Morgunblaðið - 27.10.2021, Blaðsíða 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þessi bók kom til mín með allt öðrum hætti en
aðrar bækur mínar. Mér var veitt innsýn í kjall-
araíbúð með mjög lágri lofthæð þar sem ein
kona hafðist við og var með kemískt klósett.
Þetta tvennt gengur í gegnum bókina eins og
rauður þráður, enda finnst Systu þetta ekki
mannsæmandi aðstæður,“ segir Steinunn Sig-
urðardóttir um nýjustu bók sína, Systu megin,
sem hún skilgreinir sem leiksögu.
Að sögn Steinunnar hefur hugmyndin að
Systu lifað með henni í um tvo áratugi. „Ég hef
alltaf búið við hugmyndagnótt og helsti vandinn
verið að vinna með réttu hugmyndina á réttum
tíma. Hugmyndirnar koma alltaf frá hjartanu
og ég held að á endanum verði sú fyrir valinu
sem er allra næst hjartanu,“ segir Steinunn og
rifjar upp að hún hafi byrjað að skrifa um Systu
fyrir um 20 árum. „Ég er rekin áfram ekki bara
af því að mig langar að gefa jaðarsettu fólk rödd
og ásýnd, heldur einnig af forvitni um það
hvernig hægt sé að draga fram lífið við þessar
aðstæður,“ segir Steinunn og leggur áherslu á
að Systa skrimti án þess að vera bitur.
Tortryggin gagnvart rannsóknarvinnu
„Það hefur engin sögupersóna fylgt mér
svona lengi, sem helgast meðal annars af því að
ég þurfti að finna efninu rétta formið. Frásögn-
in af Systu hófst sem löng smásaga, en ég sá
fljótt að venjulegur prósi gerði Systu ekki skil. Í
framhaldinu skrifaði ég leikrit um hana og setti
svo allt í pækil. Eftir því sem tíminn leið fann ég
sífellt sterkar að ég gæti ekki farið í gröfina án
þess að draga Systu fram í dagsljósið. Annað
væri svik og sambærilegt við það að myrða
söguhetjuna mína og það hefði verið þokkalegt,
því ég hef alltaf hugsað hlýlega til Systu líkt og
hún væri vinur minn. Ég ákvað því að fara þá
leið að láta innri rödd Systu heyrast í stuttu
prósaköflunum og gefa lesendum svo tækifæri
á að sjá hana utan frá í leiktextanum. Mér
fannst sú leið best til að gera Systu rétt skil,“
segir Steinunn þegar hún er beðin að útskýra
hvað leiksaga sé.
Í bókinni fá lesendur ekki aðeins innsýn í
aðstæður utangarðsfólks því ofbeldi í nánum
samskiptum er til umfjöllunar sem og vinnu-
þrælkun. „Það hefur verið átakanlegt í gegnum
tíðina að fylgjast með fréttaflutningi af
aðstæðum fátæks og heimilislauss fólks og
þeirri útbreiddu útlendingaþrælkun sem hér
hefur viðgengist. Allt hefur þetta brýnt mig til
dáða í skrifunum,“ segir Steinunn. Annað lyk-
ilþema bókarinnar snýr að mótun barna í upp-
vexti, því Systa og Brósi, bróðir hennar, bjuggu
við vanrækslu móðurinnar sem nýtur sjálf vel-
lystinga á sama tíma og dóttirin skrimtir. „Það
má velta fyrir sér á hvaða mörkum raunsæis
þessi ófrýnilega móðurmynd er og eins hvernig
túlka megi hana sem yfirvald sem heldur þétt
um pyngjuna og lætur ekkert af hendi rakna
þótt hún geti það,“ segir Steinunn og bætir því
við að sér finnist það skandall að fátækt fái að
viðgangast á Íslandi. „Við erum rík þjóð og hér
á enginn að þurfa að búa við fátækt. Ef ég væri
stjórnmálamaður myndi ég byrja á því að
stoppa í þetta gat vegna þess að fátæktin er
mein, og ekki staðbundin meinsemd, hún dreifir
sér.“
Spurð hvort bókin hafi kallað á mikla rann-
sóknarvinnu af hennar hendi svarar Steinunn
því neitandi. „Ég held að ég megi fullyrða það
að ég hafi aldrei unnið rannsóknarvinnu fyrir
neitt sem ég hef gert. Ég er tortryggin gagn-
vart þessari ítarlegu rannsóknarvinnu sem höf-
undar tala gjarnan um og velti fyrir mér hvort
hún helgist af skorti á ímyndunarafli eða hvort
þetta sé þessi uggvænlega tilhneiging til „ná-
raunsæis“ þar sem hlutir þykja merkilegri ef
þeir hafa verið í alvörunni,“ segir Steinunn og
tekur fram að ímyndunaraflið sé aðaldrifkraft-
urinn í hennar skrifum.
Ég er að brjóta formleikreglur
„Í þeim bókum þar sem ég kem inn á sértæk
svið bið ég vini sem eru sérfræðingar í efninu að
lesa yfir. Þannig fékk ég Kristin heitinn Al-
bertsson eldfjallafræðing, sem var kær vinur
minn, til að lesa yfir skáldsöguna mína Gæða-
konur þar sem söguhetjan er María Hólm eld-
fjallafræðingur. Hún óttast að gosið geti orðið í
grennd við Reykjavík og fylgist því vel með gíg-
um á Bláfjallasvæðinu, sem henni stendur sér-
stök ógn af. Svona yfirlestur kemur í veg fyrir
að ég verði uppvís að hreinu bulli, og varðandi
„rannsóknarvinnu“ þá dugar það mér.“
Í ljósi þess að Systa hefur lifað með Stein-
unni í um 20 ár liggur beint við að spyrja hvern-
ig sé nú að kveðja hana eftir að hafa komið
henni út í heiminn. „Ég veit að ég á eftir að
halda áfram að hugsa hlýlega til Systu og ann-
arra í hennar aðstæðum í þjóðfélaginu sem fest-
ast í ákveðnu neti og erfiðum aðstæðum án þess
að hafa til þess unnið. Ég er mjög sátt við að
hafa loksins dregið Systu fram í dagsljósið. Það
var þungur prósess, því þótt bókin sé aðgengi-
leg er ég að brjóta formleikreglur,“ segir Stein-
unn og viðurkennir að hún hafi verið hálffeimin
við að sýna útgefanda sínum handritið. „Ég átti
von á hverju sem var, en mér til mikillar
ánægju tók Hólmfríður Úa Matthíasdóttir
útgáfustjóri handritinu opnum örmum. Hún og
Sigríður Rögnvaldsdóttir súperyfirlesari
hvöttu mig til dáða á lokametrunum. Ég lít
aldrei svo á þegar ég er búin með verk að það sé
sjálfgefið að það rati á prent. Ég er alltaf við
öllu búin og því ekki verr haldin en svo af mikil-
mennskubrjálæði,“ segir Steinunn og tekur
fram að hún hafi síðustu þrjá áratugi notið góðs
af yfirlestri eiginmanns síns, Þorsteins Hauks-
sonar tónskálds. „Sem er mikill sérfræðingur í
formi og hefur frábært auga fyrir texta og hlut-
föllum.“
Hlær í dag að eigin andhælishætti
Spurð hvort hún sé farin að huga að næstu
bók svarar Steinunn því játandi. „Stór hluti af
Systu megin er hrein samtöl. Ég hef mikinn
áhuga á því formi,“ segir Steinunn og tekur
fram að hún sé með árunum orðin ófeimnari við
að skrifa samtöl í bókum sínum. „Framan af
ferlinum fannst mér það eiginlega liggja of vel
fyrir mér að skrifa samtöl og fyrir vikið valdi ég
meðvitað að skrifa nær engin samtöl inn í fyrstu
prósabækurnar mínar,“ segir Steinunn og hlær
að því sem hún kallar eigin „andhælishátt“ í
dag. „Enda betri hugmynd en ég hélt að nýta
það sem liggur sérlega vel fyrir manni. Ég yrði
því alls ekki hissa á því að samtöl yrðu fyrir-
ferðarmikil í næstu bók, enda býður það upp á
allt aðra möguleika að geta látið persónur tjá
sig í beinum samtölum,“ segir Steinunn.
Þess má að lokum geta að rithöfundurinn og
bókmenntafræðingurinn Björn Halldórsson
ræðir við Steinunni um bókina Systu megin á
höfundakvöldi í Gunnarshúsi annað kvöld,
fimmtudagskvöld, kl. 20.
Morgunblaðið/Eggert
Rödd „Ég er rekin áfram ekki bara af því að mig langar að gefa jaðarsettu fólk rödd og ásýnd,
heldur einnig af forvitni um það hvernig hægt sé að draga fram lífið við þessar aðstæður,“ segir
rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir um nýjustu bók sína sem nefnist Systu megin.
Systa lifað með Steinunni í 20 ár
- Steinunn Sigurðardóttir sendir frá sér leiksöguna Systu megin - „Ég þurfti að finna efninu rétta
formið,“ segir skáldið - Steinunn upplifði það sem morð á Systu að segja ekki sögu hennar á prenti
Hátíðin Óperudagar stendur fyrir
viðburði þar sem áhugamenn um
prjónasakap, óperu og bíó fá eitt-
hvað fyrir sinn snúð; prjónaóperu-
bíói svokölluðu. Í samstarfi við Bíó
Paradís verður kvikmyndin Flor-
ence Foster Jenkins sýnd í kvöld,
miðvikudagskvöldið 27. október, kl.
20 og gestum boðið að taka upp
prjónana eða heklunálina samhliða
glápinu. Þó er tekið fram að við-
burðurinn er opinn öllum, líka þeim
sem hafa ekki áhuga á að prjóna
eða hekla meðan á sýningu stendur.
Húsið verður opnað kl. 19.
Kviikmyndin sem sýnd verður er
frá 2016 og fjallar hina óvenjulegu
óperusöngkonu Florence Foster
Jenkins. Meryl Streep fer með aðal-
hlutverkið og flytur meðal annars
brot úr aríu næturdrottningarinnar
í Töfraflautunni á sinn einstaka
hátt. Hugh Grant og Simon Hel-
berg fara með mikilvæg hlutverk.
Óperudagar eru grasrótarhátíð
sem byrjaði 14. október og stendur
til 20. nóvember. Upplýsingar um
hátíðina má finna á operudagar.is.
Prjón, ópera og bíó í einn hrærigraut
Lífleg Meryl Streep í hlutverki söngkon-
unnar Florence Foster Jenkins.
Í kvöld kl. 20 setjast rithöfundarnir
Ragnar Helgi Ólafsson og Arndís
Þórarinsdóttir, ásamt Höllu Þór-
laugu Óskarsdóttur, niður á Borg-
arbókasafninu Gerðubergi og ræða
um allt mögulegt sem tengist bók-
um og ekki síst ástríðu sína fyrir
þeim.
Ragnar stóð frammi fyrir flóknu
verkefni þegar faðir hans lést, fyrir
utan sorgarferlið sjálft, að grisja
bækurnar hans. Í Bókasafni föður
míns fjallar hann um þessi ferli
samtvinnast. Arndís fjallar um hið
gagnstæða, nefnilega varðveislu
handrita, í nýrri bók sinni Bál tím-
ans. Þar mælir sjálf Möðruvallabók
og segir sögu
sína.
Ragnar og
Arndís munu
ræða tilurð bóka
sinna og rann-
sóknarferlið.
Margt ber á
góma: Bókabúð-
ir, bókasöfn,
bækur af netinu,
ljóð um bækur,
lestrarupplifunina, kiljur og inn-
bundnar bækur, upprunalegu út-
gáfuna eða endurprentun. Og
gjörðina að brenna bækur sem selj-
ast ekki á útgáfudegi.
Rithöfundar ræða ástríðu fyrir bókum
Arndís
Þórarinsdóttir
Kunnur bandarískur píanóleikari,
Ben Waters, kemur fram á þrennum
tónleikum hér á landi á næstu dög-
um, með íslenskum meðleikurum, en
hann er meðal annars þekktur fyrir
að hafa starfað með meðlimum Roll-
ing Stones, í hljómsveitum Ronnies
Woods og Charlies Watts.
Waters kemur fyrst fram annað
kvöld, fimmtudagskvöld, á Dillon og
hefjast leikar kl. 21. Þá verða aðal-
tónleikarnir í Húsi Máls og menn-
ingar, Laugavegi 18, á föstudags-
kvöld kl. 20. Waters verður líka
sérstakur gestur á Guitarama-
tónleikum Björns Thoroddsens í
Bæjarbíói í Hafnarfirði á laugardag.
Ben Waters er mjög afkastamikill
tónlistarmaður og ekki síst þekktur
fyrir kraftmikinn boogie-woogie-
píanóleik og söng. Eins og fyrr segir
hefur hann átt í miklu samstarfi við
meðlimi Rolling Stones. Hann leikur
í hljómsveits Ronnies Woods, Wild
Five, en sveitin hefur sent frá sér
tvær plötur. Þá fór hann í margar
tónleikaferðir með hljómsveit Charl-
ies Watts, A,B,C & D of Boogie-
Woogie. Um þessar mundir vinnur
Ben Waters að verkefni með gítar-
hetjunni Jeff Beck. Þess má líka
geta að hann er tíður gestur í hinum
vinsæla tónlistarþætti Jools Hol-
lands á BBC.
Ben Waters leikur
hér á tónleikum
- Meðleikari meðlima Rolling Stones
Píanóskálmari Hinn slyngi Ben Waters glaðbeittur við slaghörpuna.
Í tilefni af
hrekkjavöku flyt-
ur rithöfund-
urinn Emil
Hjörvar Petersen
fyrirlestur um
hrollvekjur og
hryllingsskrif á
fjórum bókasöfn-
um höfuðborgar-
svæðisins með
styrk frá Miðstöð
íslenskra bókmennta. Fyrsti fyr-
irlesturinn verður í dag, 27. októ-
ber, kl. 17.30 á Borgarbókasafninu í
Grófinni. Fimmtudaginn 28. októ-
ber kl. 18:15 flytur hann fyrirlestur
á Bókasafni Kópavogs og laugar-
daginn 30. október kl. 13 á Bóka-
safni Hafnarfjarðar. Fjórði og síð-
asti fyrirlestur Emils verður fluttur
1. nóvember kl. 18 á Bókasafni
Garðabæjar.
„Emil fer yfir sögu hrollvekj-
unnar, talar um mismunandi teg-
undir hennar og stöðu greinarinnar
á Íslandi. Að lokum ræðir hann
hvað vert er að hafa í huga við skrif
á hryllingi, en hann hefur undan-
farið lagt áherslu á hrollvekjuna,“
segir í tilkynningu. Í upphafi árs
kom dulræni tryllirinn Ó, Karítas út
sem hljóðbók hjá Storytel og nýlega
kom út áttunda skáldsaga hans,
sögulega hrollvekjan Hælið, en hún
er fyrsta prentaða bók Storytel á
Íslandi.
Fyrirlestur um
hrollvekjur og
hryllingsskrif
Emil Hjörvar
Petersen