Morgunblaðið - 27.10.2021, Blaðsíða 28
Léttar veitingar
Happdrætti
Frábær tilboð
Kynningar
Uppákomur
Jólavörur
Ljósmyndabox
á Smáratorgi
28. október
frá 19:00 – 20:30
Bleikt
kvöld
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes
www.gaeludyr.is
Tumi Árnason, saxófónleikari og tónskáld, flytur ásamt
hljómsveit tónverkið Hlýnun á tónleikum á vegum Jazz-
klúbbsins Múlans á Björtuloftum Hörpu í kvöld kl. 20. Í
verkinu er „tekist á við eina helstu tilvistarógn samtím-
ans, hamfarahlýnun, í gegnum frjálsa djasstónlist,
framúrstefnu og tilraunakenndan spuna“, segir í til-
kynningu. Með Tuma í ráðum eru Magnús Jóhann Ragn-
arsson á hljómborð, Skúli Sverrisson á rafbassa og
Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Miðar fást í
miðasölu Hörpu, á harpa.is og tix.is.
Hlýnun á Múlanum í kvöld kl. 20
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 300. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í
handknattleik, hefur valið leikmenn til æfinga hér
heima dagana 1.-6. nóvember næstkomandi. HSÍ til-
kynnti þetta í gær en þessi törn verður að líkindum
mikilvæg fyrir landsliðið vegna undirbúnings þess fyrir
lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvak-
íu í janúar.
Í tilkynningu frá HSÍ kemur fram að liðið muni ekki
koma saman aftur fyrr en á nýju ári en þá fær liðið tvo
vináttuleiki fyrir EM gegn Litháen. »23
Mikilvæg æfingatörn framundan
hjá landsliðinu í nóvember
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Torg listamessa stendur yfir á Korp-
úlfsstöðum á vegum Sambands ís-
lenskra myndlistarmanna. Þar eru
til sýnis og sölu verk fjölmargra
listamanna, þar á meðal fimm stórar
andlitsteikningar unnar með litkrít á
pappír eftir Bjarna Ólaf Magnússon,
en hann hefur ekki sýnt síðan 2014.
„Ég hef ekki náð að safna verkum í
sýningu, sem er lúxusvandamál en
vandamál samt,“ segir hann.
„Ég var ekki mjög gamall þegar
ég uppgötvaði að ég væri teiknari
frekar en málari,“ heldur Bjarni
Ólafur áfram. Í námi erlendis segist
hann hafa þurft að standa á sínu
þegar kennarar hafi viljað beina sér
yfir í málverkið. „Ég hef verið í mál-
verkinu en enda alltaf í teikning-
unni.“
Tilviljun réð því að Bjarni Ólafur
fór í Myndlista- og handíðaskólann.
„Ég ætlaði mér að verða arkitekt en
prófkvíði vegna stúdentsprófanna
gerði það að verkum að ég varð af-
huga frekara bóklegu námi og komst
í Myndlista- og handíðaskólann án
þess að taka inntökupróf. Pabbi fór
með teikningar eftir mig til Einars
Hákonarsonar skólastjóra og þær
nægðu.“
Athyglisbrestur til góðs og ills
Bjarni Ólafur stundaði BFA-
listnám við Kansas City Art Insti-
tute 1988-1990. Hann var einnig
gestanemandi við San Francisco Art
Institute árið 1990 og í mastersnámi
við Goldsmith’s College University
of London 1991-1992. „Síðan hef ég
sinnt myndlistinni af og til og hef
einbeitt mér að henni að undan-
förnu.“
Listamaðurinn leggur áherslu á
að hann geri það í myndlistinni sem
sér þyki gaman. Hann vinni mikið
rómantískar landslagsmyndir og
portrett og sé undir áhrifum frá
ýmsum listamönnum, en verk hans
eru meðal annars á Instagram
(@bjarniolafurart). „Ég vinn mikið
með fegurðina í kvenmannsandlitinu
en öll andlitin tengjast mér sjálfum
og því eru þetta allt í og með sjálfs-
myndir.“ Bætir við að hugsunin sé sú
að þetta séu persónur í ósögðu æv-
intýri. „Ævintýrið verður stöðugt
flóknara vegna þess að persónurnar
verða alltaf fleiri og þegar ég byrja á
mynd veit ég aldrei hvert hún stefn-
ir.“
Frá unga aldri hefur Bjarni Ólafur
verið með athyglisbrest og haldinn
kvíða. „Athyglisbresturinn var til
trafala í náminu, ég var hálfgerður
geimfari, eins og einn kennari kallaði
mig,“ rifjar hann upp. „Ég blótaði
þessum bresti lengi en nýlega áttaði
ég mig á því að hann er guðsgjöf, því
í honum liggur sköpunin.“
Til að hlutirnir gangi upp í mynd-
listinni þarf að kúpla sig frá öllu
öðru, að mati Bjarna Ólafs. „Tónlist-
in hjálpar mér að færa mig yfir í
þetta órökræna flæði og oft er ég allt
of lengi, tími ekki að hætta, því þetta
er svo gaman, en kærastan og dótt-
irin hafa oft vit fyrir mér og kalla
mig til baka.“
Sýningin á Korpúlfsstöðum var
opnuð um liðna helgi og verður aftur
opin á morgun kl. 18-22, föstudag kl.
18-20, og laugardag og sunnudag kl.
12-18.
Ljósmynd/Erling Aðalsteinsson
Á Korpúlfsstöðum Bjarni Ólafur Magnússon við verk sín á sýningu Sambands íslenskra myndlistarmanna.
Fólk í ósögðu ævintýri
- Andlitsteikningar Bjarna Ólafs í raun sjálfsmyndir