Morgunblaðið - 13.10.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2021
nesi sameiginlega og þegar hún
gekk inn í Faxaflóahafnir á sínum
tíma eignuðust þau hlut þar í sam-
ræmi við eign sína.
Hafa engin áhrif lengur
„Þetta mál er búið að vera á borði
okkar nokkuð lengi,“ segir Árni
Hjörleifsson í samtali við Morgun-
blaðið. Borgarbyggð hefur farið með
hlut Skorradalshrepps í stjórn
Faxaflóahafna en samkomulag var
um að Árni væri varamaður. „Við
síðustu meirihlutamyndun í Borgar-
byggð ákváðu þeir að taka til sín
varamanninn líka. Þar með höfum
við enga beina aðkomu að fyrir-
tækinu lengur og engin áhrif,“ segir
Árni. Hreppurinn hafi fengið hvatn-
ingu víða að selja hlutinn.
Árni segir að bréfið sem hann
sendi til Faxaflóahafna sé í hans
nafni en ekki hreppsins, þetta sé
eins konar könnunarbréf. Faxaflóa-
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Á stjórnarundi Faxaflóahafna í
ágúst sl. var lagt fram erindi Árna
Hjörleifssonar, oddvita Skorradals-
hrepps, um sölu
hlutar hreppsins
til annarra eig-
enda hafnanna.
Bókað var að er-
indið yrði fram-
sent til annarra
eigenda. Eign-
arhlutur Borg-
arbyggðar er
0,22%. Íbúar í
Skorradalshreppi
eru skráðir 63.
Athygli vekur að Skorradals-
hreppur, sem er lengst inni í landi,
eigi hlut í helstu höfnum við Faxa-
flóa. Ástæðan er sú að sveitarfélög í
Borgarfirði áttu höfnina í Borgar-
hafnir séu mjög öflugt fyrirtæki með
mikla framtíðarmöguleika. Því vilji
hann kanna hvaða verðmæti séu
fólgin í hlutnum. „Það er vilji til að
selja en hreppurinn er ekki tilbúinn
að selja fyrir hvaða upphæð sem er.“
Í svonefndum sameignarfélags-
samningi Faxaflóahafna frá sept-
ember 2012 kemur fram að vilji eig-
andi selja sinn hlut eigi aðrir
eigendur forkaupsrétt að fölum
eignarhlutum í samræmi við sinn
eignarhlut. Hlutir í félaginu fara því
aldrei á almennan markað.
Eignaraðilar Faxaflóahafna sf.
eru Reykjavík 75,55%, Akranes
10,78%, Hvalfjarðarsveit 9,31%,
Borgarbyggð 4,14% og Skorradals-
hreppur sem fyrr segir 0,22%, eða
nánar tiltekið 0,2216%.
Árni oddviti kveðst ekkert hafa
heyrt frá öðrum eigendum Faxaflóa-
hafna eftir að bréfið var kynnt í
hafnarstjórn á dögunum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sundahöfn Skorradalshreppur á 0,22% hlut í stærstu höfn landsins. Nú vill hann selja ef ásættanlegt verð fæst.
Skorrdælir vilja selja
hlutinn í Faxaflóahöfnum
- Hlutur hreppsins í Borgarneshöfn gekk inn í fyrirtækið
Árni
Hjörleifsson
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ekki er brýn ástæða til að þétta net
jarðskjálftamæla í kringum Ljósu-
fjöll á Snæfellsnesi, að mati Krist-
ínar Vogjörð, hópstjóra jarðar og
eldgosa hjá Veðurstofu Íslands. Um
55 jarðskjálftar hafa mælst í Ljósu-
fjöllum það sem af er þessari öld og
þar áður kom lítil hrina sumarið
1992. Nokkuð lifnaði yfir virkninni í
Ljósufjöllum í sumar, en 40 þessara
skjálfta hafa mælst síðan í júní og
kom skjálfti af stærð 3,0 stig í júlí.
„Mér finnst eins líklegt að þessar
hræringar stafi frá hreyfingum á
sprungum. Það er ekkert sem segir
að þetta sé endilega tengt eldvirkni.
Við fáum svona virkni reglulega í
ýmsum eldstöðvum, eins og t.d.
Esjufjöllum,“ segir Kristín. Hún tel-
ur að ekki sé yfirvofandi bráð hætta
á Snæfellsnesi af völdum jarð-
skjálfta eða jarðelda.
Haraldur Sigurðsson eldfjalla-
fræðingur benti á það fyrir áratug að
þörf væri á betri jarðskjálftavöktun
á Snæfellsnesi. Snæfellsjökull er
þekkt eldstöð og gaus síðast fyrir
nær 1.800 árum.
Matteo Lupi, þá jarðeðlisfræðing-
ur við háskólann í Bonn í Þýskalandi,
setti upp fimm jarðskjálftamæla á
Snæfellsnesi sumarið 2011. Hann
kom svo aftur og gerði meiri jarð-
skjálftamælingar á svæðinu. Kristín
segir að Veðurstofan hafi farið yfir
gögn úr mælingum Lupis sem sýndu
að sumarið 2011 voru skráðir sextán
litlir skjálftar við Snæfellsjökul. Hún
segir að litlir skjálftar á borð við þá
geti mælst í mörgum öðrum eld-
stöðvum.
Kristín segir að Sara Barsotti,
sem leiðir eldfjallaeftirlit hjá Veður-
stofunni, hafi óskað eftir að minnsta
kosti einum jarðskjálftamæli við
Snæfellsjökul til að sjá strax ef eitt-
hvað gerist þar. Þá var næsti jarð-
skjálftamælir á Ásbjarnarstöðum í
Borgarfirði, sem er um 110 km frá
Snæfellsjökli. Þrír jarðskjálftamæl-
ar voru settir upp tímabundið við
Snæfellsjökul í fyrrahaust. Einn
pínulítill jarðskjálfti hefur mælst á
svæðinu síðan þá því við nánari skoð-
un á mældum atburðum hefur komið
í ljós að þeir hafa líklega stafað af
sprengingum við jarðvegsfram-
kvæmdir. Hún segir að til að vakta
jarðhræringar á Snæfellsnesi þyrfti
a.m.k. þrjá jarðskjálftamæla út eftir
nesinu til að geta greint og staðsett
litla jarðskjálfta. Þetta sé því tals-
vert umfangsmikið verkefni.
Skjálftamælarnir við Snæfellsjökul
eru um 90 km frá Ljósufjöllum.
„Ef við hjá Veðurstofunni ættum
nógan pening þá ætti að vera jarð-
skjálftamælir staðsettur við Snæ-
fellsjökul. En á meðan við erum með
kviku á litlu dýpi annars staðar á
landinu þurfum við að verja því fé
sem við höfum til að sinna þeim
svæðum vel, sérstaklega ef þau eru
nálægt byggð. Það virðist vera kvika
á um 6 kílómetra dýpi nálægt Keili. Í
Öskju eru vísbendingar um kviku á
2-3 kílómetra dýpi. Það fer öll okkar
orka nú í að setja upp mæla og vakta
þessa staði svo við vitum sem best
hvað þar er að gerast,“ segir Kristín.
Hætta ekki tal-
in yfirvofandi
- Jarðhræringar mælast í Ljósufjöllum
Morgunblaðið/RAX
Snæfellsnes Snæfellsjökull er
eldstöð líkt og Ljósufjallakerfið.
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Settur forstjóri Landspítala, Guð-
laug Rakel Guðjónsdóttir, segir að
mönnunarvandi spítalans sé allra
stærsti steinninn í götu stofnunar-
innar. Verkefni þar um eru í algjör-
um forgangi að hennar sögn.
Hún sagðist, í samtali við mbl.is í
gær, taka heilshugar undir þær
áhyggjur sem hjúkrunarfræðingar á
bráðamóttöku hafa viðrað. Í frétta-
tilkynningu frá starfsmönnum deild-
arinnar í gær var sagt að hættu-
ástand ríkti á bráðamóttökunni.
Óviðunandi ástand
„Ég deili áhyggjum starfsfólks
bráðamóttökunnar algjörlega. Þessi
staða er algjörlega óviðunandi,“
segir Guðlaug og bætir við:
„Ég held, aftur á móti, að við
þurfum virkilega að taka þetta sam-
tal um það hvað getum við gert hér
innanhúss til þess að draga úr líkum
á því að þetta ástand endurtaki sig
sí og æ. Það hefur margt verið gert
en það sýður upp úr allt of oft.“
Guðlaug segist hafa fundað með
framkvæmdastjórn og for-
stöðumönnum
spítalans í morg-
un til þess að
ræða hvað sé
hægt að gera
strax til að ráða
bót á þessum
vanda. Hún segir
að aukið flæði
sjúklinga af
bráðamóttöku
hafi verið lykil-
atriði í þeim samræðum.
Guðlaug segist þekkja Landspít-
ala vel, hafandi starfað í heilbrigðis-
kerfinu síðan 1986, og segir mikil-
vægt að starfsfólk viti að allir þurfi
að snúa bökum saman. Til að skapa
frið um störf spítalans, eins og Guð-
laug segist vilja gera, segir hún lyk-
ilatriði að komast í gott og náið
samband við grasrót stofnunar-
innar.
„Ég er alveg með það á hreinu að
starfsmenn Landspítalans, þeir fara
í vinnuna og á fætur á morgnana til
þess að gera það sem þeir mennt-
uðu og réðu sig til, og það er að
sinna sjúklingum. Ég er alveg með
það á hreinu og ég vil að við sköpum
umgjörð til að það sé hægt.“
Staðan á bráða-
deild óviðunandi
- Mönnun forgangsmál nýs forstjóra
Guðlaug Rakel
Guðjónsdóttir