Morgunblaðið - 18.10.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.10.2021, Blaðsíða 19
hennar nærri þér. Það lýsir svo vel þínu fallega hjartalagi. Allt frá óhörnuðum unglingsár- um hef ég dáðst að gáfum þínum, fegurð, umhyggjusemi og seiglu. Ég og systir þín öpuðum allt eftir þér; þín uppáhaldstónlist varð tón- listin okkar, þínar uppáhaldskvik- myndir urðu myndirnar okkar. Af þér lærði ég ekki bara að mála mig og pakka í tösku, heldur að það má gera vel við sjálfa sig og njóta lífs- ins til hins fyllsta. Þú bjóst yfir hár- réttri blöndu af jafnaðargeði og baráttuanda, hélst ró þinni í erf- iðum aðstæðum en varst samt langmesti naglinn á staðnum. Þú hefur reynst mér alger fyrirmynd og kennt mér svo margt. Fyrir þetta allt verð ég ævinlega þakklát. Það var yndislegt að ferðast með þér. Þú varst alltaf með bók í töskunni, kerti fyrir sumarbústað- inn og skipulagið hundrað prósent á hreinu. Svo leyndust oft franskir ostar á góðum stað. Þú varst mikill náttúruunnandi og ég minnist óf- árra stunda sitjandi með þér ein- hvers staðar úti í móa, þar sem við vorum umvafðar mögnuðu sjónar- spili íslenskrar náttúru, sem þú þekktir svo vel. Þótt þú elskaðir stundir í góðum félagsskap naustu þess líka að vera ein heima með góða bók, þá kveiktir þú á kertum og helltir í gott vínsglas. Það var yndislegt að koma í heimsókn til þín, enda urðu matarboðin hjá ykk- ur fjölskyldunni einn af örfáum föstum punktum í Íslandsheim- sóknum eftir að ég flutti út. Í þeim áttum við margar ómetanlegar stundir. Þótt sársaukinn sé gríðarlegur vegur þakklætið þyngra og minn- ingarnar munu ylja mér um ókomna tíð. Þú varst heimsins besti ferðafélagi, ekki aðeins í þeim ófáu ferðalögum sem við áttum saman, heldur í gegnum lífið sjálft. Hvíldu í friði elsku vinkona. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós. Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir) Elsku Louis, Mía, Katla, Hanna, Jói, Bergrós og Patrick, hugur minn er hjá ykkur. Fatou Ńdure Baboudóttir. Í dag kveðjum við samstarfs- félaga til margra ára. Helga Berg- rós lést langt fyrir aldur fram eft- ir snarpa baráttu við krabbamein. Helga Bergrós var öflugur starfsmaður og snerti á mörgum þáttum hjá fyrirtækinu. Hún byrjaði sem leiðsögumaður, aðal- lega fyrir hvatahópa frá Frakk- landi. Síðar tók við vinna í hvata- ferðadeild Iceland Travel árið 2010 og frá haustinu 2014 í sölu- deild. Helga Bergrós var glæsileg, hörkudugleg, jákvæð og leysti úr hverju verkefni af samviskusemi og nákvæmni. Hún hafði hrífandi persónuleika að geyma, góða nærveru, hlýju, hafði skemmti- legan húmor og var umfram allt mikill vinur vina sinna og félaga. Helga var heimsborgari og naut sín vel í alþjóðlegu umhverfi ferðaþjónustunnar. Í ferðalögum á vegum vinnunnar nutum við gjarnan þekkingar hennar á mis- munandi menningarheimum sem og framúrskarandi tungumála- kunnáttu. Helga Bergrós skilur eftir sig stórt skarð og verður hennar sárt saknað. Við sendum Louis, Míu Rós, Kötlu og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. “Fyrir hönd starfsmanna Ice- land Travel: Margrét Sigurjónsdóttir Alda Björk Aðalsteinsdóttir Jóhanna Dagbjört Gilsdorf Þórdís Sverrisdóttir Margrét Benediktsdóttir Berglaug Skúladóttir Árni Gunnarsson MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2021 ✝ Sævar Örn Kristbjörnsson fæddist í Reykja- vík 21. maí 1939. Hann lést á Land- spítalanum Foss- vogi 7. október 2021. Foreldrar hans voru Krist- björn Kristjánsson járnsmiður í Reykjavík, f. í Bakkholti í Ölf- ushreppi í Árnessýslu 28. apríl 1907, d. af slysförum 28. jan- úar 1956, og Sigurlaug Sigfús- dóttir, f. í Blöndudalshólum í Blöndudal í Bólstaðarhlíð- arhreppi í Austur-Húnavatns- sýslu 5. ágúst 1908, d. 14. júní 1998. Systkini Sævars eru Sig- urður Kristján, f. 12. janúar 1942, d. 25. júní 2006, Anna Sævars og Ernu eru: 1) Krist- björn f. 19. ágúst 1962, 2) Ari f. 5. september 1965, sambýlis- kona Gitte Drescher, f. 30. mars 1962. Börn Ara eru Grétar Karl og Erna ásamt tveimur barnabarnabörnum, 3) Sævar Örn, f. 19. desember 1971. Börn Sævars eru Sólon Örn, Sölvi og Stígur, 4) Gylfi, f. 26. maí 1974, eiginkona Haf- dís Bridde, f. 10. október 1977. Börn Gylfa eru Róbert Már, Anna Lára og Andrés Þór. Sævar ólst upp í Reykjavík. Hann lauk miðskólaprófi frá Gagnfræðaskólanum við Hringbraut, fór upp frá því að einbeita sér að húsasmíði og útskrifast með sveinsbréfi 10. júní 1960 og fékk meist- arabréf í húsasmíði nokkrum árum síðar. Mestum hluta starfsævinnar varði Sævar hjá Ístaki byggingarverktaka, allt frá stofnun til starfsloka. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 18. október, kl. 15. Þuríður, f. 28. júní 1945, maki Bragi Skúlason, Steinar Kristvin, f. 6. nóv- ember 1946, d. 22. mars 2019, maki Elín Anna Antons- dóttir, og hálf- systir sammæðra er Unnur Björk Gísladóttir, f. 5. september 1931, d. 27. ágúst 2017, maki Magnús Magnússon, f. 29. ágúst 1915, d. 26. apríl 1974. Sævar kvæntist haustið 1962 Ernu Aradóttur, f. 15. ágúst 1941. Foreldrar hennar eru Ari Björnsson, f. 16. maí 1916, d. 31. ágúst 1986, og Sigríður Jónsdóttir, f. 5. mars 1915, d. 9. júní 1991. Synir Lífshamingjan er gerð úr ör- smáum brotum. Þar raðast sam- an kærleiksverk eins og bros, vinalegt tillit eða faðmlag. Sævar kom inn í líf okkar með blíðu brosi, vinalegu tilliti og kærleiksríkum faðmlögum. Var ekki endilega margmáll en hlust- aði og sá með hjartanu og var okkur fjölskyldunni mjög kær. Við horfum um öxl af virðingu og með þakklæti fyrir kærleiks- ríkan og skemmtilegan tíma sem við áttum saman á ættarmótum, jólaboðum og golfmótum Bræðraborgarfjölskyldunnar. Móðir okkar heitin, Unnur, minntis bróðir síns með þessu ljóði sem lýsir Sævari svo vel. „Einstakur er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm- lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. Einstakur lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. Einstakur á við þá sem eru dáðir og dýr- mætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. Einstakur er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Við sendum ástkæru Ernu og fjölskyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur, sýna ykkur liðsemd sína og láta sorg- ina þverra. Börn Unnar B. Gísladóttur: Gunnar, Unnar Már, Sigfús, Hreinn, Kristvina, Björgvin, Sigurður, Magnea, makar og afkomendur. Ef við lítum yfir farinn veg og finnum gamla slóð, færast löngu liðnar stundir okkur nær. Því að margar standa vörður þær, sem einhver okkar hlóð, upp um fjöll, þar sem vorvindurinn hlær (Har. Ól.) Vinátta er ekki bara orð. Vinátta er tilfinning, sem er ekki áþreifanleg, en svo sterk, að ekkert fær henni grandað. Vinátta er trú og trygg, hún er örugg og gefandi og eins og kær- leikurinn fellur hún aldrei úr gildi. Að eiga Sævar að vini var ómet- anlegt. Hann var heill og sannur vinur, hrósaði þegar honum fannst við eiga og lét vita, ef honum fannst miður. Ég kynntist honum og Magnúsi Stephensen í Skátahreyf- ingunni fyrir um 70 árum og þróuð- ust þau góðu kynni í sanna vináttu. Við kunnum að meta jákvæðan aga og vandaða leiðsögn. Hver og einn fékk að njóta sín. Sævar var Land- nemi og var þar flokksforingi, sveitarforingi og deildarforingi þeirra. Einnig var hann um tíma í stjórn Skátafélags Reykjavíkur. Hann var vel liðinn og störf hans voru farsæl. Við Magnús áttum það til að vera fullákafir stundum og þá stóð Sævar í rólegheitum sínum á milli okkar, hló að okkur og náði okkur niður á jörðina. Í kringum okkur söfnuðust góðir félagar í starfi og leik og eru samverustund- irnar í Skátaheimilinu við Snorra- braut og þá sérstaklega í setustof- unni ógleymanlegar. Við vorum aðilar að hinum árlegu, vinsælu Skátaskemmtunum með leikþátt- um, söngleikjum, gamanvísum ofl. í nokkur ár og þar var Sævar einn okkar fremsti leikari og söngvari, var jafnvígur á bæði gaman og al- vöru. Og skátamótin um allt land skerptu vináttuböndin. Skátarnir áttu hug okkar allan. Eiginkonur okkar voru allar starfandi skátar. Eftir því sem árin liðu þéttist hópurinn og auk Ernu og Sævars, Guðbjargar og Magnúsar, Sigur- veigar og mín voru þau Helga og Hilmar, Signý og Jón og Kristín og William í hópnum. Við hittumst reglulega, ferðuðumst um landið, áttum ómetanlegar stundir saman. Magnús, Guðbjörg og Kristín eru látin og nú bætist Sævar við í þann hóp og er þeirra allra sárt saknað, en minningin lifir um góða félaga og vini, já minningar, sem ylja okk- ur, þegar við hittumst. Við kveðjum kæran vin. Sævar er farinn heim. Hann skilur eftir sig tómarúm, sem erfitt verður að fylla. Við Sigurveig og skátahópur- inn allur vottar Ernu, sonum þeirra og fjölskyldunni allri, dýpstu samúð okkar. Pálmar Ólason. Þessar fáu línur eru minni 11 ára pjakks sem gengur inn um dyrnar á gamla skátaheimilinu við Snorrabraut fyrir 65 árum síðan og skráir sig til þátttöku í skátastarf. Á móti tekur ungur og hávaxinn skátaforingi í Landnemadeild Skátafélags Reykjavíkur, Sævar Kristbjörnsson sem hér er kvadd- ur. Ekki var kjarkurinn mikill hjá þeim litla en nú, kominn á fullorð- insár, er augnablikið mér enn þá kristalstært í minni. Viðmót Sæv- ars, hlýja hans og hvetjandi vinátta þarna á viðkvæmri stundu, opnaði sýn og gaf góð fyrirheit inn í fjör- mikinn félagsskap og spennandi heim. Okkur ungu skátunum fannst alltaf að Sævari væri sér- staklega annt um að við aðlöguð- umst vel, værum góðir félagar og nytum okkar í skátastarfinu og þannig varð það. Sævar var fyrir- myndin okkar allra. Hann starfaði með Landnemum frá stofnun og vann síðar að ýmsum verkefnum innan skátahreyfingarinnar, sat m.a. í stjórn Skátafélags Reykja- víkur. Sævar hafði einkar gott lag á félagslegu umhverfi sínu, lagði áherslu á gagnkvæma virðingu og vináttu. Þannig var það alla tíð, alltaf áhugasamur um það hvernig gengi í skátastarfinu, já og í lífinu sjálfu. Hér eru þökkuð fyrstu kynnin og samfylgdin öll. Hluttekningarkveðja til Ernu skátasystur og allrar fjölskyldunn- ar. Haukur Haraldsson. Að fara í „heimilið“ var það kall- að þegar við skátarnir töluðum um að hittast í Skátaheimilinu við Snorrabraut í Reykjavík þar sem gleði unglingsáranna fékk að njóta sín í húsi sem hélt utan um ung- linga sem fundu sig í hinu líflega skátastarfi. Nóg var rýmið í húsinu og andinn var góður. Þarna kynnt- umst við Sævar og í þessu um- hverfi liggja rætur vináttu okkar margra sem haldið hafa hópinn allt fram á þennan dag. Við Sævar vor- um Landnemar og störfuðum með þeim og hann tók þar við ýmsum foringjatignum. Auk hefðbundins skátastarfs var mikið sungið og leikið og tók Sævar þátt í því. Hafði góða söngrödd og sýndi leikhæfi- leika. Upp úr miðjum sjötta ára- tugnum stofnuðum við nokkrir fé- lagar skátaflokkinn „Jötna“ í tengslum við skátaskálann Jötun- heima á Hellisheiði því þangað lá leiðin tíðum á þessum árum. Hefur helmingur félaganna haldið góðum tengslum allt til þessa dags. Sævar var hávaxinn, sviphreinn og grannur ungur maður þrátt fyr- ir ómælda matarlyst sem marg- sinnis kætti okkur félaga hans sem áttu erfitt með að skilja hvernig á því stæði að hann safnaði ekki hold- um í samræmi við það sem hann lét í sig. Hann lærði húsasmíði og fékk meistararéttindi í faginu. Starfaði lengi hjá Ístaki við virkjunarfram- kvæmdir og var í verkefnum hér á landi og erlendis, t.d. í Færeyjum og Ísrael um nokkurra ára skeið. Sævar var fróður og minnugur enda vel lesinn í heimsbókmennt- unum og vitnaði iðulega í þær og Biblíuna. Tryggðin við skátana hefur hald- ist og hann verið iðinn við að mæta á hin ýmsu stefnumót þar til að hitta gamla vini og félaga og ber þar hæst mánaðarlegan hitting yfir vetrartímann sem kallast „Endur- fundir skáta“ og eru haldnir í Skátamiðstöðinni í Hraunbæ. Sævar var listasmiður og lærði útskurð og liggja mörg verk eftir hann á því sviði þar sem hand- bragðið er afar gott og fær að njóta sín. Það var gott að leita til hans og fá aðstoð þegar við blasti tréverk sem maður réð ekki almennilega við og málið leyst á fagmannlegan hátt. Frá starfslokum okkar beggja eftir að farið var að hægja á hafa leiðir okkar legið talsvert saman, farið í golfferðir innan lands og ut- an, sumarbústaðaferðir og berja- ferðir með eiginkonum okkar, Ernu og Helgu. Um tíma voru lista- söfnin í Reykjavík og nágrenni skoðuð og sl. vetur að hans frum- kvæði þrátt fyrir versnandi heilsu- far hans spiluðum við vikulega Bridge með góðum vinum, Jóni og William. Við Helga þökkum tryggð og vináttu og ánægjulegar samveru- stundir um leið og við vottum Ernu og fjölskyldu innilega samúð. Hilmar Jónsson. Við fyrrverandi samstarfsmenn Sævars hjá Ístaki kveðjum nú góð- an félaga og lærimeistara til margra áratuga. Sævar var yfir- verkstjóri í mörgum stórverkum og slík verkefni eru alla jafnan krefj- andi og þá var enginn betri en Sæv- ar. Fagmennska hans kom ávallt í ljós þegar á reyndi. Án þess að gera upp á milli verkefna má sennilega nefna uppsteypu og frágangsvinnu Ráðhússins í Reykjavík sem verk- efni þar sem hans starfskraftar og reynsla nutu sín hvað best. Haft var á orði hér innandyra í mörg ár að Sævar hefði alið upp alla verkstjóra og tæknimenn og verkfræðinga fyrirtækisins og þannig munum við sem störfuðum með honum alltaf minnast hans. Hann var alla tíð einn af þeim lyk- ilmönnum sem byggðu upp Ístak og gerðu það að því fyrirtæki sem það er í dag. Verkefnin voru víða innanlands, þar má nefna virkjanir á Suður- landi og Vestfjarðagöngin og einnig starfaði Sævar að verkefnum á veg- um fyrirtækisins í Færeyjum og um tíma í Ísrael. Við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu Sævars. Fv. samstarfmenn hjá Ístaki, Gísli Hansen Guðmundsson og Hermann Sigurðsson. Sævar Örn Kristbjörnsson ✝ Halldór Ólafur Bergsson fædd- ist í Reykjavík 20. desember 1951. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans 8. október 2021. Hann var sonur hjónanna Bergs Þorvaldssonar og Ásdísar Sigurð- ardóttur. Systkini Halldórs eru Aðalheiður Dúfa, f. 1947, Esther Sjöfn, f. 1952, Harpa, f. 1955, Bjarney, f. 1958, og Sigrún, f. 1961. Halldór kvæntist Lilju Stefaníu Mós- esdóttur, f. 1951, fv. bankastarfs- manni og stuðningsfulltrúa árið 1973 og börn þeirra eru Móses Helgi, f. 1972, framhaldsskóla- kennari og verkefnastjóri. Eig- fossi hjá Eimskipafélaginu og síð- an háseti hjá Tungufossi, var eitt ár bifreiðastjóri fyrir vinnuflokk hjá Pósti og síma, vagnstjóri hjá SVR 1974-88, eftir það vann hann sem bifreiðarstjóri hjá Hópferða- miðstöðinni og fleiri fyrirtækjum ásamt því að vera í eigin rekstri. Halldór starfaði í skátahreyf- ingunni á unglingsárunum og var flokksstjóri í Birkibeinum, sat í stjórn Sleipnis árin 1989-92. Hann var eldheitur KR-ingur og Liverpool-aðdáandi, vann að fé- lagsmálum SVR meðal annars var hann í skemmtinefndinni og var plötusnúður á skemmtunum þeirra. Halldór var mikill tónlistar- unnandi, hann kynnti sér allar nýjungar og tölvur og tæki vöktu áhuga hans, á síðustu árum naut hann þess að vera í Ljósinu og stundaði þar leirlist. Einnig var hann ævintýragjarn og hafði gaman af ferðalögum, bæði inn- anlands og erlendis. Útför Halldórs fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 18.október 2021, klukkan 13. inkona hans er Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, f. 1979, og eiga þau börnin Mána Snæ, Alex Una, Margréti Sól, Evu Þórdísi, Mikael Maron og Viktoríu Ýr. Ester Rut Lathrop, f. 1975, sjúkraliði. Eiginmaður hennar er Ryan Lathrop, f. 1967, og eiga þau börnin Chri- stopher Ryan, Söru Nichole og Rachel Lilju. Ólöf Sif, f. 1987, sjúkraliði. Unnusti hennar er Bjarki Gannt Joensen, f. 1982, börn þeirra eru Sebastían Gannt og Óðinn Gannt. Halldór fór 15 ára til sjós, var messadrengur hjá Óðni í nokkur ár, var messadrengur hjá Goða- Það er alltaf ákveðin sorg sem fylgir því að fá veikinda eða and- látsfregn náins ættingja og vinar og það var sárt að fá þá fregn að þú kæri frændi, nafni og vinur ættir eftir skamma dvöl í þessu lífi. En um leið var viss léttir sú vitneskja að kvölum þínum færi að linna. Um hugann flæða minningar frá fyrri tíð, heimsóknir þínar vestur á Barðaströnd að Holti og eins þegar við vorum saman á sól- ríkum sumardögum í Gröf, í hey- skap hjá Valda og Lóu ömmu. Þú alltaf með bros á vör og létta lund. Seinna lágu leiðir okkar saman í rútuakstrinum og alltaf var létta lundin og brosið þitt bjarta það sem upp úr stóð, ævinlega hrókur alls fagnaðar. Lífsgleði þín, jákvæðni og bar- áttuvilji kom vel í ljós í fyrrasumar er þið Lilja komuð vestur á Patró og við fórum yfir á Rauðasand, að Gröf, og þú náðir að safna mynd- um með drónanum þínum. Sú minning er mér ljóslifandi og færir mér sönnun þess að með létta lund og jákvæðni í farteskinu kemst maður ansi langt enda sagðir þú oft að upphafsstafirnir í nöfnum þínum, HÓB, stæðu fyrir „hob = von“. Um leið og ég óska þér góðrar ferðar í sumarlandið vil ég votta Lilju þinni og allri fjölskyldunni mína innilegustu samúð. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk en blettinn sinn prýddi hún vel. (Sálmur 917/ÞG þýddi) Góða ferð kæri frændi, nafni og vinur. Halldór Ólafur Holt. Halldór Ólafur Bergsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBJÖRG INGA MAGNÚSDÓTTIR, lést í faðmi ástvina sinna á Droplaugarstöðum 4. október. Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 21. október klukkan 11. Streymi er á slóðinni: https://www.skjaskot.is/kristbjorg Laufey M. Jóhannesdóttir Guðmann S. Jóhannesson Rósa F. Friðriksdóttir Birgir S. Jóhannesson Anna M. Bragadóttir Rósa Jóhannesdóttir Hulda B. Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.