Morgunblaðið - 18.10.2021, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2021
✝
Helga Bergrós
Bizouerne
fæddist í Pithiviers
í Frakklandi 27.
apríl 1981. Hún lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 8. október.
Foreldrar hennar
eru Bergrós Ás-
geirsdóttir fram-
haldsskólakennari,
f. 13. desember
1953, og Patrick Bizouerne
verkfræðingur, f. 30. september
1953. Þau skildu.
Alsystkini Helgu eru Jóhann-
es Ásgeir, f. 29. nóvember 1981,
sem á dæturnar Violette og Val-
entine, og Hanna Dorothéa, f. 5.
september 1987, sem á soninn
Björn. Samfeðra er Inès, f. 3. júlí
2013.
Eftirlifandi eiginmaður
Helgu er Louis Jacobus Kotze,
2001. Hún tók leiðsögupróf frá
Leiðsöguskóla Íslands árið 2002.
Árin 2003 til 2006 stundaði hún
nám í ensku og enskum bók-
menntum við Háskóla Íslands.
Helga vann með námi sínu öll
námsárin. Frá grunnskóla til há-
skólaára vann hún í barnafata-
versluninni Du Pareil au Même
og síðan við ferðatengd störf.
Hún hóf störf meðfram námi hjá
Radisson Blu 1919 Hotel árið
2005, fyrst í hlutastarfi í mót-
töku og síðan í fullu starfi við
bókunar- og söludeild til ársins
2010 að hún hóf störf hjá Ice-
land Travel. Fyrstu fimm árin
þar vann hún við hvataferðir,
aðallega fyrir frönskumælandi
markað, en síðan sem sölustjóri
fyrir Norður-Ameríku- og Ástr-
alíumarkað eða þar til hún
veiktist seint á árinu 2020.
Útför Helgu Bergrósar Bizo-
uerne fer fram frá Háteigs-
kirkju í dag, 18. október 2021,
kl. 13.
Streymi frá útför:
https://livestream.com/luxor/helga
Hlekk á streymi frá útförinni
má nálgast á:
https://www.mbl.is/andlát
garðyrkjufræð-
ingur og leið-
sögumaður, f. 5.
maí 1985. For-
eldrar hans eru
Chrisna van Miey-
hem kennari, bú-
sett í Þýskalandi,
og Petrus Kotze
bóndi, d. 2006. Syst-
ir Louis er Alida
Kotze, búsett í
Namibíu.
Dóttir Helgu og Louis er Mía
Rós, f. 13. júlí 2016. Fyrir átti
Louis Kötlu Líf, f. 20. október
2009.
Helga ólst upp í Frakklandi til
14 ára aldurs en þá fluttist hún
til Íslands með móður sinni og
systkinum árið 1995. Hún lauk
grunnskólanámi frá Háteigs-
skóla árið 1997 og stúdentsprófi
frá mála- og félagsfræðibraut
Menntaskólans við Hamrahlíð
Elsku systir.
Hvernig get ég komið í orð hver
þú varst eða hvað þú þýddir fyrir
mig? Þú varst svo stór persónu-
leiki, svo hlý, þrjósk, hugrökk,
sjálfstæð, viðkvæm, gjafmild og
klár.
Fyrsta af „trois mousquetaires“
fallin frá, langt fyrir aldur fram og
það mætti segja að nú séum ég og
Jói bróðir orðin leiðtogalaus. Frá
því við fæddumst hefur þú passað
okkur, strítt okkur, leiðbeint okkur
og elskað okkur. Eftir að þú sagðir
mér fyrst frá krabbameininu rölti
ég grátandi um hjá mömmu og sá
allar ljósmyndirnar af okkur í
gegnum árin. Á nær öllum mynd-
unum heldur þú annarri hendi um
öxl mína og ég áttaði mig á að
þannig hefur það verið allt mitt líf,
hlý verndarhönd sem haldið er yfir
mér. Í þér átti ég alltaf banda-
mann, klappstýru, bestu vinkonu
og það mikilvægasta af öllu; skil-
yrðislausa ást.
Þegar við vorum lítil og þú leidd-
ir okkur Jóa í gegnum flugvelli
Evrópu, sjálf ennþá bara barn, en
við fylgdum þér í blindu trausti.
Þegar þú reifst niður plakatið mitt
af Spice Girls í herberginu okkar
og hengdir upp Kurt Cobain í stað-
inn (ég þakka þér í dag þó mér
sárnaði þá). Þegar ég bjó í Barce-
lona og þú sendir mér ótal Mo-
neygram, líkt og það væri þín
helsta skemmtun að rölta í bank-
ann og senda mér pening. Þegar ég
flutti til Spánar og þú tókst við kis-
unum mínum án þess að hugsa þig
um (neitaðir svo reyndar að skila
þeim aftur). Þegar við Fatou feng-
um alltaf að fara í klinkboxið þitt til
að skrapa saman pening fyrir kaffi-
bolla. Þegar ég flutti aftur heim og
þú hjálpaðir mér að finna vinnu á
hótelinu og við fluttum inn saman.
Öll þessi skipti sem þú greiddir á
mér hárið og lánaðir mér fötin þín
áður en ég fór út á lífið. Óteljandi
minningar af þér að vernda mig,
óteljandi minningar af okkur sam-
an, að hlæja, prakkarast, ferðast,
plana og njóta.
En hvað heimurinn verður stór
og ógnandi án þín. Lífið án þín er
óhugsandi, tómið sem þú skilur eft-
ir of stórt. Að missa þig er eitt það
erfiðasta sem ég hefði getað hugs-
að, mín stóra ást, mín stóra systir.
Þú lofaðir að taka á móti mér
þegar að mér kæmi, einn daginn
yrðum við saman á ný. Þegar þú
varst að taka þína síðustu andar-
drætti bað ég þig um að koma
brunandi á gamla Renault Twingo-
bílnum með tónlistina stillta á
hæsta, og við myndum æða saman
inn í stjörnuhimininn. Þangað til sú
stund kemur lofa ég að vera sterk,
feta mig áfram í þessum stóra ógn-
andi heimi og gera þig stolta. Ég
mun passa Míu þína, elska hana
skilyrðislaust og gera mitt besta til
að verða fyrir hana það sem þú
varst fyrir mér.
Svo segir bros þitt, besta systir mín.
Nú beinist aftur kveðja mín til þín,
og brennheitt höfuð hneigi ég í tárum,
mín hjartans vina frá svo mörgum árum.
Ég veit, þú hefðir sagt mér að herða huga
minn.
Ég hugga mig sem best til að gera vilja
þinn.
Ég geymi hvert þitt bros í minning
minni.
Ég man og skal ei gleyma samvist þinni.
Ég vildi ég gæti fléttað þér fagran
minniskrans.
En fyrir augun skyggja heitu tárin.
Svo vertu sæl, mín systir! Í faðmi
fannklædds lands.
Þú frið nú átt. Við minninguna – og
sárin.
(Hannes Hafstein)
Þín litla systir,
Hanna Dorothéa.
Yndisleg frænka mín er látin
langt fyrir aldur fram, aðeins fer-
tug að árum. Öllum að óvörum
greindist hún með illvígt krabba-
mein undir lok síðasta árs. Áður
hafði hún varla kennt sér meins.
Við tók þungbær barátta – með
björtum hléum þó – sem lauk tíu
mánuðum síðar með friðsælu and-
láti í faðmi nánustu fjölskyldu.
Helga Bergrós varð öllum eft-
irminnileg sem henni kynntust.
Tíguleg fegurð hennar, innilegt
viðmót og einstaklega fallegt bros
fór ekki fram hjá neinum. Ákefð
hennar þegar henni hitnaði í hamsi
og var mikið niðri fyrir var ekki síð-
ur heillandi. Og lífsgleði hennar
smitaði út frá sér.
Ég kynntist henni barnungri og
fylgdist með uppvexti hennar í tíð-
um heimsóknum á heimili systur
minnar í Frakklandi. Alltaf var hún
brosandi og kát – hvort sem hún
sat á þríhjólinu sínu í La Ferté-
Frêsnel, lék sér við schaefer-hund
ömmu sinnar í Pithiviers eða pass-
aði upp á litlu systkini sín úti í garði
í Noisy-le-Grand.
Hún var fyrirmyndarbarn, dug-
leg og samviskusöm. Ábyrgðar-
kennd hennar kom glöggt í ljós
þegar líf fjölskyldunnar umturnað-
ist og hún fluttist á unglingsaldri
með móður sinni ásamt yngri
systkinum til Íslands eftir skilnað
foreldranna.
Eins og fleiri ættmenni hennar í
móðurlegg var hún óforbetranleg-
ur bókaormur. Það kom því ekki á
óvart að hún skyldi velja enskar
bókmenntir til náms í háskólanum.
Hún hreifst mjög af rómantískum
bókmenntum átjándu og nítjándu
aldar. Ógleymanlegt var að hlýða á
hana lýsa með dreymandi hætti
sögum eins af eftirlætishöfundum
hennar, Jane Austin.
Eftir nám í leiðsöguskólanum
varð ferðaþjónusta starfsvettvang-
ur hennar. Helga var traustur
starfskraftur og vildu vinnuveit-
endur hennar ógjarnan missa
hana. Á starfsævi sinni vann hún
aðeins hjá þremur fyrirtækjum,
fyrst meðfram námi í þekktri
barnafataverslun, síðan á 1919-Ra-
disonhótelinu og loks hjá Iceland
Travel. Í öllum þessum fyrirtækj-
um var henni falin aukin ábyrgð
með hverju ári. Í ferðaþjónustunni
má segja að eðliskostir hennar hafi
notið sín. Hún var ekki aðeins hríf-
andi persónuleiki heldur atorku-
söm og rösk, úrræðagóð og ævin-
lega gott að leita til hennar.
Óhætt er að segja að Helga hafi
fundið hamingjuna þegar hún
kynntist Louis Kotze, miklum geð-
prýðismanni af hollenskum ættum.
Louis kom fyrst til Íslands fyrir
um fimmtán árum og leist svo vel á
landið að hann ákvað að setjast hér
að. Hann hefur síðan unnið við
garðyrkju og leiðsögustörf við góð-
an orðstír. Helga og Louis voru
einstaklega samrýnd. Þau voru
nýbúin að búa sér notalegt heimili
við Hæðargarð í Reykjavík þegar
vágesturinn mikli knúði dyra.
Það er sárt að horfa á eftir svo
vel gerðri ungri konu í blóma lífs-
ins. Mestur er sársaukinn auðvitað
hjá nánustu fjölskyldu; Louis og
dætrunum, Miu litlu og Kötlu, for-
eldrunum, Bergrósu systur minni
og Patrick, og systkinunum Hönnu
Dorothéu og Jóhannesi Ásgeiri
sem hún var alla tíð mjög náin.
Við Margrét sendum aðstand-
endum öllum innilegar samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Helgu
Bergrósar Bizouerne.
Jakob F. Ásgeirsson
Í minningunni er Helga alltaf
brosandi, alveg frá fyrstu kynnum
okkar af henni í París 1986. Bros-
andi þessu einstaka brosi sem
myndaði djúpa spékoppa í kinnum
hennar, og skærblá augun geisl-
andi af lífsgleði. Hún var í uppá-
haldi frá upphafi, alltaf góð, alltaf
glöð og alltaf umhyggjusöm.
Það var stór stund þegar þau
Helga, Jóhannes og Hanna fluttu
loksins til Íslands. Frönsku frænd-
systkinin sem voru svo lík okkur.
Við fengum snemma að kynnast
því hve öflug, fyndin og skemmti-
leg Helga var, prakkaralegu glott-
inu og hárbeittu skopskyninu.
Í fjölskylduboðum var alltaf eitt-
hvað brallað og eftir því sem við
eltumst eyddum við meiri tíma
saman utan þeirra. Helga var
margbrotin, bæði ævintýragjörn
og hjartahlý. Hún laðaði fólk að sér
hvar sem hún kom. Við erum þakk-
lát fyrir þau forréttindi að hafa
þekkt þá fallegu, sterku og hug-
rökku konu sem frænka okkar var,
fyrir vinskapinn og allar ómetan-
legu samverustundirnar.
Í dag minnumst við Helgu
Bergrósar með sáran söknuð í
hjörtum og vottum eiginmanni
hennar og dóttur, foreldrum og
systkinum, okkar dýpstu samúð.
Missir þeirra er mikill.
Tinna, Flóki og Katla
Ásgeirsbörn.
Elskuleg systurdóttir mín,
Helga Bergrós, lést á líknardeild
Landspítala eftir erfið veikindi.
Það er þung raun fyrir nákomna,
maka, dóttur, fósturdóttur, for-
eldra og systkini að horfa á dauða-
stríð ungrar konu.
Helga fæddist í Frakklandi og
bjó þar fyrstu 14 ár lífs síns. Þegar
foreldrar hennar skildu fluttist hún
með móður sinni og systkinum,
Hönnu og Jóhannesi Ásgeiri, heim
til Íslands og hefur hún búið hér
síðan en haldið samt miklum
tengslum við Frakkland enda býr
föðurfjölskylda hennar þar. Hún
aðlagaðist lífinu á Íslandi fljótt en
foreldrar hennar höfðu gætt þess
að dvelja hér á landi reglulega.
Systkinin töluðu því öll íslensku
sem auðveldaði þeim að aðlagast
breyttu umhverfi. Jóhannes flutti
aftur út til Frakklands og býr þar,
en kom tímabundið til dvalar á Ís-
landi snemma á þessu ári til að
geta staðið við hlið systur sinnar í
veikindum hennar og stutt móður
sína.
Það var aðdáunarvert að fylgj-
ast með hversu náin systkinin
eru. Þeim þykir augljóslega
mjög vænt hverju um annað og
hugsun Jóhannesar og Hönnu
var sú ein hvernig þau gætu létt
undir með systur sinni og fjöl-
skyldu hennar.
Helga Bergrós starfaði í
ferðamennsku enda tungumála-
kona og naut hún farsældar í
starfi. Fyrir fimm árum kom sól-
argeislinn hennar, Mía Rós, í líf
hennar, en þessi litla hnáta sér
nú á bak móður sinni. Lífshlaup
Helgu Bergrósar einkenndist af
góðmennsku. Ég heyrði hana
aldrei hallmæla neinum og hún
var alltaf jákvæð í garð annarra.
Louis Kotze, eiginmaður
Helgu Bergrósar, stóð traustur
við hlið hennar í veikindunum og
sýndi mikið æðruleysi.
Minningin um þessa góðu
konu mun lifa með okkur sem til
hennar þekktum. Við Kolbrún
vottum Louis, Míu Rós, fóstur-
dótturinni Kötlu Kotze, svo og
foreldrum, systkinum, öðrum
ættmennum og vinum okkar
dýpstu samúð.
Jóhannes Ásgeirsson.
Kæra frænka. Mikið er sárt að
kveðja þig. Lífið getur verið svo
ósanngjarnt og sérstaklega á
þessari stundu. Ég leit ávallt upp
til þín og dáðist að þér. Þú varst
falleg að innan sem utan. Styrk-
ur þinn á þessum erfiðu tímum
var ótrúlegur. Mikið þótti mér
vænt um síðasta spjall okkar á
fallega heimili þínu í sumar og að
fá að hlæja með ykkur systrum
yfir kaffibolla og góðum minn-
ingum.
Minning þín lifir í hjörtum
okkar.
Fósturlandsins Freyja,
fagra vanadís,
móðir, kona, meyja,
meðtak lof og prís.
Blessað sé þitt blíða
bros og gullið tár.
Þú ert lands og lýða
ljós í þúsund ár.
(Matt. Joch.)
Ég og fjölskylda mín vottum
Louis Kotze, Míu Rós, Kötlu Kotze
og öðrum aðstandendum innilega
samúð.
Bergrós Kristín
Jóhannesdóttir.
Elsku besta vinkona mín.
Núna ertu farin. Hvernig á ég að
útskýra í Mogganum hvað þú
varst mér mikilvæg. Þú ert klár-
lega ein af mínum hjartkærustu
manneskjum.
Þetta vissi ég þegar við kynnt-
umst fyrst og í gegnum okkar 18
ár saman hefur það aldrei breyst.
Þú kenndir mér svo margt en
mest sýndir þú mér óskilyrta ást.
Eitthvað sem ég hef aldrei
kynnst jafn fallega en í gegnum
vináttu okkar.
Að vera svona ung og týnd og
rekast svo á sál eins og þína er
það langbesta sem komið hefur
fyrir mig.
Takk fyrir að vera þú – uppá-
haldið mitt, mín manneskja.
Þetta ár hefur verið það erf-
iðasta sem ég hef lifað en eins og
þú sagðir þá er það líka búið að
vera eitt það fallegasta. Að fá að
verða vitni að þessari ást sem er
allsstaðar þar sem þú ert sannar
hvað þú skildir lífið vel.
Takk fyrir að leyfa mér að
vera með.
Yndislega fjölskylda, Louie
Mia og Katla, Hanna og Jói,
Bergrós og Patrick.
Orð geta engu lýst. Ég votta
ykkur mína dýpstu samúð.
Kristín.
Elsku Helga.
Það er sárt að komið sé að því að
skrifa þessi minningarorð til þín,
lífið blasir nú sannarlega við sem
óútreiknanlegt og ósanngjarnt.
Það er ekki spurning að þín verður
bæði saknað og vel minnst af okkur
sem vorum svo heppin að fá að
kynnast þér. Þú komst sem ljós-
geisli inn í vinahópinn með Hönnu
systur þinni, samband ykkar systr-
anna var alltaf svo fallegt og dýr-
mætt. Það eru þess vegna ófáar
minningarnar um gleðistundir að
fagna tímamótum og merkum
áföngum saman í gegnum árin, nú
síðast í brúðkaupinu ykkar Louis í
sumar. Er það örlítil huggun harmi
gegn að þið hafið getað átt þennan
fullkomna dag. Þá þykir mér alltaf
sérstaklega vænt um þegar við
hittumst í Barcelona. Takk fyrir að
hafa lífgað upp á tilveruna, megir
þú hvíla í friði og minning þín lifa
áfram.
Elsku Hanna, Louis, Mía Rós,
Katla, Bergrós, Jói, Patrick og fjöl-
skyldan öll, ég votta ykkur dýpstu
samúð og óska ykkur styrks til að
takast á við sorgina.
Um undra-geim, í himinveldi háu,
nú hverfur sól og kveður jarðarglaum;
á fegra landi gróa blómin bláu
í bjartri dögg við lífsins helgan straum.
(Benedikt Gröndal)
Marta Sveinbjörnsdóttir.
Elsku Helga, þrátt fyrir að hafa
vitað hver þú varst síðan ég var
barn enda stóra systir góðrar vin-
konu minnar, þá kynntist ég þér
ekki fyrr enn miklu seinna þegar
ég og Fatou hefjum okkar líf sam-
an.
Þessi allt of fáu ár sem ég fékk
til að kynnast þér eru samt full af
ást og orku og góðum tíma sem við
náðum að eyða saman. Allar heim-
sóknirnar, ferðalögin og matarboð-
in standa upp úr. Þessar stundir
voru okkur hjónum dýrmætar þá
en eru orðnar að ómetanlegum
minningum í dag. Ég kann vel að
meta þessar stundir sem að við
gátum eytt saman og ég veit að þú
hefur verið mikilvæg fyrir hana
Fatou mína í gegnum hennar ævi.
Ég vil þakka þér fyrir í hinsta
sinn og þó að sorgin sé gríðarleg
eru minningarnar sterkar og ég
veit að á endanum eru það minn-
ingarnar sem að lifa með okkur að
eilífu.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku Louis, ég votta þér alla
mína samúð og ást á þessum tíma.
Ég er hér fyrir þig og þína fjöl-
skyldu.
Ragnar Ingi Magnússon.
Elsku besta fallega vinkona.
Það er sárara en tárum taki að
komið sé að okkar hinstu kveðju-
stund. Ég tók því sem gefnu að
við myndum eldast saman, hlæj-
andi að bernskubrekum okkar og
uppátækjum, en lífið er hverfult
líkt og við höfum kynnst seinustu
mánuði. Það eru mikil forréttindi
að hafa fengið að fylgja þér og
systur þinni, henni í gegnum líf-
ið, fagna með ykkur ófáum tíma-
mótum og upplifa saman allt það
sem á daga okkar hefur drifið.
Frá því að ég kynntist þér
fyrst hefur þú verið stórkostleg
stoð og stytta í mínu lífi og ég hef
ætíð getað reitt mig á stuðning
þinn og styrk. Í gegnum allar
gleði- og sorgarstundir hefur þú
verið til staðar og leitt mig
tryggri hönd í gegnum lífs-
reynslur sem ég taldi mér ofviða.
Traustari vin væri ekki hægt að
ímynda sér. Meira að segja í
gegnum þína stuttu en erfiðu
baráttu seinustu mánuði léstu
aldrei ógert að spyrja eftir líðan
móður minnar og tókst veikindi
Helga Bergrós
Bizouerne
Okkar yndislegi sonur, barnabarn,
barnabarnabarn, frændi og vinur,
THEODÓR MÁNI FANNARSSON,
lést í fangi foreldra sinna umvafinn ást og
kærleik á heimili sínu þann 7. október. Útför
fer fram í Háteigskirkju fimmtudaginn 21.
október klukkan 13.
Sérstakar þakkir fær hið einstaka starfsfólk Barnaspítala
Hringsins, heimaþjónustu barna og þjónustumiðstöð
Laugardals og Háaleitis.
Anna Gréta Oddsdóttir Fannar Guðmundsson
Rakel Kristjánsdóttir Guðmundur Haraldsson
Jóna Guðný Jónsdóttir
Oddur Hafsteinsson María Auður Steingrímsdóttir
fjölskyldur og vinir
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýhug, vináttu og samúð við andlát og
útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
BJARNA REYKJALÍN MAGNÚSSONAR
hreppstjóra,
Miðtúni, Grímsey.
Sérstakar þakkir færum við heimahjúkrun á Akureyri og
starfsfólki á sjúkrahúsinu þar, einnig þeim sem komu til útfarar
hans og öllum sem komu að með stuðningi og aðstoð.
Minning hans lifir.
Siggerður Hulda Bjarnadóttir Ólafur Árnason
Sigurður Ingi Bjarnason Steinunn Stefánsdóttir
Kristjana Bára Bjarnadóttir Grétar Erlendsson
Magnús Þór Bjarnason Anna María Sigvaldadóttir
Bryndís Anna Bjarnadóttir Vignir Örn Stefánsson
afa- og langafabörn