Tveir flokkar til viðbótar náðu
inn á þing, en ólíklegt er að þeir
muni koma við sögu í stjórnar-
myndun. Allir flokkar hafa hafn-
að samstarfi við annan þeirra,
Annan kost fyrir Þýskaland,
AfD, en merkilegt nokk mætir
flokkurinn Die Linke, sem er
bein arfleifð austurþýsku
kommúnistaleiðtoganna
Ulbrichts og Honeckers og rétt
skreið inn á þing, ekki sömu
vanþóknun.
Næstu stjórnar Þýskalands
bíða ærin verkefni. Brösuglega
hefur gengið að eiga við kórónu-
veiruna og mannskæð flóð í
vesturhluta landsins í sumar
þóttu afhjúpa mikla veikleika í
þýskum innviðum. Þjóðverjar
hafa dregist aftur úr í að tileinka
sér stafrænu byltinguna. Verð-
bólga er komin á kreik í landinu
og sáran er kvartað yfir því að
húsnæðisverð sé orðið allt of
hátt þannig að ungt fólk komist
ekki inn á húsnæðismarkaðinn.
Það ógnar ef til vill ekki stöð-
ugleika í Þýskalandi þótt stjórn-
armyndun dragist á langinn, en
því fylgir ákveðið tómarúm. Síð-
ustu valdadaga Merkel hefur
margt verið í biðstöðu og verður
svo greinilega enn um sinn.
Sósíaldemókratar
sigra, en kristilegir
gera tilkall til valda}
Naumt í Þýskalandi
K
æru stuðningsmenn, þið sem
hafið byggt flokkinn okkar
upp eins fallega og raun ber
vitni, þúsund þakkir fyrir allt.
Ég er auðmjúk og óendanlega
þakklát fyrir allar kveðjurnar, fyrir allt
traustið, alla hvatninguna og hlýjuna sem
þið hafið veitt okkur fambjóðendum Flokks
fólksins á þessari ótrúlegu vegferð. Með
ykkur var kosningabaráttan hlaðin bjart-
sýni og brosi. Þið hafið eignast sex frábæra
fulltrúa á Alþingi Íslendinga sem allir munu
berjast af hugsjón og öllum kröftum fyrir
betra og sanngjarnara samfélagi fyrir alla
landsmenn. Flokkur fólksins hefur ávallt
barist fyrir réttlæti og gegn fátækt. Við
munum aldrei missa sjónar á því sem skiptir mestu
máli því að lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna.
Mörgum kom á óvart þegar Flokkur fólksins náði
þeim frábæra árangri í kosningunum sem raunin varð,
mun betri árangri en kannanir höfðu gefið til kynna.
Flestir spáspekingar töldu framan af að litlar líkur
væru á að flokkurinn næði aftur á þing. Ítrekað látið í
veðri vaka að óheppilegt væri að hafa of marga flokka
á þingi. Myndin sem dregin var upp fyrir kjósendur
var sú að atkvæði greitt Flokki fólksins gæti hugsan-
lega stuðlað að stjórnarkreppu í landinu. Einnig var
ítrekað rætt um að atkvæði kjósenda Flokks fólksins
gætu dottið niður dauð ef flokkurinn næði
ekki yfir 5% múrinn. Allt annað kom á dag-
inn.
Flokkur fólksins og Framsóknarflokk-
urinn eru óumdeildir sigurvegarar kosning-
anna. Þessir flokkar eiga það sameiginlegt
að hafa lagt mikla áherslu á málefni ör-
yrkja, eldra fólks, barna og fátækra. Nið-
urstöður kosninganna eru skýrt ákall frá
kjósendum til löggjafans um að styrkja
verði stöðu þessara hópa. Það er ekki hægt
að bíða lengur eftir réttlætinu.
Flest bendir til þess að fráfarandi ríkis-
stjórn haldi áfram samstarfi sínu næstu
fjögur árin. Verði svo, vona ég af öllu
hjarta að hún hlýði kalli kjósenda og fylgi
eftir eigin loforðum um að bæta kjör þeirra sem biðja
um hjálp. Við í Flokki fólksins munum styðja öll mál
sem ganga út á að útrýma fátækt. Það er í valdi Al-
þingis að brjóta múrana og bæta kjörin.
Kæru alþingismenn og verðandi ríkisstjórn!
Tökum saman höndum hvar í flokki sem við stönd-
um og sýnum í verki að við erum traustsins verð.
Tryggjum réttlæti fyrir alla í okkar ríka landi.
Fólkið fyrst – svo allt hitt!
Inga Sæland
Pistill
Þjóðin kýs réttlæti!
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen