Morgunblaðið - 27.10.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Lífríkar fjörur, grunnsævi með æti
fyrir fuglategundir, tún, akrar og
votlendi með fjölbreyttum gróðri;
þetta er meðal þess sem einkennir
Bessastaðanes á Álftanesi sem Um-
hverfisstofnun vinnur nú að friðlýs-
ingu á. Starfið er unnið með emb-
ætti forseta Íslands, Garðabæ,
ráðuneytum og Minjastofnun Ís-
lands og er hluti af átaki til friðlýs-
inga sem fráfarandi ríkisstjórn hef-
ur rekið.
Stelkur og lóuþrælar
Svæðið sem friðlýsa skal er 4,45
km² að stærð og nær yfir Bessa-
staðanes, Lambhúsastjörn og
Skerjafjörð í átt að Kársnesi í
Kópavogi. Í náttúruverndaráætlun
er getið gildis Álftaness sem bú-
svæðis fugla. Fuglalíf er fjölbreytt
allt árið og má þar nefna að Álfta-
nes er viðkomustaður margæsar og
rauðbrystings. Þá sjást þar æðar-
fugl, sendlingur og tildrur sem hafa
verndargildi. Stórir mávar og há-
vella eru algengir vetrargestir og
hundruð tjalda, stelka og lóuþræla
koma þar við á fartímanum.
Á nesinu eru líka tún, akurlendi
og votlendi með eftirtektarverðum
vistgerðum.
Verjast strandhöggi
Menningarminjar eru á Bessa-
staðanesi. Á svonefndum Skansi
var á 17. og 18. öld fallbyssuvirki.
Byssur þar voru settar upp í kjöl-
far Tyrkjaránsins árið 1627, en
lengi eftir það var andvari hafður á
Íslandi til þess að verjast strand-
höggi. Rústir á Skansinum standa
enn og fróðleik um þær að finna á
skilti sem sett var upp fyrir nokkr-
um árum.
Frestur til að skila Umhverfis-
stofnun athugasemdum við friðlýs-
ingu Bessastaðaness er til 10. des-
ember næstkomandi. Komi til
friðlýsingar verða ýmis skilyrði sett
um svæðið, sem almenningi verður
áfram heimil för um sé engu rask-
að og varlega farið.
Bessastaðanes verði friðlýst svæði
- Fjörur, fuglar og fjölbreyttur gróður - Hávella, stelkur, margæsir og æðarfugl - Umhverfisstofn-
un undirbýr vernd og friðlýsingu - Forsetaembættið er með í ráðum - Menningarminjar á Skansi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flugsýn Horft yfir Bessastaðanes sem er stóra svæðið næst á þessari mynd. Lambhúsatjörn er til vinstri. Skansinn
með fornum minjum um fallbyssusvæðið er við grandann hægra megin. Forsetasetrið og kirkjan fyrir miðri mynd.
Myndakvöld
Snæfellsnes og Björn Rúriksson
Björn Rúriksson, rithöfundur, ljósmyndari og flugmaður fjallar um
Snæfellsnes og náttúru landshlutans. Endilangt nesið er til skoðunar
úr lofti jafnt og á landi – allt frá Snæfellsjökli í vestri og austur
eins langt og það nær inn til Dala og inn í uppsveitir Borgarfjarðar,
inneyjum Breiðafjarðar norðan Snæfellsness og sögu þeirra verða
einnig gerð nokkur skil.
Heillandi efni og margar óvenjulegar og fallegar ljósmyndir úr
þessum undraheimi íslenskrar náttúru.
Myndakvöldið hefst kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6,
miðvikudaginn 27. október.
Verð kr. 1.000.
Innifalið kaffi og kleinur í hléi, ca kl. 20.40.
Myndakvöldi lýkur um kl. 21.45.
Allir velkomnir
„Bubbi er kóngurinn,“ segir Bjarni Þór
Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnar-
neskirkju. Þar var í gær, hefð samkvæmt á
síðasta þriðjudegi í mánuði, opið hús fyrir
eldri borgara í söfnuðinum með ýmsum
skemmtilegum atriðum.
Í gær mætti Bubbi Morthens á svæðið og
sagði gestum og gangandi þar frá æsku
sinni og ýmsu af lífsins leið. Góður rómur
var gerður að máli listamannsins, sem ný-
lega er fluttur á Seltjarnarnes þar sem
hann bjó raunar einnig fyrr á árum. Um
100 manns mættu á stundina í gær og þeg-
ar Bubbi hafði lokið máli sínu var boðið
upp á kaffi og heiðarlegar íslenskar
brauðtertur.
Bubbi hitti eldri borgara á Seltjarnarnesi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytið, í samvinnu við Hafrannsókna-
stofnun, hefur ákveðið að vinna um-
hverfismatsskýrslu fyrir burðar-
þolsmat og áhættumat erfða-
blöndunar í fiskeldi á Austfjörðum og
Vestfjörðum í samræmi við ný lög um
umhverfismat framkvæmda og áætl-
ana. Skýrsluna er að finna í samráðs-
gátt stjórnvalda og er umsagnarfrest-
ur til 6. desember.
Fram kemur í skýrslunni að þetta
sé gert í kjölfar niðurstöðu úrskurð-
arnefndar umhverfis- og auðlinda-
mála og álits Skipulagsstofnunar. Í
áliti frá því fyrr í þessum mánuði, sem
vísað er til, komst Skipulagsstofnun
að því að burðarþolsmat og áhættu-
mat erfðablöndunar séu háð umhverf-
ismati áætlana. Hins vegar er vísað til
þess að úrskurðarnefnd umhverfis-
og auðlindamála felldi úr gildi rekstr-
arleyfi Laxa fiskeldis í vor vegna
aukningar eldis í Reyðarfirði. Var
leyfið sagt haldið verulegum ann-
mörkum hvað varðaði stærð seiða og
mat á umhverfisáhrifum.
Í inngangi umhverfismatskýrsl-
unnar í samráðsgátt segir að „niður-
staða umhverfismatsins leiðir ekki til
breytinga á burðarþolsmati og
áhættumati Hafrannsóknastofnunar-
innar, en vísar þó til mótvægisað-
gerða og vöktunar sem mikilvægt er
að fylgja til að draga úr neikvæðum
umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Mið-
að er við að Hafrannsóknastofnun
geri viðauka við umhverfismats-
skýrsluna þegar koma til breytingar á
burðarþolsmati og áhættumati.“
Brugðist við álitamálum
- Birtir skýrslu um áhættumat erfðablöndunar í fiskeldi
Morgunblaðið/Eggert
Fiskeldi Gerð hefur verið umhverfismatsskýrsla fyrir burðarþolsmat.