Morgunblaðið - 18.10.2021, Side 16

Morgunblaðið - 18.10.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2021 Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi Prentmets Odda og viðtali við eigendur fyrirtækisins ásamt nokkrum lykilstarfsmönnum fyrirtækisins. Hringbraut næst á rásum 7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ Á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 20.00 Stærsta prentsmiðja á Íslandi Heimsókn til Prentmets Odda ehf. í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.00 í kvöld • 30 ára saga lítillar prentsmiðju sem nú er sú stærsta á Íslandi • Samheldni eigenda ogmetnaðarfull markmiðasetning • Fjölbreytni í þjónustu og gæðamál á háu stigi • Helstu nýjungar í prenttækni, hönnun og vöruþróun Í frétt á mbl.is þann 25.5.2021 var sagt frá undirritun samnings á byggingu nýs hjúkrunarheim- ilis við Mosaveg í Grafarvogi. Í raun ætti þetta að vera fagnaðar- efni þar sem allir sem fylgst hafa með fréttum eru mjög meðvitaðir um að skortur á hjúkrunarrým- um er tilfinnanlegur og einn aðal- orsakaþáttur teppu í fráflæði Landsspítalans o.þ.a.l. kostnaði hans.Í umræddri frétt var kynnt- ur samningur á milli ríkis og borgar um bygg- ingu hjúkrunarheimilisins á lóð Borgarholts- skóla við Mosaveg, sem hýsa á allt að 144 íbúa. Eins gleðilegt og það er, þá er það eitt sem stingur í augun, það er staðarvalið! Stefnt gegn þróun í skólastarfi ungmenna? Með því að nota lóð Borgarholtsskóla fyrir hjúkrunarheimili þá eru stækkunarmöguleikar skólans útilokaðir. Við viljum líta svo á að þessi hugmynd sé ekki nægilega ígrunduð, því það er óviðunandi að stefna hjúkrunarrýmum gegn auknum tækifærum og eflingu skólastarfs ung- menna. Sendar hafa verið inn athugasemdir til að benda á hve illa ígrunduð þessi ákvörðun er. En svo virðist vera að borgaryfirvöld ætli ekki að taka það til greina. Í haust þurfti skólinn að hafna mörg hundruð umsóknum nýnema vegna plássleysis. Því er löngu orðið aðkallandi að stækka skólann til að mæta þörf í austurborginni. Við í Íbúasamtökunum höfum fylgst með byggingu og þróun skólans frá upphafi. Þegar hann var í forystu og tilraunaskóli sem bauð upp á ýmsar nýjungar sem hafa fest sig í sessi og hlotið við- urkenningu. Eins eru hugmyndir í dag um að þróa enn frekar fjöl- breytni námsframboðs, til að mæta þörf á nýbreytni, en það kallar á stækkun skólans. Vanda þarf staðarval Að gefnu tilefni vil ég benda þeim á sem ekki þekkja til starf- semi hjúkrunarheimila að íbúar hjúkr- unarheimila eru lifandi manneskjur með sínar vonir og þrár, þó færni þeirra sé skert. Því þarf að mæta sérhæfðum þörfum þeirra til að við- halda lífsgæðunum. Þau elska að njóta fé- lagsskapar, faglegrar hjúkrunar og ólíkrar virkniþjálfunar, sálgæslu og kærleiksríkrar samveru en ekki síður, njóta þau fegurðar í um- hverfinu og aðstöðu sem auka á takmörkuð lífs- gæði. Því þarf að vanda til skipulags heim- ilanna, staðsetningar, starfsemi og umhverfis. Meðal annars með því að hanna fallega garða í kringum hjúkrunarheimilin sem hafa með- ferðalegt gildi. Hjúkrunarheimili eiga vera heimili, ekki sjúkrahús í þeim skilningi. Við í Íbúasamtökum Grafarvogs erum alfarið á móti staðsetningu nýs hjúkrunarheimilis á lóð Borgarholtsskóla en viljum frekar sjá það reist á kyrrlátum grónum stað eins það mætti nefna nokkra t.d. í Keldnalandi, suðurhlíðum Húsa- hverfis, viðbyggingu við Eir eða í Sóltúni þar þar sem allt er tilbúið til byggingar en í bið eftir að yfirvöld samþykki að hefja framkvæmd. Þar væri hægt væri að hefja byggingu strax. Óheppilegt staðarval hjúkrunarheimilis Eftir Elísabetu Gísladóttur Elísabet Gísladóttir » Íbúasamtök Grafavogs leggj- ast eindregið gegn staðsetn- ingu nýs hjúkrunarheimilis á lóð Borgarholtsskóla. Höfundur er formaður Íbúasamtaka Grafarvogs, situr í skólanefnd Borgarholtsskóla og starfar sem djákni á hjúkrunarheimili. elisabetgisla@simnet.is Það er sérkenni krísa að þær knýja fram breytingar og oft á ótrúlegustu stöðum. Í málefnum heimilislausra í Reykjavík varð það raunin þegar félagsmálaráðu- neytið gerði samning við Reykja- víkurborg um tímabundið neyð- arhúsnæði fyrir viðkvæma hópa vegna Covid-19 í fyrra vor. Af- raksturinn var nýtt neyðarskýli fyrir konur úr gistiheimili í Skip- holti sem hafði þá sérstöðu að bjóða upp á herbergjagistingu fyrir konurnar með sér baðherbergi. Þær gátu því læst að sér, verið öruggar um eigurnar sín- ar og baðað sig í einrúmi. Einnig var opið allan sólarhringinn svo konurnar höfðu meiri stjórn á því hvernig þær höguðu deginum sínum. Fyrir vikið líktist úrræðið frekar stúd- entagarði en hefðbundnu gistiskýli. Aðsóknin var mikil og það var upplifun starfsfólks að þetta fyrirkomulag reyndist þjónustuþegum betur en hið hefðbundna gistiskýli, þá sér í lagi til að aðlaga sig aftur sjálfstæðri búsetu. Einn- ig væru þjónustuþegarnir ánægðari með þetta fyrirkomulag og þætti það valdeflandi. Núna er skýlinu lokað en það var upplifun starfs- fólks að dýrmæt þekking hefði þar skapast. Þarna er samhljómur með erlendum rann- sóknum því jákvæð upplifun viðkomandi af valdeflingu og gæði húsnæðis er áhrifaþáttur í bættri andlegri heilsu meðal heimilislausra. Það hallar á heimilislausar konur Reykjavíkurborg rekur tvö gistiskýli fyrir karlmenn með samtals 40 plássum og Rótin rekur Konukot á grundvelli þjónustusamnings við velferðarsvið Reykjavíkurborgar með 12 plássum. Það hallar því á konur þegar kemur að fjölda plássa í neyðarathvörfum. Í skýrslu um málaflokkinn frá árinu 2017 kom fram að 349 einstaklingar væru heimilislausir, þar af 108 konur, og tekið fram að þessi fjöldi væri sennilega vanmat. Á milli 2005 og 2019 hafði fjöldi kvenna sem leitaði til Konukots nánast þrefaldast og fjöldi gistinátta þeirra nánast fjórfaldast. Því má sannarlega áætla að það sé meira heim- ilisleysi meðal kvenna en mæl- ingar nema og að þjónustuþörfin sé mikil, vægast sagt. Heilsa heimilislausra mælist heilt yfir mun verri en í almennu þýði. Þar af er heilsa kvenna verri en karla en konur eru einn- ig líklegri til að verða fyrir kyn- ferðisofbeldi ofan á annað lík- amlegt ofbeldi. Samkvæmt Húsnæði fyrst-aðferðafræðinni er öruggt hús- næði bæði grundvallarmannréttindi og grunn- þörf sem þarf að mæta svo einstaklingurinn geti ráðið við aðrar áskoranir. Heimili er því forsenda fyrir árangri vímuefnameðferðar eða meðferðar við geðrænum vanda og sýnt hefur verið fram á tengsl milli þess að fara í öruggt húsnæði með stuðningi og bættrar líkamlegrar og andlegrar heilsu í kjölfarið í rannsóknum meðal heimilislausra. Á næsta borgarstjórnarfundi þriðjudaginn 19. október ætlum við sjálfstæðismenn að leggja til að Reykjavíkurborg komi aftur á fót nýju neyðarathvarfi fyrir konur líkt og það sem var í Skipholti. Það er bara hreinlega al- gjör synd að loka jafn farsælu úrræði og þessu fyrir heimilislausar konur þegar það munar einfaldlega öllu að koma fólki í öruggt skjól og af götunni. Hvað þá núna þegar veturinn bank- ar upp á. Ekki loka því sem virkar Eftir Ragnhildi Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir » Sjálfstæðismenn leggja til opnun nýs neyðarathvarfs fyrir heimilislausar konur í stað þess sem var lokað. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ragnhildur.Alda.Vilhjalmsdottir@reykjavik.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.