Morgunblaðið - 13.10.2021, Síða 15
UMRÆÐAN
15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2021
Eftir að hafa dvalið
langdvölum í Þýska-
landi er ég enn tengd-
ur margvíslegri þjón-
ustu þar. Regulega
koma þannig ýmis
varnings- og þjónustu-
tilboð inn á borðið hjá
mér.
Fyrir nokkru barst
mér lánstilboð þar
sem ársvextir voru
0,68%. Sem dæmi var tekið að ef
mig vantaði 27.000 evrur (4.000.000
kr.) til að endurnýja bíl, innrétt-
ingar, hressa upp á sumarbústaðinn
eða fara í heimsreisu, þá gæti ég
fengið það fé með þessum kjörum.
Lánið gæti t.a.m. verið til 84
mánaða (sjö ára). Heildarend-
urgreiðsla lánsins yrði þá 27.670,44
evrur.
Þannig kostaði það aðeins 670,44
evrur (100.000 kr.) að nýta sér
27.000 evrur (4.000.000 kr.) yfir
þetta árabil.
Ég skoðaði sambærileg tilboð
bankanna hér. Bankarnir þrír bjóða
allir svipuð kjör.
Ef þýska evrutilboðið yfir
4.000.000 kr. (27.000 evrur) væri
sett upp með þessum íslensku kjör-
um kostaði það 787.000 kr. að vera
með 4.000.000 kr að láni, dreift yfir
84 mánuði.
Í evrulandi 100.000 kr., hér
787.000 kr.! Margur maðurinn þarf
að vinna í heilan mánuð fyrir þess-
um mismun.
Hvernig getum við gert okkur
sjálfum þetta, ár eftir ár, áratug
eftir áratug? Varla erum við svona
heimsk! Eða skortir okkur hug-
rekki og kraft til að gera sjálfsagð-
ar og nauðsynlegar breytingar?
Erum við of niðurnjörvuð í vana
og íhaldssemi? Of miklir eyjar-
skeggjar?
Þau hagstæðu skilyrði fyrir lán-
takendur, sem bjóðast í evrulönd-
um, byggjast á styrk og stöðugleika
evrunnar, sem 29 evrópskar þjóðir
nýta sér sem sitt gjaldmiðils-
verkfæri.
Evran er sterkasti og stöðugasti
gjaldmiðill heims. Þegar evran var
innleidd, fyrir rúmum 20 árum, var
gengi milli evru og bandaríkjadals
reiknað 1,07 dalir í
einni evru.
Nú síðustu mánuði
hefur það mest verið
1,18 dalir í evru; evran
hefur styrkst um 10%.
Eftirfarandi smá-
þjóðir sjá sínum efna-
hag best borgið með
evrunni:
Finnland, Eistland,
Lettland, Litháen, Ír-
land, Lúxemborg, Aust-
urríki, Slóvakía, Slóven-
ía, Svartfjallaland,
Kósovó, Grikkland, Kýpur, Malta,
Vatíkanið, Mónakó, San Marínó og
Andorra.
18 lönd með gjörólíka stöðu í at-
vinnumálum, atvinnurekstri, út-
flutningi og efnahagsmálum. Sum
þeirra byggja bara á einni eða
tveimur meginatvinnugreinum en
þau eiga það sameiginlegt að vilja
byggja afkomu sína á traustum og
stöðugum grunni; skilja að betra er
að byggja hús sitt á bjargi en sandi.
En líka Þýskaland, sem hafði sitt
ofursterka þýska mark fyrir, sá sér
hag í að taka upp evruna. Svo og
Belgar, Hollendingar, Frakkar,
Spánverjar, Portúgalar og Ítalir.
Danir og Færeyingar hafa svo
evruna með óbeinum hætti, dulbúna
sem danska og færeyska krónu en
með beintengingu við ERM2-
gengismekanisma ESB. Fá þessir
gjaldmiðlar styrk evrunnar án þess
að heita evra.
Króatar og Búlgarar hafa farið
sömu leið með sína gjadmiðla, kúnu
og lev.
Það er með ólíkindum að við, sem
eina smáþjóð álfunnar, skulum ekki
hafa borið gæfu til að taka upp evr-
una, jafn mikið og við höfum liðið
undan óstöðugleika og kostnaði
krónunnar.
Tilvera margra hefur hrunið til
grunna með krónunni. Stundum
aftur og aftur. Flestir þekkja þá
sögu.
Hvernig má það vera, að almenn-
ingur sjái ekki skýra kosti evr-
unnar, ekki bara í stöðugleika og
öryggi heldur ekki síður í út-
gjöldum og kostnaði! Hvað þarf að
reka mörg dæmi upp í nefið á
mönnum?
Hér kemur þá annað dæmi,
stærra og þýðingarmeira.
10 á móti 50 milljónum, okkar
fólki í óhag – er það í lagi?
Eftir Ole Anton
Bieltvedt »Með ólíkindum að við
ein smáþjóða álf-
unnar skulum ekki hafa
tekið upp evruna, jafn
mikið og við höfum liðið
undan óstöðugleika og
kostnaði krónunnar.
Ole Anton Bieltvedt
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu-
maður og stjórnmálarýnir.
Ung hjón kaupa hér íbúð á 60
milljónir. Borga út 10 milljónir. Fá
50 milljónir að láni til 40 ára. Vextir
hér, gróft reiknað, um 50 milljónir.
Það liggur við að ungu hjónin hér
séu að borga tvær íbúðir.
Í Þýskalandi væri þessi vaxta-
kostnaður um 10 milljónir. 40 millj-
ónum lægri.
Hvernig getur nokkur ungur
maður á Íslandi viljað krónu fremur
en evru? Elska menn fjármagnseig-
endur, sem auðvitað hirða þessa
vexti, svona heitt?
Ég skil auðvitað af hverju
ákveðnir stjórnmálamenn, ákveðnir
atvinnuvegir og Seðlabanki vilja
halda í krónuna; hún er þeim mik-
ilvægt valda- og hagsmunaverkfæri!
Með því að stuðla að auknum
styrk eða veikingu krónunnar er
unnt að færa mikla fjármuni milli
manna; einstaklinga, fyrirtækja og
atvinnuvega, án þess að almenn-
ingur ráði þar nokkru um.
Þannig geta misvitrir og misheið-
arlegir stjórnmálamenn aukið eða
minnkað tekjur og útgjöld, eða
eignir og skuldir, manna, með af-
leiðingum fyrir alla, án þess að al-
menningur komi þar nokkuð nærri.
Seðlabanki getur líka keyrt gengi
krónunnar upp og niður með sömu
afleiðingum. Ekki ráða kjörnir
fulltrúar þar för.
Ef evran kæmi kæmu líka evr-
ópskir bankar inn á markaðinn,
sem myndu stórauka samkeppni
hér og tryggja miklu hagkvæmari
almenn kjör og þjónustu en hinir
þrír íslensku bankar, sem reyndar
hafa þrjú nöfn og aðgreinda starf-
semi en virðast samstiga í flestu.
Þar virðist ríkja algjör fákeppni.
Kannski mætti kalla þessa
bankastarfsemi einokunarstarfsemi.
Undanfarið hefur
Bændahöllin nokkuð
verið í fréttum vegna
hugsanlegrar sölu á
henni. Það eru ekki
allir sem athuga að
byggingarnar í kring-
um Hagatorg eru
skemmtilega ólíkar. Í
rauninni er staðurinn
einstakur á Íslandi og
jafnvel þótt víðar væri
leitað.
Ef farið er réttsælis í kringum
torgið er húsaröðin þannig:
Ef byrjað er á Bændahöllinni
vekur athygli hversu vel tókst ný-
leg stækkun hennar til norðurs.
Næst er Háskólabíó sem byggt var
fyrir 60 árum með skriðmótum. Þá
kemur Hagaskóli sem gárungarnir
nefndu Agaskóla þegar agavanda-
mál komu upp í skólanum hér um
árið. Neskirkja er næst og var
mikið deilt um hana vegna óvenju-
legs útlits hennar af kirkju að
vera. Melaskólinn var
byggður þegar fjár-
ráð voru rúm í land-
inu enda ber hann
þess glögg merki ut-
an sem innan. Sama
má segja um íbúðar-
húsin austast á Haga-
mel. Þá kemur glæsi-
legt fjölbýlishús sem
Vesturbæingurinn
Gísli Halldórsson,
lengi forseti ÍSÍ,
teiknaði. Síðast í
hringnum er bensínstöð sem
byggð var á tímum þegar sagt var
að arkitektar væru að reisa sér
minnismerki.
Útsýnið frá
Hagatorgi
Eftir Halldór
Halldórsson
Hagatorg Yfirlitsmynd frá níunda áratugnum. Þarna má sjá að búið er að
taka grunn að Þjóðarbókhlöðunni.
» Það eru ekki
allir sem athuga
að byggingarnar í
kringum Hagatorg eru
skemmtilega ólíkar.
Höfundur er útvegsfræðingur.
Halldór Halldórsson
Ferðaþjónustan á
Íslandi hefur vaxið
mjög mikið á liðnum
árum. Gríðarlega
miklu fé hefur verið
varið í uppbyggingu
innviða hennar und-
anfarinn áratug. Ný
gistihús hafa verið
byggð og önnur end-
urbætt að kröfum nú-
tímans. Rútufyrir-
tækin hafa fjárfest mikið í
endurnýjun bíla og aðstöðu. Ferða-
skrifstofur hafa vaxið mikið eftir
því sem eftirspurn eftir þjónustu
þeirra hefur aukist.
En svo kom Covid-19, sem bók-
staflega lamaði ferðaþjónustuna,
sem hefur átt í vandræðum síðan.
Þessar kringumstæður vekja ugg
af ýmsu tagi.
Í lok ágúst var haft samband við
mig af einni elstu ferðaþjónustunni
á Íslandi. Var ég inntur eftir hvort
ég gæti tekið að mér verkefni við
leiðsögn. Þar sem ég hef verið án
verkefna vegna Covid undanfarin
tvö sumur sló ég til.
Þetta var skipulögð
ferð um Snæfellsnes
og um Suðurland með
ferðamenn frá Aust-
urríki. Gegnum þýsk-
an ferðaheildsala var
íslenska ferðaskrif-
stofan fengin til að út-
vega rútu, bílstjóra og
leiðsögumann. Að
öðru leyti var ferðin
algjörlega skipulögð
af ferðaþjónustufyr-
irtæki í Austurríki,
sem mér skilst að sé í eigu fjöl-
skyldu hópstjórans.
Veðrið var ekki hagstætt ferða-
fólkinu því mikið rigndi á ferða-
slóðum fyrsta daginn. Mikill vand-
ræðagangur var hjá hópstjóranum,
sem var í sinni fyrstu ferð um Ís-
land. Aldrei hef ég upplifað annað
eins þau 30 sumur sem ég hef
fengist við leiðsögn. Endalausar
símhringingar til Austurríkis og
var þess m.a. krafist að fá stærri
rútu. Fyrstu dagana var ekið í nýj-
asta bíl íslenska fyrirtækisins. Því
miður var ekki unnt að breyta
veðrinu og áfram varð að halda og
mér ákaflega sérkennilegt og hef
aldrei upplifað aðra eins ósvífni.
Þann dag átti að aka til baka
austur að Skógum og verður það
að teljast ansi einkennilegt skipu-
lag ferðar því það er viðbótar-
akstur sem nemur nálægt 70 km
fram og til baka sem bætast eðli-
lega við. Langflestar ferðaskrif-
stofur skipuleggja ferðir á sínum
vegum svo jafna megi sem mest
lengd áfanga. Þannig er leiðinni
milli Öræfa eða Suðursveitar og
Rangárvallasýslu gjarnan skipt
upp í tvo áfanga.
Þess má geta að einn ferðamað-
urinn hefur tjáð mér að þetta hafi
verið furðulegasta ferðalag sem
hann hafi tekið þátt í en lang-
flestir ferðamennirnir voru eldri
borgarar.
Ég er feginn því að hafa lent í
þessari reynslu fremur en einhver
óharðnaður og reynslulítill nýút-
skrifaður leiðsögumaður. Hóp-
stjórinn misskildi gjörsamlega
hlutverk sitt sem hópstjóri og yf-
irtók starf mitt með ráðnum hug
og einbeittum ásetningi. Og vænt-
anlega hefur viðkomandi ekki haft
atvinnuleyfi á Íslandi. Í heima-
landi viðkomandi, Austurríki, er
óheimilt að skipuleggja hópferð
þarlendis nema innlendir leið-
sögumenn séu ráðnir og sama má
segja um Ítalíu, Grikkland og
fleiri lönd.
Nú er áleitin spurning hvort
viðkomandi erlend ferðaskrifstofa
hyggi á ný ævintýri á Íslandi á
sumri komanda og ætli sér í leið-
inni að hunsa íslenska leiðsögu-
menn.
Uppivöðslusamir hópstjórar eru
vonandi fáir en á meðan svona
gerist er alltaf hætta á að íslensk-
ur leiðsögumaður verði hrakinn úr
starfi. Vernd okkar gagnvart slíku
er engin, en þess ber að geta að í
allmörgum löndum er starf leið-
sögumanna lögverndað.
Hugsar þessi erlenda ferðaskrif-
stofa sér aftur gott til glóðarinnar
á sumri komanda að skipuleggja
ferðir hingað með svipuðum hætti?
Væntanlega munu svo fleiri ferða-
skrifstofur sigla í kjölfarið ef ekk-
ert verður að gert af íslenskum
stjórnvöldum.
Þegar grafið verður undan starfi
íslenskra leiðsögumanna þá eru
aðrir aðilar innan íslenskrar ferða-
þjónustu næstir. Gististaðir, af-
þreyingarþjónusta og rútufyrir-
tæki gætu orðið í eigu erlendra
aðila og eru jafnvel dæmi um slíkt
nú þegar. Margir erlendir fjár-
festar í ferðaþjónustu sjá vænt-
anlega mikil og góð viðskiptatæki-
færi á Íslandi.
Ætli mörgum þætti ekki nokkuð
þröngt fyrir sínum dyrum ef ís-
lensk ferðaþjónusta hyrfi smám
saman en hér yrðu einungis á ferð-
inni ferðamenn á vegum erlendra
aðila að öllu leyti.
Eftir Guðjón
Jensson »Hópstjórinn mis-
skildi gjörsamlega
hlutverk sitt sem hóp-
stjóri og yfirtók starf
mitt með ráðnum hug
og einbeittum ásetningi.
Guðjón Jensson
Höfundur er leiðsögumaður og
eldri borgari í Mosfellsbæ.
arnartangi43@gmail.com
Eru róttækar breytingar
fram undan í ferðaþjónustu?
fylgja áætluninni. Kom í ljós að
skipulag ferðalags um Ísland við
aðrar aðstæður en hér eru reynist
mjög vanhugsað.
Síðasta daginn sem ég var með
hópnum var ekið frá Hvolsvelli alla
leið að Jökulsárlóni og til baka aft-
ur, um 600 km. Nú ákvað hópstjór-
inn að fá að sitja við hlið mér og
átti ég að segja henni hvað sjá
mætti á leiðinni. Þetta þótti mér
vægast sagt undarleg afskipti hóp-
stjóra af leiðsögn og urðum við
mjög ósátt um hvernig að leiðsögn
skyldi staðið. Að kvöldi þess dags
var mér sagt upp sem leiðsögu-
manni og yfirgaf ég því hópinn
næsta morgun. Eigi var mér leyft
að ávarpa hópinn og kveðja eins og
venja er þegar leiðsögumaður hef-
ur lokið starfa sínum. Það þótti
Atvinna