Morgunblaðið - 29.09.2021, Side 17

Morgunblaðið - 29.09.2021, Side 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2021 ✝ Ólína Sig- urbjört Guð- mundsdóttir fædd- ist í Breiðavík í Rauðasandshreppi 11. september 1941. Hún lést á Landspítalanum 6. september 2021. Foreldrar Ólínu voru hjónin Guð- mundur Jóhann Kristjánsson bóndi, f. 2.5. 1907, d. 27.1. 1962 og Unn- ur Erlendsdóttir húsmóðir f. 10.2. 1915, d. 18.5. 1998. Systkini Ólínu eru: Berg- þóra Kristbjörg, f. 4.5. 1936, Erlendur, f. 23.2. 1939, d. 13.6. 1960, Egilína Kristjana Ólafía, f. 18.3. 1945, Kristinn, f. 16.7. 1948, Gyða, f. 16.7. 1948. Börn Ólínu eru: 1) Erlendur Hilmar Geirdal, f. 24.10. 1963. Eiginkona hans er Kolbrún Matthíasdóttir, f. 11.11. 1966. Dætur Erlendar og Kolbrúnar eru: a) Sæunn Ósk, f. 9.3. 1986, d. 14.5. 2021. b) Unnur Sif, f. 3.7. 1991, sambýlismaður hennar er Eggert Reginn Kjartansson, f. 15.5. 1991. Dóttir Unnar og Eggerts er Hrefna Kolbrún, f. 8.9. 2019. c) Magnea Rún, f. 24.9. 1997. Sambýlismaður hennar er Ólínu, Örn Geirdal Gíslason, f. 30.9. 1940. 3) Halldóra Sæunn, f. 12.2. 1972. Faðir hennar er seinni eiginmaður Ólínu, Sæmundur Traustason, f. 7.12. 1924, d. 31.3. 1986. Sonur Halldóru er Sæmundur Alexander Carde- nas, f. 14.9. 2005, faðir hans er Cesar Eduardo Cardenas, f. 24.6. 1984. Ólína ólst frá 8 ára aldri upp í Vatnsdal við Patreksfjörð. Fór í Húsmæðraskólann á Laugum í Þingeyjarsýslu en fluttist síðan ásamt Erni eiginmanni sínum og Erlendi syni þeirra til Grímseyjar. Þau byggðu sér þar hús að Eiðum og Guð- mundur sonur þeirra fæddist 1965. Örn og Ólína skildu. 1968 fluttist hún í Grenivík og hóf sambúð með Sæmundi Trausta- syni. Þau eignuðust Halldóru 1972. Í Grenivík undi Ólína hag sínum vel, þau höfðu kindur sem hún hafði yndi af og Sæ- mundur sótti sjó á trillu og vann síðar við verkstjórn í fisk- verkun. Sæmundur lést 1986 en Ólína bjó áfram í Grenivík til ársins 2000. Þá flutti hún að Vestari-Hóli í Fljótum þar sem hún réð sig sem ráðskona hjá Sigmundi Jónssyni bónda. Eftir að Sigmundur lést árið 2011 flutti Ólína til Siglufjarðar og bjó þar á Skálarhlíð. 2016 flutt- ist hún að Ási í Hveragerði þar sem hún átti heima til æviloka. Útför Ólínu fer fram í Digra- neskirkju 29. september 2021 kl. 15. Ólafur Örn Eyj- ólfsson, f. 14.10. 1994. Sonur þeirra er Óliver Örn, f. 9.8. 2020. 2) Guðmundur Gísli Geirdal, f. 10.7. 1965. Börn hans eru: a) Hjört- ur Atli, f. 12.12. 1987. Móðir er Bára Sævalds- dóttir, f. 9.3. 1969. Sonur Hjartar er Birkir Leó, f. 9.11. 2013, móðir er Elín Pálmadóttir, f. 27.2. 1988. Dóttir Hjartar og sambýlis- konu hans Ásdísar Ólafsdóttur, f. 3.9. 1989, er Emilía Björk, f. 17.2. 2020. Börn Guðmundar og Lindu Jörundsdóttur, f. 9.8. 1967, eru: b) Axel Örn, f. 17.4. 1995, c) Bjarki Freyr, f. 5.2. 1999, d) Sandra Dís, f. 20.11. 2003. Dóttir Lindu og uppeld- isdóttir Guðmundar er Helga Kristín, f. 8.1. 1987. Börn Helgu eru Róbert Aron, f. 26.12. 2007, faðir er Hafþór Karlsson, f. 4.5. 1985. Rúnar Emil, f. 3.10. 2010. Sæþór Ingi, f. 14.9. 2012. Faðir Rúnars og Sæþórs er Sigfús Atli Unn- arsson, f. 5.3. 1978. Faðir Erlendar og Guð- mundar er fyrri eiginmaður Elsku hjartans mamma mín er dáin. Ég bara get ekki trúað því, vil það ekki! Þú varst svo hress. Síðast í júní varstu hjá mér í heimsókn. Hlustandi á Jim Reeves, Helga Björns, Pál Rósinkranz, Ragga Bjarna og svona mætti lengi telja. Ég spil- aði af you-tube í sjónvarpið, það þótti þér mjög skemmtilegt. Þér þótti líka gaman að Sæ- mundi Alexander, dóttursyni þínum, spila við hann og svo- leiðis. Síðan þegar ég var ekki heima þá spilaði hann ýmislegt fyrir þig í sjónvarpinu. Hann fann ýmislegt á netinu sem þú hafðir mjög gaman af, t.d. þætti um Grímsey og Björgunaraf- rekið við Látrabjarg. Þar var afi Guðmundur, pabbi þinn, mikið í mynd og hann var á hlaupum eitthvað og þú sagðir að svona væri Guðmundur bróð- ir minn. Einnig sást mynd af þér og mömmu þinni, ömmu, að kveðja pabba þinn, lítið ljós- hært sex ára stelpuskott. Þú hafðir líka mjög gaman af Chapo, hundinum okkar, og gast endalaust kastað bolta til hans. Hann á eftir að sakna „ömmu“ og sviðanna sem þú varst ónísk á handa honum. Þér þótti mjög gott að borða og helst svona íslenskan mat, t.d. svið, rauðmaga, hval og fleira. Ég man eftir að þú varst með sérstaka „snarldiska“, þessa brúnu hálfgegnsæju, þegar pabbi var ekki heima til að vilja sitt saltkjöt og siginn fisk. Þá fengum við okkur „snarl“, steikt brauð og svoleiðis. Man líka eft- ir því að horfa á Nonna og Manna í sjónvarpinu með þér. Annars horfðir þú nú ekki mikið á sjónvarp þegar ég var að alast upp, alltaf í eldhúsinu að stúss- ast eða uppi í fjárhúsum að plokka. Æi elsku mamma mín, ég sakna þín svo ótrúlega mikið. Ég vil bara fá þig hérna til mín, sitja og prjóna tuskur. Spurðir mig hvort ég prjónaði á meðan ég horfði á sjónvarpið, ég sagði nei. „Hað gerirðu eiginlega?“ Í seinni tíð horfðir þú dálítið á sjónvarp, t.d. þótti þér gaman að Ljósmóðurinni, þessari stóru sagðir þú (Miröndu), síðan var það Landinn, en mest þótti þér gaman að tónlist og síðan má ekki gleyma Hljóðbókatækinu þínu og Guðrúnu frá Lundi sem þú gast hlustað á aftur og aftur og aftur og aftur. Þegar ég var lítil þótti þér ekki leiðinlegt að snurfusa mig, hafa mig fína. Þú keyptir mikið af fötum á mig úr Quelle og einnig verslaðir þú mikið í Ásbyrgi, sem var búð á Akureyri. Varst oft að setja rúllur í hárið mitt og laga það til. Þær minna mig svo á þig þessar greiður með prjóninum. Á Þorláksmessu þegar ég var lítil þá barstu mig alltaf inn í rúm eftir baðið, ég mátti ekki verða óhrein. Þú sagðir mér oft frá því þegar ég fæddist. Pabbi sendi þig til Húsavíkur í desember ’71, ég fæddist í febrúar ’72. Þú sagðir mér að þú hefðir verið að borða hákarl og drekka kók. Svo komum við heim til Gríms- eyjar, en fljótlega eftir það fórstu í land í einhvers konar meðferð út af veikindum þínum. Þú varst mikið veik þegar ég var að alast upp. Elsku mamma, hve mikið ég á eftir að sakna þín er svo sárt. Þú hringdir oft á dag í mig og oft langar mig núna að hringja í þig. Elsku mamma mín, þakka þér fyrir allt og vonandi ertu búin að hitta pabba. Við sjáumst síðar. Þín elskandi dóttir, Halldóra Sæunn. Elsku mamma mín hefur nú kvatt okkur, nokkrum dögum áður en hún hefði orðið áttræð. Hún var frá Rauðasands- hreppi og af Kollsvíkurætt og minntist æskuslóðanna og fólks- ins fyrir vestan ávallt með hlý- hug. Fyrstu árin hennar var fjölskyldan í Breiðavík en flutt- ist svo í Vatnsdal við Patreks- fjörð. Þau stunduðu búskap og afi sótti einnig sjóinn. Átján ára vann hún um tíma á Breiðavík- urheimilinu, svo fór hún í hús- mæðraskóla einn vetur og eina síldarvertíð réð hún sig ásamt Kiddu systur sinni í skipspláss, sem fátítt var meðal stúlkna. Þegar hún var nítján ára varð hún og og fjölskyldan fyrir miklu áfalli er bróðir hennar Erlendur drukknaði 21 árs ásamt Hilmari, ungum dreng sem var hjá þeim í sveit. Afi var þá orðinn veikur af krabba- meininu sem tveimur árum síð- ar dró hann til dauða og lát Er- lendar varð til þess að þau urðu að bregða búinu og flytjast á brott úr Vatnsdal. Frá mínum uppvexti í Gríms- ey man ég hve ósérhlífin og harðdugleg hún var og gekk til útiverka jafnt sem heimilis- starfa inni. Hún hafði mikið yndi af kindunum, sérstaklega við sauðburðinn á vorin en þeim fylgdi líka mikil vinna árið um kring. Hún fór líka stundum í sjóróðra með Sæmundi fóstra mínum og undir bjarg til lunda- veiða. Mamma var mjög áhuga- söm um matargerð og bakstur og var sífellt að vinna að mat- föngum. Vann úr kjötinu sem kindurnar gáfu af sér, flakaði fisk, sat og plokkaði lunda dög- um saman og útbjó í reyk eða frost, skar grásleppu til að hengja upp og rauðmaga í reyk. Oft var gestkvæmt í Grenivík og hún sá til þess að alltaf var nóg heimabakað og smurt með kaffinu. Mamma ól okkur krakkana þannig upp að verk væru ekk- ert sérstaklega kynjaskipt án þess að hún nefndi það beint. Lét okkur bræðurna t.d. vaska upp, sópa gólf, ryksuga og skúra sem drengjum var sums staðar hlíft við á þeim tíma. Ég áttaði mig á því löngu seinna að jafnréttisuppeldi hennar mótaði mín eigin viðhorf. Eftir að mamma flutti í Fljót- in átti hún góðan tíma þar í sveitinni en þau voru með fjárbúskap, hænur og hunda. Hún var alltaf svo mikill dýra- vinur og það var gaman að heimsækja hana og sjá að henni leið vel þar. Mamma glímdi við erfitt þunglyndi á köflum í lífi sínu. Á árum áður var almennt lítill skilningur á andlegum veikind- um og hún hafði oft orð á því að heldur vildi hún vera brotin á útlimum en að þurfa að þjást af sjúkdómi sem ekki sést á manni utan frá. Síðustu áratugina var hún þó að mestu laus við sjúk- dóminn vegna betri lyfja. Í fyrrasumar fórum við Hall- dóra systir og Sæmundur Alex- ander sonur hennar með mömmu út í Grímsey þar sem hún bjó í 36 ár en hafði ekki heimsótt í 20 ár eða síðan hún flutti þaðan. Henni þótti alltaf mjög vænt um eyjuna og var stolt af því að hafa átt þar heima. Í heimsókn okkar fórum við með henni um alla eyjuna, heim að Grenivík, í kirkjugarð- inn og kirkjuna fallegu. Hún var himinlifandi með ferðina og talaði oft um það síðan hve gaman það hefði verið að kom- ast þangað aftur. Þær dýrmætu minningar bætast við allar hin- ar um merkilega konu og elsku- lega móður. Erlendur Hilmar Geirdal. Ólína Sigurbjört Guðmundsdóttir ✝ Dýrley fæddist í Reykjavík 25. september 1936. Hún lést á Háskóla- sjúkrahúsi í Foss- vogi 19. september 2021. Foreldrar henn- ar voru þau Sig- urður Guðmunds- son, f. 17. desember 1913, d. 20. mars 1980 og Lára Sæ- mundsdóttir, f. 28. sept- ember1913, d. 8. desember 2017. Fósturfaðir Dýrleyjar var Gísli Oddsson, f. 5. sept- ember 1912, d. 23. mars 1987. Systkini sammæðra eru: Sæ- mundur, látinn, Sigríður, Odd- ur, Unnur og Gunnar. Systkini samfeðra eru: Sigríður, Svan- hildur, Valur, Rúnar, Guð- mundur, Sigurjóna, Hildur og Hörður. Dýrley ólst upp í Reykjavík. 18. ágúst 1956 giftist Dýrley Daníel Kr. Kristinssyni, f. 8. maí 1930, d. 2. jan- úar 1995. For- eldrar hans voru Kristinn M. Þor- kelsson, f. 17. ágúst 1904, d. 10. mars 1980, og Magða- lena S. Sigurð- ardóttir, f. 17. september 1911, d. 10. nóvember 1985. Stjúpfað- ir var Óskar Árnason, f. 24. september 1906, d. 24. maí 1983. Dýrley og Daníel eignuðust sex börn: Magnús Karl, f. 31. janúar 1956, giftur Ragnheiði Jónsdóttir og eiga þau saman sex börn og sjö barnabörn. Gísli Dan, f. 23. nóveber 1957, d. 15. desember 1979, á hann einn son og eitt barnabarn. Sveinbjörn R. Daníelsson, f. 20. október 1958, d. 1. febrúar 2014, eig- inkona Anna Kathrina Næs og eiga þau fjóra drengi og fjögur barnabörn. Lára Dan Daníels- dóttir, gift Sigurði Harðarsyni og eiga þau fjórar dætur og 14 barnabörn. Þórey Daníels- dóttir, 28. ágúst 1962, og eign- aðist hún fjögur börn en eitt lést í bernsku. Reynir Daníelsson, f. 12 apríl 1964, giftur Valgerði Sveinsdóttur og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Dýrley vann lengi vel við fiskvinnslu hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar en árið 1978 fór hún yfir í Ísbjörninn sem síðar varð HB Grandi þar sem hún vann í fyrstu við gæðaeftirlit eftir að hafa farið í Fiskvinnslu- skólann. Síðar vann hún sem verkstjóri og endaði starfsferil sinn á skrifstofu HB Granda ár- ið 2004. Dýrley byggði sér bústaðinn Laufás árið 1991 sem hún naut vel í frítíma sínum. Dýrley verður jarðsungin frá Garðakirkju í dag, 29. sept- ember 2021, kl. 13. Til mömmu. Elsku mamma. Þú ólst mig upp með von í hjarta mér til handa um framtíð bjarta. Hamingjusöm ég á að vera elskuleg móðir sem allt vill gera. Með þessum orðum vil ég þakka þér alla þá ást og umhyggju sem gafst þú mér. Ég elska þig mamma og mun ávallt gera. Það vil ég að þú vitir hvar sem ég mun vera. (KLS) Elsku mamma, takk fyrir að vera þú. Þín dóttir, Þórey Daníelsdóttir Í hjarta mínu er lítið ljós, sem logar svo skært og rótt. Í gegnum torleiði tíma og rúms það tindrar þar hverja nótt. Það ljósið kveiktir þú, móðir mín, af mildi, sem hljóðlát var. Það hefur lifað í öll þessi ár, þótt annað slokknaði þar. Hér sit ég á afmælisdaginn þinn og í stað þess að vera skrifa á afmæliskortið skrifa ég minningarorð til þín. Það er ljúf- sárt, svo sárt að missa þig og ljúft að minnast að þú varst mamma mín 61 ár. Ég ætla ekki að lofa þig og þín verk þó það væri freistandi en ég læt aðra um það. Þeir sem þekktu þig vita hversu mikil hetja þú barð- ist úr fátækt án þess að missa fallega nærveru og karakter. Ég vil bara minnast þín sem mömmu minnar og góðrar vin- konu, við vorum svo nánar og deildum flestu ef ekki öllu sam- an. Sem móðir stóðst þú ætíð mér við hlið, leiðbeindir mér þegar þannig stóð á, hafðir alltaf tíma til að hlusta, spjalla og gefa ráð, stundum var ég ekki sam- mála en alltaf náðum við lend- ingu. Þú varst stúlkunum mín- um amman sem fylgdist með öllu, mættir á skólaskemmtanir, vannst grettukeppni, mættir á keppnismótin, gafst þér tíma til að bjóða í bíltúr eða ferð í bú- staðinn þegar unglingsárin skullu á og móðirin skildi ekkert í þessum breytingum. Þú bara varst svo góð að laga hlutina. Hjartað þitt stóð alltaf opið fyrir stelpunum mínum og svo þegar barnabörnin komu slóst þú ekk- ert af að fylgja þeim eftir í leik, námi og íþróttum. Ekki síður varstu mér góð vinkona og ég þér, við gátum spjallað endalaust um það sem skipti máli og það sem skipti akkúrat engu mál, þú fylgdist vel með þjóðmálunum og var fróðleiksfús. Við deildum leynd- armálum saman, við gátum endalaust hlegið og gantast, svo áttum við sameiginlegt áhugamál sem voru bókmennt- ir. Vil lásum sömu bækurnar og skeggræddum þær fram og til baka, helst voru það ævisögur Íslendinga sem voru á toppn- um, en líka skáldsögur. Uppá- haldsviðfangefnið okkar var saga Jóns Arasonar biskups og lá hún alltaf á náttborðinu þínu. Tónlist elskuðum við báðar og þá helst kántrí sem og aðra tónlist og eftir að þú lést yf- irbyggja svalirnar þá var ekk- ert betra en að sitja þar og hlusta á músík. Þú elskaðir og varst elskuð. Í fangi mínu lagðir þú af stað í Sumarlandið, ég kúrði við hlið þér og það var friðsæl stund. Mér langaði ekki að sleppa hlýju höndinni en þú varst tilbúin. Ég elska þig mamma mín og í hjarta mér geymi ég minningu þína. Góða nótt. Og þó þú sért horfin héðan burt og hönd þín sé dauðakyrr, í ljósi þessu er líf þitt geymt, — það logar þar eins og fyrr. Í skini þess sífellt sé ég þig þá sömu og þú forðum varst, er eins og ljósið hvern lífsins kross með ljúfu geði þú barst. Af fátækt þinni þú gafst það glöð, — þess geislar vermdu mig strax og fátækt minni það litla ljós mun lýsa til hinsta dags. (Jóhannes úr Kötlum) Þín dóttir, Lára Dan Daníelsdóttir. Minning um þig, elsku mamma, tengdamamma, amma og langamma, mun lifa. Okkur langar að kveðja þig, elskuleg, með þessum orðum í ljóði eftir Gísla á Uppsölum: Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. Magnús Karl Daní- elsson, Ragnheiður Jónsdóttir, börn og barnabörn. Yndislega og hjartahlýja tengdamóðir mín, Dýrley, hefur kvatt þessa jarðvist og heldur á vit nýrra ævintýra í Sumarland- inu fagra. Það var fyrir um fjörutíu ár- um að leiðir okkar lágu saman og ég fann strax að ég var vel- komin á heimili hennar. Hún tók mér opnum örmum og sam- band okkar var alla tíð mjög gott og hlýtt var á milli okkar. Dýrley var einstaklega áhuga- söm um börn okkar Reynis og bar hag þeirra ávallt fyrir brjósti. Hún fylgdist vel með þeim alla tíð, vissi alltaf hvað þau voru að fást við hverju sinni og naut þess að vera í sam- skiptum við þau. Tengdamóðir mín hefur seinni árin glímt við heilsubrest en með mikilli þrautseigju náði hún sér á strik inn á milli og átti betri daga. Henni var umhugað um að líta vel út og fór reglu- lega í lagningu sem og hand- og fótsnyrtingu. Við áttum saman margar góð- ar stundir síðustu tvö ár hennar á Flatahrauninu, sérstaklega eftir að svalalokun var sett upp. Hún naut þess svo sannarlega að sitja úti á svölum þegar vel viðraði, fylgdist með fuglunum, hlustaði á tónlist og naut um- hverfisins. Hún var umvafin fal- legum blómum og tíndi til aðra fallega muni til að fegra í kring- um sig. Tveir hitarar gerðu það að verkum að hún gat notið þessa í mun ríkara mæli. Á svöl- unum endurupplifði hún sinn besta tíma sem voru árin í sum- arbústaðnum hennar. Laufás var hennar sælureitur sem hún lagði mikinn metnað í að koma upp og var henni ávallt afar hjartfólginn. Þessar breytingar á svölunum gerðu þess vegna svo ótrúlega mikið fyrir hana. Þarna naut hún sín í botn. Hún bauð aðstoð- arfólki og gestum upp á gott kaffi, konfektmola og gott spjall á meðan heilsa hennar leyfði. Ástkær tengdamóðir, ég mun ávallt minnast þín með mikilli hlýju og þakklæti fyrir allar stundirnar sem við áttum sam- an. Farðu í Guðs friði og megi minning þín lifa með okkur alla tíð. Þín Valgerður. Dýrley Sigurðardóttir - Fleiri minningargreinar um Dýrley Sigurð- ardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.