Morgunblaðið - 18.10.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2021
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
544 5151
tímapantanir
Steinar Ingi Kolbeins
steinar@mbl.is
Á fundi borgarráðs á fimmtudag var samþykkt tillaga
borgarstjóra þess efnis að fela umhverfis- og skipulags-
sviði að eiga samstarf við Listasafn Íslands, Vegagerðina
og Betri samgöngur ohf. varðandi nýtt útilistaverk Lista-
safns Íslands í tengslum við stoppistöð borgarlínu við Frí-
kirkjuveg. Haft verður samráð við menningar- og ferða-
málasvið borgarinnar við vinnslu málsins.
Frumkvæði að samstarfinu kemur frá Listasafninu en
fyrir liggur að breytingar verða á Fríkirkjuvegi þegar
Borgarlínu verður komið fyrir þar, en gert er ráð fyrir
stoppistöð við Fríkirkjuveg. Þá er litið til þess möguleika
að útilistaverkið verði hluti af stoppistöðinni sjálfri en
fram kemur í bréfi frá listasafninu sem sendist á áð-
urnefnda aðila að „verkið gæti verið stoppistöðin sjálf“ sé
áhugi fyrir að hnika staðsetningu stöðvarinnar og skoða
fleiri möguleika. Listasafn Íslands á hátt í 14.000 verk en
minnstur hluti þeirra eru útilistaverk.
Nýtt kennileiti í borginni
Þá er einnig bent á í bréfinu að útilistaverkið gæti skap-
að nýtt kennileiti í Reykjavík og dregið athygli íbúa og
gesta að þjóðlistasafninu sem staðsett er við Fríkirkjuveg.
Ein bókun var lögð fram vegna tillögunnar og var það
frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Þar segir: „Það er já-
kvætt að fá nýtt útilistaverk í borgarlandið í nágrenni við
stoppistöð almenningssamgangna.“
Útilistaverk við
stoppistöð borgar-
línu í miðbænum
- Lítill hluti safnsins útilistaverk
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Við tjörnina Nýtt útilistaverk gæti risið samhliða borg-
arlínustöð. Verkið gæti jafnvel verið stoppistöðin sjálf.
Jóhann Steinar
Ingimundarson tók
á laugardag við for-
mennsku í UMFÍ.
Hann tók af Hauki
Valtýssyni, sem
gegnt hefur emb-
ætti formanns frá
árinu 2015 og
ákvað að gefa ekki
kost á sér að nýju.
Jóhann var sjálfkjörinn í formanns-
embættið. Hann hefur setið í stjórn
UMFÍ síðustu fjögur ár og var áður
formaður Stjörnunnar í Garðabæ.
UMFÍ er landssamband ung-
mennafélaga á Íslandi. Innan þess
eru 450 félög, þar af nær öll íþrótta-
félög landsins og eru iðkendur rúm-
lega 100 þúsund.
Í tilkynningu kemur að kosning
stjórnar UMFÍ fór fram á sam-
bandsþingi UMFÍ á Húsavík. Mál-
fríður Sigurhansdóttir kom ný inn í
stjórnina fyrir hönd ÍBR. Aðrir í
stjórn UMFÍ voru kosin þau Gunnar
Þór Gestsson, Ragnheiður Högna-
dóttir, Guðmundur Sigurbergsson,
Gunnar Gunnarsson og Sigurður
Óskar Jónsson.
Jóhann nýr
formaður
UMFÍ
- Kosning fór fram
á sambandsþingi
Jóhann Steinar
Ingimundarson
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrver-
andi forseti Íslands og forsvarsmað-
ur Arctic Circle, segir það hafa verið
skýrt í umræðum um loftlagsbreyt-
ingar á ráðstefn-
unni, sem lauk á
laugardaginn var,
að straumhvörf í
orkumálum um
allan heim séu
forsendur þess að
ná árangri í loft-
lagsmálum.
„Þetta var ansi
fjölþættur vett-
vangur og mörg
söguleg tíðindi.
Sem dæmi má nefna að Evrópusam-
bandið kom á Hringborð norður-
slóða og kynnti í fyrsta sinn á op-
inberum alþjóðlegum vettvangi hina
nýju norðurslóðastefnu ESB,“ segir
Ólafur. Nýskipuð forystusveit Joe
Biden Bandaríkjaforseta í málefnum
norðurslóða, lét þá sjá sig á þinginu,
fáeinum vikum eftir að hún tók til
starfa, til þess að útskýra áherslur
og markmið Bandaríkjanna í þessum
málum og líka til þess að eiga fjöl-
marga fundi á þinginu með fulltrúum
annarra aðila. Þá beri að fagna þátt-
töku tveggja öldungadeildarþing-
manna Bandaríkjaþings sem gegna
forystu í öldungadeildinni annars
vegar í málefnum norðurslóða, og
hins vegar loftslagsmálum. „Það var
mjög mikilvægt að þessir tveir for-
ystumenn úr öldungadeild Banda-
ríkjaþingsins úr sitthvorum flokkn-
um, skyldu taka jafnvirkan þátt í
þinginu eins og raun bar vitni.“ Ann-
ar þeirra er Lisa Murkowski, öld-
ungadeildarþingmaður Alaska á
Bandaríkjaþingi, sem sagði ástæðu
til að brýna fyrir ríkisstjórn Bidens
mikilvægi fríverslunarsamnings
Bandaríkjanna við Ísland, sem lið í
breyttri norðurslóðastefnu. „Flestir
áttuðu sig ekki á að Bandaríkin eru
norðurslóðaríki og á það við embætt-
ismenn, stjórnmálamenn og almenn-
ing,“ sagði hún.
Þátttakendur ráðstefnunnar voru
um 1.300 talsins frá meira en 50
löndum og var þar farið vítt og breitt
yfir stöðu norðurslóða í alþjóðasam-
hengi. Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra sagði í opnunarávarpi sínu
að hnattræn hamfarahlýnun sé
mannanna verk og þess vegna standi
það á mannkyninu að bregðast við og
snúa þróuninni jörðinni í vil.
„Grænland er mætt til leiks“
Ólafur segir að það hafi sætt mikl-
um tíðindum að margvíslegir fulltrú-
ar hinnar nýju ríkisstjórnar á Græn-
landi hafi flutt á þinginu afdráttar-
lausan boðskap um stefnu hinnar
nýju ríkisstjórnar Grænlands og
áttu fjölmarga fundi á þinginu með
fulltrúum annarra aðila.
„Grænland er mætt til leiks með
nýjum hætti og nýja kynslóð for-
ystumanna, sem mikilvægt er að Ís-
lendingar geri sér grein fyrir. Bæði
vegna þess að þetta er okkar næsti
nágranni en líka vegna þess að það
skapar fjölmörg tækifæri fyrir Ís-
land.“ Að lokum bætti Ólafur við að
þátttaka ungs fólks á þinginu hafi
verið einstaklega áberandi í ár: „Á
fyrstu árum þinganna þurftum við
dálítið að sækja slíka þátttakendur
en núna komu nokkur hundruð af
ungu fólki af eigin frumkvæði. Marg-
ir af hinum eldri þátttakendum og
forystumönnum höfðu orð á því að
þeir hefðu aldrei fyrr verið á alþjóð-
legu þingi með jafnfjölmenna sveit af
ungu fólki sem væru jafnvirknir
þátttakendur í umræðum og skoð-
anaskiptum,“ segir hann og nefnir til
dæmis unga vísindamenn, aktívista,
áhugafólk um loftslagsbreytingar,
námsmenn og aðra, sem töldu nokk-
ur hundruð.
Mörg söguleg tíðindi á Arctic Circle
- Straumhvörf í orkumálum forsendur árangurs í loftslagsmálum - Bandaríkin og Grænland áberandi
Morgunblaðið/Eggert
Norðurslóðir Þátttakendur ráðstefnunnar voru um 1.300 talsins frá yfir 50
löndum en innkoma Grænlands á ráðstefnuna vakti nokkra athygli.Ólafur Ragnar
Grímsson
Framkvæmdir eru hafnar við nýja íbúðabyggð á lóðinni Furugerði 23,
skammt frá Bústaðavegi og Grensásvegi.
Þarna munu rísa tvö 10 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum og 10 íbúða
raðhús á tveimur hæðum með sameiginlegan bílakjallara. Á umræddri lóð
stóðu áður gróðurhús og byggingar sem tilheyrðu gróðrarstöðinni Grænu-
hlíð. Íbúar við Furugerði og nágrenni hafa frá upphafi mótmælt því að
uppbygging á lóðinni yrði svo umfangsmikil sem raun varð á. Töldu þeir að
breytt deiliskipulag muni raska alvarlega hagsmunum íbúa í nágrenninu.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Uppbygging hafin á íbúðabyggð við Furugerði