Morgunblaðið - 29.09.2021, Blaðsíða 4
Vilborg Dagbjartsdóttir, skáldkona og kennari, var
borin til grafar frá Hallgrímskirkju í gær.
Séra Sigfinnur Þorleifsson jarðsöng. Þorleifur
Hauksson, Guðrún Hannesdóttir, Elísabet Gunn-
arsdóttir og Silja Aðalsteinsdóttir fóru með minn-
ingarorð. Arnar Jónsson las úr ljóðum Vilborgar.
Kistuna báru (frá vinstri) Bergur Þorgeirsson,
Árni Hjartarson, Skúli Skúlason, Gunnar Örn Guð-
mundsson, Vilborg Egilsdóttir, Víglundur Gunn-
arsson, Sunna Rún Pétursdóttir og Edda Þorgeirs-
dóttir.
Vilborg fæddist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð 18.
júlí 1930 og lést á líknardeild Landspítala 16. sept-
ember.
Vilborg Dagbjartsdóttir jarðsungin
Morgunblaðið/Unnur Karen
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2021
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Stefnt er að því að landskjörstjórn
komi saman í næstu viku og úthluti
þingsætum í samræmi við úrslit al-
þingiskosninganna á laugardaginn.
Landskjörstjórn ákvað á fundi sínum
í gær að fundurinn verði haldinn
næstkomandi þriðjudag, 5. október.
Á þessum úthlutunarfundi mun
liggja formlega fyrir að við næstu al-
þingiskosningar muni eitt þingsæti
færast frá Norðvesturkjördæmi yfir í
Suðvesturkjördæmi, í samræmi við
íbúaþróun. Þingsætin verða sjö í
norðvestri og fjórtán í suðvestri.
Í 9. grein kosningalaganna er svo
fyrir um mælt að eftir hverjar alþing-
iskosningar skuli landskjörstjórn
reikna út hvort kjósendur á kjörskrá
að baki hverju þingsæti, að meðtöld-
um jöfnunarsætum skv. 2. mgr. 8. gr.,
séu helmingi færri í einu kjördæmi en
kjósendur að baki hverju þingsæti í
einhverju öðru kjördæmi, miðað við
kjörskrá í nýafstöðnum kosningum,
sbr. 5. mgr. 31. gr. stjórnarskrárinn-
ar. Ef svo er skal landskjörstjórn
breyta fjölda kjördæmissæta í kjör-
dæmum þannig að dregið verði úr
þessum mun. Sú breyting má þó aldr-
ei verða meiri en þörf krefur hverju
sinni til þess að fullnægja fyrirmæl-
um þessa stjórnarskrárákvæðis.
Þessi tilfærsla hefur legið í loftinu
frá síðustu kosningum 2017, en litlu
munaði að breyting yrði eftir þær
kosningar. Þá reiknaðist misvægið
1,99, eða rétt undir tveimur, og því
varð engin breyting.
En nú hefur orðið slík fjölgun íbúa í
Suðvesturkjördæmi að misvægi er
orðið yfir leyfilegum mörkum og
breytingin gengur því í gegn.
Landskjörstjórn auglýsir breyt-
inguna í Stjórnartíðindum jafnskjótt
og hún hefur verið gerð og tekur hún
gildi við næstu alþingiskosningar héð-
an í frá.
Rifja má upp að eftir kosningarnar
25. apríl 2009 kom í ljós að misvægi
atkvæða milli þessara sömu kjör-
dæma hafði aukist svo að nauðsynlegt
reyndist að flytja tvö þingsæti milli
þeirra og kom breytingin til fram-
kvæmda við kosningarnar 2013.
Þingsæti færist milli kjördæma
- Misvægi milli suðvesturs og norð-
vesturs er komið yfir leyfileg mörk
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kópavogur Íbúum hefur fjölgað mjög í þeim sveitarfélögum sem teljast til
Suðvesturkjördæmis. Því fær kjördæmið eitt þingæsti til viðbótar næst.
GOLFMÓT ÚÚ
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS
04. - 09. OKTÓBER
04. - 12. OKTÓBER
04. - 16. OKTÓBER
OKTÓBERFEST Á EL PLANTIO
10.000 KR.AFSLÁTTUR Á MANN EF BÓKAÐER FYRIR 30. SEPTEMBER.* GILDIR Á ALLAR GOLFFERÐIR TILALICANTE GOLF EÐA ELPLANTIOSEPTEMBER - OKTÓBER
Kíktu með okkur á El Plantio Golf Resort á Spáni
í október. Í þessari skemmtilegu ferð verða tveir
skemmtanastjórar, þeir Magnús Margeirs og
Einar Viðar Gunnlaugsson.
Golfmót ÚÚ verður haldið á meðan á ferðinni
stendur og verður fjöldi glæsilegra vinninga í
boði.
El Plantio er vinsælasti golfstaður okkar á
Spáni. Þessi skemmtilegi staður er steinsnar
frá Alicanteborg og því tilvalið fyrir þá sem vilja
spila golf og njóta menningarinnar í Alicante.
Golfvöllurinn við hótelið er 18 holu völlur sem
hentar fyrir alla kylfinga.
INNIFALIÐ
8 NÆTUR Á EL PLANTIO GOLF RESORT 4*
MORGUNVERÐUR EÐA HÁLFT FÆÐI
ÓTAKMARKAÐ GOLF
ÞÁTTTAKA Í GOLFMÓTI ÚÚ
GLÆSILEGIR VINNINGAR
AFNOT AF GOLFBÍL
ÍSLENSK FARASTJÓRN
AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI
ÍSLENSK FARARSTJÓRN
BEINT FLUG FRAM OG TIL BAKA
INNRITUÐ TASKA 20 KG OG HANDFARANGUR
FLUTNINGUR Á GOLFSETTI
Golfstjóri
Einar Viðar Gunnlaugsson
Fararstjóri
Magnús Margeirsson
NÝTTVINSÆL FERÐ!
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Strikamerki eru skönnuð með síman-
um í gegnum snjallforrit Krónunnar
og varan svo sett beint ofan í poka
eða innkaupakörfuna. Fyrir búð-
arferð er mögulegt að setja upp staf-
rænan innkaupalista, það er þegar
komið er í búðina er gengið að öllu
vísu. Þegar kemur að afgreiðslu í lok
búðarferðar sést í símanum sam-
antekt á innkaupunum og hvað greiða
skuli. Áður en smáforritið er tekið í
notkun hefur viðskiptavinurinn ein-
kennt sig með rafrænum skilríkjum
og upplýsingum um greiðslukort – og
þannig smellur allt í gegn.
„Þetta er algjörlega ný upplifun
fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Ásta
Sigríður Fjeldsted framkvæmda-
stjóri Krónunnar. Hún kynnti þessa
nýju verslunarhætti ásamt starfsfólki
í verslun fyrirtækisins í Lindum í
Kópvogi í gær. Lausnin sem Krónan
býður nú er kölluð Skannað og
skundað. Viðskiptavinir hlaða snjall-
forritinu Snjallverslun Krónunar í
símann og skanna inn strikamerki
varanna í gegnum myndavél símans.
Ítarlegar upplýsingar má finna um
hverja vöru sem skönnuð er inn,
ásamt mynd.
Hvernig kaupin gerast nú í Krón-
unni er fjórða tæknibyltingin í hnot-
skurn. Í Lindum bjóðast nú um það
bil 8.000 vörunúmer sem öll má nálg-
ast í snjallforritinu. Forritið er hið
sama og býður viðskiptavinum Krón-
unnar að fá vörur sendar heim eða
sækja samanteknar í verslun.
„Flestir ættu að geta tileinkað sér
þessa tækni mjög fljótt. Við hefjum
vegferðina hér í Lindum. Höldum svo
áfram næsta árið, en alls eru verslanir
okkar 24 talsins. Við byrjuðum í mars
sl. að útbúa þann möguleika að við-
skiptavinir gætu skannað vöruna og
afgreitt sig þannig sjálfir. Að kannski
10% viðskiptavina séu farnir að nýta
sér þessa þjónustu eftir eitt ár væri af-
ar ánægjulegt. Annars segir reynslan
okkur að í þessum efnum gerast hlut-
irnir oft miklu hraðar en spáð hefur
verið,“ segir Ásta Sigríður og áfram:
Flýtir afgreiðslu
„Viðskiptaþróunardeild okkar í
Krónunni er öflug og starfsfólk okkar
höfundar að þessari tæknilausn en
við höfum líka átt í samstarfi við Reon
um þróun. Auðvitað bjóðum við
áfram hefðbundnari lausnir í af-
greiðslu verslana okkar. Snjall-
viðskipti eins og Krónan er komin
með nú eru þó komin til að vera, ættu
að flýta afgreiðslu og bæta verðvit-
und.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Krónan Ásta Sigríður Fjeldsted og Hörður Már Jónsson skönnuðu vörur og
kynntu nýmælið í verslun fyrirtækisins í Lindum í Kópavogi í gærdag.
Sjálfsafgreiðslan
er snjöll framtíð
- Hefja afgreiðslu í síma í Krónunni
Fjórir nýir leikskólar opna á næstu sex mánuðum og er áætlað að leikskól-
arnir geti tekið á móti samtals 340 börnum, að því er segir í tilkynningu frá
Reykjavíkurborg. Þar segir að leikskólarnir fjórir verði í færanlegu hús-
næði, svokölluðum „ævintýraborgum“, og verði við Eggertsgötu, Naut-
hólsveg, Barónsstíg og í Vogabyggð.
„Opnun nýrra leikskóla er liður í aðgerðaáætluninni „Brúum bilið“ sem
hefur að markmiði að fjölga leikskólarýmum í Reykjavík svo bjóða megi
börnum leikskólapláss þegar 12 mánaða fæðingarorlofi sleppir,“ segir í til-
kynningunni.
Þegar „Brúum bilið“ var fyrst samþykkt fyrir tveimur árum var gert ráð
fyrir að leikskólarýmum fjölgaði um 700-750 fyrir lok árs 2023. Í tilkynn-
ingunni segir að leikskólarýmum muni fjölga meira, til þess meðal annars
að mæta fólksfjölgun og „vaxandi þörf“.
340 pláss í fjórum nýjum leikskólum