Morgunblaðið - 29.09.2021, Page 22

Morgunblaðið - 29.09.2021, Page 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2021 Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: París St. Germain – Manchester City .... 2:0 RB Leipzig – Club Brugge...................... 1:2 Staðan: París SG 2 1 1 0 3:1 4 Club Brugge 2 1 1 0 3:2 4 Manchester City 2 1 0 1 6:5 3 RB Leipzig 2 0 0 2 4:8 0 B-RIÐILL: AC Milan – Atlético Madríd .................... 1:2 Porto – Liverpool ..................................... 1:5 Staðan: Liverpool 2 2 0 0 8:3 6 Atlético Madrid 2 1 1 0 2:1 4 Porto 2 0 1 1 1:5 1 AC Milan 2 0 0 2 3:5 0 C-RIÐILL: Ajax – Besiktas......................................... 2:0 Dortmund – Sporting............................... 1:0 Staðan: Ajax 2 2 0 0 7:1 6 Dortmund 2 2 0 0 3:1 6 Besiktas 2 0 0 2 1:4 0 Sporting Lissabon 2 0 0 2 1:6 0 D-RIÐILL: Shakhtar Donetsk – Inter Mílanó .......... 0:0 Real Madríd – Sheriff .............................. 1:2 Staðan: Sheriff 2 2 0 0 4:1 6 Real Madrid 2 1 0 1 2:2 3 Inter Mílanó 2 0 1 1 0:1 1 Shakhtar Donetsk 2 0 1 1 0:2 1 England B-deild: Hull – Blackpool ...................................... 1:1 - Daníel Leó Grétarsson var ekki í leik- mannahópi Blackpool. Staða efstu liða: WBA 10 6 4 0 20:8 22 Bournemouth 9 6 3 0 16:7 21 Coventry 9 6 1 2 12:6 19 Stoke City 10 5 3 2 14:11 18 Fulham 9 5 2 2 19:8 17 Blackburn 10 4 4 2 18:12 16 Huddersfield 10 5 1 4 16:14 16 QPR 10 4 3 3 19:14 15 Bristol City 9 3 4 2 11:10 13 Reading 9 4 1 4 16:18 13 Middlesbrough 10 3 3 4 11:11 12 Sheffield Utd 10 3 3 4 13:14 12 Birmingham 10 3 3 4 10:12 12 Blackpool 10 3 3 4 9:13 12 C-deild: Morecambe – Lincoln.............................. 2:0 - Jökull Andrésson var ónotaður varamað- ur hjá Morecambe. Ítalía C-deild: Montevarchi – Siena................................ 0:3 - Óttar Magnús Karlsson kom inn á hjá Siena eftir 72 mínútur. Svíþjóð Gautaborg – Häcken ............................... 0:6 - Diljá Ýr Zomers lék allan leikinn með Häcken. 0-'**5746-' 1. deild karla ÍA – Haukar .........................................44:120 Staðan: Haukar 1 1 0 120:44 2 Höttur 1 1 0 120:63 2 Selfoss 1 1 0 93:80 2 Álftanes 0 0 0 : 0 Fjölnir 0 0 0 : 0 Sindri 0 0 0 : 0 Skallagrímur 0 0 0 : 0 Hamar 1 0 1 80:93 0 Hrunamenn 1 0 1 63:120 0 ÍA 1 0 1 44:120 0 086&(9,/*" Argentínski knattspyrnusnilling- urinn Lionel Messi skoraði sitt fyrsta mark fyrir franska félagið Paris Saint-Germain þegar liðið bar sigurorð af Manchester City í stórslag í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Hann innsiglaði þá 2:0 sigur PSG þegar rúmur stund- arfjórðungur var til leiksloka. Messi gekk til liðs við PSG frá Barcelona í sumar og var að spila sinn fjórða leik fyrir félagið í öll- um keppnum. Á sama tíma vann Club Brugge, sem gerði jafntefli við PSG í 1. umferð, frækinn 2:1 útisigur gegn RB Leipzig í riðl- inum. Auðvelt hjá Liverpool Liverpool gerði góða ferð til Portúgals og vann 5:1 stórsigur gegn Porto í B-riðlinum þar sem Mohamed Salah og Roberto Firmino skoruðu tvö mörk hvor og Sadio Mané eitt. Liverpool hefur nú skorað 14 mörk í síðustu þremur heimsóknum sínum á Estadio do Dragao-völlinn í Porto í Meistaradeildinni. Luis Suárez, fyrrverandi leikmaður Liverpool, reyndist hetja Atlético Madríd þegar hann skoraði sigurmark úr vítaspyrnu á sjöundu mínútu upp- bótartíma í 2:1 sigri gegn AC Milan í Mílanó í hinum leik riðils- ins. AC Milan lék einum færri í rúman klukkutíma eftir að Franck Kessié fékk tvö gul spjöld og þar með rautt innan hálftíma leiks. Hreint út sagt ótrúleg úrslit litu svo dagsins ljós í D-riðlinum þeg- ar Sheriff Tiraspol frá Moldóvu gerði sér lítið fyrir og vann Real Madríd 2:1 í Madríd. Sheriff er þar með á toppi riðilsins með fullt hús stiga, 6 stig, að loknum tveim- ur umferðum. gunnaregill@mbl.is Messi kominn á blað hjá PSG - Innsiglaði sigurinn gegn City - Enn raðar Liverpool inn mörkum í Porto - Dramatík í Mílanó - Moldóvarnir á toppnum eftir sigur gegn Real Madríd AFP Markaskorari Lionel Messi var að vonum ánægður með að skora sitt fyrsta mark fyrir PSG í gærkvöldi. Selfoss vann sterkan 27:23 sigur gegn FH í úrvalsdeild karla í hand- knattleik á Selfossi í gærkvöldi. Þar munaði mestu um Litháann Vilius Rasimas sem fór á kostum í marki Selfoss og varði alls 18 skot af 41 sem hann fékk á sig, sem er rétt tæplega 44 prósent varsla. Eftir afleita byrjun þar sem FH komst í 1:5 eftir um 10 mínútur unnu Selfyssingar sig vel inn í leik- inn og spiluðu frábærlega það sem eftir lifði hans. Sigurinn var því að lokum fyllilega sanngjarn og Sel- foss er komið á blað í deildinni. Rasimas varði eins og berserkur Ljósmynd/Þórir Tryggvason Drjúgur Vilius Rasimas átti stórleik í marki Selfoss í gærkvöldi. N’Golo Kanté, franskur miðjumað- ur enska knattspyrnufélagsins Chelsea, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Kanté er þegar kominn í einangrun á heimili sínu og mun dvelja þar í tíu daga. Af þessum sökum mun Kanté missa af næstu leikjum Chelsea, þar á meðal gegn Juventus í Meist- aradeild Evrópu í kvöld og gegn Southampton í ensku úrvalsdeild- inni um næstu helgi, auk þess sem hann verður vísast ekki tiltækur fyrir næsta landsliðsverkefni Frakklands í byrjun október. Kanté greindist með veiruna AFP Kórónuveiran N’Golo Kanté mun missa af næstu leikjum Chelsea. KR-ingar eiga fjóra fulltrúa í liði eldri leikmanna í Pepsí Max-deild karla í knattspyrnu. Liðið er valið út frá einkunnagjöf Morgunblaðs- ins, M-gjöfinni, á tímabilinu. Matt- hías Vilhjálmsson kom sterkur inn frá Noregi og fékk 11 M eins og Hannes Þór Halldórsson í marki Vals. Íslandsmeistararnir í Víkingi eiga tvo fulltrúa í liðinu. Úrvalslið eldri leikmanna 33 ára og eldri, í PepsiMax-deild karla 2021 4-3-3 Hannes Þór Halldórsson Valur 1984 Kári Árnason Víkingur 1982 Sölvi Geir Ottesen Víkingur 1984 Birkir Már Sævarsson Valur 1984 Arnór Sveinn Aðalsteinsson KR 1986 Pálmi Rafn Pálmason KR 1984 Helgi Valur Daníelsson Fylkir 1981 Steven Lennon FH 1988 Óskar Örn Hauksson KR 1984 Matthías Vilhjálmsson FH 1987 Kjartan Henry Finnbogason KR 1986 Fjöldi sem leik- maður fékk á leiktíð 2 11 7 11 7 10 10 7 7 10 9 8 Fjórir KR-ingar í liðinu Valur er úr leik í Evrópudeildinni í handknattleik karla eftir 21:27 tap gegn Lemgo í síðari leik liðanna í 2. umferð keppninnar í Þýskalandi í gær. Valur tapaði fyrri leiknum í Origo-höllinni 26:27 í síðustu viku og einvíginu því samanlagt 47:54. Í leiknum í gær stóðu Valsmenn vel í þýsku bikarmeisturunum og náðu mest þriggja marka forystu, 14:11, í upphafi síðari hálfleiks. Eftir það tóku heimamenn í Lemgo hins vegar afar vel við sér og skoruðu níu mörk gegn aðeins einu hjá Val. Staðan þar með orðin 15:20 og ljóst að róðurinn yrði þungur það sem eftir lifði leiks. Valsmenn minnkuðu muninn í 21:23 en komust ekki lengra og þurftu að lokum að sætta sig við sex marka tap. Björgvin Páll Gústavsson lék afar vel í marki Vals og varði 13 skot en það gerði Peter Johannesson í marki Lemgo einnig og varði 12 skot. Valur úr leik eftir tap í Þýskalandi Morgunblaðið/Unnur Karen Barátta Einar Þorsteinn Ólafsson og Alexander Örn Júlíusson í baráttu við Lukas Hatecek í fyrri leik Vals og Lemgo í Evrópudeildinni í síðustu viku. Olísdeild karla Selfoss – FH.......................................... 27:23 Staðan: KA 2 2 0 0 51:43 4 Haukar 2 1 1 0 55:53 3 Fram 2 1 0 1 56:52 2 Selfoss 2 1 0 1 50:52 2 ÍBV 1 1 0 0 30:27 2 Stjarnan 1 1 0 0 36:35 2 Valur 1 1 0 0 22:21 2 FH 2 1 0 1 48:49 2 Afturelding 2 0 1 1 61:62 1 HK 1 0 0 1 25:28 0 Grótta 2 0 0 2 43:47 0 Víkingur 2 0 0 2 45:53 0 Evrópudeildin 2.umferð, seinni leikir: Lemgo – Valur ..................................... 27:21 _ Lemgo kemst áfram 54:47 samanlagt. - Bjarki Már Elísson lék ekki með Lemgo. Aix – Arendal ....................................... 40:22 _ Aix kemst áfram 67:49 samanlagt. - Kristján Örn Kristjánsson skoraði 6 mörk fyrir Aix. Mors – GOG .......................................... 27:27 _ GOG kemst áfram 57:51 samanlagt. - Viktor Gísli Hallgrímsson varði 4 skot í marki GOG. Benfica – RN Löwen ........................... 33:28 _ Benfica kemst áfram 64:59 samanlagt. - Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir RN Löwen. Granollers – Kadetten ........................ 27:32 _ Kadetten kemst áfram 68:60 samanlagt. - Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten. %$.62)0-#

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.