Morgunblaðið - 18.10.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.10.2021, Qupperneq 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2021 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Bandarísk-íslenska sprotafyrirtækið Standby Deposits var stofnað í byrj- un þessa árs en hefur þegar tekist að ná fótfestu á bandarískum húsa- leigutryggingarmarkaði. Egill Al- mar Ágústsson er framkvæmda- stjóri félagsins og einn af fjórum meðstofnendum og segir hann að í Bandaríkjunum séu húsaleigu- tryggingar nær óplægður akur og til mikils að vinna að ná að bjóða þar upp á lausn sem bæði þjónar þörfum leigjenda og leigusala. Í dag eru nokkur hundruð leigu- íbúðir í Flórída komnar í kerfi Standby Deposits og viðræður langt komnar við stór leiguþjónustufélög sem sum hafa tugi þúsunda íbúða í sinni umsjá. Fram undan eru m.a. viðræður við fjárfesta með það fyrir augum að efla reksturinn og auka umsvif félagsins hratt og örugglega. Stutt er síðan Íslendingum stóð fyrst til boða að fá þriðja aðila til að veita húsaleigutryggingu og er þjón- usta Standby Deposits af svipuðum toga. Eins og lesendur þekkja krefj- ast leigusalar tryggingar sem jafn- gildir gjarnan eins til þriggja mán- aða leigu og verja sig þannig gegn mögulegu tjóni ef leigjandinn t.d. veldur skemmdum eða stendur ekki við skilmála leigusamningsins. Fyrirtæki eins og Standby Deposits veita ábyrgð sem getur komið í stað þessarar tryggingar og þarf leigj- andinn í staðinn að borga lágt mán- aðarlegt gjald. „Bandaríkin eru mik- ill leigjendamarkaður og sýna opinberar tölur að þar býr um það bil þriðjungur landsmanna í leiguhús- næði. Í stórborgunum er leigan oft býsna dýr og ef leigjandinn þarf að reiða fram tryggingu í reiðufé getur verið um mjög háa upphæð að ræða,“ segir Egill. „Að leigja t.d. dæmi- gerða íbúð í New York gæti kallað á um 7.000 dala tryggingu eða jafn- virði hátt í einnar milljónar króna, sem er stór biti fyrir flesta.“ Fá aðgang að bankaábyrgð Viðskiptamódel Standby Deposits reiðir sig á samstarf við bandarískar fjármálastofnanir sem veita, í gegn- um fyrirtækið, bankaábyrgð sem nemur þeirri leigutryggingu sem leigusali biður um. Er því ekki um eiginlega tryggingu að ræða heldur aðgang að lánsfé sem hægt er að virkja í samræmi við ákvæði leigu- samnings. Þegar ábyrgðin er nýtt stofnast skuld sem leigjandinn ber ábyrgð á að greiða og býður Standby Deposits upp á þægilegar afborgan- ir en rukkar vexti af upphæðinni þar til skuldin er greidd að fullu. Sú upphæð sem leigjandinn greið- ir fyrir þjónustuna ræðst af lánshæf- ismati hans, en er oft í kringum fjór- ir dalir á mánuði fyrir hverja 1.000 bandaríkjadali í ábyrgð. Segir Egill að Standby Deposits geti komið til móts við alla hópa og meira að segja þjónustað leigjendur sem eiga ekki að baki viðskiptasögu í Bandaríkj- unum, s.s. erlenda námsmenn og fólk sem ræður sig til starfa erlendis frá. Á undanförnum árum hafa nokkur fyrirtæki komið inn á Bandaríkja- markað með svipaða vöru og reikn- ast Agli til að markaðshlutdeild þeirra sé samanlagt um 10%. Sú nálgun Standby Deposits að veita aðgang að bankaábyrgð frekar en að selja eiginlega tryggingu þýðir að fyrirtækið getur boðið umtalsvert hagstæðari kjör en samkeppnisaðil- arnir en að auki býður Standby Deposits upp á hugbúnaðarlausn sem auðveldar stjórnendum stórra leiguþjónustufyrirtækja að hafa skýra yfirsýn yfir sín leigutrygg- ingamál. „Við ættum að standa vel að vígi enda með góða vöru og betri verð, og njótum á sama tíma góðs af því að húsaleigutrygging í gegnum þriðja aðila er komin á kortið hjá bæði leigusölum og leigjendum. Er nú svo komið að bæði borgir og ríki víðs vegar um Bandaríkin vinna að því að setja það í lög að leigusalar verði að bjóða upp á svona þjónustu sem valkost til viðbótar við greiðslu tryggingar með hefðbundnum hætti.“ Íhaldssamur markaður Ávinningurinn er mikill fyrir alla sem að viðskiptunum koma og segir Egill að fyrir leigjendur geti komið sér vel að binda ekki mikið fé í trygg- ingu leiguíbúðar. „Fyrir ákveðna hópa greiðir þessi þjónusta þeim leið að leigumarkaðinum og er t.d. ekki auðvelt fyrir nýútskrifaðan náms- mann sem fengið hefur gott starf í stórborginni að nurla saman pening- um fyrir tryggingunni þó hann hafi gott kaup og hafi hæglega efni á að greiða leiguna af góðri íbúð. Fyrir leigusalann, að sama skapi, stækkar það markaðinn til muna að geta boð- ið leigjendum upp á þennan valkost og einfaldar á margan hátt það um- stang sem fylgir því að geyma þá fjárhæð sem leigjandinn hefur greitt sem tryggingu og verður t.d. lögum samkvæmt að skila með vöxtum sem eru ekki þeir sömu og fást á innláns- reikningum.“ Ýmsar hindranir þarf að yfirstíga og segir Egill að það feli í sér áskor- un að leigumarkaðurinn er í eðli sínu íhaldssamur og gangi ekki áreynslu- laust að fá leigusala til að taka upp ný vinnubrögð. „En á allra síðustu árum hefur orðið greinileg vitundarvakn- ing um að hægt er að nýta tækni til að bæta og einfalda ýmislegt sem við kemur rekstri leiguíbúða. Ég hugsa að þegar menn líta um öxl og lausnir eins og Standby Deposits hafa náð almennri útbreiðslu muni blasa við hvað gömlu aðferðirnar voru óþjálar og kostnaðarsamar.“ Standby Deposits virðist standa vel að vígi til að gera viðskiptahug- myndina að veruleika og hefur stofn- endahópurinn á að skipafólki úr hug- búnaðar-, fjármála- og húsaleigu- geiranum en tveir þeirra eru bandarískir og hinir tveir íslenskir. Segir Egill að þó Standby Deposits verði aðgengilegt einstökum leigu- sölum og leigjendum þá verði fyrst um sinn lögð megináhersla á að ná til stóru leiguþjónustufélaganna sem mörg hafa yfir svo mörgum íbúðum að ráða að jafnast á við allan íslenska leigumarkaðinn. „Það skiptir miklu að hafa sem bestar tengingar innan þessa geira enda ekki mjög stór hóp- ur sem stjórnar honum og byggir ár- angurinn á því að eiga greiðan að- gang að rétta fólkinu.“ Bjóða Bandaríkjamönnum upp á húsaleigutryggingu - Leggja áherslu á leiguþjónustufélög sem eru á við allan íslenska leigumarkaðinn að stærð - Markaður sem er á frumstigi og varan betri en hjá keppinautunum Egill Almar Ágústsson AFP Byrði Landslagið í New York. Húsaleiga er dýr í stórborgunum og hafa leigjendur þurft að reiða fram mjög háar fjárhæðir sem tryggingu. Stéttarfélag starfsmanna í kvik- myndaiðnaði gerði á laugardag bráðabirgðasamkomulag við full- trúa bandarísku kvikmyndaver- anna og afstýrði þannig verkfalli sem átti að hefjast í dag, mánu- dag, og hefði lamað kvikmynda- framleiðslu í Hollywood. Undir stéttarfélagið IATSE falla um 60.000 manns sem starfa á bak við tjöldin í kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð en félags- menn hafa kvartað undan miklu álagi og löngum vinnudögum í kjölfar þeirrar röskunar sem varð á sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði Hollywood í kórónuveirufaraldr- inum. Hefur uppsöfnun verkefna orðið til þess að sumir stéttar- félagar hafa neyðst til að vinna fjórtán stunda vinnudag að því er Reuters greinir frá. Krafðist IATSE þess að settar yrðu skýrari reglur um styttri vinnutíma, matarhlé og hvíld- artíma, og að laun vegna vinnu fyrir þætti streymisveitufyrir- tækja yrðu hækkuð en fyrir tíu árum var samið um lægri taxta fyrir slík störf þegar streymi kvikmynda og þátta yfir netið var að byrja að taka á sig mynd. ai@mbl.is Verkfalli afstýrt í Hollywood Eftirspurn Allt er á fljúgandi ferð í Hollywood um þessar mundir. AFP 18. október 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 128.93 Sterlingspund 177.3 Kanadadalur 104.3 Dönsk króna 20.107 Norsk króna 15.329 Sænsk króna 14.918 Svissn. franki 139.42 Japanskt jen 1.1277 SDR 182.0 Evra 149.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.8448

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.