Morgunblaðið - 18.10.2021, Side 26
BIKARÚRSLIT 2021
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Íslandsmeistarar Víkings úr Reykja-
vík fullkomnuðu stórkostlegt tímabil
með því að vinna 3:0-sigur á ÍA í bik-
arúrslitaleik á Laugardalsvelli á laug-
ardaginn var. Víkingur varð með því
aðeins fimmta félagið í sögunni til að
verða tvöfaldur meistari í knattspyrnu
í karlaflokki og fyrsta liðið frá því KR
varð tvöfaldur meistari árið 2011.
Sigurinn var verðskuldaður því
Víkingur var betri á flestum sviðum,
þrátt fyrir að ÍA hafi fengið sín tæki-
færi. Pablo Punyed var besti maður
vallarins en hann lagði upp bæði mörk
Víkings í fyrri hálfleik. Það fyrra kom
á 18. mínútu er hann sendi Erling
Agnarsson einan í gegn og Erlingur
sá um að skora. Það seinna kom í upp-
bótartíma er hann spyrnti boltanum í
höfuðið á Kára Árnasyni og í netið.
Varamaðurinn Helgi Guðjónsson full-
komnaði svo magnað tímabil með því
að skora þriðja markið í uppbótartíma
í seinni hálfleik.
Sigurinn var ekki aðeins staðfest-
ing á því að Víkingur er besta lið Ís-
lands í dag, heldur líka falleg kveðju-
stund fyrir tvo magnaða uppalda
Víkinga. Kári Árnason og Sölvi Geir
Ottesen eru á meðal bestu varn-
armanna Íslands í seinni tíð og þeir
stigu síðasta dansinn saman með
glæsibrag.
Kalt og með mjólk í andlitinu
Kári og Sölvi áttu magnaða ferla og
er óhætt að segja að þeir hætta á
toppnum. Kári viðurkenndi í viðtali
við Morgunblaðið eftir leik að hann
hefði ekki trúað því að Víkingur yrði
tvöfaldur meistari í ár. Kára var þá
skítkalt, með mjólk í andlitinu (auð-
vitað er sigri í Mjólkurbikarnum
fagnað með mjólk) og haltrandi.
Hann er eflaust feginn að vera hætt-
ur! Spurður um meiðslin sagði Kári
einfaldlega að hann væri búinn,
sennilega líkamlega og andlega. Sölvi
viðurkenndi einnig í viðtali við Morg-
unblaðið að líkaminn á honum væri
dauðfeginn að þetta væri nú komið
gott. Kári og Sölvi eru jaxlar og er
ekki annað hægt en að samgleðjast
þeim. Þeir gáfu blóð, svita og tár til að
taka eitt tímabil í viðbót.
Ekki er langt síðan Víkingur var
flakkandi á milli efstu deildar og 1.
deildar og var fátt sem benti til þess
að liðið yrði fyrsta liðið í áratug til að
verða tvöfaldur meistari. Vegna
þessa er þeim mun rómantískara að
sjá „gömlu karlana“ ljúka ferlinum
heima með þessum árangri.
Þeir eiga einnig sinn þátt í því að
ungir leikmenn hafa blómstrað í sum-
ar og hafa nokkrir bætt sig gríð-
arlega. Kári og Sölvi gera aðra leik-
menn í kringum sig betri.
Erlingur Agnarsson, Viktor Örlyg-
ur Andrason og Kristall Máni Inga-
son voru miklu betri í sumar en í
fyrrasumar. Þá fór Daninn Nikolaj
Hansen úr því að skora varla neitt í
það að verða mesti markaskorari Ís-
lands. Arnar Gunnlaugsson á líka
mikið hrós skilið fyrir að stýra Vík-
ingi af mikilli fagmennsku.
Til hamingju Víkingur Reykjavík.
Fullkomið í Fossvoginum
- Víkingur tvöfaldur meistari fyrst liða í 10 ár - Sannfærandi 3:0-sigur í bik-
arúrslitum - Rómantískur endir hjá Sölva og Kára - Pablo lagði upp tvö
Ljósmynd/Óttar Geirsson
Tvöfalt Víkingur úr Reykjavík er tvöfaldur meistari eftir sigur á ÍA í bikarúrslitum á laugardaginn var.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2021
England
Manchester City – Burnley .................... 2:0
- Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á
hjá Burnley á 72. mínútu.
Watford – Liverpool................................. 0:5
Aston Villa – Wolves ................................ 2:3
Leicester – Manchester United .............. 4:2
Norwich – Brighton ................................. 0:0
Southampton – Leeds .............................. 1:0
Brentford – Chelsea................................. 0:1
Everton – West Ham ............................... 0:1
Newcastle – Tottenham........................... 2:3
Staða efstu liða:
Chelsea 8 6 1 1 16:3 19
Liverpool 8 5 3 0 22:6 18
Manch. City 8 5 2 1 16:3 17
Brighton 8 4 3 1 8:5 15
Tottenham 8 5 0 3 9:12 15
Manch. Utd 8 4 2 2 16:10 14
West Ham 8 4 2 2 15:10 14
Everton 8 4 2 2 13:9 14
Þýskaland
Eintracht Fr. – Bayern München .......... 3:2
- Alexandra Jóhannsdóttir lék fyrstu 79
mínúturnar með Frankfurt.
- Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik-
inn með Bayern en Karólína Lea Vil-
hjálmsdóttir var ekki í hópnum.
Spánn
C-deild:
Real Madrid B – Barcelona B................. 0:0
- Andri Lucas Guðjohnsen lék fyrstu 67
mínúturnar með Real Madrid.
Ítalía
B-deild:
Ascoli – Lecce .......................................... 1:1
- Þórir Jóhann Helgason lék fyrri hálfleik-
inn með Lecce en Brynjar Ingi Bjarnason
var ekki í leikmannahópnum.
C-deild:
Siena – Entella ......................................... 1:0
- Óttar Magnús Karlson kom inn á hjá
Siena á 61. mínútu.
Giana Erminio – Virtus Verona............. 1:1
- Emil Hallfreðsson lék allan leikinn með
Verona.
Tyrkland
Adana Demispor – Konyaspor............... 0:2
- Birkir Bjarnason lék fyrri hálfleikinn
með Adana Demispor.
Katar
Al Shamal – Al-Arabi .............................. 1:3
- Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn
með Al-Arabi.
Danmörk
Nordsjælland – Midtjylland ................... 2:2
- Elías Rafn Ólafsson lék allan leikinn með
Midtjylland.
OB – Randers ........................................... 1:2
- Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn
með OB.
SönderjyskE – Köbenhavn..................... 1:1
- Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í
leikmannhópi SönderjyskE.
- Ísak B. Jóhannesson lék allan leikinn
með Köbenhavn, Andri Fannar Baldursson
og Hákon Arnar Haraldsson voru allan
tímann á bekknum.
B-deild:
Horsens – Vendsyssel ............................. 1:1
- Aron Sigurðarson kom inn á hjá Horsens
á 56. mínútu en Ágúst Eðvald Hlynsson var
ekki með.
Lyngby – Hobro....................................... 1:1
- Sævar Atli Magnússon lék fyrstu 72
mínúturnar með Lyngby. Frederik Schram
var utan hóps. Freyr Alexandersson þjálf-
ar liðið.
Lettland
Riga – Metta ............................................. 1:1
- Axel Óskar Andrésson fékk rautt spjald
á 51. mínútu hjá Riga.
Bandaríkin
Racing Louisville – Orlando Pride........ 3:1
- Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék fyrstu 58
mínúturnar með Orlando.
Svíþjóð
Vittsjö – Hammarby................................ 3:1
- Berglind Björg Þorvaldsdóttir lék fyrstu
61 mínútuna með Hammarby.
Eskilstuna – Örebro ................................ 1:2
- Berglind Rós Ágústsdóttir lék allan leik-
inn með Örebro. Cecilía Rán Rúnarsdóttir
var allan tímann á bekknum.
Noregur
Bodö/Glimt – Sarpsborg ........................ 2:1
- Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt.
Rosenborg – Vålerenga.......................... 2:2
- Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn
með Rosenborg.
- Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn
með Vålerenga.
Sandefjord – Odd..................................... 0:0
- Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn með
Sandefjord.
Arna-Björnar – Vålerenga..................... 0:8
- Amanda Andradóttir lék seinni hálfleik-
inn með Vålerenga og skoraði. Ingibjörg
Sigurðardóttir lék fyrstu 73 mínúturnar.
B-deild:
Aalesund – Sogndal................................. 3:0
- Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn
með Aalesund.
- Emil Pálsson lék fyrstu 67 mínúturnar
með Sogndal.
50$99(/:+0$
_ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði
eitt marka Kristianstad þegar liðið
vann öruggan 4:1 sigur á Djurgården í
sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á
laugardag. Sveindís kom Kristianstad í
2:0 skömmu áður en flautað var til
leikhlés. Hún hefur skorað sex mörk og
lagt upp fjögur til viðbótar í 16 deild-
arleikjum með Kristianstad á sínu
fyrsta tímabili í atvinnumennsku.
Kristianstad er í þriðja sæti sænsku úr-
valsdeildarinnar þegar liðið á eftir að
spila tvo leiki á yfirstandandi tímabili.
Sveindís lék allan leikinn í fremstu víg-
línu og Sif Atladóttir lék sömuleiðis
allan leikinn í
hjarta varn-
arinnar. Elísabet
Gunnarsdóttir
þjálfar liðið.
_ Bjarni Ófeig-
ur Valdimarsson
heldur áfram að
gera það gott
með liði Skövde í
Svíþjóð. Á laugardag fór hann á kost-
um í sterkum 33:30-útisigri gegn
Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í
handbolta. Bjarni Ófeigur hefur verið
afar drjúgur í markaskorun á tíma-
bilinu hingað til og hélt uppteknum
hætti með því að skora sex mörk. Ekki
nóg með það þá lagði hann upp sex
önnur mörk fyrir samherja sína og var
þannig með sanni allt í öllu í leiknum
eins og oft áður.
_ Albert Guðmundsson átti afar góð-
an leik fyrir AZ Alkmaar er liðið vann
5:1-heimasigur á Utrecht í hollensku
úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Albert
lagði upp fyrsta markið strax á sjöttu
mínútu og skoraði svo sjálfur fimmta
markið úr víti á 86. mínútu. AZ er að
rétta úr kútnum eftir erfiða byrjun en
liðið er í níunda sæti með 12 stig eftir
átta leiki og þrjá sigra í röð.
_ Mývetningarnir og hjónin Gunn-
hildur Hinriksdóttir og Sigurbjörn
Árni Arngrímsson ásamt Jóhönnu S.
Kristjánsdóttur voru sæmd gullmerki
UMFÍ á sambandsþingi UMFÍ á Húsa-
vík á laugardag. Jóhanna og Sig-
urbjörn Árni eru
forsetar þingsins.
Gunnhildur er
framkvæmda-
stjóri Héraðs-
sambands Þing-
eyinga (HSÞ),
eins af sam-
bandsaðilum
UMFÍ. Jóhanna er
jafnframt fyrrver-
andi formaður HSÞ.
_ Íslandsmeistarar SA unnu nauman
4:3-útisigur á Fjölni í Hertz-deild karla
í íshokkí á laugardag. Jóhann Már
Leifsson skoraði tvö mörk fyrir SA,
sem er í toppsætinu með tíu stig,
tveimur stigum á undan SR. Fjölnir er í
þriðja og neðsta sæti með þrjú stig.
Eitt
ogannað
Haukar höfðu ótrúlega yfirburði á
heimavelli gegn Skallagrími í
Subway-deild kvenna í körfubolta
í gærkvöldi og vann 64 stiga stig-
ur, 93:29. Skallagrímur skoraði
aðeins eitt stig í öðrum leikhluta
og var ekki að spyrja að leiks-
lokum eftir einstefnu í fyrri hálf-
leik. Í Vís-bikar kvenna vann
Keflavík afar sannfærandi 78:44-
sigur á útivelli gegn Íslandsmeist-
urum Vals. Önnur úrslit í bik-
arkeppnum karla og kvenna má
nálgast á næstu síðu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rúst Daniela Wallen skoraði 21 stig og tók 14 fráköst fyrir Keflavík gegn
Val í gærkvöldi. Keflavík mætir Fjölniskonum í næstu umferð.
Meistararnir steinlágu
Rosengård tryggði sér í gær
sænska meistaratitilinn í fótbolta
með 3:2-útisigri á Piteå í Íslend-
ingaslag, þrátt fyrir að tvær um-
ferðir séu eftir af tímabilinu.
Guðrún Arnardóttir lék allan
leikinn með Rosengård en hún hef-
ur leikið átta leiki frá upphafi til
enda síðan hún kom til félagsins frá
Djurgården á miðju tímabili. Hún
leysti Glódísi Perlu Viggósdóttur af
hólmi þegar Glódís gekk í raðir
Bayern München. Glódís lék tólf
leiki með Rosengård á leiktíðinni
áður en hún fór til Þýskalands og á
því sinn þátt í meistaratitlinum.
Meistaratitilinn var sá fyrsti hjá
Guðrúnu í Svíþjóð en númer tvö hjá
Glódísi.
Hlín Eiríksdóttir lék fyrstu 71
mínútuna með Piteå.
Rosengård er með sjö stiga for-
skot á Diljá Ýr Zomers og stöllur í
Häcken. Diljá kom ekkert við sögu
er liðið gerði markalaust jafntefli
við AIK á útivelli en Hallbera
Guðný Gísladóttir lék allan leikinn
með AIK og var fyrirliði.
Guðrún og Glódís
sænskir meistarar
Ljósmynd/Rosengård
Gleði Guðrún Arnardóttir er
sænskur meistar í fótbolta.