Morgunblaðið - 13.10.2021, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2021
✝
Ingvi Pálmi
Grétar Jóhann-
esson, fv. fram-
kvæmdastjóri
endurskoðunar-
sviðs General Mot-
ors í Cleveland í
Ohio, fæddist í
Svertingsstaðaseli í
Miðfirði í Vestur--
Húnavatnssýslu
þann 13. október
árið 1922. Hann
lést 31. ágúst 2021. Foreldrar
hans voru Jóhannes Jónsson, f. í
Huppahlíð í Miðfirði 2. febrúar
1886, d. 1. nóvember 1968, og
Soffía Jónsdóttir, f. á Geirastöð-
um í Sveinsstaðahreppi í A-Hún.
15. október 1885, d. 17. mars
1973.
Systkini Ingva Pálma eru: Jó-
hanna, f. 14. júlí 1915, d. 28.
febrúar 2005, Jón Þorbergur, f.
20. október 1916, d. 29. maí
1996, Jósep Jón Þorbjörn f. 11.
desember 1918, d. 15. júlí 1970,
Jónína Helga f. 5. júlí 1920, d.
23. janúar 2009, Þorlákur Magn-
ús Grétar, f. 21. september 1921,
d. 31. mars 1987, Ólafur f. 17.
desember 1923, d. 2. mars 2013,
Margrét Sigurbjörg, f. 19. mars
kvæmdastjóri endurskoðunar-
sviðs í 35 ár.
Ingvi Pálmi gekk í hjónaband
þann 21. janúar árið 1950 með
Betty Gretar Jóhannesson, f.
1925, d. 1987. Þau eignuðust tvö
börn: Sigurbjörg Gayle f. 1.
febrúar 1948, d. 28. apríl 2012,
hennar maður James Eric Hay-
es, og Eric Jón, f. 9. nóvember
1954, d. 19. nóvember 1994.
Ingvi og Betty bjuggu hér á Ís-
landi á sínum fyrstu hjúskap-
arárum og hér fæddist dóttir
þeirra en fluttu síðan til Banda-
ríkjanna og bjuggu í Berea í
Cleveland í Ohio. Eftir að Betty
lést átti Ingvi annað heimili í
Deltona í Florida.
Íslensk kona, Aslaug Greta
Trenka, f. 7. nóvember 1934, d.
30. október 2020, var búsett í
nágrenni við hann í Berea og
reyndist honum afar vel ásamt
dóttur hennar Lisu Trenka og
hennar börnum, Brandon og
Rachel Williams, sem kölluðu
hann afa.
Ingvi var lengi gjaldkeri í
First Lutheran Church í
Strongsville og tilheyrði þeirri
kirkju alla tíð. Hann var góður
söngmaður og söng í Fóst-
bræðrum hér heima áður en
hann flutti vestur um haf.
Bálför hans fór fram í Cleve-
land í Ohio.
Minningarathöfn fer fram í
Fossvogskapellu í dag, 13. októ-
ber 2021, kl. 15.
1927, d. 10. júní
2020 og Anna Ingi-
björg, f. 26. júní
1928.
Ingvi Pálmi fór
ungur í fóstur til sr.
Jóhanns Briem á
Melstað og þaðan
til frænku sinnar
Sigurbjargar Þor-
láksdóttur, kenn-
ara og ritstjóra, f. 5
september 1870, d.
27. desember 1932, og ólst þar
upp með tveimur uppeld-
isbræðrum, Sveini Péturssyni f.
22. desember 1905, d. 8. febrúar
1966, og Steingrími Arnórssyni,
f. 19. apríl 1902, d. 18. janúar
1972. Er Sigurbjörg lést fór
Ingvi að Blikastöðum til
hjónanna Magnúsar Þorláks-
sonar og seinni konu hans Krist-
ínar Jósafatsdóttur og ólst þar
upp til fullorðinsára. Ingvi
Pálmi lauk prófi í hús-
gagnasmíði og fór síðan í Verzl-
unarskóla Íslands og lauk versl-
unarprófi 1944. Þá fór hann
vestur um haf til náms í Ken-
tucky og lauk þar BA-prófi í
endurskoðun og var ráðinn til
General Motors og var fram-
Það er merkilegt hvað ár og
fjöldi ára getur verið afstætt. Það
er eins og árin telji með öðrum
hætti hjá sumum. Við gleymdum
því oft að Ípi væri að nálgast 100
ára aldur. Hann var alltaf til í
ferðast með okkur, að ekki sé
minnst á að fara út að borða og
njóta góðs matar.
Enda þótt hann hafi búið í
Bandaríkjunum í nærri 80 ár af
ævi sinni var aldrei langt á milli
okkar. Hann hringdi eða við í
hann flesta daga og hann spurði
frétta af öllu sínu fólki og hafði
áhuga á högum fólks. Það mátti
fletta upp í honum um löngu liðna
daga. Hann mundi fólk og gat lýst
umhverfi á myndrænan hátt.
Þetta ofurminni og áhugi á fólki
fylgdi honum fram á síðasta dag.
Hann talaði um það í síðustu sam-
tölunum að líklega myndi hann
ekki ná því að verða 100 ára.
Hann sagðist finna það á sér. Og
eins og nákvæmum endurskoð-
anda sæmdi hafði hann gengið frá
sínum málum og ánafnað fólkinu
sem hafði verið honum nánast í
Cleveland og kirkjunni sinni öllu
sínu og gengið frá því.
Þessi ráðstöfun var honum alls
ekki auðveld því það kallaði fram
minningar um Betty eiginkonu
hans og börnin þeirra, Sigurbjörg
Gayle og Eirík Jón, sem öll eru
látin. Hann hafði verið ekkjumað-
ur í 34 ár og það var honum afar
sárt að missa konu og börn fyrir
aldur fram.
En hann tók þá ákvörðun að
lifa lífinu og halda þessu glaða og
jákvæða lífsformi sem alla tíð ein-
kenndi hann. Hann eignaðist sitt
annað heimili í Florida og naut
þess að dveljast þar. Þar áttum
við margar stundir með honum.
Hann naut þess að láta dekra við
sig og það var gaman að gera vel
við hann því þakklátari mann var
vart hægt að finna.
Oftar en ekki var hann drif-
krafturinn og spurði gjarnan
hvað gerum við á morgun og
hvert förum við? Hann gat gengið
um söfn og búðir tímunum sam-
an, farið á tónleika og átti meira
úthald í þetta en við. Værum við
eitthvað löt að stökkva til þá fór
hann með barnabörnin okkar og
þau gátu talað saman endalaust
með sögum og söng en hann hafði
einstaka söngrödd sem fylgdi
honum til síðasta dags. Alltaf þeg-
ar við fórum í ferðir, styttri sem
lengri, tók hann lagið og byrjaði á
„On the road again“ áður en hann
skipti yfir í íslensk sönglög eða
aríur með Pavarotti sem var hans
maður í söngnum.
Ípi var ætíð til í að aðstoða fólk
með skrifræðið sem er alls ekki
auðvelt í Ameríku. Alls kyns
samningar, skattar, skyldur og
tryggingar. Þar var hann á
heimavelli og ómetanlegur. Hann
talaði við alla á öllum stöðum.
Hann spurði um ætt og uppruna
fólks og hann var fljótur að
tengja.
Ingvi Pálmi Grétar gekk alltaf
undir nafninu Ípi meðal fjöl-
skyldu og vina. Í kerfinu þarna úti
var hann Ingvi Palmi Gretar.
Ípi hafði kennt okkur öllum að
lifa lífinu með gleði, þjóna lífinu,
vera þakklát og gera ekki kröfur.
Hann var trúaður maður og átti
þessa sterku vissu um hið eilífa
sem býr í fyrirheiti Guðs.
Ípi var okkur einstakur vinur,
leit á okkur sem börnin sín. Við
erum þakklát fyrir öll þau ævin-
týri sem við áttum með honum.
Hann gaf okkur auðnustundir
sem nú eru helgar minningar.
Guð blessi minningu hans.
Unnur Ólafsdóttir og
Pálmi Matthíasson.
Ípi frændi var vinur okkar.
Hann var skemmtilegur maður
og forvitinn um lífið. Sagði okkur
sögur af fólki og fyrri tímum.
Okkar skemmtilegustu stundir
áttum við þegar við vorum saman
í húsinu hans í Florida, borðuðum
dökkt súkkulaði, fórum í göngu-
ferðir, sem tóku oft langan tíma
því hann þurfti að tala við alla. Við
spurðum hann hvort hann þekkti
allt þetta fólk. Hann sagði nei og
bætti svo við að maður þekkti það
aldrei ef maður talaði ekki við
það.
Okkar fyrstu minningar um
Ípa frænda eru þegar hann var að
aka okkur í kerru í Mollinu meðan
stelpurnar voru að versla. Hann
söng gjarnan þegar hann ók okk-
ur um. Svo talaði hann svo fallegt
íslenskt mál. Hann var miklu
betri í íslensku en við sem hér bú-
um. Hann sagðist æfa sig með því
að syngja íslensk lög og lesa
ljóðabækur. Svo sagði hann okk-
ur að nota þessa aðferð til að læra
ensku, syngja ensk lög og lesa
ljóð.
Ípi sagi okkur að fyrsta vinnan
hans hefði verið að vera kúskur.
Orð sem við höfðum aldrei heyrt
en það var að vera með hest og
kerru og aka mjólk og öðrum
varningi ofan frá Blikastöðum og
niður í Þingholt til fólksins er þar
bjó. Þá var hann ekki orðinn 12
ára gamall. Hann sagði okkur frá
öllu þessu fólki og aðstæðum
þess.
Það verður öðruvísi að koma til
Ameríku og vita að hann sé ekki
þar lengur. Við ætlum að muna
hann og varðveita vel öll ráðin
sem hann gaf okkur. Við ætlum
að kveðja hann eins og hann
kvaddi okkur. Bless frændi minn,
Guð sé með þér.
Unnur María, Pálmi
Freyr og Helgi Freyr.
Ingvi Pálmi Grétar
Jóhannesson
Þín augu mild mér
brosa
á myrkri stund
og minning þín rís hægt
úr tímans djúpi
sem hönd er strýkur mjúk
um föla kinn
þín minning björt
(Ingibjörg Haraldsdóttir)
Dísa hefur verið hrifin burt frá
okkur allt of fljótt. Mér hafði bor-
ist til eyrna að brekkan framund-
an væri ansi brött en satt best að
segja vonaðist ég eftir krafta-
verki.
Hugurinn reikar meyr til fyrri
tíma, háskólaáranna í íslenskunni
þar sem ég kynntist ungri og
heillandi konu að norðan með
gáfnaglampa í augum, töfrandi
bros og snotra spékoppa. Hún
var hógvær í meira lagi og hafði
Herdís Þuríður
Sigurðardóttir
✝
Herdís Þuríður
Sigurðardóttir
fæddist 7. júlí 1976.
Hún lést 18. sept-
ember 2021.
Útför Herdísar
fór fram 29. sept-
ember 2021.
sig ekki mikið í
frammi í Árnagarði
en fas hennar bar
með sér að mikið
væri í hana spunnið.
Við sátum saman
allmarga kúrsa í
BA-náminu og
drukkum nokkra
sopana á kaffistof-
unni hjá Gógó og ég
komst að því að Dísa
var ekki bara ein
greindasta manneskja sem ég
hafði kynnst á lífsleiðinni heldur
einnig sú samviskusamasta. Einu
sinni lánaði hún mér glósur sem
hún hafði tekið niður í einum bók-
menntatíma hjá Sveini Skorra og
þvílíkar glósur hafði ég aldrei
séð, svo vandaðar og greinargóð-
ar að ég kunni varla við að taka
við þeim. En auk þess að vera
eldklár hafði hún sérlega fallegt
hjartalag, var ævinlega orðvör en
líka launfyndin, sem er ótvíræður
kostur sessunautar í háskóla-
námi. Hún var ævinlega til fyr-
irmyndar í öllu sem laut að nám-
inu og hefði án efa getað orðið
meðal okkar fremstu málfræð-
inga ef hugur hennar hefði staðið
til þess.
Eftir námsárin reyndum við
nokkur úr íslenskunni að halda
hópinn og hittast reglulega en
Dísa var sjaldnast á réttum stað á
hnettinum til að geta mætt til
þeirra funda, sem urðu svo sífellt
færri í barnabrasi og lífsins ólgu-
sjó. Af þeim sökum hittumst við
Dísa nánast ekkert um árabil en
Brynhildur, tengdamóðir mín
heitin, bar mér stundum kveðju
að norðan frá Dísu því þær störf-
uðu saman við kennslu ung-
menna á Húsavík um tíma. Og
einstaka sinnum hittumst við
stöllurnar á förnum vegi er ég
dvaldi nyrðra á sumrin og gátum
þá borið saman bækur okkar um
íslenskukennsluna. Mér þótti líka
verulega vænt um að fá boð frá
Dísu um að njóta dásamlegra
sumartónleikastunda í Laxár-
dalnum, þeim töfrastað, og eins
að sjá myndir á undanförnum ár-
um úr hversdagslífi hennar, Óla
og gullmolanna fjögurra á sam-
félagsmiðlum. Það var svo greini-
legt hversu mikið hún unni fal-
legu fjölskyldunni sinni – og þau
henni.
Við Dísa vorum þannig ekki í
daglegum samskiptum í seinni tíð
en það er fallegt með sum tengsl
á lífsleiðinni að þau lifa eiginlega
sjálfstæðu lífi. Í þau fáu skipti
sem við hittumst þá var einhver
skemmtilegur, gamall strengur á
milli okkar, sem mér þótti virki-
lega vænt um. Hún var mögnuð
manneskja og ég bar ómælda
virðingu fyrir henni.
Óla, börnunum og öðrum nán-
ustu aðstandendum sendi ég mín-
ar hjartans kveðjur. Verið viss
um að þau sem þekktu Dísu
gleyma henni aldrei.
Berglind Rúnarsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ARNGRÍMUR SIGURÐSSON,
fyrrv. kennari og rithöfundur
frá Seyðisfirði,
lést á Borgarspítalanum í Reykjavík.
Jarðarför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Ellen Sverrisdóttir Ragnars
Sverrir Ragnars Arngríms. Sólveig Hjaltadóttir
Sigurður Arngrímsson
Matthías Ragnars Arngríms. Margrét Ósk Arnardóttir
og fjölskyldur
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Höfn, Dýrafirði,
Hlíf 1, Ísafirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
mánudaginn 4. október. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju
laugardaginn 16. október klukkan 14.
Guðmundur Hermannsson Guðrún Hrefna Reynisdóttir
Kristrún Hermannsdóttir Falur Þorkelsson
Guðrún Hermannsdóttir Aðalsteinn Óskarsson
Jakob Hermannsson Kristbjörg Þórey I. Austfjörð
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN ARNGRÍMSDÓTTIR,
Austurbyggð 17,
Akureyri,
lést 9. október. Útför hennar mun fara fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þórður Kárason
Jóhannes Ingimarsson Janine Long
Sigrún Þórðardóttir G. Rúnar Jóhannsson
Anna Margrét Þórðardóttir
Þórunn Elva Þórðardóttir Bjarki Reynisson
ömmu- og langömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN JÓSTEINSDÓTTIR
Núpalind 6, Kópavogi
lést á heimili sínu laugardaginn 9. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Ingibjörg Björgvinsdóttir Hörður Ingi Jóhannsson
Brynja Björgvinsdóttir Vilbergur Magni Óskarsson
Svandís B. Björgvinsdóttir Þórir Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓHANN HELGASON,
fyrrv. skrifstofustjóri, Akureyri,
lést sunnudaginn 3. október á
dvalarheimilinu Hlíð Akureyri.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 14. október klukkan 13.
Athöfninni verður streymt á facebooksíðunni Jarðarfarir í
Akureyrarkirkju – Beinar útsendingar.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Minningarsjóð á vegum
Knattspyrnufélags Akureyrar.
Sigríður Árnadóttir
Stefán Jóhannsson Karólína Margrét Másdóttir
Helgi Jóhannsson Kristín Sólveig Eiríksdóttir
Hólmfríður Jóhannsdóttir Unnar Vilhjálmsson
Sigríður Jóhannsdóttir Sigurður Sigurðsson
Eiríkur S. Jóhannsson Friðrika Tómasdóttir
Jónína Þuríður Jóhannsd. Guðmundur Örn Sverrisson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku faðir okkar, tengdafaðir, stjúpi, afi
og langafi,
TÓMAS JÓNSSON
bifvélavirki,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
í Kópavogi 7. október.
Útför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunarheimilið
Sunnuhlíð.
Sigríður Tómasdóttir Guðjón Sverrisson
Jóhann Tómasson Sigurlaug Sæmundsdóttir
Helga Tómasdóttir Ingvi Magnússon
Helen Sandra Róberts Helgi Björnsson
barnabörn og barnabarnabörn