Morgunblaðið - 27.10.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.10.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021 Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn- ir segir fyllstu ástæðu til þess að hafa áhyggjur af þróun faraldurs Covid-19 á Íslandi í ljósi fjölgunar smita innanlands. Ellefu liggja nú inni á Landspítala með Covid-19 og einn á gjörgæslu. 80 smit greindust innanlands á mánudag. Forstjóri og farsóttarnefnd Landspítalans ákváðu að gera smit- sjúkdómadeild A7 að farsóttarein- ingu sem væri þá eingöngu helguð umönnun Covid-sýktra. Ákvörð- unin var tekin í kjölfar hópsmits sem kom upp á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild. Þeir smituðu eru að jafna sig eftir opna hjartaaðgerð en Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspít- alanum, segir að það væri afar óheppilegt fyrir sjúklingana að fá mikil öndunarfæraeinkenni í ofan- álag. Allt bendi til þess að smitið hafi borist inn á deildina með heim- sókn aðstandanda sjúklings sem hafi smitað sjúkling. Þá eru 17 í einangrun í Dala- byggð og 117 í sóttkví sem er um fimmtungur íbúa sveitarfélagsins. Smit kom upp í Auðarskóla í Búð- ardal en skólahald í honum var fellt niður út vikuna. Íbúar Asparhlíðar á Akureyri sæta líka sóttkví eftir að smit greindist hjá starfsmanni deild- arinnar um helgina. Til varúðar hefur heimsóknarbann einnig verið sett á deildina Beykihlíð. Aspar- og Beykihlíð eru deildir hjúkrunar- og dvalarheimilisins Hlíðar. Morgunblaðið/Ómar Farsótt Smitsjúkdómadeild Landspítalans er orðin að Covid-deild. Faraldurinn minnir á sig innanlands - Sóttvarnalæknir sendir varúðarorð verið aðdáunarverða. Ekki síður þó um forystumenn hennar, sem hann segir ágætt að gefi sér tíma til þess að gera út um ágreining frekar en að láta hann brjótast fram í ríkisstjórn- arsamstarfi síðar. „Ég ætla ekkert að leyna aðdáun minni á þessum þremur foringjum,“ segir Jakob. „Þó ég ætti kannski að segja eitthvað annað samkvæmt formúlunni, þá ætla ég bara að láta þau njóta sannmælis.“ Þorbjörg gengur ekki jafnlangt, en telur að það hafi verið nokkur gæfa að ríkisstjórnin hafi setið í fjög- ur ár og náð langþráðum pólitískum stöðugleika í landinu. Nú sé staðan hins vegar önnur og athyglisvert að Vinstri græn kjósi að halla sér ekki til vinstri og Sjálfstæðisflokkur ekki til hægri. Jakob tekur undir það og minnir á að sumir stjórnarandstöðu- flokkar hafi útilokað ýmsa aðra flokka en ekki aukið fylgi sitt. Stjórnarandstaðan mun halda stjórninni við efnið - Harla ólík nálgun stjórnarandstöðuflokka við hlutverk sitt Morgunblaðið/Hallur Þjóðmálin Jakob Magnússon og Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, gestir Dagmála. DAGMÁL Andrés Magnússon andres@mbl.is Þingmenn í stjórnarandstöðu gera fastlega ráð fyrir því að núverandi ríkisstjórnarflokkar endurnýi sam- starf sitt áður en yfir lýkur, þó þau telji að óþarflega langur tími hafi farið í þær viðræður. Við blasi að þar séu djúp ágreiningsefni, sem erfið- lega gangi að ná sameiginlegri stjórnarstefnu um. Þrátt fyrir að enn sé ekki búið að mynda nýja ríkisstjórn eftir alþing- iskosningar er komin ný stjórnar- andstaða. Þau Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, og Þorbjörg S. Gunnlaugs- dóttir, þingmaður Viðreisnar, ræða stöðuna í stjórnmálum í Dagmálum Morgunblaðsins í dag, og ekki þá síst hlutverk og verkefni stjórnarand- stöðunnar. „Það er óvenjulegt að það sé kosið að hausti og þing hefur ekki komið saman síðan í júnímánuði,“ segir Þorbjörg. „Það hvað það gengur illa að endurnýja heitin í þessu hjóna- bandi gerir það svo að verkum að þingið mun hafa mjög lítinn tíma til þess að afgreiða fjárlög,“ segir Þor- björg og heitir því að Viðreisn muni ekki draga af sér við stjórnarand- stöðuna. Jakob Frímann talar með öllu vin- samlegri hætti um ríkisstjórnina, sem hann sagði að mörgu leyti hafa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.