Morgunblaðið - 18.10.2021, Síða 32
... stærsti
uppskriftarvefur
landsins!
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenski dansflokkurinn
(Íd) flytja verkið Aiôn eftir danshöfundinn Ernu Ómars-
dóttur og tónskáldið Önnu Þorvaldsdóttur í Eldborg
Hörpu á fimmtudag kl. 20 undir stjórn Önnu-Mariu
Helsing. Verkið er innblásið af abstrakt hugsun um tím-
ann og ferðalag milli vídda. Aiôn var frumflutt af Sin-
fóníuhljómsveit Gautaborgar og Íd í maí 2019 í Tónlist-
arhúsinu í Gautaborg við frábærar viðtökur. Gagn-
rýnandi Dagens Nyheter lýsti því sem „eins konar
náttúruafli“ og Die Presse í Þýskalandi sagði verkið
„sönnun þess hve tónlist og hreyfing eiga vel saman“.
Aiôn flutt í Eldborg á fimmtudag
MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 291. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Haukar tryggðu sér um helgina þátttökurétt í 3. umferð
Evrópubikars karla í handbolta með samanlögðum
62:39-sigri á Panassos Strovolu frá Kýpur. Báðir leik-
irnir fóru fram ytra og höfðu Haukar mikla yfirburði.
Selfoss gerði 31:31-jafntefli við Jerusalem Ormoz frá
Slóveníu í fyrri leik liðanna á Selfossi á laugardag. FH
er hinsvegar í baasli eftir 29:37-tap á heimavelli gegn
Minsk frá Hvíta-Rússlandi í fyrri leiknum á Kaplakrika.
Í kvennaflokki er KA/Þór komið áfram eftir sannfær-
andi sigur á Istogu frá Kósóvó en Valur er úr leik eftir
tvö töp fyrir Bekament í Serbíu. »27
Fimm íslensk lið í Evrópubikarnum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Miðasala hefur farið fram úr björt-
ustu vonum. Það voru margir sem
komu 2019 sem voru ákveðnir í að
missa ekki af þessari hátíð, ekki síst
þar sem við gátum ekki haldið hátíð-
ina í fyrra út af Covid,“ segir Laufey
Sif Lárusdóttir, einn eigenda veit-
ingastaðarins Ölverks í Hveragerði.
Margir þekkja Ölverk sem í rúm
fjögur ár hefur boðið upp á frábærar
pítsur og handverksbjór. Um næstu
helgi verður bjórhátíð Ölverks hald-
in í annað sinn.
Hátíðin er haldin
í stóru gróð-
urhúsi miðsvæðis
í Hveragerði og
þar gefst gestum
tækifæri á að
kynna sér fram-
leiðslu fjölda ís-
lenskra brugg-
húsa. Að sögn
Laufeyjar verða
þar bæði lítil
handverksbrugghús víða að á land-
inu sem og stóru brugghúsin. „Auk
þess verða líka framleiðendur þarna
sem gera viskí, kokteila og mjöð svo
það verður úr nægu að velja,“ segir
Laufey sem sjálf er formaður sam-
taka íslenskra handverksbrugghúsa.
Bjartmar mætir á svæðið
Bjórhátíðir hafa átt nokkrum vin-
sældum að fagna hér á landi síðustu
ár. Laufey segir að bjórheimurinn sé
mjög vingjarnlegur geiri og það
smiti út frá sér til gesta. „Þegar eitt
brugghús stendur fyrir hátíð eru öll
hin til í að mæta og taka þátt.
Bjórhátíðir eru yfirleitt með ein-
hverju þema og við höfum helst lagt
áherslu á að vera með stór og flott
tónlistaratriði sem auka bónus fyrir
hátíðargesti. Að þessu sinni geta
gestir séð Bjartmar Guðlaugsson og
Hjálma troða upp auk DJ-setta frá
FM Belfast og Gunna Ewok. Svo
verða mögulega einhverjir fleiri.“
Hún segir að það sé frábær til-
breyting þegar haustlægðir ganga
yfir og vetur er að ganga í garð að
gera vel við sig í upphituðu gróð-
urhúsi. „Við erum svolítil hitabelt-
isdýr hér í Hveragerði. Okkur líður
best í hita og jafnvel smá raka.“
Sterkar sósur og dósabjór
Greint var frá því í Morg-
unblaðinu fyrir helgi að Ölverk hygði
á frekari uppbyggingu í Hveragerði.
Haft var eftir bæjarstjóranum að
áform væru uppi um ferðatengda
þjónustu í tengslum við bjór og bjór-
garð. Laufey segir ekki tímabært að
tala um þau áform en neitar því ekki
að hún og maður hennar Elvar
Þrastarson vilji styrkja stoðirnar
undir Ölverk. Sú vegferð hafi raunar
hafist þegar kórónuveirufaraldurinn
skall á. Ölverk hóf framleiðslu á
sterkum chili-sósum sem seldar eru
víðar og bjór fyrirtækisins fæst nú í
dósum í Vínbúðunum. „Við fundum
það í Covid að það er betra að vera
með fjölbreytta starfsemi. Í stað
þess að bíða eftir því að fólk kæmi til
okkar fundum við lausnir til að við
gætum komið til okkar við-
skiptavina. Sá angi af Ölverk á bara
eftir að fara stækkandi.“
Hitabeltisdýr í Hvera-
gerði gera vel við gesti
- Bjórhátíð Ölverks haldin í annað sinn um næstu helgi
Skál! Gestir á bjórhátíð Ölverks árið 2019 voru sáttir við móttökurnar.
Hiti Fólk tók upp á ýmsu í hitanum í gróðurhúsinu á síðustu hátíð.
Laufey Sif
Lárusdóttir