Morgunblaðið - 27.10.2021, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.10.2021, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021 Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og trygg- ir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráning- arferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Kvenréttindi voru til skamms tíma þau að mega stjórna lífi sínu og umhverfi samkvæmt því sem eiginmaður konu veitti henni leyfi til. Gagnvart lögum nutu konur þess jafnréttis að mega taka út refs- ingu fyrir brot á lög- um til jafns við karla, þó með þeim forrétt- indum, að þeim var stundum drekkt, en ekki höggnar, en kag- hýddar voru þær til jafns við karla. Kosningarétt fengu konur á Ís- landi árið 1881, að vísu var hann takmörkunum háður, en allur kosningaréttur hefur alltaf, og í öllum tilfellum, fyrr og síðar verið takmörkunum háður. Þótt þessi fyrsti kosningaréttur væri skil- yrtur í meira lagi, þá var það kosn- ingaréttur, sem varð að hornsteini kvenréttindabaráttunnar þegar tímar liðu. Tveimur áratugum síðar var að þróast hér á landi hreyfing, sem með tímanum varð óstöðvandi. Þannig var, að danska Oddfellow- hreyfingin gaf Íslendingum spítala, með því skilyrði, að aðeins lærðar hjúkrunarkonur máttu sinna hjúkrun þar. Þess vegna var dönsk hjúkrunarkona ráðin til spítalans, þar sem slíkar voru ekki til hér á landi, en þær síðan kenndu öðru starfsfólki til verka, en þau verk, sem þar voru unnin, voru svo sann- arlega nýmæli á Íslandi. Hjúkrunarkona þessi, Christ- ophine M. Jurgensen, giftist yfir- lækni spítalans, Sæmundi Bjarn- héðinssyni, og önnur dönsk tók við hjúkrunarstörfunum. En Christ- ophine lét ekki staðar numið, held- ur fór að kenna hjúkrun, og naut til þess stuðnings Guðmundar landlæknis, sem benti á í blaða- grein, að slík menntun fæli í sér slíkt framfaraspor, að þótt ekki væri nefnt nema það eitt, að nema þá bylt- ingu í hreinlæti sem í náminu fælist, gætu ungar konur komist hjá því að missa sitt fyrsta barn vegna kunnáttuleysis í umönnun ungbarna og viðkvæmra, en slíkt var þá alþekkt. Í fyrsta sinn á landi þessu varð til stétt kvenna sem naut virð- ingar í samfélaginu. Menntaðar konur, sem unnu sjálfstætt, eða með læknum, sem var mikil virð- ingarstétt, gengu milli húsa, veittu líkn og heilsubót og kenndu nýja lífssýn, voru nú virtar og nutu þakklætis, sem ekki var áður til að dreifa meðal kvenna. En hjúkr- unarkonan á Holdsveikispítalanum var mágkona og náin vinkona Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, sem minntist þess nú, að konur hefðu kosningarétt, og hvatti þær ein- dregið til að nýta hann, og hafa þannig áhrif á samfélagið. Virðu- legar hjúkrunarkonur, sem nutu leiðsagnar danskra stallsystra á Klepps- og Laugarnesspítala, voru að vakna til lífsins og kalla til rétt- ar síns. Það leið ekki á löngu þar til þær sýndu mátt sinn, og hófu meðal annars söfnun til byggingar Landspítala, sem ekki hefði verið byggður þá án þeirra. Því er vert að minnast Odd- fellowhreyfingarinnar, sem var driffjöðrin í þessum fyrstu sporum, og alltaf síðan, því ávallt skal gott geymast en illt gleymast. Eftir Kristján Hall Kristján Hall » Í fyrsta sinn á landi þessu varð til stétt kvenna sem naut virð- ingar í samfélaginu. Höfundur er eftirlaunaþegi. vega@vortex.is Kvenréttindi: Upphaf án endis Í kjölfar heimsstyrj- aldanna töldu mörg tónskáld nauðsynlegt að byrja alveg upp á nýtt og slíta öll tengsl við fyrri tónlistarhefð. Bylting var gerð í þeirri von að úr rúst- unum myndi rísa ný og betri tónlist. Eink- um voru kröfurnar róttækar eftir síðari heimsstyrjöldina. Hagfræðingar tala stundum um uppbyggjandi eyðileggingu sem kann að verða í kjölfar efnahaglegs hruns. Styrjöld- unum í Evrópu fylgdi því miður engin ný blómsturtíð, aðeins tjón og eyðilegging og þjóðir álfunnar misstu frumkvæði og forystu í hendur annarra þjóða. Auk þess kom tónlist lítið við sögu í stríð- unum. Meðal þess sem breyttist í hinni nýju tónlist var hlutverk tónfræð- innar. Hlutverkum tónfræði og tón- smíða var snúið við. Fyrr höfðu tón- fræðingar kannað þau tónverk sem samin höfðu verið áður og leitt kenningar sínar af þeim. Nú bjuggu menn til tónfræðina fyrst og síðan var til þess ætlast að tónskáld semdu verk sín eftir fræðunum. Frægir heimspekingar sönnuðu út frá grundvallarlögmálum sam- félagsins að einungis tónlist samin eftir hinni réttu tónfræði gæti talist endurspegla nútímann. Rétthugsun tók við af andans frelsi tónskálds- ins. Mönnum var sagt að rétthugs- unin væri frelsi. Frans Kafka hefði verið skemmt en hann var því mið- ur látinn þegar þetta gerðist. Athyglin beindist einkum að efni- við hinnar nýju tónlistar. Talsmenn hinnar nýju tónlistarstefnu, sem í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar voru kenndir við módernisma, en við av- ant garde eftir þá síðari, héldu því fram að hver tími krefðist síns tónamáls. Allir sem vildu starfa í anda síns tíma yrðu að nota sögu- lega réttan sameiginlegan efnivið, annars teldust þeir tímaskekkja, sem var talin höfuðsynd. Hug- myndin er ættuð frá Karli Marx og byggist á því að listin verði að end- urspegla sögulegar aðstæður hvers tíma. Þannig endurómi franska byltingin í hin- um frumlega stíl Beethovens og aust- ræn áhrif í klassískum verkum á nítjándu öld endurspegli nýlendu- stefnuna. Gallinn er sá að enginn hefur sýnt fram á með skiljan- legum hætti hvers vegna tólftóna aðferð Schönbergs og seríal- ismi Darmstadt- námskeiðanna, með nokkrum viðbótum frá Ameríku, skuli vera sögulega réttari en ein- hverjar aðrar aðferðir annarra manna. Né heldur hver á að vera dómari um þessi mál. Raunar hefur þessi umræða alltaf borið mjög póli- tískan keim, mikil tilgerð og sýnd- armennska og lítið af skýrri hugs- un. Þegar öll kurl koma til grafar snýst allt um það hver ræður. Ef menn hins vegar vilja fylgja hinni klassísku hefð er alger óþarfi að deila um þessi mál því að fyrir liggur hvernig þau hafa verið af- greidd þar. Það gerist með þeim hætti að tónskáldið semur sitt verk eftir því sem það best veit og kann. Ekki þarf að efast um að viðhorf þess til mannlífsins og samfélagsins kunna að hafa áhrif á hugsunarhátt og vinnubrögð við samninguna, sennilega að mestu ómeðvitað. Næst kemur að flytjandanum, sem ákveður að spila verkið af því að það höfðar til hans og honum finnst það skemmtilegt viðfangsefni. Þá hefur hlustandinn lokaorðið. Þegar til lengdar lætur lifir engin tónlist sem enginn vill hlusta á. Ef allt gengur vel og flytjendur og hlust- endur eru ánægðir mun síðar koma að fræðimönnunum. Þeir munu grandskoða verkið og komast að þeirri niðurstöðu að það endur- spegli sinn tíma og sé gott dæmi um tíðarandann þegar það var sam- ið. Segja má að aðferð klassískrar tónlistar til þess að afgreiða listræn álitamál sé aðferð náttúrunnar, sú sem Spencer og Darwin kölluðu að hinn hæfasti lifði af. Um Beethoven er rétt að taka fram að hann stóð báðum sínum listrænu fótum í hefðinni, einkum verkum Haydns og Mozarts. Áreið- anlega hefur franska byltingin haft áhrif á hugsunarhátt hans og við- horf til lífsins, en hann tók ekki við fyrirskipunum frá einum eða nein- um um tónsmíðar sinar. Þar réð hann öllu sjálfur. Tónamálið var það sem honum hentaði, byggt á því besta sem hann hafði lært af öðr- um. Ef mönnum finnst það frum- legt er það aðeins vegna sköp- unargáfu höfundarins. Menn hafa síðan hlustað á og flutt verk hans ekki vegna þess að þau séu sögu- lega rétt heldur vegna þess að mönnum finnst þau góð tónlist og alveg án tillits til þess hvað þeim kann að finnast um frönsku bylting- una. Mikil straumhvörf urðu í stjórn- málum heimsins 1989 við fall Berl- ínarmúrsins og hrun Sovétríkjanna nokkru síðar. Í kjölfarið fylgdi mikil bylgja sem kennd er við heimsvæð- ingu. Henni fylgdu mikil völd al- þjóðlegra einokunarfyrirtækja með netvæðingu og áður óþekktum sefj- unarmætti, sem náði til alls mann- kyns og gjörbreytti öllum menning- arlegum forsendum. Á tuttugustu öld tóku menn að efast um hugtökin gott og illt, fagurt og ljótt. Á okkar dögum hafa menn losað sig við satt og logið. Nú er sannleikurinn af- stæður og staðreyndir spurning um smekk. Ekki er von að blási byrlega fyrir klassískri tónlist við þessar að- stæður, sem hefur öll þessi gömlu hugtök að grunngildum. Samt lifir hún góðu lífi, sums staðar í góðra vina hópi í tónlistarlífi sem fer fram undir radar fjölmiðla, sums staðar hjá opinberum stofnunum sem reyna að halda í gamla hefð. Í net- heimum má finna mikið magn klassískra verka í góðum flutningi, nótur og raddskrár auk margvís- legrar umfjöllunar og greininga á verkum. Það er auðvelt að setja fót- inn fyrir mannsandann, en erfitt að stöðva hann. Eftir Finn Torfa Stefánsson » Segja má að aðferð klassískrar tónlistar til þess að afgreiða listræn álitamál sé aðferð náttúrunnar. Finnur Torfi Stefánsson Höfundur er tónskáld. Ný klassísk tónlist HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf FORNUBÚÐIR 12, HAFNARFIRÐI | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS WWW. S IGN . I S

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.