Morgunblaðið - 13.10.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.10.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2021 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Fastlega er gert ráð fyrir að Trygve Slagsvold Vedum, leiðtogi norska Miðflokksins, taki embætti fjármála- ráðherra í nýrri ríkisstjórn Verka- mannaflokksins og Miðflokksins, sem nú er orðið ljóst að lítur dagsins ljós í þessari viku. Þetta herma heimildir, sem norska ríkisútvarpið NRK kveð- ur trúverðugar. Verður stefnuskrá nýrrar stjórnar Jonas Gahr Støre, leiðtoga Verkamannaflokksins, lögð fram í dag, en stjórnin sjálf kynnt á torginu framan við konungshöllina í Ósló, svo sem hefðbundið er, á morg- un, fimmtudag. Setið lengst ráðherra Hægri Erna Solberg, fráfarandi forsætis- ráðherra Noregs, afhenti Haraldi konungi afsagnarbréf sitt í gær og vantaði aðeins fjóra daga upp á að hún hefði gegnt embættinu í átta ár frá því hún tók við því 16. október 2013, en í maí 2018 náði hún þeim áfanga, að verða sá forsætisráðherra Hægriflokksins, sem lengst hefur set- ið, en Kåre Willoch sat fjögur ár og tæpa sjö mánuði á öndverðum níunda áratugnum. Vantar Solberg þó tölu- vert upp á að ná þeim forsætisráð- herra, sem lengst hefur setið eftir síð- ari heimsstyrjöld, Einar Gerhardsen, ráðherra Verkamannaflokksins, sem sat samtals 17 ár og 21 dag á þremur tímabilum. Allt er á huldu um ráðherraskipan nýrrar stjórnar, utan að Støre verður þar forsætisráðherra og Vedum nær örugglega ráðherra fjármála. Síðdeg- is á mánudag lét Støre hafa eftir sér, að ráðherrakapallinn væri svo gott sem fulllagður og hann hefði fengið jáyrði frá flestum þeirra, sem hann hefði hringt í. Ævintýralegur frami Vedums NRK talar um „ævintýralegan frama“ Vedums, 42 ára gamals bónda og menntaðs búfræðings frá Stange í Hedmark, sem tók við stjórnartaum- unum í Miðflokknum árið 2014. Hann hefur setið á Stórþinginu frá árinu 2005 og gegndi embætti landbúnaðar- ráðherra í ríkisstjórn Jens Stolten- berg árin 2012-2013. Miðflokkurinn hefur blómstrað í höndum bóndans frá Hedmark og átt ágætu fylgi að fagna í þingkosning- unum 2017, sveitarstjórnarkosning- unum 2019 og nýafstöðnum kosning- um þar sem honum féllu 28 þingsæti í skaut, fjölgun um níu sæti milli kosn- inga, en þrír sigursælustu flokkarnir á 169 sæta Stórþingi Noregs, að Mið- flokknum meðtöldum, voru Verka- mannaflokkurinn með 48 sæti, Hægri með 36, eftir að hafa þó tapað níu, og Framfaraflokkurinn með 21, fækkun þar um sex sæti frá 2017. AFP Stjórnarherrarnir Støre í miðju og Vedum hægra megin en fjærst er Audun Lysbakken frá Sósíalíska vinstriflokknum sem var með í viðræðum í byrjun. Ný stjórn Støres á morgun - Bóndinn frá Hedmark líklegast í fjármálaráðuneytið - Solberg afhenti konungi afsagnarbréf sitt í gær - Nær allir sagt já við Støre í ráðherraumleitunum hans Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, lét þau orð falla í ræðu, sem hann hélt á vígtólasýningu í Pyongyang, höfuð- borg landsins, á mánudaginn, að vopnaþróun væri nauðsynleg í ljósi fjandsamlegrar stefnu Bandaríkj- anna og aukins hernaðarstyrks grannríkisins Suður-Kóreu. Pyong- yang væri eingöngu að auka sér ás- megin í sjálfsvarnarskyni, ekki að hefja stríð. Vill aukinn fælingarmátt Ræðu sína flutti leiðtoginn þar sem hann stóð innan um ýmis sýnishorn úr vopnabúri hers síns, þar á meðal flaggskip kjarnaflaugasafnsins, Hwasong-16-flaugina, sem ferðast getur allt að 13.000 kílómetra með fjóra kjarnaodda, til samans þrjú og hálft tonn. Hún var frumsýnd á her- sýningu í október í fyrra, en hefur reyndar ekki verið prófuð enn sem komið er. „Við erum ekki að tala um að fara í stríð við neinn, heldur að afstýra stríði og auka fælingarmátt til vernd- ar fullveldi okkar,“ sagði leiðtoginn enn fremur í ávarpi sínu, sem ríkis- fréttastofan KCNA greindi frá. Kjarnorkuvopnalaus skagi Frá bandaríska utanríkisráðu- neytinu bárust þau tíðindi, að stefna Bandaríkjanna væri algjörlega kjarnorkuvopnalaus Kóreuskagi, þó án þess að köldu andaði frá Wash- ington gagnvart Norður-Kóreu. Þvert á móti væru bandarískir erind- rekar tilbúnir að ganga til viðræðna við norðurkóresk yfirvöld án þess að þar héngju nokkur skilyrði á spýt- unni fyrir fram. atlisteinn@mbl.is Vill auka fælingarmátt - Leiðtoginn í Pyongyang kveður vopnaþróun nauðsynlega vegna fjandsemi - Flutti ræðu á hersýningu á mánudaginn AFP Hersýning Kim Jong-un kynnir stefnu sína í varnarmálum. Sala á munum úr eigu Alphonse Gabriels „Als“ Capones, mafíu- foringjans alræmda, sem réð lögum og lofum í Chicago á þriðja ára- tugnum, halaði inn þrjár milljónir dala, andvirði tæplega 390 milljóna íslenskra króna, á uppboði í Kali- forníu um helgina. Meðal gripa, sem þar seldust, var uppáhalds- byssa mafíuforingjans, 45 kalíbera Colt, sem fór á 860.000 dali, eða 111,6 íslenskar milljónir. Er það, að sögn blaðsins Chicago Tribune, hæsta verð, sem nokkru sinni hefur fengist á uppboði fyrir skotvopn frá 20. öld. Uppboðið laðaði til sín um þús- und áhugasama kaupendur og voru uppboðsgripir alls 174 talsins, skot- vopn, ljósmyndir, skartgripir og húsgögn úr safni erfingja mafíu- foringjans. BANDARÍKIN AFP Colt-byssan seldist á 860.000 dali. Colt-skammbyssa Capones á uppboði Keppandi í Marokkórallinu Rallye du Maroc hleypir skeiði hörðu, þó ekki yfir ísa eins og í ljóði Einars Benediktssonar um séra Odd frá Miklabæ, heldur um glóandi heita eyðimörk- ina í Drâa-Tafilalet, einu tólf héraða Mar- okkó. Rallið hefur verið haldið síðan 1982, en nú ber svo við að ekki er ekið um neinar borgir til að halda uppi sóttvörnum. AFP Borist á fáki fráum fram um veg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.