Morgunblaðið - 18.10.2021, Side 22

Morgunblaðið - 18.10.2021, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2021 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald Húsaviðgerðir www.husco.is Sími 555 1947 Gsm 894 0217 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Vantar þig smið? FINNA.is Færir þér fréttirnar mbl.is Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Félagsvist kl. 13. Útskurður kl.13. Kaffi kl.14.30-15.20. Nánari upplýsingar í síma 411 2702. Allir velkomnir. Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9-12. Boccia með Guðmundi kl. 10. Spænskukennsla kl. 11. Handavinna kl. 12-16. Félagsvist kl. 12.45. Glervinnustofa kl. 13-16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Heitt á könnunni. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími: 411 2600. Boðinn Leikfimi kl. 10.30. Myndlist kl. 13. Félagsvist kl. 13. Bónusrútan kl. 11. Dalbraut 18-20 Brids kl.14 Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7-8. Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11. Postulínsmálun kl. 9-12. Ganga kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30.Tálgun með Valdóri kl. 13-15.30. Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær Poolhópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 12.40. Bridge í Jónshúsi kl. 12.30-15.30. Stólajóga kl. 11 í Kirkjuhv. Vatnsleikf. Sjál. kl. 15 /15.40 og 16.20, Zumba Gold kl. 16.30. Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á könnunni. Samvera og spjall kl. 9.30-10. Súmbadans með Auði Hörpu kl. 10-10.30. Leikfimi fyrir eldri borgara í ÍR kl. 10-11. Kóræfing kl.13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 8.30-11.30 opin handavinnustofa, kl. 9-10.30 Boccia- æfing. Kl. 9-11.30 postulínsmálun, kl. 10.50-12.05 Jóga, kl. 13.15-ca 15 Canasta, kl. 13-16 opið verkstæðið og handavinnustofan, kl. 16.30 kóræfing hjá Söngvinum. Gullsmára Handavinna kl. 9 og 13. Qigong heilsueflandi æfingar kl. 9. Bridge kl. 13. Jóga kl. 17. Félagsvist kl. 20. Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9- 11. Jóga með Sirrí kl. 10-11. Sögustund kl. 11-12. Samsöngur kl. 13.30. Allir velkomnir, sönghefti á staðnum, veitingar seldar eftir á. Hraunsel Billjard kl. 8-16. Myndlistarklúbbur kl. 9. Stóla yoga kl. 10. Félagsvist kl. 13. Gaflarakórinn kl. 11. Hraunsel Billjard kl. 9-16. Myndlistarklúbbur kl. 9. Stóla yoga kl. 10. Félagsvist kl. 13. Korpúlfar Hugleiðsla létt yoga kl. 8.30 í Borgum. Morgunleikfimi kl. 9.45. Göngur Korpúlfa kl. 10 frá Grafarvogskirkju, Borgum og í Egilshöll. Dansleikfimi kl. 10 í Borgum. Prjónað til góðs og skart kl. 13 í Borgum. Félagsvist kl. 13 í Borgum.Tréútskurður, Korpúlfsstöðum kl. 13. Línudans með Guðrúnu kl. 15 í Borgum. Kóræfing Korpusystkina hefst á ný kl.16 í Borgum, stjórnandi Kristín Guðm. Allir velkomnir. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er kaffispjall í setustofu kl. 10.30- 11.30. Bókabíllinn Höfðingi heimsækir okkur Skúlagötumegin kl. 13.10-13.30. Eftir hádegi, kl. 13.15-14 spilum við Boccia í setustofu 2. hæðar. Opin vinnustofa verður í handavinnustofu 2. hæðar kl. 13-16. Verið öll hjartanlega velkomin til okkar á Lindargötu 59. Við hlökkum til að sjá ykkur. Seltjarnarnes Kaffikrókur alla morgna frá kl. 9. Leir, Skólabraut kl. 9. Billjard, Selinu kl. 10. Jóga í salnum á Skólabraut kl. 11. Handavinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sund- lauginni kl. 18.30. ✝ Bergljót Ing- ólfsdóttir fæddist í Reykjavík 4. maí 1927. Hún lést á Landspítala 14. september. Foreldrar henn- ar voru Soffía Sig- urðardóttir Straumfjörð (1905- 1950) og Ingolf Abrahamsen (1904- 1966). Hálfsystkini eru Leó, Hjördís og Örn. Bergljót ólst upp á Vest- urgötu í Reykjavík á mann- mörgu heimili föðurömmu sinn- ar, Jakobínu Helgadóttur (1878-1942). Jakobína stofnaði fasta þætti í Morgunblaðið um árabil og þýddi erlent efni. Hún sinnti stjórnmálastarfi og lét sig ýmis samfélagsmál varða alla tíð. Bergljót var mikill unnandi íslenskrar tungu og beindist áhuginn þá sér- staklega að orðsifjum og ör- nefnum. Hún aflaði sér stöðugt nýrrar þekkingar, fór í leið- sögumannanám um miðjan ald- ur og sótti fjölmörg námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Ís- lands. Eiginmaður Bergljótar var Friðrik Kristjánsson fram- kvæmdastjóri frá Akureyri. Foreldrar hans voru Kristján Kristjánsson og Málfríður Frið- riksdóttir. Friðrik lést árið 2016. Börn þeirra eru Vala, Friðrik, Kristján, Kolbrún og Bergljót, fædd á árunum 1954 til 1962. Barnabörnin eru 14 og barnabarnabörnin 13. Útför fór fram í kyrrþey. fyrsta þvottahúsið í Reykjavík árið 1914, Þvottahúsið Geysi á Skóla- vörðustíg, og síðan Þvottahús Reykja- víkur sem hún rak á Vesturgötunni, samofið heimilislíf- inu. Bergljót gekk í Miðbæjarskólann og lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hún hóf nám við Háskóla Íslands en fluttist síð- an til Chicago þar sem hún starfaði í nokkur ár. Bergljót fékkst við ritstörf, skrifaði Þegar foreldrar kveðja verða þáttaskilin veruleg. Við það rofna dýrmæt tengsl við kynslóðina sem á undan fór, sameiginleg vitneskja hverfur, ekki verður lengur leitað í sjóð minninganna. Mamma lifði miklar þjóðfélags- breytingar á langri ævi. Hún ólst upp á annasömu heimili Jakobínu ömmu sinnar á Vesturgötu, kjarna- konu sem lauk ljósmóðurprófi en sneri sér síðan að atvinnurekstri. Margt var um manninn á því heim- ili, skyldmenni sem vandalausir auk fólks sem Jakobína veitti vinnu. Heimskreppan setti mark sitt á íslenskt samfélag og mikið var fyrir lífinu haft í þá daga. Breski herinn gekk á land árið 1940 og minntist mamma þess þegar hún og vinkonurnar stóðu agndofa og fylgdust með hermönnunum marsera niður Vesturgötuna. Vesturgatan átti sérstakan sess í hjarta mömmu. Þar eignaðist hún uppeldissystkinin Loga og Esther, samheldni ríkti meðal nágranna og átti hún annað heimili hjá bernsku- vinkonum sínum, Diddu og Sísí, í næstu húsum. Mamma sá gildi þess að eiga gott samferðafólk og tengdist hún öllu þessu fólki ævi- löngum tryggðaböndum. Mamma minntist menntaskóla- áranna með hlýju og þakklæti. Samstúdentarnir úr MR halda enn hópinn og stelpurnar fjórtán sem þá stofnuðu saumaklúbb urðu vin- konur fyrir lífstíð. Þar kom saman glæsilegur og mikilhæfur hópur kvenna. Þegar kom að mömmu að halda saumaklúbb var alltaf eftir- vænting á heimilinu enda vitað að þá yrði glatt á hjalla. Ég undraðist oft í æsku hversu mikið vinkonurn- ar gátu hlegið og talað þegar þær hittust. Vel var búið að fjölskyldunni á Sunnuvegi þar sem ríkti stöðug- leiki og öryggi á mannmörgu heim- ili. Mamma var vandvirk og um- hyggjusöm móðir og var hollur og fjölbreyttur matur í hávegum hafð- ur. Laugardalurinn blasti við okkur með sín grænu svæði og mótaðist æskan af frelsi og ævintýraleið- öngrum okkar krakkanna í hverf- inu. Friðsælt umhverfið kom mömmu til góða á efri árum en þar naut hún sín í göngum allan ársins hring. Á fullorðinsárum þegar ég kom í heimsókn í foreldrahús fann ég æ betur hvernig þar mátti finna jarðsamband í erli dagsins. Ókyrrð nútímans náði ekki til hjónanna á Sunnuvegi. Mamma var vel lesin og fróð- leiksfús og fylgdist náið með mál- efnum samtímans hérlendis og er- lendis. Hún hafði áhuga á sögu Reykjavíkur og öðru sagnfræði- legu efni og lét sér annt um hag ís- lenskrar tungu. Mamma var grúsk- ari í eðli sínu og naut þess að skrifa. Í minningunni sat hún iðulega við ritvélina heima en þau störf vann hún gjarnan á kvöldin þegar næði gafst. Hún hélt áfram að mennta sig ævina á enda en hún var níræð þegar hún sótti síðasta námskeiðið hjá Endurmenntun. Fráfall pabba varð mömmu þungt og saknaði hún trausts ást- vinar til hinsta dags. Hún leitaði þó leiða til að njóta lífsins og hélt ferðalögum sínum áfram innan lands og utan fram á tíræðisaldur. Í veikindunum undir það síðasta kom glögglega í ljós sú þrautseigja og dugnaður sem hún bjó alltaf yf- ir. Ég kveð elsku mömmu með söknuði og þakka henni og pabba fyrir allt sem þau hafa gefið mér og mínum. Kolbrún. Amma var algjör amma. Það kom ekki til greina að ganga út af Sunnuveginum svöng eða illa klædd út í kuldann. Í hvert skipti sem við komum til ömmu og afa var eitthvað nýtt og spennandi að sjá. Á yngri árum þurfti að draga okkur frændsystkinin úr ævintýraheimin- um sem þau höfðu skapað, hvort sem við vorum á kafi í gömlum leik- föngum á efri hæðinni, inni í stof- unni að skoða gömlu Ferdinand- myndasögurnar eða að spæja um gesti og gangandi í nágrenninu. Við systkinin vorum heilluð af fuglunum í bakgarðinum hjá ömmu og afa og vorum alltaf mjög spennt þegar við fengum að hjálpa til við að gefa þeim epli, rúsínur og fleira góðgæti. Fyrir ungan fuglaáhuga- mann var heimsókn til ömmu og afa sannkallaður draumur. Ég fékk að sitja úti í glugga og segja ömmu allt, sem hún nú þegar vissi, um fuglana í garðinum. Hún stóð bara og brosti á meðan hún leyfði ung- um ömmustrák að móta dýrmætan áhuga á fuglunum, læra heitin á þeim og fylgjast með mismunandi hegðun ólíkra tegunda. Okkur þótti líka alltaf notalegt þegar við sátum með ömmu í eld- húsinu og fengum að draga myndir í gegn og lita þær. Þegar skyndi- legur áhugi á frímerkjasöfnun kviknaði var amma ekki lengi að sendast með nokkur hundruð um- slög, sum áratuga gömul, til að svala þessum nýfundna áhuga. Svona var amma. Algjör amma. Með gleði fólksins síns í fyrirrúmi. Hún vildi allt fyrir mann gera af dásamlegri einlægni, hlúði að áhugamálum okkar og ævin- týraþrá. Þegar við urðum eldri héldu amma og afi áfram, á sinn trausta og rólega hátt, að vera öflugir stuðningsmenn í því sem við vorum að gera. Þau voru fastagestir á tón- leikum hjá okkur í gegnum árin, studdu okkur í íþróttum og öðru því sem snerti áhugamál okkar. Við nöfnur spjölluðum reglulega í síma yfir hafið á síðustu misser- um. Þannig fylgdist amma alltaf af áhuga með því sem ég tók mér fyrir hendur, vildi fá nákvæmar lýsingar á umhverfinu í útlöndum og hvatti mig áfram enda þekkti hún á eigin skinni dýrmæti þess að búa erlend- is og ferðast, kynnast ólíkri menn- ingu og tungumálum. Amma umlukti okkur hlýju, ör- yggi og ró. Hún mun halda áfram að móta, kenna og hlúa að okkur það sem eftir er. Bergljót Vala og Kolbeinn. Við stofnuðum saumaklúbbinn „CASPÍR“ þegar við vorum í gaggó. Við vorum 14 talsins og átt- um allar heima í Reykjavík innan Hringbrautar. Við komum víða að, ein kom að norðan, ein að austan og ein frá Kína. Á æskuárum okkar var Reykjavík lítill bær og allir þekktust. Einkabíllinn var ekki í eigu margra og einungis á fjórum heimilum af okkar fjórtán var til einkabíll. Við ferðuðumst því fót- gangandi eða í strætó á milli staða. Við bundumst ævilöngum vin- áttuböndum og höfum borið gæfu til þess að varðveita vináttuna og samstöðuna öll þessi ár. Það teljum við vera lífsgæði. Fyrir utan að hitt- ast reglulega heima hjá hver ann- arri vorum við í fararbroddi þegar við minntumst glæsilegra júbilaf- mæla bekkjarins með ýmsu móti jafnt hér á landi sem erlendis. Minnisstæð er hátíðin á 25 ára af- mælinu þegar við æfðum leikrit sem Svava Jakobsdóttir bekkjar- systir samdi fyir okkur og gerðist auðvitað á heimili Hallveigar Fróðadóttur og Ingólfs Arnarsonar vegna afmælis Íslandsbyggðar sama ár. Vigdís leikstýrði og við sungum kvæði sem skáldin í hópn- um sömdu. Peggý var í forystu um klúbb- haldið og var áhugasöm um að halda starfinu gangandi. Hún vann heilshugar að öllu sem hún kom ná- lægt og gaf sig alla. Engan hef ég þekkt sem vissi meira um fólkið sem bjó í Vestur- bænum þegar hún var þar að alast upp og oft minntist hún þvottahúss sem amma hennar rak á Vestur- götu og stúlknanna sem þar störf- uðu. Eitt af því sem hefur einkennt hana frá unga aldri er tryggð henn- ar og vinátta við fólk sem hafði reynst henni vel. Hún gleymdi engu sem henni var vel gert. Friðrik var fuglaskoðari og sjálf hafði hún mikinn áhuga á fuglum. Það væsti ekki um fuglana sem tóku sér bólfestu í garðinum við Sunnuveg 29, þeir voru bústnir og sælir þegar þeir stauluðust undan trjánum eftir að hafa gætt sér á dýrindismat húsfreyju. Þau Friðrik fóru í ferðir um landið á vorin að fylgjast með fuglakomum til lands- ins. Og margar heimsreisur fóru þau. Peggý hafði afar fallega rithönd, var vel máli farin og gagnrýnin ef henni fannst illa farið með tungu- málið. Hún skrifaði mörg sendibréf sem fróðlegt er að rifja upp því að þar er saga ungrar íslenskrar stúlku um miðja 20. öld varðveitt. Hún skrifaði í mörg ár fastar grein- ar í Morgunblaðið um matargerð og konur sem voru mikið lesnar. Við söknum yndislegrar vinkonu og sendum börnum hennar, Völu, Friðrik, Kristjáni, Kolbrúnu og Bergljótu, dýpstu samúð. Megi góðar minningar um mömmu þeirra lýsa þeim og fjölskyldum þeirra veginn. Ellen Åberg Snorrason, Helga Gröndal, Sigríður Th. Erlendsdóttir, Sólveig Pálmadóttir, Vigdís Finnbogadóttir. Bergljót Ingólfsdóttir Við Gulli kynnt- umst í Kennara- skólanum, eða réttar sagt í Kennaraskólakórnum sem fór fræga söngferð til Noregs á lok- anámsári mínu. Kórinn þurfti á smá aðstoð að halda og var til- vonandi eiginmaður minn feng- inn að láni í tenórinn. Í áraraðir minntumst við Gulli þess með viðeigandi kátínu að í ferðinni tók ég eitt sinn misgrip á honum og mínum tilvonandi og kom aft- an að Gulla með miklum hlýleg- heitum, sem hann tók vel, en stóð stutt þegar uppgötvaðist. Í Kór Langholtskirkju sung- um við saman, byrjuðum í hin- um hefðbundna kirkjukór en vorum svo í þeim galvaska bylt- ingarflokki sem breytti starfi kórsins í það að verða kór sem söng við athafnir án greiðslu en öll þóknun fór í kórsjóð til að kaupa nótur og standa straum af metnaðarfullu tónleikahaldi. Við vorum bæði í stjórn á þess- um tíma, 1974, og svo tók Gulli við formennskunni af mér þegar ég flutti út á land. Gulli var alla tíð klettur sem hægt var að reiða sig á þegar eitthvað þurfti til, og var bæði ráðagóður og lá ekki á liði sínu þegar þurfti. En hinn einstaki eiginleiki Gulla var hin hlýja kímnigáfa, að sjá hið skemmtilega, að orða hlutina svo að hægt var að Gunnlaugur V. Snævarr ✝ Gunnlaugur Valdemar Snævarr fæddist 7. apríl 1950. Hann lést á Landspít- alanum 18. sept- ember 2021. Útför Gunnlaugs fór fram 29. sept- ember 2021. skella upp úr og halda svo áfram og að koma atburðum og atvikum í rímað form. Auk þessa var Gulli ljómandi skáldmæltur og þýðingar hans og söngtextar eru mik- ill fjársjóður. Marg- ir Langholtsbrand- arar voru úr hans smiðju, þegar snúið var upp á setningar í stórverkum Bachs og sálmatextar aðeins fordjarf- aðir, en næmni hans var líka mikil og langar mig að nefna þýðingu hans á færeyska laginu „Fagurt er um sumarkvöld við sæinn“ sem fulltrúa þess þegar þýðing verður á pari við, eða jafnvel næmari en frumtextinn. Langholtskirkja og Kór Langholtskirkju áttu stóran sess í hjarta hans. Svo stóran að þeg- ar fyrrverandi kórformenn gengust fyrir því að rita minn- ingabók um 50 ára starf Jóns Stefánssonar við kirkjuna, þá játaðist hann því að skrifa texta bókarinnar. Engan grunaði að bókin yrði sú minningarbók sem hún varð, en Jón lést vorið 2016. Í einum kafla bókarinnar skrifar Gulli um Jónsa „… hann er einna næst því af öllum lista- mönnum sem ég þekki, að vera venjulegur, miðað við það hve mikill listamaður hann er“. Þessi setning lýsir þeim báðum og það verður örugglega ekki töluð vit- leysan þegar þeir félagar koma saman í kór hinna himnesku herskara. Guð blessi minningu Gunn- laugs Snævarr og styrki Auði og fjölskyldu hans. Margrét Bóasdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.