Morgunblaðið - 29.09.2021, Qupperneq 28
þú
Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr og félagar flytja Gran Par-
títu, stóru blásaraserenöðuna eftir Mozart, í kvöld í til-
efni af 10 ára afmæli Hörpu. Tónleikarnir fara fram í
Norðurljósasal Hörpu kl. 20. Gran Partíta er af mörgum
talin krúnudjásn hinnar klassísku blásarahefðar á 18.
öld sem gjarnan er nefnd „Harmonie-musik“. Seren-
aðan er í sjö þáttum og var henni síðar gefinn undirtit-
illinn Gran Partíta vegna óvenjulegrar stærðar og
glæsileika. Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr er skipaður
tveimur óbóum, tveimur klarínettum, tveimur hornum
og tveimur fagottum.
Hnúkaþeyr flytur Gran Partítu
MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 272. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Arnar Pétursson hefur gert nýjan þriggja ára samning
við HSÍ um áframhaldandi þjálfun kvennalandsliðsins í
handknattleik. Hann segir hreyfinguna þurfa að horfast
í augu við þá stöðu að íslenska liðið sé eins og sakir
standa töluvert á eftir tuttugu bestu landsliðunum.
Með því sé hægt að bregðast við vandanum og sækja
fram. Í viðtali við Morgunblaðið í dag segist Arnar vilja
sjá liðið taka stórstígum framförum á næstu árum.
Smám saman gæti verið hægt að koma liðinu aftur í þá
stöðu að komast inn á stórmót. »23
Vill sjá kvennalandsliðið taka stór-
stígum framförum á næstu árum
ÍÞRÓTTIR MENNING
fell og Mosfell.“ Ólafur fer á Úlfars-
fellið hvernig sem viðrar. „Ég klæði
mig eftir veðri og er með mann-
brodda. Ég fer þótt það sé ís og snjór,
ég hef vaðið snjó upp í mitti á leið upp
á fjallið. Það þarf rosalega mikið til
að ég fari ekki.“ Ólafur segir göng-
urnar skipta öllu máli fyrir andlegu
hliðina. „Ég er alltaf að koma því á
framfæri við fólk sem á erfitt með að
koma sér af stað. Þetta snýst um að
gefast ekki upp. Við getum allt ef við
ætlum okkur það. Ég er sönnun þess
að allt er hægt, frá því að vera fatl-
aður og gersamlega ónýtur, upp í það
að vera í fjallgöngum alla daga. Ég
tekst glaður og ánægður á við lífið,“
segir Ólafur og tekur fram að hverj-
um sem er sé velkomið að fara með
honum á Úlfarsfell. „Ég geng hægt á
mínum hraða. Ég er fatlaður og það
geta þetta allir, gamlir og ungir.
Trúðu mér, það er allt hægt ef fólk er
til í að leggja eitthvað á sig, stundum
er þetta auðvitað erfitt, þarf að taka
aðeins á til að fara út og koma sér af
stað, en ekki gefast upp. Fólki er
guðvelkomið að hafa samband, hvort
sem það er fatlað eða ekki, fer hratt
eða hægt, ég er til í að fara með þeim
alla leið upp, styðja fólk og hvetja.“
Sími Ólafs er: 773-4021.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Þessar fjallgöngur hafa gjörsam-
lega bjargað mínu lífi,“ segir Ólafur
Árnason, fyrrverandi sjómaður og
grafískur hönnuður, sem hefur geng-
ið 3.488 sinnum upp á Úlfarsfell, en
hann hefur þrisvar fengið heilablóð-
fall á undanförnum tíu árum.
„Fyrir átta árum var ég nánast
ósjálfbjarga og rúmliggjandi og við
það að bugast andlega. Ég lamaðist
að hluta, vinstri hliðin á mér var ónýt
og ég gat ekki gengið nema með
hækjum. Stutt var í uppgjöf og lítið
eftir af lífsvilja, en þá tók ég ákvörð-
un um að snúa við blaðinu. Ég ákvað
að labba upp á Úlfarsfell, án þess að
geta það, því ég var alveg hand-
ónýtur og orðinn fatlaður, sem ég er
reyndar enn. Ég fékk vin minn með
mér og það tók okkur fjóra klukku-
tíma að berjast upp í þetta fyrsta
sinn. Ég er ekki þannig persóna að
ég gefist upp eða hætti því sem ég er
byrjaður á. Ástandið á mér í þessari
fyrstu ferð var þannig að ég þurfti að
setjast niður á tíu metra fresti, ná
andanum og safna krafti fyrir næstu
tíu eða tuttugu metra. Þetta var tekið
í stuttum áföngum,“ segir Ólafur og
bætir við að hann gleymi aldrei til-
finningunni sem fylgdi því að ná upp
á toppinn.
„Það var stórkostleg upplifun og
mikill sigur. Ég hékk á skilti sem er
þarna uppi, rétti stelpu símann minn
og bað hana að taka mynd,“ segir
Ólafur og hlær. „Allar götur síðan hef
ég farið nánast daglega upp á Úlfars-
fell, en reyndar fótbraut ég mig í
sumar og þurfti að vera frá í tvo mán-
uði á spítala.“
Hann segir breytinguna á líkam-
legu og andlegu ástandi sínu gríð-
arlega, frá fyrsta skiptinu sem hann
gekk á fjallið og þar til núna.
„Ég fer þetta núna án þess að
finna fyrir því, það eykst varla hjart-
slátturinn. Úthaldið er ofboðslega
gott en var ekkert fyrir átta árum.
Ég er líka búinn að ganga á öll fjöll
hér í nágrenninu; Móskarðshnjúka,
Esjuna, Vífilfellið, Skálafell, Helga-
Þetta snýst um að
gefast ekki upp
- Ólafur hefur gengið 3.488 sinnum upp á Úlfarsfell
Göngugarpur Ólafur í hlíðum Úlfarsfells, en hann hefur þrisvar fengið
heilablóðfall á undanförnum tíu árum. „Ég er alltaf með sólgleraugu.“