Morgunblaðið - 27.10.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Í Snókalöndum við Bláfjallaveg í
upplöndum Hafnarfjarðar hefur ver-
ið komið upp Norðurljósasetri. Að-
sókn ferðamanna hefur farið vaxandi
í haust og miðað við fjarlægð frá höf-
uðborginni þykja gæði myrkursins
einstök til að fylgjast með dansi
norðurljósanna. Fyrirtækið Aurora
Basecamp rekur starfsemina og býð-
ur m.a. upp á skoðun og fræðslu í
tveimur kúlutjöldum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar aug-
lýsti nýverið breytingu á aðalskipu-
lagi bæjarins. „Í endurskoðun aðal-
skipulags Hafnarfjarðar, sem nú
stendur yfir, er vilji til þess að auka á
fjölbreytni í ferðaþjónustu. Hluti af
þeirri fjölbreytni er að geta boðið
upp á svæði með miklum myrkur-
gæðum, þar sem komið hefur í ljós
aukinn áhugi fyrir norðurljósa- og
stjörnuskoðunarferðum. Myrkur-
gæði við Bláfjallaveg í Snókalöndum
eru mjög mikil og það sem er eftir-
sóknarvert er nálægðin við höfuð-
borgarsvæðið,“ segir í lýsingu á
breyttri landnotkun. Fyrirtækið sem
reki þarna þjónustu sjái fyrir sér að
þegar fram í sæki sé hægt að gera
ráð fyrir 150 manns á hverjum tíma
og allt að 300 manns hvert kvöld.
Auður Jónsdóttir, framkvæmda-
stjóri Aurora Basecamp, segir að í
Norðurljósasetrinu sé ekki bara
hægt að skoða norðurljósin. Þar sé
líka fræðsla um fyrirbærið og stjörn-
urnar á himninum. Ef skýjað er í
veðri og norðurljós sjást ekki er í
nokkrum súlum hægt að líkja eftir
því sem gerist í rauntíma í loft-
hjúpnum. Rafmagn og gas er notað
til að gera þá sýningu sem eðlileg-
asta.
Fræðsla og upplifun
Tvö kúlutjöld eru á svæðinu og í
stærra tjaldinu er rúmgóður salur.
Þriðja tjaldið verður tekið í notkun
eftir áramót. Auður segir að fyrir-
tækið hafi tekið til starfa fyrir um
tveimur árum, en fljótlega hafi
heimsfaraldurinn skollið á með til-
heyrandi lokunum um allan heim. Í
haust hafi þráðurinn verið tekinn
upp að nýju og veturinn lofi góðu.
„Undanfarið hafa komið mjög
góðir dagar, en þegar norðurljós
sjást ekki fær fólk alltaf fræðslu og
einhverja upplifun á þessum af-
skekkta stað, sem er þó aðeins í 20
mínútna akstursfjarlægð frá borg-
inni,“ segir Auður. Gestafjöldi hefur
farið yfir 30 einstök kvöld síðustu
vikur, en gestir eru langflestir er-
lendir.
Íslendingar og íslensk ferðaþjón-
ustufyrirtæki hafa einnig verið dug-
leg að leigja salinn undir veislur og
viðburði, hvort sem er brúðkaup, út-
skriftir eða afmæli, en Auður nefnir
einnig dans og hugleiðslu. Síðustu
daga hefur hún fengið fyrirspurnir
vegna jólahlaðborða og þá eru fram-
undan tvennir tónleikar hljómsveit-
arinnar Lights on the Highway.
Ljósmyndir/Aurora Basecamp/Eric Wolf
Norðurljósasetur Boðið er upp á skoðun og fræðslu um norðurljósin og þar er myrkrið lykilatriði.
Gert út á gæði myrk-
urs í Snókalöndum
- Vaxandi aðsókn í Norðurljósasetur við Bláfjallaveg
Möguleikar Viðburðir af ýmsum toga hafa farið fram í kúlutjöldunum.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Til skoðunar er hjá ÁTVR að loka
vínbúðinni í Austurstræti. Fyrir-
tækið leitar nú að húsnæði fyrir vín-
búð á sama svæði. Vínbúðin í Aust-
urstræti er sú af stærri vínbúðum
ÁTVR þar sem minnst er selt af
áfengi á ári hverju.
Á laugardaginn birtist auglýsing í
Morgunblaðinu þar sem Ríkiskaup
fyrir hönd Áfengis- og tóbaksversl-
unar ríkisins óskaði eftir að taka á
leigu 400-600 fermetra húsnæði fyr-
ir vínbúð i Reykjavík. Tekið var
fram í auglýsingunni að leitað væri
að húsnæði sem afmarkaðist af
Snorrabraut, Hverfisgötu, Tryggva-
götu, Geirsgötu og til sjávar í norð-
ur. „Ástæðan er sú að við erum að
skoða með húsnæði sem kæmi vænt-
anlega í staðinn fyrir Vínbúðina í
Austurstræti,“ segir Sigrún Ósk
Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri
ÁTVR í skriflegu svari við fyrir-
spurn Morgunblaðsins. Húsnæðið í
Austurstræti sé frekar óhagstætt á
tveimur hæðum, þar sem lagerinn er
á neðri hæðinni. Einnig sé mjög
þröngt með allan flutning til og frá
Vínbúðinni. „Við munum meta stöð-
una þegar við sjáum hvort við fáum
tilboð í annað húsnæði,“ segir Sig-
rún.
Í auglýsingu Ríkiskaupa er sér-
staklega tekið fram að góð aðkoma
að húsnæðinu verði fyrir viðskipta-
vini og næg bílastæði. Æskilegt sé
að sérmerkja megi um 20 stæði vín-
búðinni. Við vínbúðina í Austur-
stræti eru sárafá bílastæði og þau
oftast upptekin. Leigutími húsnæð-
isins verði allt að 10 ár.
Fram kemur í Ársskýslu ÁTVR
fyrir árið 2020 að svokallaðar stærri
vínbúðir fyrirtækisins séu 17 talsins.
Af þeim var minnst sala í vínbúðinni
í Austurstræti, en árið 2020 seldist
þar áfengi fyrir 694 milljónir króna.
Mest var salan í vínbúðinni Dalvegi,
3.954 milljónir króna, og næstmest í
Vínbúðinni í Skeifunni, 3.226 millj-
ónir. Rétt er að taka fram að þær
verslanir eru með betra aðgengi og
lengri afgreiðslutíma en verslunin í
Austurstræti.
Vínbúðin Austurstræti 10a var
opnuð 4. febrúar 1992 og endurbætt
árið 2013. Hún komst í fréttirnar
sumarið 2007 þegar þáverandi borg-
arstjóri óskaði eftir því að ÁTVR
fjarlægði kæli úr versluninni og
hætti að selja bjór í stykkjatali. Vildi
borgarstjóri með þessu stemma
stigu við bjórdrykkju á Austurvelli.
Vínbúðinni í Austurstræti lokað?
- Húsnæðið er að mörgu leyti óhentugt - ÁTVR hefur auglýst eftir húsnæði til leigu á sama svæði
Morgunblaðið/sisi
Austurstræti Vínbúðin hefur verið starfrækt þarna síðan í febrúar 1992.
Betur fór en á horfðist í júlí í sumar
þegar vörubíll valt á Eyrarfjallsvegi
við bæinn Þúfu í Kjós og lenti úti í
skurði. Á annað hundrað lítrar af
dísilolíu runnu úr tanki bílsins en
starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Kjós-
arsýslu, verktaka sem átti bílinn,
slökkviliðsmenn og lögregla náðu að
hreinsa olíuna upp að mestu.
Atburðarásinni er lýst í minnis-
blaði sem Árni Davíðsson, fram-
kvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins,
skrifaði og fjallað var um á fundi
hreppsnefndar Kjósarhrepps ný-
lega. Þegar Árni kom á staðinn laust
eftir klukkan 17 þennan dag lá vöru-
bíllinn á hvolfi ofan í skurði sem var
þéttvaxinn með stör. Við nánari eft-
irgrennslan sást áberandi brák í
störinni í skurðinum og þegar þessi
brák var rakin sást að olía lak í um-
talsverðu magni undir veginn gegn-
um ræsi og endaði í litlum læk sem
rennur um mýri.
Óskað var eftir að slökkvilið höfuð-
borgarsvæðisins kæmi með ísogs-
efni, pulsur og dúka, úr Hafnarfirði
til að fanga olíuna. Þá var hringt í
eigendur hrossa sem voru á beit á
landinu og þeim tilkynnt að þeir yrðu
að taka hestana sem ella myndu eiga
á hættu að drekka olíumengað vatn.
Unnið var við það sleitulaust til kl.
21 um kvöldið að safna olíu og tókst
að safna í 200 lítra olíutunnu a.m.k.
125 lítrum af hreinni dísilolíu úr
læknum í mýrinni. Verktaki mokaði
mold og möl sem virtist vera olíu-
menguð upp á vörubílspall og gekk
síðan frá vegkanti með hreinni möl af
vörubílspallinum. Verktaki skilaði
heilbrigðiseftirliti síðar afriti af nótu
fyrir skilum á um 5,2 tonnum af
menguðum jarðvegi sem skilað hafði
verið í Sorpu.
Árni sagði við Morgunblaðið að
hann teldi að hreinsunin hefði tekist
nokkuð vel miðað við aðstæður.
Hætta hefði verið á að olían bærist
með læk út í Laxárvog ef ekki hefði
tekist að hreinsa hana upp og einnig
hefði beitarland spillst. Sýni hefðu
verið tekin úr jarðveginum undir
haust og eftir það talið óhætt opna
fyrir beit á ný.
Árni sagði að vörubílstjórann
hefði að sér vitandi ekki sakað í velt-
unni.
Hreinsuðu upp
120 lítra af olíu
- Tókst að afstýra mengunarslysi
Morgunblaðið/Kristinn
Mengun Olíumengun í vatni.