Morgunblaðið - 29.09.2021, Side 10

Morgunblaðið - 29.09.2021, Side 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2021 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is samlegt ka nýmalað, engin h lki. á y – Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við erum mjög kátir, það var geggjað að ná þessum árangri. Við vorum alveg skelfilega nálægt því að komast á pall sem var mark- miðið en engu að síður var allt í kringum þetta mjög gaman,“ segir Sigurður Laufdal sem var fulltrúi Íslands í Bocuse d’Or, virtustu matreiðslukeppni heims, sem hald- in var í Lyon í byrjun vikunnar. Sigurður hafnaði í fjórða sæti í keppninni og er það þriðji besti ár- angur Íslands frá upphafi. Ísland tók í fyrsta sinn þátt í Bocuse d’Or árið 1999 og hefur alltaf hafnað í einu af níu efstu sætum keppn- innar. Hákon Már Örvarsson hafn- aði í þriðja sæti árið 2001 og Vikt- or Örn Andrésson endurtók þann leik árið 2017. Frakkar báru sigur úr býtum að þessu sinni en Danir enduðu í öðru sæti. Norðmenn stálu svo þriðja sætinu af Sigurði og félögum með litlum mun. Íslenska liðið var hins vegar verðlaunað fyrir besta kjöt- réttinn. Sigurður hefur varið síðustu tveimur árum í undirbúning fyrir keppnina. Hann hafnaði í fjórða sæti í Evrópukeppninni á síðasta ári sem tryggði sæti í lokakeppn- inni. „Ef þú ætlar að eiga mögu- leika þarftu að helga þig þessu al- veg. Þetta er auðvitað algert rugl en maður þarf að gera þetta af ástríðu og taka þessu alvarlega,“ segir Sigurður. Hann segir að 24 dómarar fylgist með hverju skrefi, fylgja þurfi miklum reglum og vinna undir ströngum tímareglum. „Þú mátt til dæmis ekki skila sek- úndu of seint, þá er möguleikinn á að komast á verðlaunapall farinn.“ Tveggja vikna frí fram undan Sigurður segir aðspurður að nú taki við tveggja vikna hvíld og svo fari hann að kanna hvað framtíðin ber í skauti sér. Hann hefur áður starfað á Michelin-staðnum Olo í Finnlandi, þriggja stjörnu staðnum Geranium í Danmörku og verið yf- irkokkur á Grillinu á Hótel Sögu svo fátt eitt sé nefnt. Það má því búast við að spennandi verkefni bjóðist eftir Bocuse d’Or-ævintýr- ið. „Nú slakar maður á og svo sjáum við hvað gerist,“ segir Sig- urður. AFP Á sviðinu Sigurður Laufdal undirbjó sig í tvö ár fyrir lokakeppni Bocuse d’Or og stóð sig á endanum frábærlega. Hársbreidd frá bronsinu - Sigurður Laufdal náði frábærum árangri í Bocuse d’Or Ljósmynd/Bocuse d’Or Vandað Einn af diskunum sem Sig- urður reiddi fram í Bocuse d’Or. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Eftir stækkun Sundhallarinnar og byggingu nýrra búnings- og sturtu- klefa fyrir konur, „fjósið“ svo- nefnda, hefur ríkt ófremdarástand meðal kvenkyns sundgesta þar sem þeim er gert að fara út og ganga ca. 25 metra til þess að komast inn í gömlu Sundhöllina, þar sem eru notalegir og skjólgóðir heitir pottar og innilaugin,“ segir í erindi dr. Vil- borgar Auðar Ísleifsdóttur sagn- fræðings sem hún sendi Reykjavík- urborg. Málið var á dagskrá Menningar-, íþrótta og tóm- stundaráðs borgarinnar í fyrradag. Vilborg segir í bréfi sínu að gang- an frá búningsklefum kvenna sé mikil raun að vetrarlagi og heilsu- spillandi. „Margar eldri konur eru hættar að fara í sund af þessum ástæðum, enda hefur konum verið sýnd mikil lítilsvirðing í þessu máli.“ Þá segir hún að málið sé graf- alvarlegt frá lýðheilsusjónarmiði en stefnt sé að því að hver einstaklingur haldi sem lengst líkamsfærni sinni. Morgunblaðið fékk í hendur afrit af bréfi Vilborgar til Ölmu Möller landlæknis frá 18. ágúst sl. Þar kveðst hún tvisvar hafa skrifað sundhallarstjóra bréf um þetta efni og einnig borgarstjórn en þeim bréf- um hafi ekki verið svarað. Þá biður hún landlæknisembættið um liðsinni í málinu vegna þess að „núverandi ástand er heilsuspillandi og hindrar það að eldri konur og skólatelpur geti sótt innilaug Sundhallarinnar að vetrarlagi. Frá lýðheilsusjón- armiði er þetta fyrirkomulag ekki verjandi. Það er í hæsta máta óeðli- legt að íþrótta- og tómstundaráð hafi úrslitavald í máli sem varðar heilsubætandi og sundiðkun kvenna og skólastúlkna, sem sé lýðheilsu- mál. „Það hefur ekki verið mikið kvartað yfir staðsetningu kvenna- klefans og margar konur eru hrifn- ar af honum,“ sagði Drífa Magn- úsdóttir, forstöðumaður Sundhallarinnar. Hún sagði að- allega tvo einstaklinga hafa látið í ljós óánægju sína. Drífa sagði að starfsfólk sjái vel að leiðin úr kvennaklefanum að barnalauginni inni sé nokkuð löng fyrir litlar skóla- stúlkur á köldum vetrardögum. Hún sagði að konum hafi verið leyft að fara innandyra í köldum vetrarveðrum úr kvennaklefanum yfir í innilaugina. Þá þarf m.a. að fara leið sem liggur nánast um and- dyrið sem sé ekki skemmtilegt. Búið er að laga sturtur við gamla kvennaklefann í kjallara gamla hússins. Drífa sagði að sú aðstaða verði notuð í einhverri mynd. Hugs- anlega geti það kallað á fleira starfs- fólk. Hún taldi líklegt að litlu skóla- stúlkurnar fái að nota gamla kvennaklefann á köldum dögum. Skiptar skoðanir um kvennaklefa í Sundhöllinni - Langt úr kvennaklefa í innilaug - Gamli kvennaklefinn verður nýttur Morgunblaðið/Eggert Sundhöllin Ekki eru allar ánægðar með staðsetningu kvennaklefans. Glóð sást í hrauninu frá gígnum í Geldingadölum í fyrrinótt og stöðug afgösun á sér stað í eldstöðinni. Það bendir til þess að það sé virkni þarna undir og kvika að koma inn, að mati Þorvaldar Þórðarsonar, prófessors í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. „Við vitum ekki hvað kviku- streymið er mikið nú í augnablikinu, en mig grunar að kvika sé að fara þarna inn í hraunið þótt við sjáum það ekki,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði í gær að ástandið minnti á hvernig það var áður en síðasta gos- hrina hófst. Tíminn á milli goshrina hefur ver- ið að lengjast. Mögulega getur það bent til þess að það sé að draga úr gosinu. „Framleiðnin er það lítil að hún má ekki detta mikið niður til þess að gosið hætti,“ sagði Þorvald- ur. Meðalframleiðnin í gosinu hefur verið á bilinu 6-8 rúmmetrar á sek- úndu. Hann sagði að miðað hafi ver- ið við að fari framleiðnin niður fyrir þrjá rúmmetra á sekúndu nái kvikan ekki að halda gosrásinni opinni. Hætti að gjósa þarna má búast við gosi annars staðar því svæðið er komið af stað. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Nátthagi Þar myndaðist þessi fallegi hraunhellir. Merki eru um að kvika sé enn að koma upp á yfirborðið. Henni fylgir m.a. afgösun. Glóð sást í fyrrinótt - Mikil afgösun gefur vísbendingar um að stutt sé í kviku í Geldingadölum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.