Morgunblaðið - 29.09.2021, Side 6

Morgunblaðið - 29.09.2021, Side 6
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Frumniðurstöður úr loðnuleiðangri fyrr í mánuðinum „sýna að þær vænt- ingar sem voru um veiðar komandi vertíðar munu standast. Því er fyrir séð að Hafrannsóknastofnun mun leggja til aukningu aflamarks þegar útreikningum á stærð veiðistofnsins verður að fullu lokið“, segir í tilkynn- ingu sem stofnunin sendi frá sér í gær. Hver ráðgjöfin verður á að liggja fyrir á föstudag, en ljóst virðist að hún verði umfram þau 400 þúsund tonn, sem miðað var við eftir mælingu á ungloðnu í fyrrahaust. „Þar sem mikil óvissa er um tengsl ungloðnu og veiðistofns ári síðar var um að ræða varfærna ráðgjöf,“ segir í tilkynningu Hafró. Fram hefur komið í Morgun- blaðinu að ef ekki væri fyrir varúð- arnálgun í gildandi aflareglu hefði upphafskvótinn verið um 700 þúsund tonn. Ein stærsta vertíðin lengi Ljóst er að vertíðin í vetur getur orðið ein sú stærsta lengi eins og sjá má á meðfylgjandi grafi. Veturinn 2014/15 var ráðgjöf um veiðar alls upp á 580 þúsund tonn, en þá voru veidd 517 þúsund tonn. Heildaraflinn varð 174 þúsund árið á eftir og nálægt 300 þúsund tonnum bæði 2017 og 2018. Svo kom áfallið og hvorki 2019 né 2020 voru loðnuveiðar leyfðar við landið. Eftir sviptingar í ráðgjöf og loðnuleit síðasta vetur endaði kvótinn í 127.300 tonnum, en upphaflega var reiknað með 170 þúsund tonnum. Á tímabili var þó útlit fyrir að engar loðnuveiðar yrðu leyfðar. Loðnuveiðar skipta miklu máli fyr- ir fólk, fyrirtæki, sveitarfélög og þjóð- arbúið í heild, en mestu af loðnunni er landað frá Þórshöfn suður um til Vestmannaeyja, en einnig eru loðnu- hrogn unnin á Akranesi. Í hlut ís- lenskra veiðiskipa komu rúmlega 70 þúsund tonn á síðustu vertíð og tókst að hámarka verðmæti úr afurðunum með áherslu á frystingu loðnuhrogna. Meðal annars vegna banns við loðnuveiðum tvö ár á undan var mikil eftirspurn og hátt verð fékkst fyrir afurðir. Talið er að loðnuvertíðin í vetur hafi alls skilað yfir 20 milljörð- um í útflutningsverðmæti, en þá eru meðtalin verðmæti sem sköpuðust við vinnslu á loðnu frá norskum veiði- skipum. Að sama skapi er líklegt að framboð afurða úr meira en 400 þús- und tonnum af hráefni myndi hafa áhrif á manneldismarkaði til verð- lækkunar. Samningar við erlend ríki Fleiri koma að loðnuveiðum við landið en Íslendingar. Af útgefnum heildarkvóta koma 80% í hlut Íslands, Grænlendingar fá 15% og Norðmenn 5%. Samkvæmt samningi Íslendinga og Færeyinga koma 5% af heildinni í hlut Færeyinga, að hámarki 25.000 tonn, og er sá afli tekinn af hlut Ís- lands. Smugusamningur Íslendinga og Norðmanna felur síðan í sér að Norðmenn mega veiða hér við land um 30 þúsund tonn af loðnu, sem koma á móti þorskveiðum Íslendinga í Barentshafi. Í gær hófst einmitt tveggja daga strandríkjafundur Íslendinga, Græn- lendinga og Norðmanna um loðnu- veiðar og fer fundurinn fram í Reykjavík. Vonir um „stóra“ vertíð - Hafrannsóknastofnun mun leggja til aukningu aflamarks í loðnu - Áður var miðað við 400 þúsund tonn - Síðasta vertíð skilaði yfir 20 milljörðum í útflutningsverðmæti 6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2021 JARÐGERÐARÍLÁT BÚÐU TIL ÞÍNA EIGIN MOLTU ! www.gamafelagid.is 577 5757 igf@igf.is Jarðgerðarílátið er 310 lítra og er hugsað fyrir þá sem vilja prófa sig áfram við moltugerð. Um það bil 30-35% af heildarmagni heimilissorps er lífrænn úrgangur sem má jarðgera. Afurð jarðgerðarinnar, moltan, nýtist sem næringarríkur áburður fyrir garðinn. Jarðgerðarílátið er hægt að panta í vefverslun okkar eða í síma 577 5757. Enn er grafið í landi Fjarðar í Seyð- isfirði og segir Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur hjá Antikva, að ýmislegt hafi komið í ljós síðustu daga. Þannig hafi ver- ið komið niður á beinalag, sem fornleifafræðingar velti fyrir sér hvort ekki hafi verið í kumli frá landnámsöld, sem orðið sé mikið raskað. Í síðustu viku var komið niður á kuml þar sem m.a. fundust höfuð- kúpa, önnur mannabein og hestur, eins og greint var frá í Morgun- blaðinu á laugardag. Á mánudag fannst hnefi úr hnefatafli, á svip- uðum stað og áður höfðu fundist rafperla og rónaglar. Við rannsóknina í Seyðisfirði hef- ur að sögn Ragnheiðar fundist mik- ið af dýrabeinum. Áfram verður haldið að grafa í landi gamla land- námsbæjarins í Firði a.m.k. út vik- una, en veður var erfitt til útivinnu í Seyðisfirði í gær. Hugsanlega annað kuml í Seyðisfirði Hnefi Einn munanna sem fundist hafa. Ljósmynd/Lilja Björk Pálsdóttir Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa hafn- að boði frá forsvarsmönnum tónlist- arhátíðarinnar Secret Solstice um að halda hátíðina á Vífilsstaðatúni. Þetta var ákveðið á fundi bæjarráðs í Garðabæ í gær og var bæjarstjóra falið að tilkynna forsvarsmönnum hátíðarinnar um niðurstöðu málsins. Skipuleggjendur Secret Solstice höfðu lýst því yfir að þeir teldu Garðabæ geta haft mikinn hag af því að hátíðin yrði haldin þar. Auk stórra tónleika á Vífilsstaðatúni næsta sumar var á teikniborðinu að halda litla tónleika víðs vegar um bæinn meðfram hátíðinni. Í bókun bæjarráðs er tekið undir umsagnir tveggja nefnda hjá bæn- um en niðurstöður þeirra voru að Vífilsstaðatún sé ekki heppilegur vettvangur fyrir hátíðina. „Þar sem fyrir liggja mikil áform um fram- kvæmdir á Vífilsstaðatúni og nær- umhverfi telur ÍTG ekki heppilegt að halda árlegu tónlistarhátíðina Secret Solstice þar,“ sagði í umsögn íþrótta- og tómstundaráðs. Í umsögn menningar- og safna- nefndar segir að mikil áform liggi fyrir um framkvæmdir í Hnoðra- holti, í Vetrarmýri og á öðrum svæð- um í landi Vífilsstaða á næstu árum. Þar eigi að byggja íbúðir og atvinnu- húsnæði auk þess að leikskóli sé á svæðinu og annar í byggingu. hdm@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Hátíð Mikið fjör var á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum. Garðbæingar vilja ekki Secret Solstice Grímseyingar samþykktu á fundi á mánudagskvöld að þiggja ekki að gjöf kirkju sem er staðsett við hlið- ina á slökkviliðsstöðinni á Keflavík- urflugvelli. Söfnun hefur staðið yfir fyrir nýrri kirkju eftir að Miðgarða- kirkja brann til grunna í síðustu viku og mun hún halda áfram, en ekki er vitað hvað ný kirkja mun kosta. „Því miður hentaði hún okkur ekki en þetta var ótrúlega flott og rausnarlegt boð hjá þeim,“ segir Alfreð Garðarsson, formaður sókn- arnefndar Miðgarðasóknar í Gríms- ey, og á þar við starfsmannafélag slökkviliðsmanna á Keflavíkur- flugvelli sem bauð þeim kirkjuna. Grímseyingar þiggja ekki kirkju að gjöf Loðnuráðgjöfin er væntanleg frá Hafró á föstudag, en á morgun, fimmtu- dag, mun Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) veita ráð um veiðar næsta árs fyrir kolmunna, makríl og norsk-íslenska síld. Í sameiginlegum uppsjávarleiðangri Íslendinga, Færeyinga, Norð- manna og Dana sem farinn var á norðurslóðir í júlí í sumar mældist mun minna af makríl en síðustu ár. Vísitala lífmassa makríls var metin 5,15 milljónir tonna sem er 58% lækkun frá árinu 2020 og er minnsti lífmassi sem mælst hefur síðan 2012. Niðurstöður leiðangursins eru, ásamt öðr- um gögnum, notaðar við mat á stofnstærð makríls. Makríll, síld og kolmunni RÁÐGJÖF ALÞJÓÐAHAFRANNSÓKNARÁÐSINS Heildarloðnuafli Fiskveiðiárin 1980/81 til 2021/22 80/81 85/86 90/91 95/96 00/01 05/06 10/11 15/16 21/22 Þús. tonn 1.000 1.250 750 500 250 0 Heimild: Hafrannsóknastofnun Ljósmynd/Emil Andersen ?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.