Morgunblaðið - 28.09.2021, Side 18

Morgunblaðið - 28.09.2021, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2021 ✝ Guðrún Hrund Sigurðardóttir fæddist í Reykja- vík 31. maí 1960. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans 3. september 2021. Foreldrar hennar voru Sig- urður Þórðarson tannlæknir, f. 16.1. 1935, d. 31.5. 2008 og Hildur Vilhjálmsdóttir, húsmóðir og skrifstofumaður, f. 26.8. 1936, d. 6.5. 1974. Sambýliskona Sigurðar til dánardags var Kristín Salóme Karlsdóttir, f. 14.4. 1953. Systkini Guðrúnar voru Arnar Þór Sigurðsson, Andri Vilhjálmur Sigurðsson, Guð- stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Sund árið 1981. Kennarapróf frá textíldeild kennaraháskólans 1985. Fata- hönnuður frá Københavns mode- og design skole 1989. Hún starfaði sem fatahönn- uður og kennari til 2001. Blaðamaður, stílisti og síðar ritstjóri tímaritsins Gestgjaf- ans 2001-2012. Árin 2012-2014 rak Guðrún verslunina Bús- áhöld í Kringlunni. Guðrún hannaði höfuðföt undir merk- inu M-headwear og rak hönn- unarfyrirtækið Meið trésmiðju síðustu árin. Allt til dánardags var Guðrún Hrund sjálfstætt starfandi myndlistarmaður. Nú síðast í gallerí Art67 á Laugavegi. Útför Guðrúnar Hrundar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 28. september 2021, kl. 13. Streymt verður frá útför: https://youtu.be/uok4mRSBPLQ Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat rún Anna Páls- dóttir og Gunnar Borg Sigurðsson. Guðrún giftist 1986 Georg Kr. Lárussyni. Þau skildu. Guðrún og Georg eignuðust tvö börn: 1) Hildur Georgsdóttir, f. 28.7. 1984, eigin- maður hennar er Ólafur Már Æg- isson. Börn þeirra eru Ragn- hildur Katla og Edda Guðrún. 2) Lárus Gauti Georgsson, f. 7.9. 1986, sambýliskona hans er Laura Daniela Hurtado. Guðrún var á tímabili í sam- búð með Herði Harðarsyni. Guðrún Hrund ólst upp í Álftamýrarhverfinu. Lauk Síðan þú fórst mamma hafa komið upp óteljandi stundir þar sem mig hefur langað að hringja í þig og segja þér frá deginum, hvað ég ætli að elda í kvöld eða fá hjá þér leiðbeiningar. Því við vorum svo miklir vinir og svo samrýnd. Ég mun sakna þín svo mikið, elsku besta mamma, og við sem elskum þig gjöldum kærleikann með sorginni. Ég var svo montinn af þér því þér lynti við alla og það var þér svo áreynslulaust – svo líka glæsileg og sannur karakter. Þú varst alla tíð listræn og skapandi – fagurkeri í alla staði. Þú sást fegurðina í öllu og hvernig ætti að skapa hana. Ég var svo hepp- inn að eiga sömu áhugamál og mamma mín, hvort sem það var matreiðsla eða hönnun – þótt ég hafi enga hæfileika í því síðar- nefnda. Við höfðum bæði dálæti á klassík og popp-kúltúr. Við gátum talað um heima og geima er kom að hönnun og list í öllum sínum formum, hvort sem það var Halston eða James Stewart. Þegar kom að hönnun var mamma alltaf klassísk þótt hún væri nýjungagjörn. Það sást best í fatahönnun hennar sem hún skapaði við lok níunda ára- tugarins og hlaut verðlaun fyrir, sem var sveipuð klassík og fág- un, þvert gegn tíðarandanum. Þá saumaði mamma á okkur Hildi föt í gegnum barnæskuna og nú síðast brúðarkjólinn henn- ar Hildar. Ég er þér svo þakk- látur mamma fyrir að gefa mér Hildi – minn besta vin. Við stöndum saman, engar áhyggj- ur. Við Daníela og allir sem heim- sóttu hana áttum einstakan og dýrmætan tíma með mömmu, þegar hún bjó hjá okkur síðasta mánuð lífsins eftir útskrift af líknardeild. Þar fékk mamma annað tækifæri til að gera það sem henni fannst skemmtilegast – matreiða, mála, halda veislur og njóta hversdagsins. Það er tómlegt heima án þín mamma og skrýtið að finna ekki fyrir nær- veru þinni, en ég veit að þú ert með okkur og minningarnar lifa sterkt í hjarta mínu. Eftir margra ára baráttu kom enda- punkturinn, sem þú lést samt sjaldnast trufla þig á heildina lit- ið enda kvartaðir þú aldrei þrátt fyrir að vera hugsanlega að fara alltof snemma – það kennir manni mikið. Uppgjöf var ekki að finna í hjarta þínu og þú varst bjartsýn og jákvæð bók- staflega til síðasta dags, enda ætlaðir þú þér bara að fara stutt aftur inn á líknardeild í hvíld og koma aftur til okkar. Daginn áð- ur en þú fórst aftur á deildina og tveimur dögum áður en þú kvaddir áttum við svo yndislegt kvöld, þú notaðir krafta þína í að koma fram til okkar og njóta kvöldsins, líkt og dagana þennan mánuð, þar sem við borðuðum góðan mat, hengdum upp nýlegt listaverk eftir þig, fengum okkur rauðvín, nutum tónlistar – nut- um stundarinnar. Þú þurftir enga núvitundarpredikun enda var þetta þér eðlislægt. Þú tal- aðir um hvað þú værir ham- ingjusöm og lífið væri gott. Þú kvaddir okkur í hamingju og fyrir það er ég ánægður. Elsku mamma, ég mun sakna þess að geta ekki heyrt í þér eins og alla daga, knúsað þig og sagt þér að ég elski þig – en ég mun tala um þig og við þig í huga mínum. Það var svo margt sem við ætluðum að gera og við munum fara fyrir þig í Rómarferðina, skála þar í rauðu og hafa gourmet eins og þú myndir gera. Þinn Lárus (Lalli). Elsku besta mamma mín, mín besta vinkona. Við hvern á ég að ræða þegar ég þarf að ákveða hvað ég ætla að elda í næsta matarboði? Það sem við gátum talað um mat og hvað við ætl- uðum að elda næstu daga. Það er svo dýrmætt að deila áhuga- máli með mömmu sinni. Mamma var svo mikil vinkona mín og núna loksins þegar ég er 37 ára áttaði ég mig á því að mömmur hafa alltaf rétt fyrir sér. Ég náði sem betur fer að segja henni það í sumar. Mamma var fagurkeri fram í fingurgóma. Hún kunni að njóta lífsins og sá það jákvæða í öllu. Æðruleysi var hennar helsti styrkur og á ég henni að þakka hversu vel ég hef lært að komast í gegnum erfiðleika. Þegar ég rifja upp æskuna man ég eftir súkkulaðikökunni sem hún bak- aði alltaf á föstudögum. Stund- irnar sem við áttum saman í saumaherberginu hennar, ég að búa til föt á Barbie á meðan hún galdraði fram jólakjóla, ösku- dagsbúninga eða kjóla fyrir næsta ball. Það eru ekki margir sem eiga mömmu sem saumar kjóla eftir pöntunum og hún hannaði brúðarkjólinn minn. Allt föndrið sem hún gerði með okk- ur Lalla og svo seinna meir ömmustelpunum sínum. Mamma var svo jarðbundin og gaf góð ráð. Öllu sem lífið lagði á mömmu mætti hún af já- kvæðni og bjartsýni. Stundum fannst mér hún óhóflega bjart- sýn en það var eflaust hennar leið til að komast í gegnum erf- iðleika. Mamma lét veikindin aldrei stoppa sig í því sem hana langaði að gera. Allt fram á síð- asta dag talaði hún um jólin og hvað hún ætlaði að gera með okkur. Engin uppgjöf eða nei- kvæðni. Það dýrmætasta sem mamma hefur gefið mér er vin- átta okkar systkina. Það er ómetanlegt að eiga bróður sem er manns besti vinur. Enda spurði ég mömmu oft hvernig ég ætti að haga uppeldinu á stelp- unum til að þær verði eins miklir vinir og við Lalli. Við erum svo þakklát fyrir þann góða tíma sem við áttum með mömmu í sumar. Við nýtt- um hvern dag til að skapa góðar minningar. Ófáar matarveislurn- ar voru haldnar á líknardeildinni og heima hjá Lalla og Danielu þar sem mamma bjó sinn síðasta mánuð. Þrátt fyrir að mamma hafi í vor vitað að hún ætti ekki langt eftir naut hún hvers dags og leið vel. Hún var ánægð og sátt við lífið og tilveruna þó vissulega hefði hún viljað mun meiri tíma. Elsku mamma, við munum framkvæma þá hluti sem þig dreymdi um. Við förum í Ítal- íuferðina sem aldrei var farin, við munum gera Birkilaut eins og þú hafðir ákveðið. Fyrst og fremst munum við njóta og við vitum að þú verður ávallt með okkur í anda. Hildur Georgsdóttir. Ég man svo skýrt daginn sem við hittumst fyrst, ég var svo stressuð en samt svo ótrúlega glöð. Þegar ég kynntist þér þá áttaði ég mig á því að tíminn skilgreinir ekki hversu mikið maður getur elskað einhvern. Hversu mikið maður getur dáðst að og virt einhvern. Svo komst þú mín kæra tengdamamma – svo glæsileg og svo einstök. Svo elegant og fínleg og viðhorf þitt til lífsins – hvernig þú sást lífið bæði þegar vel áraði og þegar bjátaði á. Þú vissir að lífið væri einstakt og þess ætti að njóta til hinstu stundar, eins og þú sann- arlega gerðir. Ég var svo heppin að vera partur af þessum stund- um og partur af lífi þínu. Þú gafst mér þinn tíma, visku þína og þekkingu og það sem mestu skiptir, ást. Ást sem var svo hrein og sönn – ég dáist að þér svo mikið, ég ber virðingu fyrir þér og ég elska þig. Einhvern tímann munum við hittast aftur í paradís Guðs þar sem við mun- um dansa saman eins og við gerðum einu sinni og við munum njóta saman að eilífu. Daniela. Það er erfitt að koma orðum að eigin líðan undanfarna mán- uði eftir að ljóst var að systir mín, 61 árs gömul, ætti skammt eftir ólifað. Mér fannst búið að leggja alveg nóg á hana á lífs- leiðinni og hafði alltaf trúað að hún fengi það sem hún ætti skil- ið, að eldast vel og lengi í ömmu- og mömmuhlutverkinu. Það eru ekki nema tæpir tveir mánuðir síðan móðursystir okk- ar, Jódís Vilhjálmsdóttir, féll frá. Jódís og Guðrún voru svo nánar og nátengdar að sambandi þeirra var meira eins og sam- rýndar systur. Guðrún var skírð í höfuðið á „ömmu Gu“ sem var hin fullkomna amma. Þannig var systir mín líka, hún var fullkom- in mamma og amma enda hafði hún bestu fyrirmyndir sem hægt er að hafa. Hún var rúmlega tólf ára þeg- ar ég fæddist og mér skilst að ég hafi aldrei kallað hana annað en Guju og geri enn. Ég minnist þess aldrei að hafa horft á hana sem „stóru systur“, hún var allt- af eitthvað svo miklu meira en það. Umfram allt var hún ein- stök og góð manneskja sem ég gat alltaf treyst á og hún gat treyst á mig, þannig var okkar samband. Guja flakkaði á milli kynslóða í samskiptum við sína nánustu. Hún gat farið í partí með okkur yngri kynslóðinni sem og farið í „frænku-kaffi“ eða þorrablót með eldri kynslóðinni í fjölskyld- unni. Það er gott að hugsa til þess hvað hún var stolt og glöð með allar vinkonurnar, vinina og fjölskyldurnar sem hún hafði í kringum sig alla tíð. Hún tókst á við erfiðleika og veikindin af einlægri jákvæði og kunni betur en margur að hafa það „huggulegt“ og gaman. Listamaðurinn, stílistinn, kokk- urinn, saumakonan, hönnuður- inn og bakarinn í Guju kom sér alltaf vel þegar kom að því að skipuleggja eitthvað „gúrme“ og skemmtilegt. Eins og góð vin- kona hennar komst að orði; „hún lifði í ljósi aðstæðna en ekki í skugga þeirra“. Börnin og barnabörnin voru henni allt. Ef hún hugsaði um sjálfa sig var það til að geta ver- ið í enn betra standi til að njóta og gefa meira af sér til sinna nánustu. „Þið eruð ekki að fara neitt – ég ætla að leggja mig að- eins og kem svo aftur fram og við eigum gott kvöld, sagði hún ákveðin en blíð við okkur bræð- urna eitt kvöldið nokkrum vik- um áður en hún lést. Hún stóð auðvitað við það, lagði sig og kom aftur fram og við áttum ómetanlega kvöldstund. Þannig var hún allt undir það síðasta, ósérhlífin og ákveðin í því að kreista fram góðu stundirnar með sínum nánustu. Söknuður okkar Auðar og barnanna er mikill og stelpurnar hugsa hlýtt til Ragnhildar og Eddu Guðrúnar sem nú eiga um sárt að binda. Missir Hildar og Lalla virðist óyfirstíganlegur enda sambandið á milli þeirra þriggja alveg einstakt. Með minningar um góðar stundir og einstaka móður eiga þau traust og gott leiðarljós í lífinu. Ég kvaddi Guju í huganum og hún mig rúmri viku áður en hún fór. Það var ekki eiginleg kveðjustund því eins og ég sagði við hana: „Ég mun ekki kveðja þig því þú verður hjá okkur áfram.“ Minningarnar og áhrifin sem hún hafði á mig munu lifa með mér alla tíð. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. Þinn Andri. Þér fannst ég sjálfsagt miklu eldri þegar við hittumst fyrst. Þú glæsileg ung stúlka og ég sjö árum eldri kona, nýbúin að kynnast pabba þínum. En í ár- anna rás varð aldursmunurinn minni og vináttan dýpri. Móðurmissirinn hafði þá þeg- ar markað líf þitt, en framtíðin blasti samt við. Það var ánægju- legt að fylgjast með þér takast á við lífið og blómstra. Verða kennari, dásamleg móðir tveggja Guðrún Hrund Sigurðardóttir HINSTA KVEÐJA Alltaf þegar ég gisti hjá ömmu þá fórum við saman í Kringluna. Amma vissi allt- af hvað ég vildi í afmælis- gjöf því hún hlustaði alltaf svo vel á mig. Hún gerði mjög mikið fyrir mig. Amma var besta amma í heimi. Ragnhildur Katla. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN SVEINSSON skipstjóri, Brúnavegi 9, lést miðvikudaginn 15. september á Hrafnistu Laugarási. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 29. september klukkan 13. Valgerður Hjartardóttir Sigríður Kristjánsdóttir Friðrik Björgvinsson Þorbjörg Kristjánsdóttir Elína Hrund Kristjánsdóttir Karítas Kristjánsdóttir Ingólfur Hartvigsson afabörn og langafabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR HANNA GUNNARSDÓTTIR sérkennari, Rúgakri 3a, Garðabæ, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 16. september, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn 29. september klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð Dagbjartar Vilhjálmsdóttur hjá R.b.st. nr. 8 Rannveig IOOF, kt. 620193-2679, banki 327-13-4678. Sverrir Gunnarsson Lára Áslaug Sverrisdóttir Jón Höskuldsson Davíð Björn Pálsson Gunnar Sverrisson Þórey Ólafsdóttir Sverrir Geir Gunnarsson Stefanía Theodórsdóttir Sigríður Thea Sverrisdóttir Halldór Árni Gunnarsson Embla Rún Björnsdóttir Þórunn Hanna Gunnarsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐFINNUR ÁSKELL BENEDIKTSSON frá Hnitbjörgum, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Hólmavík 22. september. Útför hans fer fram frá Hólmavíkurkirkju föstudaginn 1. október klukkan 14. Hreiðar Áskelsson Jóhann Áskelsson Kristín Sóley Kristinsdóttir Guðríður Áskelsdóttir Jómundur Ólason Páll Áskelsson Hlíf Hrólfsdóttir Benedikt Áskelsson Antonía Malmqkvist Arnórsd. Guðmunda Áskelsdóttir Kristján Þór Jónsson Þröstur Áskelsson Kristín Sigmundsdóttir Júlíana Áskelsdóttir Róbert Daníel Kristjánsson afabörn og langafabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLÍNA PÁLSDÓTTIR húsmóðir, lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði 22. september. Útför fer fram frá Suðureyrarkirkju laugardaginn 2. október klukkan 14. Snorri Sturluson Erla Eðvarðsdóttir Sóley Sturludóttir Ína Sturludóttir Bjarni Kjartansson Sturla Páll Sturluson Jariya Ya Ólafur Þór Sturluson Julie Coulson Reynir Sturluson Þórhildur Þórhallsdóttir og fjölskyldur Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, JÓN BERNÓDUSSON verkfræðingur, Hvammsgerði 8, sem lést á Landspítala Fossvogi miðvikudaginn 22. september, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum föstudaginn 1. október klukkan 15. Martina Bernódusson María Lára Jónsdóttir Aðalbjörg Jóhanna Jónsdóttir og systkini hins látna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.