Morgunblaðið - 29.09.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.09.2021, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Úrslit alþing- iskosning- anna eru ótvíræð, hvað sem líður óvissu um talningu og út- hlutun jöfn- unarsæta. Ríkis- stjórnin bar sigur úr býtum. Það er augljóst þegar litið er til þing- styrks stjórnarflokkanna, en einnig þegar horft er til skoð- anakannana um stuðning við stjórnina og væntingar um stjórnarsamstarf. Þar kann per- sónulegur stuðningur við Katr- ínu Jakobsdóttur forsætisráð- herra jafnframt að vera vísbending um hvað þorri fólks vill um stjórn landsins, en um það bera bæði skoðanakannanir og mikil fylgisaukning flokks hennar á lokasprettinum vitni. Þegar litið er til kjörfylgis einstakra flokka ber hæst árang- ur Framsóknarflokksins, sem bætti við sig miklu fylgi og er ásamt Flokki fólksins helsti há- stökkvari kosninganna. Þar skipti traust ímynd Sigurðar Inga Jóhannssonar ásamt frum- kvæði Ásmundar Einars Daða- sonar vafalaust miklu máli. Á hitt ber þó einnig að líta að Framsóknarflokkurinn lagði ekki sömu áherslu á einstök mál- efni og samstarfsflokkarnir, svo mögulega uppskar hann ríflegar atkvæði þeirra stuðningsmanna stjórnarinnar, sem áttu erfiðara með að taka afstöðu til flokkanna eftir öðrum kosningaáherslum en endurnýjuðu stjórnarsam- starfi. Loks skiptir það Fram- sókn örugglega miklu máli, að flokkurinn endurheimti um helftina af því fylgi, sem hann áður tapaði til Miðflokksins. Vinstri græn geta vel unað við sitt. Það á ekki aðeins við fylgis- aukninguna á kjördegi þegar óákveðnir virðast hafa hallað sér að forsætisráðherranum í aukn- um mæli. Flokkurinn tapaði tals- verðu fylgi við stjórnarmyndun- ina í upphafi kjörtímabils og tveir þingmenn hans gengu úr vistinni. Síðan hafa Vinstri græn endurnýjað fylgið að verulegu leyti. Sjálfstæðisflokkur fékk nán- ast sama fylgi og í kosningum 2017, sem er traustsyfirlýsing við forystuna og ríkisstjórnina, en nýjabrum í stefnuáherslum hans virðist ekki hafa hreyft sér- staklega við kjósendum. Það ætti að vera flokknum brýning um erindi hans sem borgaralegs burðarflokks íslenskra stjórn- mála. Fjórðungur atkvæða er ágætur árangur í hinu nýja margklofna stjórnmálaumhverfi landsins, en Sjálfstæðisflokkur- inn á að hafa metnað um enn breiðari skírskotun til þjóðar- innar en það. Hvernig, sem á er litið, er ómögulegt að líta á kosninga- úrslitin sem ákall um breyt- ingar, öðru nær. Þau eru ákall um stöðugleika og áframhald- andi ríkisstjórnarsamstarf. Stjórnarsam- starfið verður ekki endurnýjað án þess að endurnýja stjórnarsáttmálann, bæði í takt við kosn- ingaúrslit og þau verkefni, sem við blasa á nýju kjör- tímabili. Þar er hollt að hafa í huga orð forsætisráð- herra í leiðtogakappræðum Dag- mála Morgunblaðsins, að allir þurfi að gefa eftir til þess að ná sínu fram og mynda trausta rík- isstjórn, sem stuðlað getur að aukinni sátt og samheldni, verð- mætasköpun og velsæld, landi og þjóð til heilla. Ekkert ætti að standa í vegi fyrir því. Kosningaúrslitin eru ekki aðeins stuðningsyfirlýsing við ríkisstjórnina, þau hljóta einnig að vera öllum stjórnarandstöðu- flokkum nema Flokki fólksins tilefni til þess að huga að erindi flokkanna. En þau eru meira en það. Skilaboðin eru skýr: kjós- endur höfnuðu öfgunum. Skýrt er hvernig þeir höfnuðu öfgum, hræsni og hótunum Sósí- alistaflokksins um óskaland þeirra, þar sem ráðast átti að pólitískum andstæðingum, stór- fyrirtækjum, frjálsri fjölmiðlun og jafnvel Hæstarétti. En kjósendur höfnuðu einnig öfgum sumra annarra stjórnar- andstöðuflokka, sem sumar voru ófrávíkjanlegar höfuðáherslur. „Nýju stjórnarskránni“, gjald- miðlaskiptum, uppstokkun í sjávarútvegi, Evrópusambands- umsókn og skattpíningarhug- myndum; öllu þessu höfnuðu kjósendur. Þetta er áfall fyrir hið orðljóta vinstri og afarkostapólitík þess. Það sést á því hvernig bæði Sam- fylking og Píratar guldu sögu- legt afhroð eftir að hafa verið í samfelldri stjórnarandstöðu frá 2013. Píratar fengu sinn lakasta árangur frá því fyrst var boðið fram og Samfylkingin er komin niður fyrir 10% fylgi. Báðir eiga flokkarnir það sam- eiginlegt að hafa sífellt færst lengra út á vinstri kant og hert á pópúlískum áherslum. Enn og aftur sannast að Íslendingar, líkt og aðrar vestrænar þjóðir, eru ekki eins vinstrisinnaðir að ekki sé sagt róttækir og for- ystufólk á vinstrivæng virðist hafa sannfært sjálft sig um í bergmálshellum sínum. Þar ráða beiskjan og dilkastjórnmálin ríkjum, hófsemi og málamiðlun fá ekkert rúm. Þetta verður enn skýrara þeg- ar litið er til Flokks fólksins, sem náði góðum árangri með því að einbeita sér að raunveruleg- um áhyggjuefnum og boða bætt kjör þeirra, sem höllum fæti standa: efnalítilla, öryrkja og aldraðra. Hann var einfaldur og öfgalaus kostur og útilokaði hvorki fólk né flokka til þess að ná settu marki. Það er eitthvað, sem hið ráðvillta vinstri kynni að vilja tileinka sér frekar en öfgar, umbyltingar og glundroða. Um leið og kosning- arnar eru sigur ríkis- stjórnarinnar mættu þær verða stjórnar- andstöðunni umhugsunarefni} Öfgunum hafnað K osturinn við kosningarnar er að þegar talið hefur verið upp úr kössunum eru allir sigurvegarar, af yfirlýsingum foringjanna að dæma. Jafnvel öreigaflokkurinn þingmannslausi hefur tryggt leiðtoga sínum framfærslu á kostnað skattborgara næstu árin. Þegar ég horfi yfir sviðið sýnist mér fernt einkum draga fólk að stjórnmálunum: 1. Hugsjónir. Þetta er eina rétta ástæðan fyrir því að fara í pólitík. Sífellt koma þó upp mál sem dreifa athyglinni frá þeim markmiðum sem upprunalega var að stefnt. Flokkar elta jaðarmál og sérhagsmunahópa, en gleyma venjulegu fólki, grunnstefnunni. Skipt er um stuðningsmenn og stefnu, en strikinu haldið sem flokkur. 2. Metnaður. Líklega er þetta meginástæða fyrir þingframboðum. Oft ber metorðagirndin samt metn- aðinn til að vinna vel og af heilindum ofurliði. 3. Atvinnuleysi. Sumir fá engin önnur störf. Nú er und- antekning að þingmenn hafi reynslu af atvinnurekstri eða stjórnun. 4. Tilviljun. Fólk er á ákveðnum stað á ákveðnum tíma, gefur kost á sér í vonlítil sæti og dettur svo inn í pólitíkina. Fyrstu tvær ástæðurnar eru bestar, fari þær saman. Pólitíkus með góðar hugsjónir, hæfileika og metnað til að hrinda þeim í framkvæmd getur skipt máli. Seta á Alþingi, ein og sér, skiptir þó sjaldan sköpum. Vissulega er mik- ilvægt að þingmenn vinni vel og samviskusamlega að laga- setningu og nefndum sé vel stjórnað. Góður nefndarmaður bjargar þjóðinni frá margri vitleysu, en sér- hagsmunaseggurinn gerir mikinn óskunda. Letidýrið er oftast meinlaust nema það fái for- ystuhlutverk. Nánast allir þingmenn vilja verða ráðherrar og þar reynir á hvað fólk getur. Brátt tekur ný ríkisstjórn við, kannski nokk- urn veginn sú sama og nú situr. Verkstjórn skiptir máli og meginverkefni forsætisráðherra er að leiða ríkisstjórn til farsælla ákvarðana. Haldi okkar ágæti forsætisráðherra áfram ætti það að vera henni metnaðarmál að árleg tug- milljarða tilfærsla frá þjóðinni til örfárra út- gerða verði ekki óbrotgjarnasti minnisvarðinn um ríkisstjórnirnar. Enginn ætlar sér að vera til óþurftar, en það þarf hugrekki til þess að rugga skuttogaranum. Því miður gleymist oft að stefnumálin skipta öllu, ekki flokkarnir og völdin. Sjálfur fór ég út í stjórnmál til þess að vinna mínum hugsjónum fylgi, ekki til þess að finna mál sem þjóðin gæti bitið á. Sennilega vantar mig tvo eiginleika flestra stjórnmálaforingja: Klæki og taumlausa metorðagirnd. Uppáhaldsstjórnmálamaður minn er Geir Hallgrímsson, sem var gegnheiðarlegur en fjarri því slægur. Ég er bjartsýnismaður og á stofnfundi Viðreisnar sagði ég: „Kveðjum klækina og heilsum heiðarleikanum.“ Við stöndum því miður engu nær því markmiði nú en fyrir fimm árum. Stríðið heldur samt áfram þótt orustur tapist. Benedikt Jóhannesson Pistill Týndir snillingar Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is F yrirhuguð reglugerð um- hverfis- og auðlinda- ráðherra um fráveitur og skólp, mun að öllu óbreyttu hafa í för með sér mikinn kostnað fyrir sveitarfélög og fráveit- ur landsins, sem gæti jafnvel hlaup- ið á tugum milljarða kr. Forsvars- menn sveitarfélaganna eru ber- sýnilega áhyggjufullir. Rætt var um stöðu málsins á stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) síðastliðinn föstudag. Í samþykkt stjórnarinnar segir að fyrirliggjandi gögn leiði í ljós „[...] að þær auknu kröfur sem reglugerðin leggur á sveitarfélög geti orðið á bilinu 20 til 25 milljarðar króna. Umhverfislegur ávinningur af kröfu um aukna hreinsun frá- rennslis er hins vegar óljós.“ Fram kemur í fundargerð stjórnarinnar að viðræður hafa farið fram milli sveitarfélaganna og um- hverfisráðuneytisins vegna reglu- gerðardraganna og þau samskipti verið afar málefnaleg. Nú liggi fyrir sú niðurstaða að reglugerðin verði ekki sett án frekara samráðs við sambandið. Lýsir stjórnin fullum vilja til að vinna áfram að málinu með ráðuneytinu en vill að stofn- aður verði samráðshópur með fleiri ráðuneytum og aðilum sem móti raunhæfar tillögur um hvernig hraða megi uppbyggingu fráveitna. Tveggja þrepa hreinsun Meginregla nýju draganna er sú að hreinsa skuli skólp með tveggja þrepa hreinsun nema kveðið sé á um annað. Málið á sér nokkurra ára aðdraganda. Sveitarstjórn- armenn líta svo á að með nýju drög- unum séu settar fram reglur sem séu mikið breyttar og mun meira íþyngjandi fyrir sveitarfélög en drög sem fyrst voru kynnt árið 2018. „Liggur sá munur fyrst og fremst í kröfum um aukna hreinsun frárennslis, sem kallar á umfangs- miklar fjárfestingar og stóraukinn rekstrarkostnað fráveitna, m.a. við meðhöndlun og förgun seyru,“ segir í bréfi sem Karl Björnsson fram- kvæmdasjóri SÍS sendi Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, 9. september sl. Segir Karl að fyrirhuguð reglugerð muni hafa mikil áhrif á fram- kvæmdir við fráveitur, skipulag þeirra, hönnun og framkvæmda- kostnað og líkur séu á að þær muni leiða til aukinnar skuldsetningar veitna og sveitarfélaga og hærri þjónustugjalda til að fjármagna lán- töku. Umhverfislegur ávinningur nýrrar reglugerðar sé hins vegar mjög takmarkaður, þar sem flestir þéttbýlisstaðir á Íslandi séu stað- settir við viðtaka þar sem ekki sé hætta á ofauðgun af völdum næring- arefna úr frárennsli. „Gera má ráð fyrir að sá kostn- aður sem fyrirhuguð reglugerð- ardrög hafi í för með sér hlaupi á tugum milljarða króna, sem felur í sér miklar álögur á íbúa sveitarfé- laganna án þess að sýnt sé fram á umhverfislegan ávinning af slíkum fjárfestingum, eins og áður er fram komið. Vert er að undirstrika að slíkri útgjaldaaukningu mun verða harðlega mótmælt af sveit- arstjórnum enda hafa sveitarfélög orðið fyrir bæði tekjufalli og út- gjaldaaukningu vegna Covid-19 heimsfaraldursins,“ segir í bréfinu. SÍS sendi ráðuneytinu minn- isblað 15. september þar sem m.a. er bent á að sambandið og Samorka hafi lagt mikla áherslu á að ekki verði gengið lengra í innleiðingu frá- veitutilskipunar ESB en þörf sé á. Liggja þurfi skýrt fyrir hvert svig- rúmið er við innleiðingu hér á landi. Telja 20-25 milljarða lagða á sveitarfélögin Sýnataka úr sjó Til mikils er að vinna að koma á sem bestri hreinsun skólps en því getur fylgt verulegur kostnaður við fráveituframkvæmdir. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fram kemur á minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfé- laga um kostnaðarmat um- hverfisráðuneytisins á reglu- gerðinni, að vinnuhópur hafi komist að raun um að heildar- kostnaður við fráveitufram- kvæmdir sveitarfélaga næstu tíu árin gæti orðið á bilinu 27,5 til 39,5 milljarðar. Framlag rík- isins til fráveitustyrkja muni þurfa að hækka til að standa undir u.þ.b. 20% kostnaði við fráveituframkvæmdir. Þann kostnað sem eftir situr geti sveitarfélög fjármagnað í gegnum fráveitugjöld og er áætlað að hækka þurfi frá- veitugjöld að jafnaði um 20 þús.kr. á ári á hvert með- alheimili eða um 36% að jafn- aði. SÍS hafi ítrekað bent á að svo mikil hækkun gjaldskrár muni mælast illa fyrir. Megi vænta þess að í kjaraviðræðum verði þvert á móti lögð áhersla á að þjónustugjöld ríkis og sveitarfélaga leiði ekki til verð- bólguskots. 36% hækkun á heimili KOSTNAÐARMAT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.