Morgunblaðið - 29.09.2021, Qupperneq 15
✝ Gunnlaugur
Valdemar Snævarr
fæddist 7. apríl 1950
á Völlum í Svarf-
aðardal. Hann lést á
Landspítalanum 18.
september 2021.
Foreldrar hans
voru Jóna M. Snæv-
arr, fædd 9.2. 1925,
húsmóðir og Stefán
V. Snævarr, f. 22.3.
1914, d. 26.12. 1992,
prestur og prófastur á Völlum í
Svarfaðardal. Systur Gunnlaugs
eru: 1) Stefanía R. Snævarr, f. 28.5.
1948 kennari, maki Ingimar Ein-
arsson, f. 16.1. 1949, félags- og
stjórnmálafræðingur. Börn þeirra
eru: a) Stefán Þór Ingimarsson
lögmaður, f. 20.11. 1973, maki
Anna Guðrún Birgisdóttir, f. 12.4.
1977, þau eiga þrjá syni. b) Inga
Jóna Ingimarsdóttir læknir, f.
13.10. 1977, maki Gunnar Jakob
Briem, f. 27.5. 1972, stjúpsynir
hennar, synir Gunnars, eru þrír. 2)
Ingibjörg A. Snævarr, f. 8.8. 1952,
leikskólakennari og fv. verk-
efnastjóri.
Þann 18.11. 2000 kvæntist hann
Auði Adamsdóttur, f. 18.7. 1958
Hann kenndi við Hagaskóla til árs-
ins 1988 er hann var ráðinn yfir-
kennari og síðar yfirlögreglu-
þjónn við Lögregluskóla ríkisins
uns hann lét af störfum.
Aðaláhugamál Gunnlaugs var
tónlist. Hann söng í mörgum kór-
um en lengst söng hann í Kór
Langholtskirkju og Karlakórnum
Fóstbræðrum. Ýmsum hlið-
arstörfum tengdum tónlist sinnti
hann einnig, þ. á m. vinnu fyrir Ís-
mús við skráningu allra presta á
Íslandi, um 4.000 talsins, og teng-
ingu þeirra við þær kirkjur sem
þeir hafa þjónað. Einnig hafði
hann umsjón með yfirferð ljóða-
texta í heildarútgáfu sönglaga
Sigvalda Kaldalóns.
Gunnlaugur skrifaði kennslu-
bækur í íslensku og gaf út ljóða-
bók afa síns Valdemars V. Snæv-
arr skólastjóra ásamt ljóðasafni
sveitunga úr Svarfaðardal. Hann
hafði unun af ljóðum og var
áhugasamur ljóðabókasafnari. Ár-
ið 2016 kom út bók eftir hann um
kórstjórann og vin hans Jón Stef-
ánsson, organista í Langholts-
kirkju.
Gunnlaugur var félagi í Frí-
múrarareglunni á Íslandi.
Útför Gunnlaugs fer fram frá
Neskirkju í dag, 29. september
2021, og hefst hún klukkan 13.
Streymt verður frá athöfninni á:
https://youtu.be/kwr390hhniw
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
kennara. Dóttir Auð-
ar er Þórhildur Erla
Pálsdóttir kennari, f.
9.4. 1989.
Foreldrar Auðar
voru hjónin Guðrún
F. Hjartar, f. 24.3.
1926, d. 20.10. 2004,
húsmóðir og Adam
Þór Þorgeirsson, f.
30.9. 1924, d. 5.6.
2019, múrarameist-
ari á Akranesi. Systk-
ini Auðar eru: 1) Ólöf Erna, f.
22.2.1952, leiðsögumaður, maki
Hreinn Haraldsson, f. 24.6. 1949,
fv. vegamálastjóri, 2) Friðrik Þór,
f. 30.4. 1955, landmælingaverk-
fræðingur, maki Lise Dandanell, f.
21.1. 1957, skólastjóri á
Borgundarhólmi, 3) Þorgeir, f.
17.12. 1964, garðyrkjufræðingur,
maki Hrönn Hilmarsdóttir, f. 15.6.
1966, kennari.
Gunnlaugur ólst upp á Völlum í
Svarfaðardal og Dalvík og lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
á Akureyri 1970. Veturinn eftir
kenndi hann við Gagnfræðaskól-
ann og Iðnskólann á Sauðárkróki.
Gunnlaugur útskrifaðist síðan frá
Kennaraháskóla Íslands 1974.
Það er erfitt að sætta sig við að
Gunnlaugur svili minn sé allur, rétt
rúmlega sjötugur. Allar stundir
með honum voru tilhlökkunarefni,
gefandi og skemmtilegar. Það eru
ekki nema rúm 20 ár síðan hann
kom inn í líf okkar fjölskyldunnar,
þegar hann giftist Auði mágkonu
minni sem alltaf hefur verið náin
okkur hjónum og okkar börnum.
Og ekki spillti tilkoma hans því
sambandi, heldur styrkti enn frek-
ar. Ég veit að Gunnlaugur hefði
ekki kosið að fá neitt oflof í skrifum
um sig, en hann verður að sætta sig
við að fá nokkur sannyrði! Það
þurfti ekki langan tíma til að fá það
á hreint að þar fór gull af manni,
sem auðvelt var að kynnast. Ekki
forn í skapi eða forn í hugsun en
vissi ótrúlega margt um forna hagi,
fornan kveðskap, forna tónlist og
forna presta! Hjartahlýr, hjálpsam-
ur og glettinn í samræðum og til-
svörum. Tónlist var hans ær og kýr
utan vinnunnar, ekki aðeins bassa-
söngur í hinum ýmsu kórum, heldur
einnig óteljandi vinnustundir
tengdar formennsku í afburðakór-
um eins og Fóstbræðrum og Kór
Langholtskirkju og tiltekt og grúsk
í skjölum og munum tengdum þess-
um kórum. Ég veit að hann var
stoltur af verkum sínum sem tengd-
ust útgáfu á ritverkum tengdum ís-
lensku máli, kveðskap afa síns og
mörgu öðru, en vænst þótti honum
held ég um aðkomu sína að útgáfu
bókar um líf og starf Jóns Stefáns-
sonar, organista og kórstjóra við
Langholtskirkju. Það vafðist ekki
fyrir Gunnlaugi að skrifa fallegan
texta, í bundnu eða óbundnu máli,
hvorki í því riti né öðrum.
Báðir vorum við einstaklega sátt-
ir með okkar sameiginlegu tengda-
fjölskyldu, ekki síst tengdaforeldr-
ana Adam og Gunnu, en
Gunnlaugur sagði í minningargrein
um Adam að þau hefðu eignast fjög-
ur mannvænleg börn og fjögur enn
efnilegri tengdabörn! Dæmigerður
Gulli!
Ég mun sakna Gunnlaugs lengi.
Ekki síst af því að ég sakna húmors-
ins, sem var eitt af hans aðalsmerkj-
um. Hann hafði góða nærveru og
við áttum margar skemmtilegar
samverustundir, og alltaf var kímn-
in og skensið skammt undan! Þá
var ekki síður fróðlegt að spjalla við
Gunnlaug, ekki síst þegar talað var
um tónlist eða sameiginlega fleti í
okkar störfum. En ekki minnst er
það hlýjan sem hann sýndi fjöl-
skyldu Auðar og þá ekki síst minni
fjölskyldu, og allar samverustundir
okkar, sem við munum minnast um
ókomna tíð. Við söknum hans öll.
Þegar þau Auður fluttu fyrir nokkr-
um árum í sama hverfi og við Ólöf
styrktust böndin enn frekar, sam-
verustundum fjölgaði og það gladdi
okkur mjög. En allt í einu, og allt of
snemma, er Gunnlaugur ekki með í
þeim samverustundum.
Hann Gulli minn; hversu oft hef-
ur þú ekki sagt þetta undanfarnar
erfiðu vikur, elsku Auður. Þú munt
halda áfram að segja elsku Gulli
minn, kæra Auður, þótt hann hafi
nú „dáið inn í himininn“ eins og
hann orðaði það sjálfur í kveðju til
vina sinna nokkrum dögum fyrir
hina örlagaríku aðgerð fyrir 6 vik-
um. „Þar er ekki í kot vísað,“ bætti
hann við. „Guð blessi ykkur öll,“
skrifaði hann í lokin. Hvar sem trú
okkar liggur ætti ekki að vera erfitt
að taka við þessari lokakveðju frá
Gunnlaugi Snævarr, með auðmýkt
og þakklæti til manns sem var trúr
sínum og almættinu.
Hreinn Haraldsson.
Gulli móðurbróðir minn var ein-
stakur maður. Hann var hlýr, heið-
arlegur, duglegur en umfram allt
jákvæður og skemmtilegur. Við
systkinin vorum þeirrar gæfu að-
njótandi að umgangast Gulla mikið,
strax frá því í æsku og ég var
snemma sannfærð um að hann
væri sterkasti maður heims. Hann
söng bassa í Kór Langholtskirkju
og eitt sinn grátbað ég hann um að
fá að koma með í útför en fékk
dræmar undirtektir enda þyrfti
maður að geta sungið bassa. Allar
götur eftir þetta kallaði hann mig
Bassa. Systkinin Gulli, mamma og
Inga frænka hafa ávallt verið mjög
samrýnd og hjálpast mikið að. Sér-
staklega eru minnisstæðar bygg-
ingarframkvæmdir sem maður
fékk frá ungum aldri að taka þátt í.
Á árunum upp úr 1990 fluttum við
frá útlöndum og bjuggum hjá hon-
um. Hann var ótrúlega natinn og
umvafði mann ást og umhyggju.
Hann hélt líka uppi aga og það
borgaði sig ekki að reyna neinar
kúnstir. Hann var hagyrðingur
mikill og eftir hann liggja margir
fallegir textar, ritverk, kennslu-
bækur og ljóð. Samhliða því var
hann mikill húmoristi og blandaði
þessum kostum sínum gjarnan
saman, með skemmtilegum hætti.
Þegar ég var um 7 ára og að missa
barnatennur varð þessi vísa til:
„Inga Jóna er með skarð, í því hvín
og syngur, brokkar hún um blóma-
garð, Bassi vitleysingur.“
Við tók enn betri tími þegar
Gulli fann loks Auði nokkrum árum
síðar og hann var svo lánsamur að
fá dóttur í kaupbæti. Stórfjölskyld-
an hefði ekki getað hugsað sér betri
lífsförunaut fyrir hann og mæðg-
urnar auðguðu einnig líf okkar
hinna. Gulli hefur alltaf verið okkur
ómetanleg hjálparhella. Mikið höf-
um við byggt og brallað saman og
þá sérstaklega hann og Stefán
bróðir minn. Gulli gaf okkur systk-
inunum stóran hluta af verkfærum
sínum stuttu áður en hann fór í að-
gerðina. Við munum hugsa til hans
og minnast liðinna samverustunda
þegar við ráðumst í næstu verkefni.
Það var allaf svo gaman að koma
í mat til þeirra Auðar, spennandi
réttir á boðstólnum, oft voru leikir
og svo var alltaf hlegið mikið. Gulli
og Auður voru sköpuð fyrir hvort
annað og ég vildi óska þess að hún
hefði fengið að hafa hann lengur hjá
sér. Ég ber þá gæfu, líkt og hann,
að hafa ekki bara eignast yndisleg-
an lífsförunaut heldur einnig ein-
staklega vel gerð stjúpbörn og ég
stend mig stundum að því að vera
ákveðin og setja kröfur hvað heima-
nám varðar, líkt og hann gerði, sem
endurspeglar þá ást og umhyggju
sem maður ber til næstu kynslóðar.
Það er mér ómetanlegt að hafa
getað verið til staðar fyrir Gulla í
veikindunum. Eftir hetjulega bar-
áttu við illvígt lifrarmein þurfti
þessi sterki maður á endanum að
játa sig sigraðan. Ég vil þakka sam-
starfsfólki mínu á Landspítalanum
fyrir að gera allt sem í þeirra valdi
stóð til að hann myndi ná sér. Þegar
vonin hvarf gátum við fylgt honum
lokaspölinn, sagt honum hvað við
elskuðum hann mikið og hvað hann
hafði verið ómetanlegur þáttur í lífi
okkar allra. Guð blessi þig frændi
minn og sendu styrk og ást til Auð-
ar og Þórhildar, sem við munum
ávallt gæta og vernda eins og þú
hefðir gert hefði jarðvistin orðið
lengri.
Inga Jóna Ingimarsdóttir.
Stundum kemur að hinstu
kveðjustund með litlum fyrirvara.
Gunnlaugur V. Snævarr æskuvinur
minn og frændi hefur sagt skilið við
þessa jarðvist alltof snemma. Ég
minnist með mikilli hlýju og þakk-
læti samveru okkar Gulla Valda á
bernsku- og unglingsárum á meðan
við áttum heima í Svarfaðardaln-
um, hann á Völlum og ég á Þverá í
Skíðadal. Við vorum jafnaldrar,
skólafélagar og fermingarbræður.
Með okkur var einlæg vinátta og í
skólanum á Húsabakka vorum við
herbergisfélagar á heimavistinni,
sátum hlið við hlið í kennslustofunni
og vorum keppendur í náminu. Frá
skólaárunum eru margar góðar
minningar. Við nutum þess að hafa
góða kennara sem bjuggu með fjöl-
skyldum sínum í skólahúsinu og
gerðu sitt besta til að skapa okkur
krökkunum sem bestan og heimilis-
legan aðbúnað. Í skólanum vorum
við frá 10-15 ára aldri frá hausti
fram á vor, tvær vikur í senn og svo
aðrar tvær vikur heima þar sem
okkur var ætlað að sinna tilteknu
heimanámi. Kennslan var fjölbreytt
og oftast skemmtileg. Útivistar-
tímarnir í skólanum eru líka eftir-
minnanlegir. Fótbolti og leikir á
túnunum við skólann þegar jörð var
auð, skautaferðir á Tjarnartjörn-
inni eða skíðaiðkun í Börðunum
neðan við skólahúsið eða brekkun-
um ofan Sundskálans, allt hefur
þetta sinn ljóma í minningunni.
Að loknum barna- og unglinga-
skóla á Húsabakka fórum við Gulli
Valdi saman í landspróf á Dalvík.
Þar leigðum við saman herbergi um
veturinn og vorum í fæði hjá yndis-
legum hjónum sem voru okkur sem
nánustu ættingjar.
Að loknu landsprófinu völdum
við Gulli Valdi hvor sína leiðina í
námi. Hann fór í MA og þaðan í Há-
skólann en ég á Bifröst í Borgar-
firði og þegar fullorðinsárin tóku
við bjuggum við sinn í hvorum
landshluta. Þrátt fyrir að samskipti
okkar og samvera minnkaði með
árunum hélst sú taug sem tengdi
okkur saman og vináttan var söm
þá sjaldan við hittumst.
Árið 2014 hittumst við ferming-
arsystkinin sem sr. Stefán faðir
Gulla Valda fermdi á Völlum hálfri
öld fyrr. Við áttum saman tvo góða
dagparta, fórum í gamla skólann
okkar sem þá hafði fengið annað
hlutverk og áttum saman hátíðlega
stund í kirkjunni á Völlum. Einnig
snæddum við saman kvöldverð með
mökum og okkar tveimur aðallæri-
feðrum frá Húsabakka sem voru
þeir Þórir skólastjóri og Bubbi
kennari. Það var einstaklega
ánægjulegt að hittast þessa daga og
rifja upp góðar minningar og finna
að vináttuböndin voru enn óslitin
þrátt fyrir alla áratugina.
Kæri vinur Gulli Valdi. Ég kveð
þig með þökk og sorg í hjarta. Ég
vil þakka þér fyrir einlæga vináttu
og dýrmætar minningarnar sem
ætíð munu geymast.
Ég votta aðstandendum einlæga
samúð mína.
Vignir Sveinsson.
Klukkan er fimm að morgni sjö-
unda apríl árið 1990. Karlar klædd-
ir smóking og kona á íslenskum
búningi safnast saman við Lang-
holtskirkju í vorbjörtum morguns-
valanum. Þarna eru saman komnir
bassarnir í Kór Langholtskirkju
ásamt Margréti konu minni sem í
þessum hópi bar viðurnefnið Fjall-
kona bassans.
Hópnum er stefnt að heimili
Gunnlaugs Snævarrs sem fagnar
fertugsafmæli þennan dag. Hann
er raddformaður okkar og óskor-
aður foringi. Fremstur fer trommu-
leikari og undir kyrjar bassinn lagið
„Vetur kóngur flýr til fjallasala“ við
texta eftir Gulla. Við stillum okkur
upp neðan við svalirnar og brýnum
raustina sem mest við megum og
svo fylgir nífalt húrrahróp.
Eftir drykklanga stund birtist
Gulli á svölunum. Hann er úfinn og
minnir lítið á Júlíu, þrátt fyrir að við
karlarnir séum Rómeó holdi klædd-
ur (og í smóking). „Hunskist þið
heim …“ (framhaldinu sleppt)
þrumar Gulli svo glymur um hverf-
ið. Svo hverfur hann inn. Birtist
brátt aftur með skelmislegt brosið,
sem við þekkjum svo vel þegar
stríðnisgállinn er á honum. Alkunn-
ur húmor hans var eindæma frjór
og hans höfðum við svo ótal sinnum
notið.
Eftir nokkra stund erum við sest
við dúkað borð með rjúkandi kaffi
og volg rúnstykki. Svo eru rifjuð
upp eftirminnileg atvik sem enginn
hörgull er á og auðvitað leikur Gulli
á als oddi. Foreldrar hans, frú Jóna
og séra Stefán, setja svip á sam-
komuna með elskulegri nærveru
sinni.
Blessuð sé minning Gunnlaugs
V. Snævars.
F.h. gamalla bassavina úr Kór
Langholtskirkju,
Ólafur H. Jóhannsson.
Gunnlaugur Snævarr ólst upp á
prestsheimili þar sem menning var
í öndvegi og tónlist og ljóð áttu sinn
sess. Það þarf því ekki að koma á
óvart að Gunnlaugur hneigðist mjög
til söngs. Hann söng í fjölda kóra,
hvarvetna meðal traustustu liðs-
manna. Auðséð var að hann naut
þess að syngja í góðum hópi.
Gunnlaugur Snævarr var einnig
góður ljóðasmiður og samdi marga
frábæra texta við sönglög. Það var
unun að syngja lög við texta eftir
Gunnlaug, þar sem lag og texti féllu
hvort að öðru og mynduðu eina
heild. Hann átti reyndar ekki langt
að sækja hæfileika til ljóðagerðar.
Afi hans, Valdimar Snævarr, á
fjölda sálmatexta í sálmabókinni.
Undirritaður kynntist Gulla, eins
og hann var oftast kallaður í vina-
hópi, í Frímúrarareglunni þar sem
tónlist og söngur eru ríkir þættir. Í
ársbyrjun 1993 var Frímúrarakór-
inn stofnaður. Gunnlaugur Snævarr
var valinn formaður og gegndi því
starfi fyrstu fjögur árin. Sem slíkur
átti hann ríkan þátt í því að móta
starfsemi kórsins í nánu samstarfi
við fyrstu stjórnendur hans, Jón
Stefánsson og Helga Bragason. Það
var ekki erfitt að taka við for-
mennsku Frímúrarakórsins af
Gulla. Þeir þremenningar höfðu
markað brautina þannig að ekki
kom annað til greina en að fylgja
sporunum. Kórinn hefur nú starfað
ötullega í nærri þrjá áratugi og
ávallt notið þess að hafa frábæra
stjórnendur.
Þegar litið er yfir kórstarf Gunn-
laugs kemur ekki á óvart að honum
hefur gjarnan verið falin forysta
starfsins. Þannig starfaði hann sem
formaður í a.m.k. fjórum kórum:
Kór Langholtskirkju, Frímúrara-
kórnum, Karlakórnum Fóstbræðr-
um og Karlakórnum Gamlir Fóst-
bræður.
Gulli gat átt það til að koma fram
með djarfar hugmyndir, sem mörg-
um fannst ósennilegt að yrðu að
veruleika. Ég minnist tveggja stór-
fenglegra ferða til fjarlægra landa
sem raungerðust fyrir atorku hans.
Fyrri ferðin var farin af Frímúrara-
kórnum til Egyptalands og Ísraels
árið 2000. Sú ferð var um margt eft-
irminnileg. Einn viðburður kemur
þó fyrst í hugann þegar ferðarinnar
er minnst. Gunnlaugur Snævarr og
Auður Adamsdóttir opinberuðu trú-
lofun sína í ferðinni. Greinilegt var
að hér voru bundin traust bönd sem
ekki yrðu rofin nema af æðri mátt-
arvöldum. Nánari kynni af þeim
hjónum hafa fært heim sanninn um
hversu mikið tveir einstaklingar
geta aukið hvor við annan.
Hin síðari ferð sem ég minnist er
ferð Gamalla Fóstbræðra til Japan
árið 2019. Þeirri ferð gleymir eng-
inn þátttakenda. Hér var vissulega
djarft teflt, um sex tugir kórfélaga
og eiginkvenna, allir löngu af létt-
asta skeiði, héldu í langa ferð yfir á
hinn helming hnattarins. Gulli hafði
eins og við mátti búast skipulagt
ferðina af kostgæfni og með öryggi í
fyrirrúmi. Kórinn tók þátt í þremur
kóramótum, ferðin heppnaðist frá-
bærlega að öllu leyti og mun seint
falla úr minni þátttakenda.
Við Kristín þökkum Gunnlaugi
Snævarr frábær kynni um leið og
við sendum Auði og Þórhildi inni-
legar samúðarkveðjur.
Halldór S. Magnússon.
Kveðja frá Karlakórnum
Fóstbræðrum
Gunnlaugur V. Snævarr sagði
okkur Fóstbræðrum oft þá sögu
Gunnlaugur V.
Snævarr
hvernig það atvikaðist að hann
gekk ekki jafn snemma til liðs við
kórinn og til stóð.
Hann var kominn suður í nám
við Kennaraskóla Íslands og hafði
áhuga á að komast í Karlakórinn
Fóstbræður. Hann fór í þeim til-
gangi inn í Langholtshverfið í leit
að Fóstbræðraheimilinu þar sem
raddprufur fóru fram á haustdög-
um. En Svarfdælingurinn sem rat-
aði ekki vel um höfuðborgina var
þó á réttum slóðum er hann gekk
inn í byggingu sem hann taldi að
gæti verið Fóstbræðraheimilið.
Þegar inn var komið mætti honum
Jón Stefánsson, organisti og
stjórnandi kórs Langholtskirkju,
enda var hann kominn inn í safn-
aðarheimilið. Fór strax vel á með
þeim og Jón spurði hvort hann vildi
ekki koma í raddprufu hjá sér.
Gunnlaugi leist strax vel á Jón og
kirkjukórinn og söng hann með
þeim áratugum saman og var mjög
virkur í því starfi, var m.a. formað-
ur kórsins um árabil.
Það var síðan haustið 2005 að
Gunnlaugi fannst tími til að bregða
sér yfir Langholtsveginn í raddp-
rufu hjá Karlakórnum Fóstbræðr-
um þar sem hann söng 11 vortón-
leika í 2. bassa. Hann var strax
virkur í starfi kórsins enda þaul-
vanur kórstarfi og brennandi af
áhuga fyrir söngnum en ekki síst
félagsskapnum. Árið 2009 var hann
síðan kosinn formaður kórsins og
sat í því embætti í 4 ár. Kom hann
ýmsu til leiðar eins og að skrá
skjalasafn kórsins og koma því í
örugga varðveislu á Þjóðskjala-
safni. Sömuleiðis skráði hann
minjasafn kórsins sem er orðið
mikið vöxtum eftir aldarlanga
starfsemi. Hann vann lengi að því
að skrá upplýsingar um alla þá sem
sungið hafa með kórnum frá upp-
hafi og gerði það okkur m.a. kleift
að birta skrá með nöfnum 444 fóst-
bræðra í söngskrá aldarafmæl-
istónleikanna.
Það sem einkenndi Gunnlaug
var glettni, góðvild og myndugleiki
sem voru eiginleikar sem prýddu
hann sem leiðtoga okkar. Að sjálf-
sögðu var hann reyndur og góður
söngmaður sem naut þess að
syngja.
Eitt að því sem hann gerði í sinni
formannstíð var að leggja grunn að
aldarafmæli kórsins og síðustu tón-
leikarnir sem hann söng með starf-
andi kór var á aldarafmælinu 18.
nóvember 2016. Eftir það starfaði
hann og söng með Gömlum Fóst-
bræðrum.
Eitt markverðasta framtak
Gunnlaugs sem formanns var að
koma á reglubundnum tónleikum
okkar í Langholtskirkju á allraheil-
agramessu. Undanfari þeirra tón-
leika var geisladiskurinn „Til ljóss-
ins og lífsins“ en á hann voru valin
lög og sálmar sem eru viðeigandi
þegar við minnumst þeirra sem
horfnir eru.
Og nú er Gunnlaugur Valdemar
Snævarr kominn yfir á hina strönd-
ina og án efa tekinn til starfa í því
mikla kórlífi sem þar hlýtur að þríf-
ast. Við hefðum gjarnan viljað hafa
hann lengur með okkur og hans
verður sárt saknað í samfélagi
Fóstbræðra.
Við Fóstbræður sendum Auði
og fjölskyldu þeirra innilegar sam-
úðarkveðju.
Arinbjörn Vilhjálmsson,
formaður Karlakórsins
Fóstbræðra.
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2021
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamömmu, ömmu, langömmu
og langalangömmu,
BIRNU RUTAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
Kirkjuvegi 31, Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunar- og dvalar-
heimilinu Hraunbúðum og Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum fyrir
kærleiksríka umönnun.
Aðalheiður S. Magnúsdóttir Eggert Sveinsson
Gíslína Magnúsdóttir Gísli J. Óskarsson
Magnea Ósk Magnúsdóttir Daði Garðarsson
barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn