Morgunblaðið - 18.10.2021, Page 11

Morgunblaðið - 18.10.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vel er hljóðbært milli hæða og herbergja í Tónlistarskólanum á Ísafirði svo húsið ómar allt. Spil- verkið er heldur ekki af lakari endanum. Hér heyrist nemandi æfa Óðinn til gleðinnar, velþekkta 9. sinfóníu Beethovens. Annar æf- ir svo Á Sprengisandi eftir Sig- valda Kaldalóns og heldur sig neðst í tónstiganum. Krakkarnir koma og fara; brosið þeirrar segir allt um hvað spilatímarnir eru ljómandi skemmtilegir. „Ísafjörður er menningarbær og tónlistarhefðin hér er sterk,“ segir Bergþór Pálsson söngvari og skólastjóri tónlistarskólans. Nú á haustdögum eru alls 235 nem- endur við skólann og kennararnir eru fjórtán. Starfið er öflugt, eins og lengi hefur farið orð af. Berg- þór er nú á sínum öðrum vetri sem skólastjóri, en hann flutti vestur fyrir um hálfu öðru ári síðan. Hann segir tilviljun hafa ráðið því að leið sín og Alberts Eiríkssonar, eiginmanns síns, lá vestur. Leið til þroska „Ég var á ferðinni hér fyrir vestan og rakst þá hér á auglýs- ingu þar sem auglýst var eftir skólastjóra. Okkur Albert bar saman um að þetta gæti verið skemmtilegt tækifæri svo ég setti inn umsókn um starfið, sem ég fékk. Ísafjörður hefur tekið afar vel á móti okkur. Oft heyri ég á fólki að því þyki Ísafjörður hér inn á milli fjallanna vera aðþrengdur staður. Tilfinning mín er hins veg- ar fremur sú að fjöllin taka vel ut- an um okkur sem hér búum,“ seg- ir Bergþór. Gítar og píanó eru þau hljóð- færi sem jafnan eru vinsælust meðal tónlistarnema, rétt eins og gerist á Ísafirði. Slagverk kemur reyndar líka sterkt inn nú – og strengja- og blásturshljóðfæri skora líka alltaf. Ónefnd er þá fornám fyrir til dæmis nemendur leikskólans, sem er í kjallara tón- listarskólahússins við Austurveg. Þá er grunnskóli bæjarins ör- skammt frá – og fyrir vikið eru góðir gagnvegir milli þessara menntastofnana. „Tónlist er leið til þroska. Er ekki aðeins starfsvettvangur tón- listarmanna, heldur leiðangur til að gera samfélagið betra. Allir ættu að læra að meta tónlist og njóta hennar. Því þarf að fylgja gleði – samhliða aga – og þar með sjálfstraust og persónuleg upp- bygging. Skólarnir þurfa vissu- lega að fylgjast með í síbreyti- legum heimi. Góðar og gamlar aðferðir eiga að mörgu leyti alltaf við, en nú er hægt að nýta tækni til að kenna tónlist. Krakkar geta nú búið til tónlist með einföldum forritum og skólinn þarf að spila með. Mikilvægt er skólarnir missi ekki nemendur vegna íhaldssemi. Um leið kann ekki góðri lukku að stýra að poppa svo mikið upp að skólinn sé leiksoppur tísku- strauma,“ segir Bergþór og held- ur áfram: Ópera er í undirbúningi „Fyrir mig er stjórnunarstarf ný reynsla og margt að læra við skipulag og Excel-skjöl. Að halda heilanum virkum er þó mjög mjög kærkomið fyrir mann sem farinn að eldast. Ég hef ekki kennslu- skyldu, en gríp þó í forfalla- kennslu sem er einstaklega gam- an. Hins vegar er trúlega það skemmtilegasta að ræða við börn- in á göngunum. Stundum koma þau inn til mín og spila fyrir mig, eða spjalla eða syngja fyrir mig.“ Ýmsir þeir viðburðir sem efnt er til á vegum eða í tengslum við starfsemi Tónlistarskóla Ísafjarð- ar setja svip á bæjarlífið vestra. Á sjötíu ára afmæli skólans haustið 2018 fluttu nemendur og kenn- arar barnaóperuna Kalli og sæl- gætisgerðin eftir Hjálmar H. Ragnarsson við texta Böðvars Guðmundssonar. Nú er hins vegar í deiglunni að færa upp óperu sem tónlistarfólk á Íslandi og í Fær- eyjum, Noregi og Ungverjalandi ynni saman – hvar byggt yrði á þjóðsagnaarfi þessara landa. „Að setja upp stóra óperu er talsvert fyrirtæki og tekur sinn tíma. Ég sé fyrir mér að þetta gæti orðið að veruleika árið 2023, en undirbúningur er þegar hafin bæði að skrifa handrit, tónlist og afla styrkja,“ segir Bergþór. Skólinn sé sýnilegur Á dögunum hélt Jóhann Kristinsson óperusöngvari þar tónleika og söng þar úr Vetr- arferðinni eftir Schubert. Góður rómur var gerður að flutningi Jó- hanns, sem er fyrrum nemandi Bergþórs og sonur Kristins Sig- mundssonar óperusöngvara. Næstkomandi laugardag, 23. októ- ber, verður svo opið hús í Tónlist- arskólanum á Ísafirði milli kl. 14 – 16.30. Þar og þá verða nemendur við æfingar í stofum og gestum er velkomið að fylgjast með. Klukk- an 15 er svo dagskrá í tónleika- salnum Hömrum þar sem Samúel Einarsson, vel þekktur vestra sem Sammi rakari, flytur eigin lög ásamt hljómsveit. Þá mun hljóm- sveitin Hljómórar flytja lög eftir Jón Gunnar Margeirsson, Jón Hallfreð Engilbertsson flytur eig- in kveðskap og bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar 2021 verður kynntur og heiðraður. „Í litlu samfélagi þarf að vera völ á margs konar afþreyingu ef fólk á að sækjast eftir því að búa hér. Það er ekki nóg að hér séu bara íþróttir eða bara tónlist- arskóli, þetta þarf allt að blómstra hlið við hlið. Eins og öll menning- arstarfsemi eru samkomur eins og þessar upplyfting og fyrir tónlist- arskólann er mikilvægt að vera sýnilegur í samfélaginu,“ segir Bergþór Pálsson að síðustu. Bergþór Pálsson óperusöngvari stýrir öflugu starfi í Tónlistarskóla Ísafjarðar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Tónlistarfólk Bergþór Pálsson skólastjóri hér með Ágústu Þórólfdóttur kennara og Dagný Emmu Kristjáns- dóttir píanónema. Alls eru 235 nemendur við skólann sem er öflug stofnun í bæjarlífinu á Ísafirði. Tónlistin til að gera samfélagið betra - Bergþór Pálsson er fæddur árið 1957. Hann lauk BA-gráðu í tónlist frá Indiana-háskóla í Bandaríkjunum 1985, MA-gráðu í tónlist frá sama skóla 1987 og útskrifaðist sem leikari frá Drama Studio í London 1997. Söngkennari um langt árabil. Var ráðinn skólastjóri Tónlistar- skóla Ísafjarðar á sl. ári. - Um dagana hefur Bergþór tekið þátt í uppfærslu fjölda ópera. Hefur haldið fjölda ein- söngstónleika og sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur. Einn- ig sungið einsöng í t.d. Messíasi Händels, Mattheusarpassíu, Jó- hannesarpassíu, Sköpuninni og Árstíðunum eftir Haydn og Sálumessu Mozarts. Hver er hann? Félagar í IOGT af- hentu á dögunum veg- lega gjöf sem nýtast mun föngum á Íslandi. Um var að ræða verk- færi til notkunar í fangelsum fyrir tóm- stundir fanga. Fé- lagar í stúkunni Ein- ing nr. 14 hafa undanfarið safnað fé og ákváðu að afrakst- urinn skyldi renna til tómstunda fanga og til Píeata-samtakanna. Það voru þau Að- alsteinn Gunnarsson æðstitemplar, Gunnar Þorláksson ritari, Kolbrún Hauks- dóttir fyrrverandi æðstitemplar, Loftur Hauksson gjaldkeri og Krist- ín Þóra Gunnarsdóttir varatemplar fulltrúar IOGT stúkunnar Eining- arinnar nr.14 sem afhentu Halldóri Vali Pálssyni, forstöðumanni fang- elsa og deildarstjórum á Litla- Hrauni gjöfina. „Þeir sögðu gjöfina höfðinglega og myndi nýtast vel,“ segir í tilkynn- ingu frá Einingu en við þetta tæki- færi rifjaði Gunnar Þorláksson ritari Einingarinnar upp þegar hann kom í mars 1967 með 10.000 króna gjöf frá IOGT-hreyfingunni til Litla-Hrauns. „Halldór staðfesti að verkfæragjöf sú hafi leitt til uppsetningar á fönd- urstofu Litla-Hrauns, ráðningu Ei- ríks Guðmundssonar, smiðs frá Stokkseyri, sem leiðbeinenda og efl- ingar tómstunda fanga. Enn er hægt að finna nokkur sporjárn á trésmíða- verkstæðinu sem voru gefin fyrir 54 árum. Halldór Valur fangelsisstjóri sagði aðeins frá sögu fangelsisins og fjölgun úrræða fyrir fanga ásamt verkefnum sem unnin eru þar sem ýta undir iðjusemi og aukna vellíðan fanga,“ segir í tilkynningu frá IOGT. Færðu föngum verkfæri að gjöf - Gjöfin sögð vera „höfðingleg“ Gjöf Halldór Valur Pálsson og deildarstjórar á Litla- Hrauni tóku við verkfærum sem nýtast föngum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.