Morgunblaðið - 18.10.2021, Side 2

Morgunblaðið - 18.10.2021, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. ÆFÐU SVEIFLUNA Á ALICANTE ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS KOMDU MEÐ Í GOLFFERÐ TIL EL PLANTIO GOLF RESORT 10.000 KR.AFSLÁTTUR Á GOLFFERÐUMTIL ALICANTE Í NÓVEMBER OGDESEMBER EF BÓKAÐ ER FYRIR31. OKTÓBER NÝTT LENGRIFERÐIR Á GÓÐU VERÐI INNIFALIÐ ÓTAKMARKAÐ GOLF INNRITUÐ TASKA 20 KG. 8 KG. HANDFARANGUR FLUTNINGUR Á GOLFSETTI MÖGULEGT AÐ BÓKA GOLFBÍL AUKALEGA NÓVEMBER OG DESEMBER 14, 21 EÐA 28 DAGA FERÐIR EL PLANTIO GOLF RESORT VERÐ FRÁ189.900 KR. Á MANN M.V. 4 FULLORÐNA Í 14 DAGA FERÐ VERÐ FRÁ 209.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Í 14 DAGA FERÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Viðræður um endurnýjað ríkis- stjórnarsamstarf halda áfram í dag, en formenn stjórnarflokkanna tóku sér hvíld frá viðræðum um helgina og ræddu við trúnaðarmenn í sínum hópi. Lítið hefur spurst út af viðræð- um formannanna, jafnvel inn í þing- flokka þeirra. Það er þó að heyra að viðræðurnar hafi gengið bærilega, en það hafi óneitanlega tafið fyrir þeim að reynt var að gera út um helstu ágreinings- efni í upphafi. Það hafi að sumu leyti gengið vel, en önnur mál hafi áfram verið stál í stál. Þar mun einkum hafa verið togast á um orkumál og náttúruvernd. Í síðustu viku voru loftslagsmálin einnig talsvert rædd, en þau tengjast að sumu leyti núningsflötum um orkunýtingu og landvernd. Þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir séu á einu máli um mikilvægi þeirra er nálgun flokkanna á þau mjög mismunandi. Það á ekki síst við um þær hugmynd- ir að aukin nýting endurnýjanlegra orkuauðlinda hér á landi verði fram- lag Íslands til hins hnattræna við- fangsefnis, en Vinstri græn telja að það geti trauðla farið saman við áherslur sínar á landvernd. Velflest- ar hugmyndir um frekari orkuvirkj- un eru eitur í þeirra beinum. Um fleira hefur þó verið rætt á liðnum vikum og þar eru efnahags- mál og ríkisfjármál ævinlega undir- liggjandi, en í þeim felast einnig skattamál, félagsmál og kjaramál, sem viðbúið er að verði mjög í deigl- unni á komandi ári, enda renna lífs- kjarasamningar út áður en árið er allt. Stjórnarmyndun heldur áfram enn - Orkumál og landvernd vefjast fyrir Morgunblaðið/Eggert Ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra verst fimlega frétta. Logi Sigurðarson Þorsteinn Ásgrímsson Margir ökumenn lentu í vandræðum á hringveginum í gær. Austanstormur gekk yfir landið og gular veðurviðvar- anir voru víða í gildi frá því klukkan 16. Hvasst var um landið sunnanvert. Umferðaróhöpp mátti líka rekja til vetrarfærðar sem virtist koma mörg- um ökumönnum í opna skjöldu. Bryndís Harðardóttir, sem rekur dráttarþjónustu í Vík í Mýrdal, sagði í samtali við mbl.is síðdegis í gær að hátt í tuttugu bílar hafi farið út af hjá Reynisfjalli en mikið vonskuveður var á svæðinu og vindhviður allt að 30 metrar á sekúndu. Erlendir ferðamenn töldu sig vera á vetrardekkjum „Við höfum verið að draga bíla í all- an dag, en við erum hætt núna því Vegagerðin er farin að fylgja bílum yfir. Þeir fóru að fylgja yfir um fimm- eða sexleytið, þeir hefðu mátt gera þetta fyrr. Það hefur verið gríðarleg umferð þarna í allan dag,“ sagði Bryndís og bætti því við að ökumenn- irnir hafi aðallega verið erlendir ferðamenn. Þeir hafi talið að þeir væru á vetrardekkjum en annað hafi komið á daginn. Umferðaróhöpp voru víðar í gær. Hellisheiðinni var lokað í austurátt í stutta stund eftir að sex bílar fóru út af og vörubíll þveraði veginn. Þá var veginum við Hafnar- fjall lokað um tíma meðan bíll var dreginn upp á veg. Dynjandisheiði og Nesjavallaleið var lokað í gær. Ekki þörf á rýmingu Síðdegis í gær var tilkynnt að ekki hefði verið talin ástæða til að rýma hús á Seyðisfirði en þó var gefin út úr- komu- og skriðuviðvörum á sunnan- verðum Austfjörðum. Þetta var ákveðið á fundi lögreglunnar á Aust- urlandi með Veðurstofu Íslands, al- mannavörnum og Múlaþingi. Segir í tilkynningu frá lögreglu að úrkoma á næstu dögum gæti valdið því að einhver hluti hryggsins milli skriðuássins og Búðarár á Seyðisfirði fari af stað. Ekki er gert ráð fyrir því að hann fari allur af stað í einu þar sem hann er sprunginn og gliðnaður. Allar líkur eru taldar á því að varn- argarðar og safnþró leiði aurinn til sjávar án þess að valda tjóni á mann- virkjum. Enn er í gildi óvissustig al- mannavarna á Seyðisfirði. Morgunblaðið/Óttar Geirsson Vetrarfærð Ekki voru allir undir það búnir að aka í snjónum á Hellisheiði í gær og fóru margir bílar út af. Margir í vanda í vetrarhvelli í gær - Vonskuveður gekk yfir í landið gær - Gular viðvaranir vegna hvassviðris - Allt að 30 metrar á sek- úndu hjá Reynisfjalli þar sem fjöldi bíla fór út af - Ekki þörf á rýmingu á Seyðisfirði vegna úrkomu Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Einn mánuður er nú liðinn frá því kvika rann upp úr gígnum í Geld- ingadölum. Gosið hefur því í raun verið í dvala undanfarinn mánuð. Þrátt fyrir það gerir fólk sér enn ferð upp að gosstöðvunum, þó í minna mæli en áður. Ferðamála- stofa heldur utan um fjölda þeirra sem hafa gert sér ferð að gosstöðv- unum frá því gosið hófst nú í vor. Samkvæmt upplýsingum Ferða- málastofu hafa í heildina 324.778 einstaklingar farið og séð gosið frá upphafi. Umferðin hefur því verið stöðug undanfarna mánuði. Mest var umferðin í byrjun en fyrstu dagana voru að jafnaði rúm- lega sex þúsund manns sem gerðu sér ferð daglega að gosstöðvunum. Frá því kvika hætti að renna úr gígnum þann 18. september síðast- liðinn fram að laugardeginum 16. október hafa 29.406 manns gert sér ferð að gosstöðvunum eða rétt rúm- lega þúsund á dag. Þá hafa ekki yfir 1.500 manns gert sér ferðina sama daginn síðan 25. september og því ljóst að áhugi fólks á því að fara og sjá gosið hefur minnkað töluvert frá því að hraun hætti að renna úr gígn- um. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir í samtali við Morg- unblaðið að erlendir ferðamenn séu í meirihluta gesta á svæðinu. „Núna eru þetta bara túristar, þeir eru allt- af þarna eitthvað að bralla.“ Bogi segir umræðu um að minnka viðveru björgunarsveita á svæðinu hafna, en þó sé allt á umræðustigi enn sem komið er. Svæðið sé í góðu ástandi og göngustígar til að mynda vel upplýstir. Enn þúsund manns á dag - Gestir skoða gosið þótt það sé í dvala - Aðallega ferðamenn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Rólegt Bogi Adolfsson formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Morgunblaðið/Einar Falur Eldgos Þegar mest lét var eldgosið í Geldingadal mikið sjónarspil.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.