Morgunblaðið - 18.10.2021, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2021
alestur sj vi n
f r l bla ið æ
am ur b
- ra e a M nbl ið
viku, 22 la ið
agleg
um
100.000
manns
8
*
G
ll
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Ef þú heldur vel á spöðunum varð-
andi ákveðið mál muntu sjá það leysast far-
sællega. Spennan sem var í vissu sambandi
er að lognast út af.
20. apríl - 20. maí +
Naut Farðu þér hægt í að gera aðra að trún-
aðarmönnum þínum. Reyndu að gera ekki of
miklar væntingar til annarra.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Notaðu daginn til þess að meta
eiginfjárstöðuna, hann er frábær til þess.
Reyndu að koma sem mestu í verk.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Á þessum árstíma er nauðsynlegt
að tryggja undirstöður sínar og finna út úr
því hvað aðrir eiga inni hjá þér. Finndu út
hvaða stefnu þú vilt taka og fylgdu henni eft-
ir.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Gefðu þér tíma til að aðstoða vini sem
hafa leitað hjálpar hjá þér. Láttu ekki draga
þig inn í þrætur eða samningaviðræður.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú gætir slegið einhverja út af laginu
er þú viðrar skoðanir þínar vegna þess að
þeir skilja ekki viðhorf þín. Sumum hlutum
fær enginn breytt.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú ættir að staldra við og gefa þér tíma
til þess að vega líf þitt og meta. Láttu alla
sjálfsmeðaumkun lönd og leið og treystu á
sjálfan þig ef þú vilt koma einhverju í verk.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Nú er rétti tíminn til þess að
gera langtímaáætlanir fyrir heimilið og vinn-
una. Skilningur þinn á þörfum vina og ná-
granna er meiri en endranær.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þótt þú hafir verið fastur fyrir í
ákveðnu máli verður eitthvað til þess að þú
skiptir um skoðun. Stundum getur svo virst
að breytingar séu nauðsynlegar breyting-
anna vegna.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú hefur lagt hart að þér og nú er
komið að því að þú getir sýnt öðrum árangur
erfiðis þíns. Leyfðu öðrum að njóta hlutanna
með þér, það er miklu skemmtilegra.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þótt þér finnist þú hafa alla hluti
á hreinu ertu samt ekki viss um hvaða skref
þú átt að stíga næst. Farðu vel yfir stöðuna
og þá finnurðu réttu lausnina.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þér kann að þykja framkoma ein-
hverra vinnufélaga skrýtin. Reynið að gera
það besta úr því sem að höndum ber.
Fjölskylda
Eiginkona Grétars var Fanney Har-
aldsdóttir, f. 16.5. 1940 í Reykjavík, d.
11.12. 1992, vann frá 14 ára aldri á Sól-
vangi í Hafnarfirði, vann í Leifsstöð,
við útgerð Grétars og ýmsa aðra þjón-
ustuvinnu. Þau voru búsett í Hafn-
arfirði til 1977, en eftir það í Sandgerði.
Grétar hefur verið duglegur að
skreyta húsið sitt í Sandgerði fyrir
jólin og fengið oftar en einu sinni
verðlaun fyrir best skreytta húsið í
bænum. „Ég skreyti ekki nálægt því
eins mikið og ég gerði áður, á ekki
auðvelt með að ganga upp í stiga, en
ég set alltaf eitthvað upp.“ Þar hefur
Grétar búið, á Stafnesvegi 3, í 36 ár.
G
rétar Vídalín Pálsson er
fæddur 18. október 1936
í Reykjavík. „Byrjunin
var þannig að ég var
sendur í Staðarsveitina
fyrir vestan til móðursystur minnar
og var þar í sex mánuði. Svo fór ég í
Hafnarfjörðinn til foreldra minna, og
var síðan borinn í skinnpoka yfir
Hellisheiði til Eyrarbakka og svo var
farið með mig í trillu til Þorláks-
hafnar. Á leiðinni stoppaði vélin og
bátinn fór að reka. En svo komst vél-
in í gang og ég fór til Þorlákshafnar
og þaðan í Selvoginn. Ég hef verið
svona ársgamall.“ Grétar ólst þar upp
í hjáleigunni Sólheimum hjá móður-
ömmu sinni sem bjó þar hjá vinafólki.
Þar var Grétar til fjórtán ára aldurs.
„Þá var ég tekinn og farið með mig
á togara og var gerður að spíssara,
eða kyndara.“ Grétar var efti það á
sjónum en fór sjálfur í útgerð árið
1962. Þá keypti hann trilluna Sleipni
og gerði hana út frá Hafnarfirði í átta
ár. Hann rak einnig fiskbúðir á þess-
um tíma, eina í Hafnarfirði og eina á
Langholtsvegi í Reykjavík. „Síðan lét
ég smíða fyrir mig bát í Bátalóni árið
1973, Sæljóma, hann var 11 tonn og
ég gerði hann út í sautján ár frá
Sandgerði. Síðan lét ég smíða bát úti í
Noregi, plastbát og gerði hann út í
sautján ár. Hann var 20 tonn. Á þess-
um bátum voru ýmist tveir um borð á
línu eða upp í fjóra á netum. Ég
byggði líka fiskhús í Sandgerði og fór
að verka fisk frá 1984 til 1987.“ Grét-
ar var í útgerð til 2007 eða þar til
hann var 71 árs. „Þá veiktist ég af
krabbameini og ákvað að selja út-
gerðina. Ég reri alltaf út sjálfur,
treysti engum nema sjálfum mér til
þess.“
Þegar Grétar seldi útgerðina
keypti hann sumarhús í Grímsnesi.
Hann er þar með gróðurhús og hefur
verið að rækta sumarblóm þar og ým-
islegt annað . „Ég lét líka gera 18
holu púttgolfvöll við bústaðinn.“
Grétar hefur ferðast mikið, fór á
tímabili á jeppum upp á jökla og fjöll.
Hann á hjólhýsi og hefur verið dug-
legur að ferðast á því. „Það er stórt
og mikið hús, en núna nota ég það að-
allega til að fara í Selvog og slappa
af.“
Foreldrar Fanneyjar voru Haraldur
Agnar Guðmundsson, f. 29.7. 1913 í
Hafnarfirði, d. 6.5. 1989, verkamaður í
Hafnarfirði, síðast bús. í Reykjavík, og
Halldóra Sigríður Guðvarðardóttir, f.
16.8. 1922 í Reykjavík, d. 27.8. 2008,
húsfreyja.
Börn Grétars og Fanneyjar eru 1)
Kolbrún Vídalín Grétarsdóttir, f. 27.7.
Grétar Pálsson, fyrrverandi útgerðarmaður – 85 ára
Stafnesvegur Best skreytta húsið í Sandgerði 2010. Grétar skreytir ekki eins mikið núna, en setur alltaf eitthvað upp.
Ársgamall á vélarvana bát
Afmælisbarnið Grétar Pálsson stundaði sjómennsku í 57
áŕ, rak tvær fiskbúðir og var sjálfur í útgerð í 45 ár. Á sjó Grétar á Sæljóma en hann reri sjálfur til sjötugs.
Vinkonurnar Sóley Yabing Kristinsdóttir, Hanna Elísabet Hákonardóttir, Elísa
Builien Andradóttir, Sara Björk Eiríksdóttir, Hrafnhildur Elva Elvarsdóttir og Eva
Lovísa Heimisdóttir söfnuðu peningum til styrktar Rauða krossinum með því að
halda tombólu fyrir utan Hagkaup í Spönginni. Afraksturinn var 7.685 krónur.
Tombóla
Til hamingju með daginn
Akureyri Pola Bríet Konradsdóttir
fæddist 15. september 2020 klukkan
11.20 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hún
var 4.002 g og 52 cm. Foreldrar henn-
ar eru Joanna Niewada og Konrad
Kulis.
Nýr borgari