Morgunblaðið - 27.10.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
17. NÓV. - 01. DES.- 14 DAGA FERÐ
01. - 20. DES. - 20 DAGA FERÐ
Úrvalsferðir til Kanarí í vetur með íslenskri fararstjórn og
góðri dagskrá á sérkjörum. Gott úrval gistinga í boði.
INNIFALIÐ Í VERÐI
BEINT FLUG FRAM OG TIL BAKA
INNRITUÐ TASKA 20 KG. OG 8 KG. HANDFARANGUR
GISTING Í 13 EÐA 19 NÆTUR
ÍSLENSK FARARSTJÓRN
AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI
VERÐ FRÁ 112.900 KR.
VERÐ Á MANN M.V. 4 FULLORÐNA.
VERÐ FRÁ 129.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA.
ÚRVAL ÚTSÝN | 585 4000 | INFO@UU.IS | UU.IS
ÚRVALSFÓLK 60+
SÉRTILBOÐ TIL KANARÍ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Langflestir aldraðra, 67 ára og eldri
í Reykjavík, eða 87%, bjuggu í eigin
húsnæði, samkvæmt niðurstöðum
könnunar sem Félagsvísindastofnun
HÍ gerði á högum og líðan aldraðra
fyrir velferðarsvið Reykjavíkur-
borgar, félagsmálaráðuneytið og
Landssamband eldri borgara frá
nóvember 2020 til janúar 2021.
Í leiguhúsnæði bjuggu 16% aldr-
aðra, á hjúkrunarheimili voru 3%, í
þjónustuíbúð á vegum velferðar-
sviðs bjuggu 2%, 1% bjó hjá börnum
og 1% annars staðar. Af þeim sem
voru í leiguhúsnæði leigðu 35% á al-
mennum markaði, 29% voru í leigu-
íbúð á vegum félagasamtaka, 18% í
félagslegu húsnæði og 18% í annars
konar leiguíbúð. Þetta kom fram í
minnisblaði Regínu Ásvaldsdóttur,
sviðsstjóra velferðarsviðs, um hús-
næðismál eldra fólks í Reykjavík.
Meðalævin er að lengjast
Í mannfjöldaspá fyrir Reykjavík
er gert ráð fyrir að hlutfall 67 ára og
eldri fari úr 12% árið 2020 upp í 21%
árið 2050. Eldri en 80 ára mun fjölga
hlutfallslega meira en fólki á aldr-
inum 67-79 ára.
Íbúar landsins verða orðnir 461
þúsund árið 2069, samkvæmt
miðspá mannfjöldaspár Hagstofu
Íslands. Mannfjöldinn var um 368
þúsund í lok síðasta árs. Þá er
meðalævi fólks að lengjast. Í lok
2020 var hún 84,1 ár hjá konum en
því er spáð að hún verði 88,7 ár árið
2069. Meðalævilengd karla var 80 ár
í lok síðasta árs en verður 84,4 ár ár-
ið 2069.
Regína segir í minnisblaðinu að
það sé stefna Reykjavíkurborgar að
allir borgarbúar hafi öruggt hús-
næði á viðráðanlegu verði. Það á við
hvort sem fólk þarfnast stuðnings
með húsnæðismál sín eða ekki.
Húsnæðisstefna borgarinnar nær til
allra borgarbúa, þar með talið eldra
fólks sem þarf að geta eignast og/
eða leigt húsnæði eftir þörfum
hverju sinni. Þá þarf að vera fjöl-
breytt framboð á húsnæði í hverju
hverfi.
Unnið hefur verið með samtökum
og stofnunum sem vilja byggja íbúð-
ir fyrir eldra fólk á undanförnum ár-
um. Í minnisblaðinu segir að áætlun
miði vel um að byggja um 450 íbúðir
í samstarfi við Hrafnistu, Grund,
Sóltún, Samtök aldraðra og Leigu-
félag aldraðra/Félag eldri borgara.
„Byggingu 246 íbúða fyrir eldri
borgara er lokið, þ. á m. byggingu
60 íbúða á Sléttuvegi 27. Þá eru 120
íbúðir á framkvæmdastigi og sam-
þykkt deiliskipulag er fyrir bygg-
ingu 162 íbúða eldra fólks,“ segir í
minnisblaðinu.
Þróun íbúafjölda 67 ára og eldri í Reykjavík
30
20
10
0
20%
15%
10%
5%
0%
Fjöldi 67-79 ára
Fjöldi 80 ára og eldri
Hlutfall 67 ára og eldri af heildar-
íbúafjölda í Reykjavík,%
2016 2017 2018 2020 2030 2040 2050
Heimild: Reykjavíkurborg,mannfjöldaspáFjöldi, þúsundir Hlutfall
Flestir aldraðir
í eigin húsnæði
- Könnun hjá öldruðum í Reykjavík
- Horfur á mikilli fjölgun aldraðra
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra segir að sú hátt-
semi að byrla manneskju ólyfjan
geti nú þegar fallið undir nokkur
ákvæði hegningarlaganna en ekki
hafi komið neinar tillögur né athuga-
semdir um hvernig breyta þyrfti
löggjöfinni. Taka þurfi það alvarlega
þegar einstaklingum er byrluð
ólyfjan, gæta að verkferlum og
reyna að auðvelda rannsókn slíkra
mála, sem er torveld vegna sönn-
unarskorts.
„Það hafa ekki komið neinar til-
lögur né athugasemdir um hvernig
breyta þyrfti löggjöfinni þar sem sú
háttsemi að byrla manneskju ólyfjan
getur nú þegar fallið undir nokkur
ákvæði hegningarlaganna,“ segir
Áslaug og heldur áfram: „Það er þó
alltaf ástæða til að skoða í takt við
þróun samfélagsins hvernig við get-
um gert betur eins og við höfum gert
með breytingum undanfarin ár.“ Að
lokum nefnir Áslaug að skoða þurfi
aðgengi að blóðrannsóknum vegna
byrlunar, auk annarra atriða.
Ekkert byrlunarmál hefur komið
á borð héraðssaksóknara til þessa en
þó hafa komið fyrir embættið kyn-
ferðisbrotamál þar sem brotaþoli
hefur grun um að hafa orðið fyrir
byrlun en ekki tekist að sanna það. Í
þessu samhengi sagði héraðssak-
sóknari í samtali við mbl.is á sunnu-
dag að mikilvægt væri fyrir brota-
þola að leita strax til læknis til að
tryggja gögn.
Hegningarlögin nái yfir byrlun
- Ástæða til að skoða lagabreytingar í takt við þróun samfélags
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Byrlun Áslaug segir háttsemina þeg-
ar geta fallið undir hegningarlög.
Bláskotta hefur glatt fuglaáhuga-
menn á Stokkseyri undanfarna daga.
Tvær bláskottur sáust fyrst hér á
landi á Höfn í Hornafirði í október
2017. Þriðja bláskottan sást á Höfn í
október í fyrra og nú er sú fjórða
komin til Stokkseyrar.
„Bláskotta er eiginlega asísk fugla-
tegund sem er að mjaka sér vestur á
bóginn,“ sagði Jóhann Óli Hilm-
arsson, fuglafræðingur á Stokkseyri.
Hann sagði að bláskottan væri minni
en þúfutittlingur en stærri en músar-
rindill. Tegundin verpir frá Finnlandi
í vestri og austur um Síberíu og
Mongólíu að Kyrrahafi. Vetrarstöðv-
arnar eru á Indlandi og austur til
Kóreuskagans og Japans.
„Hún er mjög kvik og gerði lítið af
því að sitja fyrir. Þó sat hún kyrr í
nokkrar sekúndur á grein og sýndi
sig, en annars kann hún best við sig
inni í greinaþykkni. Minnir á hegðun
músarrindils, en hún er kvikari,“
skrifaði Jóhann Óli. gudni@mbl.is
Langt að
komin
bláskotta
Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson
Bláskotta á Stokkseyri Tegundin verpir frá Finnlandi í vestri og austur að Kyrrahafi. Fuglarnir fara almennt til vetursetu á Indlandi og austur til Japans.