Morgunblaðið - 29.09.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2021
Ilmur er ný litalína Slippfélagsins
hönnuð í samstarfi við Sæju
innanhúshönnuð. Línan er innblásin
af jarðlitum, dempaðir tónar með
gulum og rauðum undirtónum.
Opið:
8-18 virka daga
10-14 laugardaga
slippfelagid.is
slippfelagid.is/ilmur
Hör Leir Truffla Börkur
Myrra Krydd Lyng
Kandís
Lakkrís
Innblástur
og nýir litir á
slippfelagid.is
Kjarninn, vefsíða sem lengi
hefur virst leynilega trúlofuð
„RÚV“ í margvíslegu bralli, segir:
- - -
Þrátt fyrir að
Sósíalistaflokk-
urinn hafi ekki náð
mönnum inn á þing
í alþingiskosn-
ingum laugardags-
ins mun flokkurinn
fá framlög úr rík-
issjóði næstu fjögur
ár, líklega um 30
milljónir króna á
ári eða um 120
milljónir á kjör-
tímabilinu, í sam-
ræmi við fylgið
sem flokkurinn
fékk í kosning-
unum, 4,1 prósent.
- - -
Þetta fé ætlar flokkurinn meðal
annars að nota til þess að
fjármagna róttækan fjölmiðil,
samkvæmt því sem Gunnar Smári
Egilsson formaður framkvæmda-
stjórnar flokksins sagði í viðtali á
Bítinu á Bylgjunni í morgun.
- - -
Slíkur miðill er þegar til og
Gunnar Smári verið í for-
grunni hjá Samstöðinni, sem er
„samfélags-sjónvarp og vett-
vangur fyrir róttæka samfélags-
umræðu og raddir þeirra sem
ekki fá rúm í umfjöllun meg-
instraumsmiðla,“ eins og segir á
vef stöðvarinnar.
- - -
Við ætlum að byggja upp fjöl-
miðla til að styrkja rödd
hinna fátæku og kúguðu,“ sagði
Gunnar Smári í viðtalinu.“
Gæti ekki farið vel á því að hin-
ir fátæku og kúguðu byrjuðu á
því að borga til baka milljónatug-
ina sem þeir hlupu frá síðast þeg-
ar Fréttatíminn þeirra fór á haus-
inn?
Gunnar Smári
Egilsson
Skattgreiðendum
snýtt
STAKSTEINAR
Þórður Snær
Júlíusson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Kórónuveiran heldur áfram að malla
í samfélaginu. Í gær var tilkynnt að
32 smit hefðu greinst deginum áður,
þar af 18 utan sóttkvíar.
Áberandi mörg sýni voru tekin,
samanborið við síðustu daga, en
fjöldi sýna sl. þriðjudag var sá mesti
síðan 6. september síðastliðinn. Níu
lágu í gær á sjúkrahúsi vegna Co-
vid-19, þar af þrír á gjörgæslu.
Fimm smit greindust við landa-
mærin. Fjögur þeirra töldust virk en
í einu tilviki var mótefnamælingar
beðið. Fjórtán daga nýgengi innan-
lands á hverja 100.000 íbúa stendur
nú í 115,1. Nýgengið á landamær-
unum er nú 6,5. Alls voru 855 manns
í sóttkví í gær, 355 í einangrun og
507 í skimunarsóttkví.
Heilbrigðisráðuneytið greindi frá
því í gær að frá og með 1. október
falli niður krafa um að einstaklingar
með tengsl við Ísland þurfi að fram-
vísa neikvæðu kórónuveiruprófi við
komu til landsins.
Sem fyrr þurfi þeir þó að fara í
sýnatöku eftir komu til landsins, að
undanskildum börnum sem fædd eru
2005 og síðar. Tekið er fram í til-
kynningunni að heilbrigðisráðherra
hafi ákveðið þetta í samræmi við til-
lögur sóttvarnalæknis. Gert sé ráð
fyrir að reglurnar gildi til 6. nóvem-
ber næstkomandi.
Veirupróf við landamærin fellt niður
- Alls 32 kórónuveirusmit greindust á
þriðjudag - Níu lágu á sjúkrahúsi í gær
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Leifsstöð Breytingar verða á kröf-
um um veirupróf frá 1. október.
Bjarg íbúðafélag afhenti í gær fimm-
hundruðustu íbúð félagsins við há-
tíðlega athöfn. Bjarg er leigufélag að
danskri fyrirmynd sem stofnað var
árið 2016 af ASÍ og BSRB og hefur
það markmið að tryggja öruggt hús-
næði á viðráðanlegu verði. Félagið
var byggt upp frá grunni og sumarið
2019 var fyrsta íbúð Bjargs afhent.
Nú tveimur árum síðar er félagið
að afhenda til leigu 500. íbúð félags-
ins sem er í Gæfutjörn í Úlfarsárdal.
Lykla að íbúðinni fékk Hjördís
Björk Þrastardóttir úr hendi Björns
Traustasonar, framkvæmdastjóra
Bjargs. Viðstödd afhendinguna voru
Sonja Þorbergsdóttir, formaður
BSRB, og Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri.
Haft er eftir Birni í fréttatilkynn-
ingu að Bjarg hafi lækkað leiguverð í
kjölfar endurfjármögnunar sl. sum-
ar. Þannig sé dæmigerð leiga fyrir
þriggja herbergja íbúð á höfuðborg-
arsvæðinu um 155 þúsund krónur. Í
Þorlákshöfn sé sambærileg íbúð
leigð á um 125 þúsund krónur. Björn
segir eftirspurn eftir íbúðum félags-
ins mikla og stefnt sé að áframhald-
andi uppbyggingu til að ná betra
jafnvægi í framboðinu. Til að svo
megi verða telur Björn að þörf sé
áfram á stuðningi við almenna íbúða-
kerfið, ásamt stöðugu lóðaframboði.
Íbúðir Bjargs í leigu, í byggingu
eða á hönnunarstigi eru í Grafarvogi,
Kirkjusandi, Árbæ, Vogahverfi, Úlf-
arsárdal, Bryggjuhverfi, Selási,
Skerjafirði, Breiðholti og Háaleit-
isbraut í Reykjavík. Þá er félagið
einnig með íbúðir í Hamranesi í
Hafnarfirði, Urriðaholti í Garðabæ,
á Akureyri, Selfossi, Akranesi, Þor-
lákshöfn, Hveragerði, Grindavík og
Suðurnesjabæ.
500 íbúðir Bjargs
á tveimur árum
- Sú 500. var afhent
í Gæfutjörn í
Úlfarsárdal í gær
Afhending Björn Traustason frá
Bjargi afhendir Hjördísi Björk
Þrastardóttur lykla að íbúðinni.