Morgunblaðið - 28.09.2021, Qupperneq 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2021
yndislegra barna, Hildar og
Lalla, læra fatahönnun í Kaup-
mannahöfn og ná þar frábærum
árangri. Síðar öðlast skemmti-
legan áhuga á matargerð og í
kjölfarið verða frábær kokkur,
blaðamaður og síðar ritstjóri
Gestgjafans. Alltaf að teikna og
mála, hanna og sauma föt og allt
lék þetta í höndum þínum. Hæfi-
leikarík, listræn, skapandi og
umfram allt einstakur fagurkeri
alla tíð. Síðan ömmuhlutverkið
þar sem Ragnhildur Katla og
Edda Guðrún nutu þess að eiga
dásamlega ömmu. Hæglát, ráða-
góð, hlý og skemmtileg.
En þú fékkst líka mörg erfið
verkefni í fangið. Stuttu eftir að
pabbi þinn kvaddi okkur kom
stóra verkefnið, krabbameinið,
sem þú tókst á við með einstöku
æðruleysi, bjartsýni og jákvæðni
í 12 ár, þar til yfir lauk. Þú
kunnir svo vel að njóta góðu
stundanna sem gáfust, finna til-
efni til að gleðjast og hlakka til
og með góðum mat, kaffibolla
eða rauðvínsglasi og kertaljósi
varð hver samvera með þér ein-
stök.
Þrátt fyrir sterka lífslöngun
varðstu samt undan að láta og
eftir sitjum við hin hnípin og
sorgmædd, en yljum okkur við
fallegar minningar.
Elsku Guja mín, takk fyrir
fallegu vináttuna þína, hlýjuna,
notalegu símtölin, uppskriftirnar
og dásamlegar samverustundir.
Megi sá sem öllu ræður
hjálpa okkur að styrkja og halda
utan um Hildi, Lalla og þeirra
fjölskyldur í sorg og söknuði.
Þín
Kristín Salóme Karlsdóttir
(Stína).
Fyrstu kynni okkar Guðrúnar
voru allt í senn skemmtileg, ynd-
isleg og góð. Við komum okkur
upp fallegu heimili sem við átt-
um saman, ferðuðumst mikið,
enda svo sem engum háð á þess-
um tíma, leið vel og þurftum
ekki mikið á öðrum að halda. Við
fengum einungis þrjú góð ár
saman en síðan greindist Guð-
rún með krabbamein og eftir
það var líf okkar markað barátt-
unni við vágestinn sem enginn
vill kynnast, og við tóku þrettán
ár með sífelldri læknismeðferð.
Guðrún sýndi ótrúlegt æðruleysi
í veikindum sínum og ekki var
hún margmál um þau, jafnvel
svo að hennar allra nánustu
vissu ekki alltaf af þeim lækn-
isaðgerðum sem hún gekk í
gegnum. „Ég hef það gott,“ var
svarið ef hún var spurð hvernig
henni liði, þótt því væri þver-
öfugt farið. Með árunum urðu
allar þessar meðferðir sífellt erf-
iðari og reyndu mikið á þol
hennar og styrk, jafnframt hvarf
sú von að hún næði bata.
Okkar síðasta ferðalag saman
var hringferð um landið sem var
eftirminnileg og góð. Við gerð-
um okkur bæði fyllilega grein
fyrir því að þetta væri okkar síð-
asta ferð saman en ræddum það
ekkert sérstaklega. Fallegir
staðir og útsýni voru ef til vill
ekki það sem þessi ferð snerist
um heldur sú staðreynd að
þarna gáfum við hvort öðru alla
þá hlýju, umhyggju og ást sem
við áttum eftir.
Þótt sárt sé þá auðnaðist okk-
ur ekki að ganga saman síðustu
metrana enda er það svo að eng-
inn ræður sínum næturstað. Ég
mun ávallt minnast Guðrúnar
sem fallegrar konu með enn fal-
legra hjartalag.
Hörður.
Guðrún Hrund Sigurðardóttir
var skírð í höfuðið á ömmu sinni
sem var tvíburasystir móður
minnar og ég og systkini mín
kölluðum alltaf ömmu Gu. Tví-
burasysturnar giftust bræðrum
og eignuðust sjö börn samtals.
Hópurinn ólst upp eins og systk-
ini enda skyldleikinn mikill.
Hildur, móðir Guðrúnar, var elst
í þeim hópi og ég yngst.
Mér þótti síðan alveg eðlilegt
að nota sama nafn á Guðrúnu
frænku mína eins og amma Gu
bar því mér þótti „Gu“ svo fal-
legt nafn. Í því fólst hlýja og
væntumþykja sem einkenndu
ömmu Gu og eins var um Gu
frænku. Ég átti mjög fullorðna
foreldra miðað við frænku mína
og þótti svo spennandi að fá að
gista hjá henni alltaf þegar færi
gafst. Þá fórum við í mömmu-
leiki og dúkkuleiki þar sem hún
var litla systir mín sem mig
langaði svo að eiga og ég var
stóra systirin. Ég sótti mjög fast
að fá að gista á Háaleitisbraut-
inni og var auðvitað yfirleitt vel-
komin að gista hjá Gu en ekki
eins oft og ég vildi og skildi ekk-
ert í því af hverju ég gæti ekki
bara alltaf verið þar. Mér þótti
íbúðin þeirra vera ævintýra-
heimur því þar var allt svo frá-
brugðið því sem var heima hjá
mér. Hildur, móðir Guðrúnar,
var sérlega smekkleg manneskja
og hugmyndarík, alveg eins og
Guðrún varð svo þegar hún óx
úr grasi. Smekkur Gu var
óbrigðull; það varð allt falleg
sem hún kom að, og mér þótti ég
heppin þegar hún samþykkti að
koma að vinna með mér á Gest-
gjafanum þar sem ég hafði tekið
við sem ritstjóri. Hún kom fyrst
inn í verkefni sem verktaki en
varð síðar stílisti blaðsins og svo
ritstjórnarfulltrúi og saman unn-
um við að því að gera blaðið
bæði fallegt og skemmtilegt. Það
voru góðir tímar. Og svo tók Gu
við ritstjórninni þegar ég hætti
því það gat hún auðvitað alveg
líka.
Kímnigáfa Gu var einstök,
það var svo gaman að hlæja með
henni. Hún sá spaugilegu hlið-
arnar á tilverunni, sem gagn-
aðist henni síðan mjög vel nú
síðustu árin sem voru henni erf-
ið. Hún sagði til dæmis þegar
hún lagðist síðast inn á líkn-
ardeildina að hún væri bara að
fara í smá hvíldarinnlögn. Mig
grunar að hún hafi vitað að hún
ætti ekki afturkvæmt en það
hafi verið hennar leið til að
milda þann dóm fyrir sína nán-
ustu og grínast pínu með það.
Þegar Hildur, móðir Guðrún-
ar, lést, aðeins 38 ára gömul, var
Gu ekki nema 14 ára. Ég var þá
17 ára og vorkenndi frænku
minni óskaplega. Það var óbæri-
legt að hugsa sér að missa for-
eldri en eins og ungra er siður
líta þeir á sjálfa sig og sína nán-
ustu sem eilíf. Hrollkaldur veru-
leikinn var annar og Guðrún og
tveir yngri bræður urðu móð-
urlaus allt of ung. Þá stökk
amma Gu inn og var alveg
örugglega næstbesti kostur
fyrst svona fór. Afi Villi hafði
líka látist skömmu áður svo það
var örugglega betra fyrir ömmu
Gu að finna hvað hún gerði mik-
ið gagn með því að aðstoða með
börnin.
Við kveðjum Gu frænku í dag
og vitum að læknavísindin hafa
sem betur fer fundið ýmis ráð
við sjúkdómnum sem herjaði á
hana og svo marga ættingja
okkar. Hún laut í lægra haldi
eftir langa baráttu en ég trúi að
hún sé nú komin til fólksins sem
elskaði hana svo mikið.
Sólveig Baldursdóttir.
Við kölluðum hana alltaf Gu
og þvílíka hetju þekktum við
ekki þó víða væri leitað.
Hún var ekki nema 14 ára
þegar Hildur mamma hennar
lést úr sama sjúkdómi, ferming-
unni var frestað og allir vonuðu
að mamma hennar næði heilsu
en svo varð ekki.
Þessi ár voru erfið en amma
Gu hjálpaði mikið til og var
kletturinn fyrir krakkana.
Gu eignaðist tvö börn sem eru
bæði yndisleg og hafa hjálpað og
hugsað um mömmu sína fram á
síðasta dag.
Gu var mikill listamaður á öll-
um sviðum, hún lærði fatahönn-
un í Kaupmannahöfn, hún mál-
aði stórkostlegar myndir og það
lék allt í höndunum á henni. Það
var ekki alltaf gaman hjá henni
síðustu árin er veikindin tóku
sig upp aftur og aftur en hún
lifði fyrir börnin og barnabörnin
en nú var krafturinn þrotinn.
Takk fyrir, elsku Gu, að vera
frænka okkar en við vitum að
mamma þín og pabbi hafa tekið
á móti þér og auðvitað Jódís
frænka sem nýlega er farin.
Hvíl í friði, elsku frænka.
Fyrir hönd Sigtúnskrakk-
anna,
Hildur Baldursdóttir.
Við vorum tíu sem stofnuðum
saumaklúbbinn Blúndur þegar
við vorum í Menntaskólanum við
Sund. Nú syrgjum við kæra vin-
konu úr þeim hópi, Guðrúnu
Hrund. Stofnun saumaklúbbs á
þessum aldri þótti sumum nokk-
uð kerlingalegt en mikið höfum
við þakkað fyrir að hafa stigið
það skref. Með árunum varð til
traustur og gjöfull vinkvenn-
ahópur sem hefur staðið þétt
saman hvernig sem hefur viðrað
í lífi okkar. Guðrún Hrund skar
sig úr hópnum fyrir margra
hluta sakir. Hún var gædd mikl-
um listrænum gáfum sem birt-
ust á striga, í tréverki, textíl og
matargerð. Matarboð á aðventu
eða venjubundnir saumaklúbbar
hjá Guðrúnu voru listaverk út af
fyrir sig. Glæsileiki hennar og
fatnaður bar líka vott um list-
fengið.
Þótt ekki hafi farið mikið fyrir
hannyrðum í klúbbum Blúndna
var þeim mun meiri áhersla lögð
á gleði og gefandi stundir. Hóp-
urinn hefur safnað reglulega í
ferðasjóð sem hefur nýst okkur
til að leggjast í fjölmargar
skvísuferðir vítt og breitt um
heiminn. Þar var Guðrún Hrund
í essinu sínu á listasöfnum, í
vefnaðarvörubúðum og á fram-
andi veitingastöðum. Alls staðar
hafði hún auga fyrir því sem fal-
legt er. En Birkilaut við Laug-
arvatn var Guðrúnu kærastur
staða þar sem hún hafði átt ljúf-
ar æskustundir með mömmu
sinni, ömmu og móðursystur.
Við vinkonurnar vorum svo
heppnar að fá að fara þangað
með henni og endurlifa með
henni ævintýrin á þessum frið-
sæla stað.
Skömmu áður en Guðrún
kvaddi hélt hún dásamlegt
Blúnduboð sem varð dýrmæt
stund fyrir okkur allar. Í nýjum
og fallegum kjól skálaði þessi
glæsilega og hughrausta vin-
kona við okkur í kampavíni þar
sem við fögnuðum lífinu, þökk-
uðum vináttuna og skiptumst á
gjöfum með „eilífðararmbandi“.
Þessi stund var mjög í anda
Guðrúnar, hún einsetti sér alltaf
að njóta augnabliksins og það
gerði hún líka á þessari stundu.
Við Blúndusystur viljum trúa
því að traust vinátta okkar allra
hafi gefið Guðrúnu styrk í veik-
indum hennar en raunin var
ekki síður sú að Guðrún veitti
okkur styrk til að ganga þessa
leið með henni. Óbilandi kjarkur
hennar, bjartsýni, von, húmor og
þrautseigja verður okkur
ógleymanleg.
Mikill og gagnkvæmur kær-
leikur ríkti með Guðrúnu og
yndislegum börnum hennar,
Hildi og Lárusi Gauta. Þau og
tengdabörnin hafa sýnt einstak-
an styrk og umhyggju við hana í
veikindunum. Náin vinátta
þeirra systkina færði mömmu
þeirra gleði og frið. Hún sá ekki
heldur sólina fyrir litlu ömmu-
stelpunum sínum sem bera
sterkan svip ömmu sinnar.
Við kveðjum elsku vinkonu
okkar með söknuði og virðingu
og þökkum henni fyrir allar
töfrastundirnar sem við áttum
saman. Kærleikskveðjur sendum
við Hildi og Lalla og fjölskyldum
þeirra.
Megi hið eilífa ljós lýsa Guð-
rúnu Hrund.
Ásrún, Erla, Helga, Karitas,
Kolbrún, Lára, Stefanía,
Sveinhildur og Þuríður.
✝
Magnús Ólafur
Einarsson
fæddist í Reykjavík
11. júlí 1956. Hann
lést 10. september
2021. Foreldrar
hans voru Einar
Valberg Sigurðs-
son (f. 1930, d.
2003) og Elísabet
Ottesen Magnús-
dóttir (f. 1927, d.
1986). Bræður
Magnúsar eru Eiríkur Ein-
arsson (f. 5.3. 1962) og Guðni
Einarsson (f. 31.7. 1964).
Magnús kvæntist Katrínu Sig-
Magnús ólst upp í Kópavogi.
Eftir að hafa útskrifast úr
Menntaskólanum í Kópavogi
lærði hann húsgagnasmíði í
Reykjavík. Hann fluttist til
Húsavíkur þar sem hann kláraði
sveinsprófið í húsgagnasmíði.
Árið 1981 flutti hann til Svíþjóð-
ar og bjó þar til ársins 1991. Í
Svíþjóð nam hann tæknifræði
við Stockholms Tekniska Insti-
tut og útskrifaðist árið 1985. Að
námi loknu vann hann við hönn-
un á arkitekta- og verkfræði-
stofum í Stokkhólmi í nokkur ár
þar til hann flutti aftur til Ís-
lands.
Magnús hóf störf hjá Vega-
gerð ríkisins árið 1991 og vann
sem verkefnastjóri á höfuðborg-
arsvæðinu til starfsloka.
Útförin fer fram frá Garða-
kirkju í dag, 28. september
2021, kl. 13.
urðardóttur (f. 1.9.
1957) árið 1977.
Sonur Magnúsar og
Katrínar er Sig-
urður Hallmar
Magnússon (f. 15.9.
1976). Árið 1984
hóf Magnús sam-
búð með Steinunni
Aldísi Helgadóttur
(f. 20.8. 1952) og
giftust þau árið
2001. Synir Stein-
unnar eru Elfar Davíð Sig-
mundsson (f. 25.5. 1971) og
Börkur Ingi Jónsson (f. 22.11.
1980).
Elsku Maggi, það er erfitt að
trúa því að þú sért farinn frá okk-
ur. Þú varst okkur svo kær bróð-
ir, mágur og frændi. Það leið aldr-
ei langur tími milli heimsókna
þinna til okkar. Þú varst einstak-
ur mann- og dýravinur og hugs-
aðir alltaf svo vel um frændsystk-
ini þín og ferfætlingana á
heimilinu. Þú varst duglegur að
bjóða krökkunum með þér í alls-
konar ævintýri, listasöfn, ferðir
og fleira alveg frá því þau voru
mjög ung og fram á fullorðinsár
og eiga þau margar góðar og fal-
legar minningar um þessar sam-
verustundir með þér. Ferðirnar
sem þú komst hjólandi til okkar á
Álftanesið frá Háteigsveginum
voru fjölmargar, þá borðaðir þú
gjarnan kvöldmat með okkur og
hjólaðir svo aftur til baka. Úti-
vera og hreyfing voru þér gríð-
arlega mikilvæg eins og sjá má á
þeim ferðum sem þú hefur farið í.
Þú settir þér háleit markmið og
þér var mikið í mun að ná þeim.
Þar má nefna að hjóla einsamall
hringinn í kringum Ísland og
Vestfjarðahringinn, hjóla Jak-
obsveginn, hjóla um Evrópu,
ganga á 52 fjöll svo fátt eitt sé
upptalið. Þar fylgdumst við fjöl-
skyldan með þér og hvöttum þig
til dáða. Þú varst þakklátur fyrir
þann stuðning.
Við áttum ávallt notalegar
stundir saman á stóru stundum
lífsins, í afmælum, skírnum, út-
skriftum og ekki síst um þau jól
og áramót sem þú eyddir með
okkur. Fjölskyldan var þér ein-
staklega hjartfólgin, þú varst
stoltur af fólkinu þínu; syni þínum
og uppeldissonum, tengdadætr-
um og barnabörnum og hreinlega
ljómaðir þegar þú talaðir um litla
afastrákinn þinn í Frakklandi.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Elsku Maggi, við verðum æv-
inlega þakklát fyrir að hafa átt
þig að og minning þín mun lifa í
hjörtum okkar um ókomin ár.
Hólmatúns-fjölskyldan þín,
Guðni, Guðríður (Gurrý),
Eyvindur, Elísabet og
Fanndís Kara.
Elsku frændi. Mér þykir svo
leitt að geta ekki kvatt þig í dag
en sendi þér í stað þessi fallegu
kveðjuorð eftir Hörð Zóphanías-
son. Hvíl þú í friði.
Við skiljum svo fátt, en skynjum þann
mátt,
sem skapar oss ævidaga.
Óvænt og skjótt, upp kemur nótt,
úti er lífsins saga.
Vinurinn kær, farinn er fjær
á fund þess er öllu ræður.
Sorgbitin lund, já, opin er und,
og orðvana systur og bræður.
Guð, drottinn minn, og guð, faðir þinn,
oss gæti í blíðu og ströngu.
Geislandi vor og gleðinnar spor
þér gefist í ferðina löngu.
Innilegar samúðarkveðjur
sendi ég syni þínum, bræðrum og
fjölskyldum þeirra.
Ingibjörg frænka.
Elsku Maggi.
Mikið var mér brugðið við
fréttirnar af skyndilegu fráfalli
þínu.
Þú varst glaðvær, frændrækin
og drengur góður en að auki
varstu mér góð fyrirmynd. Stóri
frændinn sem var háskólamennt-
aður og hafði starfað í útlöndum.
Ég man þá tíð þegar þú áttir flott-
an meðfærilegan appelsínugulan
Austin Mini Cooper sem við yngri
frændurnir stálumst til að ýta
niður löngu heimreiðina í Vallar-
gerðinu og keyra upp að bílskúrn-
um. Við kunnum ekki að bakka og
hvað þá að koma bílnum í bakk-
gír. Líf þitt var helgað því að gera
veginn greiðfæran fyrir okkur
hin, enda starfaðir þú um áratuga
skeið við hönnun vega hjá Vega-
gerð ríkisins. Þú tileinkaðir þér
heilbrigðan lífsstíl, varst góður
göngumaður og hjólaðir mikið og
varst öðrum góð fyrirmynd. Þrátt
fyrir að leiðir okkar hafi ekki leg-
ið mikið saman á fullorðinsárum
varst þú mér ávallt mjög kær.
Minningin um góðan dreng lif-
ir í mínum huga. Ég óska þess að
síðar liggi leiðir okkar saman á
einhverjum vegamótum alheims-
ins þar sem sálir okkar tengjast
aftur.
Þínum nánustu votta ég samúð
mína og vona að þau fái styrk og
huggun frá æðri máttarvöldum til
að græða sárin og lina söknuðinn.
Far þú í friði, frændi minn kær.
Þinn frændi,
Valdimar (Valdi).
Magnús Ólafur
Einarsson
Okkar ástkæri
GUNNLAUGUR V. SNÆVARR,
fyrrverandi kennari og
yfirlögregluþjónn,
lést á Landspítalanum 18. september.
Jarðarförin fer fram frá Neskirkju
miðvikudaginn 29. september klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á líknarfélög. Streymt verður frá athöfninni
á: https://youtu.be/kwr390hhniw
Auður Adamsdóttir
Þórhildur Erla Pálsdóttir
Ástkær móðir mín, amma
og tengdamamma,
BIRNA S. ÓLAFSDÓTTIR,
lést á heimili sínu 22. september. Útförin fer
fram frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn
29. september klukkan 13.
Einar Viðar Gunnlaugsson Ásta Halldórsdóttir
Birkir Einarsson Silfá Björk Jónsdóttir
Fanney Gunnlaugsdóttir
ÁGÚST GUÐJÓN GUÐMUNDSSON,
Gösli,
múrarameistari,
lést á heimili sínu 17. september í faðmi
fjölskyldunnar.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Aðstandendur