Morgunblaðið - 18.10.2021, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fyrir helgi
kvað við
nýjan tón
hjá Landspítal-
anum um aðgerðir
vegna kórónuveir-
unnar. Settur for-
stjóri spítalans, Guðlaug Rak-
el Guðjónsdóttir, tók undir
með framkvæmdastjóra
hjúkrunar, Sigríði Gunnars-
dóttur, um að spítalinn ætti að
vera undir það búinn að takast
á við tilslökun á sóttvarna-
aðgerðum þrátt fyrir álag á
bráðamóttöku. Sigríður benti
á að Covid-sjúklingar færu
ekki mikið í gegnum bráða-
móttökuna og hefðu því ekki
áhrif þar en meiri áhrif annars
staðar og búið væri að gera
ráð fyrir því í hættumati.
Forstjóri spítalans sagði í
samtali við Morgunblaðið að
hún hefði rætt við sóttvarna-
lækni um þetta og að rými
væri til að slaka á aðgerðum,
en að ráðast yrði í tilslakanir
með raunsæi og varkárni og að
taka yrði tillit til getu spítal-
ans.
Þetta eru fremur jákvæð
skilaboð frá spítalanum og
verða vonandi til þess að sótt-
varnalæknir leggi til frekari
tilslakanir á sóttvarnaaðgerð-
um og að í framhaldi af því taki
heilbrigðisráðherra ákvörðun
um slíkar tilslakanir. En um
leið og ástæða er til að vekja
athygli á þessari jákvæðu þró-
un er óhjákvæmilegt að benda
á hve sérkennileg staða er
uppi hér á landi eftir rúmlega
hálfs annars árs glímu við kór-
ónuveirufaraldurinn. Eftir all-
an þennan tíma og þann mikla
árangur sem náðst hefur er
staðan enn sú að hér eru veru-
legar takmarkanir á athafna-
frelsi almennings vegna að-
stæðna sem mögulega kunna
að koma upp á Landspítal-
anum. Og þá er jafnvel vísað
til þess að skæðar kvefpestir
eða flensur, sem landsmenn
líkt og aðrir eiga að venjast í
venjulegu ári, geti aukið svo
álagið á spítalanum að það
réttlæti skerðingu á frelsi al-
mennings.
Þessi staða kallar á umræð-
ur langt umfram það sem að-
eins snýr að kórónuveiru-
faraldrinum. Eitt er að grípa
til skamms tíma til hamlandi
aðgerða til að bregðast við
skyndilegri farsótt, allt annað
er að halda þeim aðgerðum um
lengri tíma og jafnvel að rétt-
læta þær með annars konar
pestum.
Þórdís Kolbrún R. Gylfa-
dóttir, ráðherra og varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins,
vék að þessu í
grein í sunnudags-
blaði Morgun-
blaðsins um
helgina og benti
þar meðal annars
á að verkefni
stjórnvalda væri „töluvert
flóknara en það sem sótt-
varnayfirvöldum er falið.
Stjórnvöldum ber að meta
heildarhagsmuni samfélags-
ins og geta ekki takmarkað út-
sýni sitt við smittölur vegna
einstakra sjúkdóma. Leggja
þarf á vogarskálar hversu
mikið er áunnið með þeim tak-
mörkunum sem lagðar eru á
samfélagið og hversu miklu er
fórnað. Þær fórnir eru ekki
aðeins efnahagslegar, heldur
snúa þær líka að margvís-
legum lífsgæðum og rétt-
indum sem ekki er auðvelt að
leggja tölfræðilega mælistiku
á. Hvers virði er að lifa án
þess að vera undir stöðugri
áminningu um tilteknar hætt-
ur og sjúkdóma? Hvers virði
er að hafa möguleika til þess
að ferðast? Hvers virði er
frelsi frá afskiptum stjórn-
valda í daglegu lífi?“
Þessar spurningar skipta
sannarlega máli og þeim má
að minnsta kosti svara með
því að allt er þetta ákaflega
mikils virði. Lífsgæði af þessu
tagi geta þurft að víkja tíma-
bundið þegar líf liggur við, en
það þarf mikið til. Og það má
aldrei líta á það sem sjálfsagt
eða eðlilegt ástand að frelsi al-
mennings sé skert, ekki held-
ur vegna þess að mögulega sé
von á frekar slæmri flensu.
Heilbrigðisyfirvöld hafa
haft drjúgan tíma til að búa
spítalann og aðra þætti heil-
brigðiskerfisins undir það að
hömlum yrði aflétt og það geta
vitaskuld ekki verið viðvar-
andi rök fyrir hömlum hér á
landi að sjálfur þjóðarspítal-
inn sé svo veikburða að lands-
menn geti ekki búið við það
frelsi sem þeir eiga kröfu til.
Sem betur fer virðist sem spít-
alinn geti nú staðist frekari
tilslakanir, en jafnvel þó að
álagið þar verði mikið er fjarri
því að það réttlæti alltaf höml-
ur á athafnafrelsi almennings.
Þórdís Kolbrún segir einnig
í grein sinni að ekki komi til
greina í hennar huga „að Ís-
lendingar þurfi að sætta sig
við að álag á heilbrigðiskerfið,
af ýmsum ástæðum, sé notað
sem réttlæting fyrir viðvar-
andi skerðingu á réttindum og
athafnafrelsi“. Þetta er sjón-
armið sem aðrir ráðherrar og
þingmenn geta vonandi tekið
undir.
Landspítalinn ræður
við verkefnið, sem
er gott, en á staða
hans að ráða öllu?}
Tímabært að
slaka á hömlum
H
ækkaði Seðlabankinn vexti um
daginn af því að skipulags-
yfirvöld í Reykjavík hafa ekki
verið nógu dugleg að útvega
lóðir undir húsnæði? Það ætti
ekki að vera flókið að fá svar við þessari spurn-
ingu. Svar sem ekki er litað af pólitík og þeirri
staðreynd að sveitastjórnarkosningar eru á
næsta leiti.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur hald-
ið því fram að ákvörðun Reykjavíkurborgar um
að byggja ekki íbúðahverfi á nýju landi sé
ástæða hækkandi fasteignaverðs sem sé síðan
helsta orsök hækkandi verðbólgu. Vaxtahækk-
anir séu svo nauðsynlegar til að hafa hemil á
verðbólgunni.
Hér vantar stóran kafla í söguna. Líkt og
flest önnur vestræn hagkerfi brást hið íslenska
við með vaxtalækkunum þegar hér fór allt í lás í upphafi
síðasta árs vegna Covid. Eins og annars staðar höfðu þær
vaxtalækkanir áhrif til hækkunar á húsnæðisverði. Til við-
bótar við vexti í sögulegu lágmarki var hér kaupmáttur í
sögulegu hámarki og aukinn stuðningur við fyrstu íbúða-
kaup. Þessar aðstæður leiddu m.a. til hliðrunar á eft-
irspurn frá leiguhúsnæði yfir í eignahúsnæði. Vaxtalækk-
anir og breytt neysluhegðun leiddu þannig hækkun á
húsnæðisverði.
Byggingamarkaður verður aldrei mjög skilvirkt hags-
tjórnartæki. Það fer auðvitað best á því að sem mestur
stöðugleiki ríki enda tekur skipulags- og byggingartími
nýrra hverfa langan tíma og ekki auðvelt að bregðast
hratt við örum sveiflum í eftirspurn. Seðla-
bankinn getur því ekki vísað ábyrgð á við-
brögðum við áhrifum vaxtalækkana á sveit-
arfélögin. Það að skipulagsyfirvöld í Reykjavík
vilji til dæmis stýra uppbyggingu húsnæðis og
nýrra hverfa er ekki áhyggjuefni. Það er hins
vegar áhyggjuefni að frá því fyrir tíma Covid
hefur verðbólga hér mælst yfir verðbólgu-
markmiðum eða í 32 af síðustu 36 mánuðum.
Vaxtalækkanirnar í fyrra voru því miður
ekki vegna hagstæðra verðbólguhorfa heldur
vegna niðursveiflu í hagkerfinu í boði Covid.
Nú þegar aftur sér til sólar þar er rétt að
hækka vexti aftur því blessuð verðbólgan okk-
ar er enn í fullu fjöri. Peningastefnan sem örv-
aði hagkerfið á tímum faraldursins á ekki leng-
ur við. Nú þarf aftur að takast á við að ná
settum verðbólgumarkmiðum. Það er verkefni
Seðlabankans.
Undanfarið hafa fullyrðingar og upphrópanir ýmissa
hagsmunaaðila í tengslum við húsnæðismál og vaxta-
ákvarðanir ekki allar verið sérstaklega málefnalegar. Að
halda sig við að meintur lóðaskortur í Reykjavík sé ástæða
verðbólgu og vaxtahækkana er vægast sagt einföld sögu-
skýring sem vekur einfaldlega upp spurningar um hvað
liggi þar að baki. Kannski má finna svarið í einhvers konar
Reykjavíkurheilkenni í aðdraganda sveitarstjórnarkosn-
inga frekar en málefnalegri hagsmunagæslu?
hannakatrin@althingi.is
Hanna Katrín
Friðriksson
Pistill
Lóðir, vextir og pólitík
Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Þ
að er að sjálfsögðu okkar
hlutverk að uppfylla óskir
og þarfir lesenda. Hljóð-
bókin hefur slegið í gegn
og því höfum við gefið allt í botn þeg-
ar kemur að framleiðslu og útgáfu,“
segir Egill Örn Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Forlagsins.
Vinsældir hljóðbóka hafa aukist
mikið á síðustu árum. Því er ekki síst
að þakka tilkomu Storytel sem býður
upp á streymisþjónustu í áskrift.
Forlagið hefur um árabil verið
stærsti bókaútgefandi landsins og nú
ber svo við að í ár sendir fyrirtækið í
fyrsta skipti frá sér fleiri hljóðbækur
heldur en prentaðar bækur.
Gamlar perlur bætast við
„Við tókum þá ákvörðun í upp-
hafi árs að svara þessari gríðarlegu
eftirspurn og reistum nýtt og full-
komið hljóðverk í húsnæði Forlags-
ins á Fiskislóð. Þar höfum við fram-
leitt hljóðbækur sleitulaust í ár og nú
stefnir í að fjöldi útgefinna titla á
hljóðbók verði næstum því tvöfaldur
á við nýjar prentaðar bækur,“ segir
Egill.
Hann segir að alger viðsnún-
ingur hafi orðið á síðustu árum. Áður
hafi það heyrt til undantekninga að
Forlagið gæfi út hljóðbækur en nú
er hægt að nálgast bæði nýjar og ný-
legar bækur á hljóðbók – sem og
ýmsar perlur íslenskra bókmennta.
Eldri bækur margra þekktra höf-
unda hafa verið lesnar inn á hljóðbók
að undanförnu, til að mynda þeirra
Kristínar Marju Baldursdóttur,
Guðrúnar frá Lundi og Einars Kára-
sonar.
„Mér sýnist stefna í að fjöldi
hljóðbóka hjá okkur á þessu ári verði
um eða yfir 200 titlar. Prentaðir titl-
ar verða hins vegar um 130,“ segir
Egill.
Framkvæmdastjórinn kveðst
fagna auknum áhuga fólks á hljóð-
bókum. „Ég held að bæði tilkoma
Storytel og tæknin að geta streymt
hljóðbókum hafi gjörbreytt aðgengi
almennings að hljóðbókum. Mín til-
finning er að við höfum kannski að
einhverju leyti misst af rafbókavæð-
ingunni sem varð víða fyrir um ára-
tug. En við erum að taka hljóð-
bókabyltinguna með trompi í
staðinn. Við hjá Forlaginu höfum
stigið risaskref á þessu ári og mark-
miðið er að gefa ekki færri en 200
titla á ári á næstu árum.“
Yfir 1.000 bækur frá upphafi
Samkvæmt upplýsingum frá
Stefáni Hjörleifssyni, fram-
kvæmdastjóra Storytel á Íslandi,
hefur Storytel framleitt yfir 200 ís-
lenskar hljóðbækur á árinu og gefið
út yfir 1.000 bækur frá upphafi.
„Áherslur í útgáfu hafa hins vegar
breyst nokkuð á árinu og hefur út-
gáfa Storytel Originals, þ.e. bóka
sem eru sérstaklega skrifaðar fyrir
hljóðbókaformið fyrir Storytel auk-
ist verulega og nú flestir ef ekki allir
útgefendur farnir að gefa út hefð-
bundnar hljóðbækur,“ segir Stefán.
Hann segir enn fremur að á næsta
ári muni Storytel gefa út yfir 30 titla
undir merkjum Storytel Original
bæði sem hljóðbækur og svokölluð
hlaðvörp eftir handriti (e. Scripted
audio series) sem hafa notið mikilla
vinsælda erlendis. Stefán segir það
til marks um gróskuna í þessum
geira að nú komi að jafnaði 1-2 nýjar
hljóðbækur á dag á Íslandi.
Stefán bendir á að kannanir hafi
sýnt fram á að áskrifendur Storytel
kaupi fleiri prentaðar bækur en þeir
sem ekki eru áskrifendur og styðji
þessi tvö form bóka því hvort annað.
„Hljóðbókin hefur þannig snúið tíu
ára samdrætti bókageirans í vöxt og
gott betur og eru heildartekjur
þeirra greinar nú hærri en þær voru
árið 2008 þegar best lét,“ segir Stef-
án.
Fleiri hljóðbækur en
prentaðar í fyrsta sinn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bókmenntir Forlagið gefur í ár í fyrsta skipti út fleiri titla á hljóðbók
heldur en prentaðar bækur. Eldri perlur eru nú lesnar inn á hljóðbækur.
Egill Örn
Jóhannsson
Stefán
Hjörleifsson
Stefán Hjörleifsson hjá Storytel
segir aðspurður að á Íslandi séu í
boði rúmlega 3.000 íslenskar
hljóðbækur og um 200.000
hljóðbækur á ensku, sænsku,
dönsku, auk hundraða þúsunda
rafbóka. „Þrátt fyrir að hlutfall ís-
lenskra hljóðbóka af heildarfjölda
í safninu sé einungis um 1,7%
kjósa Íslendingar íslenskt efni og
er 85% af hlustun á Storytel á ís-
lenskar bækur. Rafbækur eru
einnig að sækja á en nú eru um
1.500 íslenskar rafbækur í þjón-
ustunni og er sá vöxtur knúinn
áfram af sérstöku lesbretti sem
Storytel setti á markað fyrir um
ári síðan og hefur notið mikilla
vinsælda,“ segir hann.
Vilja hlusta á
íslenskt efni
3.000 ÍSLENSKAR BÆKUR