Morgunblaðið - 13.10.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.10.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2021 HAUSTRÁÐSTEFNA ODDAFÉLAGSINS 15. OKTÓBER Í GUNNARSHOLTI KL. 13-17 Oddafélagið býður alla velkomna á spennandi Haustráðstefnu í Gunnarsholti, sem er aðalskrifstofa Landgræðslunnar, staðsett rétt austan við Hellu við þjóðveg 264. Eftir kaffihlé verða sérlega áhugaverðir fyrirlestrar, en gestafyrirlesarar eru: Richard North, prófessor við UCL í London, Haki Antonsson, dósent við UCL í London, Sverrir Jakobsson, prófessor í miðaldasögu og Ásdís Egilsdóttir, prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands. Helgi Þorláksson kynnir framvindu Oddarann- sóknarinnar, Ragnhildur Anna Kjartansdóttir og Miguel Andrade kynna sagnfræði- og bókmenntarannsókn, Kristborg Þórsdóttir og Egill Erlendsson kynna fornleifarannsókn og umhverfis- og mannvistarrannsókn. Richard North, UCL: „Sæmundur og ensku konungarnir í handritinu: AM 1 e beta II fol.” Haki Antonsson, UCL: „Markús Skeggjason: Hugleiðingar um verk hans og samtíma.“ Sverrir Jakobsson, HÍ: „Oddaverjar og sunnlenski skólinn í sagnaritun.“ Ásdís Egilsdóttir, HÍ: „Menntaði Oddaverjinn. Um Þorlák Þórhallsson og birtingarmynd hans í Þorláks sögu helga.“ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þrátt fyrir mjög miklar breytingar á umhverfi Úlfarsár hefur ekki ver- ið hægt að greina neikvæðar breytingar á ástandi og/eða fjölda laxa- og urriðaseiða á þeim stöðvum sem vaktaðar eru, að því er fram kemur í skýrslu Hafrannsókna- stofnunar um vöktun á stofnum lax- fiska í Úlfarsá 2020. Segir þar ennfremur að vatna- sviðið sé mjög mótað af byggð og mannvirkjum tengdum henni, en þrátt fyrir miklar breytingar á vatnasviðinu hafi vöktun ekki sýnt með skýrum hætti fram á neikvæð áhrif á fiskstofna árinnar. Úlfarsá er einnig nefnd Korpa eða Korp- úlfsstaðaá. Úlfarsá er að stærstum hluta inn- an marka höfuðborgarsvæðisins en auk Elliðaáa er Úlfarsá ein af fáum laxveiðiám í heiminum innan marka höfuðborgarsvæðis. Vegna þeirrar sérstöðu hefur Reykjavíkurborg lagt áherslu á að vakta og vernda lífríki þeirra, segir í skýrslunni. Til að geta metið áhrif vegna breyttrar landnotkunar og aukinnar byggðar er regluleg vöktun á lífríkinu talin mjög mikilvæg. Slík vöktun gagnast einnig til að meta þörf á mótvægis- aðgerðum til verndar lífríkinu. Vatnslítil í þurrkatíð Úlfarsá rennur í fjölbreyttum farvegi og er um tíu kílómetra löng, á upptök sín í Hafravatni og fellur til sjávar í Blikastaðakró. Fyrir of- an Hafravatn er Seljadalsá sem á upptök sín í Grímannsfelli og renn- ur þaðan í Hafravatn. Seljadalsá er fiskgeng upp að fossi sem er um 2,6 km fyrir ofan Hafravatn. Heild- arlengd fiskgenga hluta Úlfarsár og Seljadalsár er um 12,6 kílómetrar. Úlfarsá er tiltöluleg lítið vatnsfall sem getur orðið mjög vatnslítið í þurrkatíð og segir í skýrslunni að gera megi ráð fyrir að vistkerfi hennar sé af þeim sökum viðkvæmt fyrir röskun. Færri laxar veiddir Vísitala seiðaþéttleika lax og urr- iða hefur verið há síðustu ár og vel yfir langtímameðaltali. Flest árin frá 2000 hefur fjöldi veiddra laxa hins vegar verið undir langtímameðaltali. Árið 2020 voru 195 laxar og 37 urr- iðar skráðir í veiði í Úlfarsá og var fjöldi veiddra laxa 74 löxum undir meðalveiði tímabilsins 1974-2020. Veiðin í Úlfarsá sveiflast í takt við Elliðaár, Leirvogsá og Laxá í Kjós, sem eru helstu laxveiðiár í nágrenn- inu. Árið 2020 var hlutfallslegt frávik frá meðalfjölda veiddra laxa í Úlf- arsá tímabilið 1974-2020 nálægt -0,28 sem samsvarar um 28% minni veiði en í meðalári. Hlutfallslegt frá- vik í Elliðaám var -0,49, í Leirvogsá -0,64 og í Laxá í Kjós -0,20 árið 2020. Ekki augljós neikvæð áhrif á fiskstofna - Vatnasvið Úlfarsár mjög mótað af byggð og mannvirkjum tengdum henni - Áhersla lögð á vöktun Morgunblaðið/Einar Falur Veiði og golf Úlfarsá eða Korpa liðast eftir golfvellinum við Korpúlfsstaði á leið til sjávar í Blikastaðakró. Upptök árinnar eru í Hafravatni. „Þetta er stöðug varnarbarátta,“ segir Guðni Guðbergsson, sviðs- stjóri ferskvatnssviðs hjá Haf- rannsóknastofnun, spurður um lífríkið í laxveiðiánum í höfuð- borginni, Elliðaánum og Úlfarsá. „Það er í raun ótrúlegt hvað líf- ríkið og fiskstofnarnir hafa náð að viðhaldast miðað við hversu mikið hefur verið sótt að ánum og stöðugt bætast nýjar aðgerðir og framkvæmdir við.“ Ýmislegt gert til verndar Hann segir að ýmislegt hafi verið gert á síðustu árum og áratugum til að vernda lífríkið. Hann nefnir að vatnstöku fyrir Áburðarverk- smiðjuna hafi verið hætt í Úlf- arsá, frárennslistjarnir hafi verið gerðar og áburðarefni frá gróðr- arstöðvum og skítur úr svínabú- um fari ekki lengur í Úlfarsá. Vatnsmiðlun og rekstri virkjunar í Elliðaánum hafi verið hætt og nú sé ekki lengur safnað vatni í lón fyrir ofan Árbæjarstíflu. Á móti megi nefna að til standi að reisa nýtt hverfi á uppfyll- ingum við ósa Elliðaáa, íþrótta- mannvirki Fram í Úlfarsárdal fari nálægt árbökkum og minni og stærri aðgerðir geti haft áhrif á lífríkið. Hann segir að oft sé leit- að umsagna sérfræðinga og hvert eitt tilvik sé kannski skaðlítið, en þegar margar framkvæmdir séu komnar á lítið svæði geti samlegðar- og heildaráhrif verið varhugaverð. „Ég get tekið undir það að þrátt fyrir allt eru stofnarnir í ánum þokkalegir og ekki ástæða til að lyfta rauðum flöggum,“ segir Guðni. Hann bætir því við að laxastofnar Elliðaánna hafi gefið meira eftir en í Úlfarsá og góð umgengni og veiðistýring séu lykilatriði. Það skipti væntanlega alla máli að borgin geti státað af laxveiðiám. Lífríkið gæti gefið eftir Spurður um hver staðan verði í ánum eftir 10-15 ár, segir Guðni: „Ég óttast að svo framarlega sem það verði ekki sett í forgrunn að viðhalda því lífríki sem þarna er og haga aðgerðum og fram- kvæmdum í samræmi við það muni lífríkið smám saman láta undan.“ EKKI ÁSTÆÐA TIL AÐ LYFTA RAUÐUM FLÖGGUM Guðni Guðbergsson Stöðug varnarbarátta við veiðiárnar í borginni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.