Morgunblaðið - 18.10.2021, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2021
Það þarf fólk
eins og þig fyrir
konur eins og okk-
ur. Saumaklúbbur-
inn var stundum stirður af stað á
haustin, þá tók Bryndís af skarið
og skellti í klúbb, ekki málið,
hrista saman hópinn og hittast
eftir sumarfríið. Hún var fram-
takssöm, ekki mikið fyrir vol og
væl, hún var hjálpsöm á svo
marga vegu en lét ekkert á því
bera því það var henni svo eðl-
islægt.
Margt höfum við brallað sam-
an þessi 40 ár sem saumaklúbb-
urinn hefur starfað, utanlands-
ferðir, innanlandsferðir,
óvissuferðir, gönguferðir og hitt-
ingar. Núna fyrsta október eru
40 ár liðin síðan fyrsti sauma-
klúbburinn var haldinn og er
okkur minnisstætt að ekki þótti
Bryndísi umræðuefnið oft
spennandi, barnauppeldi og
bleyjur, það breyttist síðan fljót-
lega þegar hún var orðin þriggja
barna móðir fyrst okkar, alltaf
sami krafturinn og ekkert mál.
Fyrstu árin liðu og fjölskyld-
urnar stækkuðu, lífið var ein-
Bryndís
Theodórsdóttir
✝
Bryndís Theo-
dórsdóttir
fæddist 19. ágúst
1960. Hún lést 9.
október 2021.
Bryndís var jarð-
sungin 16. október
2021.
faldlega í fastri rút-
ínu en eitthvað
fannst körlunum við
vera frekar nískar
og ekki bjóða þeim
að vera með, alla
vega gáfu þeir okk-
ur nafnið Níska
Nálin, okkar mót-
leikur var að panta
siglingu um Karíba-
hafið, hugmynd
sem fæddist yfir
jólaföndri og þremur mánuðum
seinna í mars árið 1996 var ferð-
in farin en nafninu höldum við
því okkur þykir orðið vænt um
Nísku Nálina og minningin um
ferðina góðu er okkur dýrmæt.
Nú í annað sinn á fimm árum
syrgjum við kæra vinkonu og
saumaklúbbssystur, en árið 2016
lést Ólafía Dröfn Hjálmarsdótt-
ir.
Stórt skarð er nú höggvið í
okkar þétta og góða vinahóp,
sárast og mest er samt skarðið
sem nú er höggvið í fjölskyld-
una. Elsku Guðni, Sigrún,
Guðný, Þorkell og litli sólargeisl-
inn Steinar Flóki, Guð gefi ykk-
ur styrk til að takast á við sorg-
ina, það er svo stutt síðan við
samglöddumst vinkonu okkar
þegar litli ömmustrákurinn kom
í heiminn og átti hann hug og
hjarta ömmu sinnar og afa.
Okkar kæra vinkona kvaddi
okkur í lok september þegar þau
hjónin fóru til Spánar og var
saumaklúbbsplanið spilað eftir
því, fyrsti klúbbur vetrar var
festur niður laugardaginn 9.
október en í staðinn sátum við
saman það kvöld í stofunni hjá
Möggu lamaðar af sorg.
Elsku Bryndís, þín verður
sárt saknað en minning þín lifir.
Þú komst til að kveðja í gær.
Þú kvaddir og allt varð svo hljótt.
Á glugganum frostrósin grær.
Ég gat ekkert sofið í nótt.
(Freymóður Jóhannsson)
Níska Nálin:
Hjördís, Jenný, Júlíanna,
Margrét og Olga.
Sú sem gott er að eiga að
trúnaðarvinkonu.
Sú sem fer með mér á vit ævintýra.
Sú sem ég sýni það sem ég hef
keypt.
Sú sem stendur með mér.
Sú sem ég læt mér annt um.
Sú sem stendur mér nærri í gleði og
sorg.
Það ert þú.
(Pam Brown)
Bryndís vatt sér að mér fyrir
41 ári og sagði eigum við ekki að
vera vinkonur? Mömmur okkar
höfðu verið saman á síld á Helgu
RE og góðar vinkonur.
Góðar og traustar vinkonur
upplifa með manni alls konar.
Við erum fimm vinkonurnar eftir
í saumaklúbbnum okkar, við
kveðjum nú aðra vinkonu á fimm
árum í fjörutíu ár höfum við átt
hvora aðra að.
Þrjár okkar hafa verið að
ganga saman og eru minning-
arnar allstaðar og allt um kring.
Ferðirnar okkar skilja eftir, fal-
legar minningar, orku og gleði.
Ferðin að eldgosinu var samt
virkilegt púl en Bryndís var
ákveðin að koma okkur Möggu
þangað og auðvitað tókst það
sem betur fer. Önnur mögnuð
ferð var Jónsmessunótt upp á
Snæfellsjökli, já og svo gengum
við í fyrra vetur kring um
Kirkjufell ekki séns að hætta við
þrátt fyrir ískulda og fljúgandi
hálku á köflum sá kafli var þá
bara skriðin og alla leið kom-
umst við óbrotnar en smá blaut-
ar og bláar af kulda.
Hún skipulagði óvissuferðir
fyrir saumaklúbbinn, gönguhóp-
inn og stundum einkaferðir fyrir
mig, þurfti að hressa vinkonu
sína við eins og hún sagði. Ein
ferðin átti að vera stutt en að
kvöldi dags höfðum við farið
kring um Kirkjufell og síðan í
súpu í Fjöruhúsið á Hellnum
með tilheyrandi stoppi.
Önnur eftirminnileg ferð byrj-
aði á því að hún sótti mig á kaffi-
húsið, var þá búin að semja við
dóttur mína að leysa mig af því
við værum sko að fara í óvissu-
ferð. Berserkjagötuna hafði hún
valið, því hún var á óskalistanum
mínum, síðan á heimleiðinni
stoppuðum við í Kolgrafafirði
þar hafði þá grindhvalavaða far-
ið inn fyrir brú og björgunar-
aðgerðir voru í gangi. Það var
bara hún sem gat pantað og töfr-
að fram svona óvissuferð. Ég
sagði henni þá og sem betur fer
oft hvað hún væri mér mikils
virði og hve gott væri að eiga
hana að.
Þegar ég var að strögla við
krabbamein þá var hún ótrúlega
fundvís á erfiða daga, átti til að
birtast heima hjá mér til að
hressa mig við og auðvitað
komst maður ekkert upp með
neina eymd þegar hún var mætt
á svæðið.
Við erum svo mörg sem eigum
margar góðar minningar um
samveru, ferðalög, samvinnu og
margt fleira. Um bæði nær-
gætni, ögrun, stríðni og alveg
óendanlega ást og umhyggju.
Börnin mín, barnabörnin og
Maríanna systurdóttir mín feng-
um stóran skammt af gæðunum
sem hún geislaði af, Elsa mín
átti sérstaklega góð sumur með
Bryndísi og fékk allan skalann af
hennar persónuleika, þær vin-
konurnar hurfu oft á bak við hús
til að telja steinanna og spjalla.
Fjölskylda Bryndísar sér nú á
eftir einstakri eiginkonu, móður
og ömmu, einnig systkini hennar
og fjölskyldur þeirra, Bryndís
var kletturinn þeirra allra.
Elsku Guðni, Sigrún, Guðný,
Þorkell og Steinar Flóki, ömmu
og afastrákurinn Guð gefi ykkur
styrk á þessum erfiðu tímum
kæru vinir.
Elsku Bryndís þín verður sárt
saknað en minning þín og vin-
áttan lifir.
Olga, Grétar og fjölskylda.
Það er tómlegt að sitja á
skólabókasafninu í grunnskólan-
um, panta nýútkomnar bækur
fyrir krakkana og það er engin
Bryndís sem kemur og skoðar
yfir listann. Enn tómlegra verð-
ur að taka á móti bókasending-
um og það er engin Bryndís sem
gramsar með mér í kassanum,
spáir og spekúlerar. Við áttum
okkar stundir á bókasafninu.
Hún var mikil bókakona, las
krimma en einnig hafði hún sér-
stakan áhuga á barna og ung-
lingabókunum. Það var hægt að
ræða við hana um bækurnar,
hún hafði sterkar skoðanir og
sá oft í þeim eitthvað sem ég
hafði ekki séð. Æði oft fór hún
heim með bækur sem voru al-
veg nýútkomnar, las og sagði
mér frá, svo ég gæti komið
þeim á framfæri við þennan eða
hinn bekkinn sem henni fannst
henta. Svona áttum við það til
að skipta með okkur bókalestri
fyrir krakkana. Hún hrósaði,
hvatti og gaf mér ráð. Og ég
fann að hún meinti það sem hún
sagði. „Mikið er orðið fínt,“
sagði hún í hverjum einasta
nóvember þegar jólin fóru upp
á safninu. Og þegar ég kvartaði
við hana um eitthvað sem mér
fannst misheppnað hjá mér
sagði hún „hafðu engar áhyggj-
ur, börnin kunna að meta
þetta“. Öll lestrarátök, skreyt-
ingar, þemu bókasafnsins, allt
þetta gat ég ávallt rætt við hana
og upp úr þeim samræðum
kviknaði oftast eitthvað
skemmtilegt. Hún var alltaf
boðin og búin til að aðstoða ef á
þurfti að halda og alltaf með
börnunum í liði. Við vorum ekki
alltaf sammála en það var líka
allt í lagi.
Bókasafnið er æði tómlegt án
hennar innlita og jólabókaflóð
bókasafnsins verður ekki eins
án minnar kæru samstarfskonu.
Elsku Guðni og aðrir að-
standendur Bryndísar, ég sendi
ykkur samúðarkveðjur á þess-
um erfiðu tímum, blessuð sé
minning Bryndísar Theodórs-
dóttur.
Guðrún Lilja Magnúsdóttir.
✝
Magney
Efemía Stein-
grímsdóttir fæddist
á Torfustöðum í
Svartárdal 1. maí
1935. Hún lést á
Hrafnistu, Sléttu-
vegi, 7. október
2021.
Foreldrar Magn-
eyjar voru hjónin
Ríkey Krístín
Magnúsdóttir, f. 11.
júlí 1911, d. 9. september 2005,
og Steingrímur Bergmann
Magnússon, f. 15. júní 1908, d.
13. mars 1975. Systkini Magn-
eyjar: 1) Guðrún Þórunn, f. 9.
október 1932, d. 4. september
2018, gift Ingólfi Bjarnasyni, f.
15. mars 1921, d. 22. maí 2000.
Börn: Birgir Þór, f. 14. júlí 1951,
giftur Rögnu Árnýju Björns-
dóttur, f. 15. júní 1963. Bjarni
Brynjar, f. 1. janúar 1956. 2)
María Karolina, f. 19. október
1933, gift Sigurjóni Ólafssyni, f.
Örnu Maríu Smáradóttur, f. 17.
janúar 1976. Ingibjörg Magn-
úsdóttir, f. 28. desember 1972.
Ríkey Huld, f. 8. apríl 1979, gift
Ólafi Jóhanni Jónssyni, f. 8. nóv-
ember 1979.
Magney ólst upp á Torfustöð-
um þar til foreldrar hennar
bregða búi og flytja að Eyvind-
arstöðum í Blöndudal 1947. Hún
gekk í barnaskóla Bólstaðahlíð-
arhrepps og húsmæðraskólann
á Löngumýri. Hún flyst til
Reykjavíkur eftir 1960 og bjó
þar með manni sínum, Bern-
harði Sturlusyni, en þau slitu
samvistum. Sem ung kona vann
Magney á saumastofunni Tólidó,
var ráðskona í fjallaferðum með
Úlfari Jakobssyni og á heilsu-
hælinu í Hveragerði. Hún vann
við afgreiðslustörf í mörg ár,
rak verslunina Grensáskjör um
tíma og vann síðustu árin sem
húsvörður og sjálfboðaliði hjá
Rauða krossinum.
Útför Magneyjar fer fram frá
Lindakirkju í dag, 18. október
2021, athöfnin hefst klukkan 13.
Athöfninni verður einnig
streymt frá Lindakirkju,
https://www.lindakirkja.is/utfarir/
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
8. október 1922, d.
13. janúar 1971.
Seinni maður Sig-
urður Sigurðsson,
f. 28. desember
1926, d. 5. júlí 1984.
Dóttir Maríu og
Sigurjóns er Guð-
rún, f. 22. apríl
1956. 3) Bragi
Bergmann, f. 15.
september 1948,
giftur Elínu Guð-
rúnu Magnúsdóttur, f. 25. nóv-
ember 1946. Börn: Steingrímur
Magnús, f. 23. maí 1969, giftur
Sylvíu Þórarinsdóttur, f. 20. jan-
úar 1975. Ríkharður Sveinn, f.
22. júní 1971, giftur Oddnýju
Þóru Baldvinsdóttur, f. 8. nóv-
ember 1970. Magney Ósk, f. 30.
september 1981, gift Bjarna Má
Ásgeirssyni, f. 12. ágúst 1982. 4)
Steingrímur Magnús, f. 2. júní
1951, giftur Lilju Pálsdóttur, f.
15. janúar 1948. Börn: Sigurjón
Hólm, f. 31. júlí 1971, kvæntur
Minningin er mild og góð,
man ég alúð þína,
stundum getur lítið ljóð,
látið sorgir dvína.
Drottinn sem að lífið léði,
líka hinsta hvílu bjó,
dýrð sé yfir dánarbeði,
dreymi þig í friði og ró.
(Bjarni Kristinsson)
Með hlýju, þakklæti og sökn-
uði í hjarta kveð ég elskulegu
mágkonu mína hana Möggu eða
Möggu frænku eins og hún var
alltaf kölluð af frændsystkinum
sínum. Magga hélt mikið upp á
fjölskylduna sína og öll systkina-
börnin voru henni mjög kær.
Hafði hún nóg að gera að mæta í
öll afmælin því ekki mátti frænku
vanta í partíið með heimsins
bestu pönnukökur. Ekki má
gleyma öllum fjölskyldumótun-
um sem haldin voru á hverju
sumri fyrir norðan, voru það
mestu fagnaðarfundir fyrir bæði
börn og fullorðna. Magga var
mikil handavinnukona, saumaði,
heklaði og prjónaði mörg lista-
verkin. Hún vann meðal annars á
saumastofu, við umönnun á Heilsu-
hælinu í Hveragerði, við verslunar-
störf og sem húsvörður en í frítíma
sínum í Rauðakrossbúðinni í
fjöldamörg ár. Hún mágkona mín
var mjög dugleg kona, það sást
best þessi síðari ár þegar bakið og
fæturnir fóru að gefa sig, en hún lét
það ekki trufla sig, fór allra sinna
ferða á göngugrindinni og keyrði
bílinn sinn meðan kraftar leyfðu.
Henni fannst það lúxus að geta
keyrt því hún vildi alltaf bjarga sér
sjálf. Já, hún var mögnuð kona, það
kom best fram þegar heilsan þvarr
og hún þurfti á allri aðstoð að halda
og vera upp á aðra komin, alltaf
ánægð með allt, aldrei heyrðist
nema þakklæti frá henni um að all-
ir væru svo góðir við hana. Hún fór
á hjúkrunarheimilið Hrafnistu við
Sléttuveg í sumar, þar leið henni
vel, dásamaði fólkið sem hugsaði
um hana og fannst lúxus eins og
hún sagði að fá alla aðstoð, þurfa
ekkert að gera sjálf. Já, hún Magga
var einstök kona, vildi öllum vel og
var mjög jákvæð um lífið í kringum
sig. Við fjölskyldan eigum eftir að
sakna hennar við jólaborðið á að-
fangadag en hún hefur verið með
okkur um öll jól nánast allan okkar
búskap. Minningarnar eru margar
og góðar en þær verða geymdar í
hugum okkar. Að leiðarlokum vilj-
um við þakka þér fyrir samferðina í
þessi 54 ár sem við höfum þekkst
og biðjum góðan guð að taka vel á
móti þér í sumarlandinu. Við vott-
um allri fjölskyldunni dýpstu sam-
úð.
Magga mín, far þú í friði, friður
guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Elín Guðrún Magnúsdóttir
og Bragi Bergmann
Steingrímsson.
Þá er komin kveðjustund.
Magga frænka eins og hún var
ávallt kölluð verður borin til
grafar í dag og langar mig að
minnast hennar með fáeinum
orðum.
Möggu hlotnaðist ekki sú gæfa
að eignast börn, það sagði hún
mér þegar hún lá á spítalanum
síðustu jól, „þannig er nú bara líf-
ið Magney mín,“ sagði hún. En
við börn systkina hennar og okk-
ar börn hafa svo sannarlega notið
hennar góðvildar. Það voru ófá
skutlin, alltaf nennti hún að snú-
ast með mann. Mér þótti mjög
gaman að vera hjá Möggu sem
barn, hún átti mikið af kremum
og ilmvötnum í baðskápnum sín-
um og það var alltaf leyfilegt að
skoða og prufa öll kremin og ilm-
vötnin alveg eins og maður vildi.
Magga var með meistaragráðu í
pönnukökubakstri enda hús-
mæðraskólagengin, en hún gekk
í húsmæðraskólann á Löngu-
mýri, ég upplifði það frá Möggu
að það hafi verið henni góður
tími. Magga var ekki mikið að að
ræða sig eða sín mál heldur var
hún meira að hugsa um aðra og
það var kannski ekki fyrr en í
seinni tíð að ég fór að velta henn-
ar lífshlaupi fyrir mér og spyrja
hana. Magga var sjálfstæð kona,
hún var vön að gera alla hluti
sjálf og fór sinna erinda á sínum
græna bíl. Hún var lunkin með
tölur og var fljót að reikna sem
nýttist henni vel við störf sín, en
hún rak verslunina Grensáskjör í
mörg ár ásamt öðrum afgreiðslu-
störfum. Sem ung stúlka ætlaði
hún að verða „hjúkrunarkona“
sem þá var kallað en í dag er það
„hjúkrunarfræðingur“. Þetta
sagði hún mér ekki fyrr en löngu
eftir að ég sjálf varð hjúkrunar-
fræðingur. Magga hefur verið í
kringum tvítugt þegar hún starf-
aði á Hressingarhælinu í Hvera-
gerði og langar mig að kveðja
með ljóði til hennar frá gömlum
manni sem launaði henni um-
hyggjuna með þessum orðum:
Ljúfa, stillta, lipra snót
lífsins braut þér greiði.
Guð og leiði góðs á mót
gæfa faðm þér breiði.
Elsku Magga, góða ferð í sum-
arlandið takk fyrir allt og allt
Magney Ósk Bragadóttir.
Magney
Steingrímsdóttir
„Fyrsta kjólinn
minn saumaði ég
þegar ég var ellefu
ára gömul. Ég tók gamlan kjól og
spretti honum upp og tók síðan
sniðið eftir honum,“ sagði Heiða við
mig einhvern tímann þegar tími
gafst í stutt spjall frá annasömum
störfum hennar í mötuneytinu í
Verslunarskólanum. Mér fannst
þetta lýsa henni vel og gleymdi
þessu ekki. Aðalheiður var af vest-
firskum ættum en einnig komin af
Ströndum og dugnaðurinn og
kjarkurinn leyndi sér ekki. Hún
kom til starfa í skólanum upp úr
1980 og vakti strax eftirtekt starfs-
fólksins fyrir myndarskap í öllum
verkum sínum. Allt sem hún brá
þvöru í hafði notalegan keim, var
Aðalheiður
Árnadóttir
✝
Aðalheiður
Árnadóttir
fæddist 19. desem-
ber 1928. Hún lést
28. september
2021.
Útför Aðalheiðar
fór fram 9. október
2021.
einhvern tímann sagt
um konu sem þótti
búa til góðan mat og
það mátti svo sannar-
lega segja um Aðal-
heiði. Ævinlega var
eitthvert nýbakað
kruðerí á borðum
þegar þáttaskil urðu í
starfi okkar kennar-
anna. Okkur varð
brátt vel til vina og
hún sagði mér margt
að vestan og var alltaf hrein og bein
í tali um menn og málefni.
Aðalheiður var myndarleg kona
svo að eftir var tekið og bar sig vel.
Hún var hannyrðakona og hafði
gaman af að klæðast vel og hafa fal-
legt í kringum sig. Það sá ég síðast
þegar ég gat litið inn til hennar
vestur á Ísafirði fyrir þremur árum
en þar dvaldi hún á Heilbrigðis-
stofnun Vestfjarða. Hún tók mér
fagnandi og við áttum gott spjall
saman um gamla daga. Sé hún nú
guði falin og kært kvödd.
Ættingjum hennar sendi ég
mínar bestu samúðarkveðjur.
Gunnar Skarphéðinsson.
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
" 3,0'*2 ,5 (1 .''( *!!4&)#'/(5 *2
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
(1 +-'%*2 $/ (15(5 /(/'4,/(5 *!!4&)#'/(5
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Minningar
og andlát