Morgunblaðið - 27.10.2021, Síða 17

Morgunblaðið - 27.10.2021, Síða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021 ✝ Björgvin Þor- steinsson fæddist á Ak- ureyri 27. apríl 1953. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 14. októ- ber 2021. Björgvin var sonur hjón- anna Þorsteins Magnússonar vél- stjóra, f. 1919, d. 1992, og Önnu Rósamundu Jóhannsdóttur húsfreyju, f. 1920, d. 2011. Systkin Björgvins eru: Arnþór Magnús, f. 1942; Sigurlína, f. 1946, d. 2018; Jóhanna Sigrún, f. 1948; Viðar, f. 1950; og Gunnar, f. 1961. Einnig ólst upp á heimilinu sonur Sig- urlínu, Björn Axelsson, f. 1968. Fyrri eiginkona Björgvins var Herdís Snæbjörnsdóttir, dóttir þeirra er Steina Rósa, f. 6.11. 1976. Börn hennar eru: a) Sindri Þór, giftur Önnu Margréti Ingólfsdóttur, þau eiga þrjú börn, b) Kolbrá Sól, c) Styrmir Jökull og d) Katla Nótt. Eftirlifandi eiginkona Björgvins er Jóna Dóra Krist- insdóttir, f. 25.9. 1954, ljós- móðir og hjúkrunarfræðingur. Draupni lögmannsþjónustu. Björgvin sat í stjórn Golf- klúbbs Akureyrar 1967-1969 og í stjórn Bridgesambands Ís- lands 1987-1992, í stjórn Lög- mannafélags Íslands 1985-1987 og í stjórn Golfsambands Ís- lands 1998-2002. Þá átti hann sæti í áfrýjunardómstól ÍSÍ undanfarna tvo áratugi. Björgvin varð sex sinnum Íslandsmeistari í golfi á ár- unum 1971 til 1977 en hann keppti 56 sinnum á Íslands- mótinu, síðast í sumar á Jað- arsvellinum á Akureyri. 2017 varð Björgvin Íslandsmeistari í flokki kylfinga 35 ára og eldri og þá varð hann Íslands- meistari í flokki kylfinga 65 ára og eldri tvö ár í röð, nú seinast í Vestmannaeyjum í sumar. Auk Íslandsmeistara- titlanna varð hann níu sinnum meistari Golfklúbbs Akureyr- ar, Golfklúbbs Reykjavíkur tvisvar og Golfklúbbs Hafnar í Hornafirði einu sinni. Hann fór 11 sinnum holu í höggi á ferlinum. Björgvin var sæmd- ur gullmerki GSÍ 2003. Hann var sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ á ársþingi Íþrótta- og ólympíu- sambands Íslands nú í október. Útför Björgvins fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 27. október 2021, og hefst at- höfnin klukkan 15. Streymt verður frá athöfninni á slóð- inni: https://sonik.is/bjorgvin Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Hún er dóttir hjónanna Kristins Pálssonar útgerð- armanns, f. 1926, d. 2000, og Þóru Magnúsdóttur hjúkrunarfræð- ings, f. 1930, þau eru frá Vestmannaeyjum. Björgvin og Jóna Dóra gengu í hjónaband 19.6. 1999 eftir 10 ára sambúð. Son- ur Jónu Dóru og stjúpsonur Björgvins er Kristinn Geir, f. 20.5. 1980. Kona hans er Sylvía Rún Ellertsdóttir, f. 1984, börn þeirra eru: a) Ell- ert Úlfur, b) Emil Huginn, c) Urður Eldey og d) Agla Eilíf. Björgvin ólst upp á Akur- eyri, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1973 og lögfræðiprófi frá Há- skóla Íslands 1980. Hann fékk réttindi sem héraðsdómslög- maður árið 1982 og sem hæstaréttarlögmaður 1986. Björgvin starfaði sem full- trúi sýslumannsins í Austur- Skaftafellssýslu 1980-1981 og fulltrúi á lögmannsstofu Gylfa og Svölu Thorlacius 1981- 1983. Frá 1982 starfaði Björg- vin sjálfstætt, síðast hjá Árið er 1989 og inn í líf okk- ar mömmu kemur þú, hávaxinn rólyndismaður, ekki svo fram- færinn en með afar notalega nærveru frá fyrstu stundu. Mig minnir að okkar fyrsta samtal hafi verið frekar einfalt, báðir sögðum við hæ og síðan sá mamma um að fylla upp í þögn- ina. Það leið ekki á löngu áður en þú varst fluttur inn til okkar á Bragagötuna og hægt og ró- lega fékk ég að kynnast þér og þú mér. Kannski var það ekki svo hægt og rólega sem þú fékkst að kynnast mér, enda var ég níu ára gamall orkubolti. Þegar við fórum saman til Flórída í fyrsta skipti af mörg- um var ég rétt að verða 11 ára og hafði farið í passamyndatöku með mömmu. Þegar við komum til baka og sýndum þér mynd- ina þá sagðir þú: „Þetta er ekki þú, þessi krakki er með lokaðan munninn.“ Akkúrat þetta var húmorinn þinn alla tíð, bein- skeyttur og fyndinn, aldrei neinar langlokur. Við þrjú fluttum saman í Grafarvoginn 1991 og Hest- hamrana kalla ég æskuheimilið mitt. Þú kenndir mér að chippa á teppinu áður en allt var park- etlagt, láta boltann rúlla rólega að skápnum og hann átti helst ekki að fara í hann og koma til baka. Þetta gerðum við að sjálf- sögðu þegar mamma var ekki heima. Svo kom að því að ég flutti að heiman, „þótt fyrr hefði nú verið“ sagðir þú og hlóst. Á tímabili varstu farinn að kalla mig vatnspung með þínum hár- beitta húmor, þá var ég barn- laus og einhleypur á besta aldri eins og þeir segja. Það breytt- ist frekar fljótlega þegar ég kynntist Sylvíu, fjögur urðu börnin, ekki svo slæmt. Þegar þú hittir Sylvíu í fyrsta skipti þá buðum við ykkur mömmu í vöfflukaffi í Stigahlíðina. Þú sagðir lítið yfir vöfflukaffinu, hlustaðir á Sylvíu, mig og mömmu spjalla. Á þessum tíma var Sylvía að vinna á sambýli í Garðabæ og þegar þið kvödduð þá sagðir þú: „Takk fyrir mig. Og Sylvía. Mikið er ég feginn að einhver með reynslu af sam- býlum taki við honum Kristni okkar.“ Þú barðist hetjulega í sex og hálft ár við grimman andstæð- ing. Þú tæklaðir þín veikindi með æðruleysi, viljastyrk og húmor. Ást þín á golfinu hjálp- aði í veikindunum og iðulega var fyrsta spurningin þín til lækna eftir fjölmargar meðferð- ir og aðgerðir: „Hvenær get ég spilað aftur golf?“ Samband þitt við afabörnin var einstakt. Þú varst frábær afi og skilur eftir þig tómarúm hjá þeim og okkur sem við munum fylla upp í með minn- ingum af þér. Við elskum þig og söknum þín. Og næst þegar ég er á vellinum og á gott högg þá mun ég sakna þess að heyra í þér fyrir aftan mig: „Hvurn andskotann gerðir þú vitlaust núna?“ Þín alltaf, Kristinn Geir, Sylvía Rún, Ellert Úlfur, Emil Huginn, Urður Eldey og Agla Eílíf. Frá upphafi starfsferils okk- ar höfum við verið þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta leiðsagnar, þekkingar og ómetanlegs stuðnings Björgvins Þorsteins- sonar. Í fyrstu var tilfinningin sú að hann tæki manni með ákveðnum fyrirvara og svaraði manni helst með einsatkvæð- isorðum, já eða nei. Eftir því sem tíminn leið fjölgaði orð- unum og atkvæðum þeirra og maður áttaði sig sífellt betur á því hvað Björgvin var skarp- greindur, með ótrúlegt minni, fljótur til svars og með ein- stakan húmor. Yfir honum var ávallt mikil ró og hann lét ann- ríki í störfum aldrei leiða til þess að maður gæti ekki leitað til hans og fengið góðar ráð- leggingar. Þakklæti er okkur efst í huga fyrir einstakan læri- föður. Þrátt fyrir miklar annir í lög- mennsku gaf Björgvin sér alltaf tíma til að sinna fjölskyldu, vin- um og áhugamálum samhliða störfum sínum. Þetta breyttist ekkert þegar hann fékk það viðbótarverkefni í fangið að glíma við erfið veikindi. Hann bar sig aldrei illa vegna veik- indanna og sýndi ótrúlegan baráttuhug og jafnaðargeð þeg- ar á móti blés. Viðmót Björg- vins til lífsins og jafnvægis í leik og starfi er nokkuð sem við munum eftir fremsta megni reyna að tileinka okkur. Hans verður afskaplega sárt saknað en það er huggun harmi gegn að vita til þess að við getum ylj- að okkur við ótal minningar um Björgvin, bæði sem samstarfs- félaga og góðan vin. Elsku Jóna Dóra og fjöl- skylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Gestur og Helga. Sagt hefur verið að það sé ekki endilega fjöldi stunda sem maður eyðir með annarri mann- eskju sem skiptir mestu máli, heldur hitt, hversu mikil áhrif samveran hafði á manns líf. Sem dæmi: góður kennari get- ur varið tiltölulega stuttum tíma með nemendum sínum en samt haft umtalsverð áhrif á líf þeirra. Þegar ég horfi til baka eyddi ég stuttum tíma með Björgvini Þorsteinssyni hæsta- réttarlögmanni en samt upplifi ég það svo að fáir hafi kennt mér jafn mikið á jafn stuttum tíma. Ég var enn í menntaskóla þegar ég hlýddi í fyrsta skipti á Björgvin halda málflutnings- ræðu fyrir dómi. Mér er það enn minnisstætt hversu mál- flutningur hans var hnitmiðað- ur og fluttur af virðingu gagn- vart dómnum og lögmanni gagnaðila. Nokkrum árum síðar fékk ég, laganeminn, að vinna fyrir Björgvin í sumarstarfi. Strax frá fyrsta degi voru verk- efnin á lögmannsstofunni á Tjarnargötu fjölbreytt og margslungin. Sama hvað gekk á hélt Björgvin alltaf ró sinni. Hvert verkefni var krufið lið fyrir lið – rök skyldu ráða en ekki tilfinningar. Við alla skjalagerð kom framúrskarandi færni Björgvins í íslensku að góðum notum. Málalengingar og óþarfa flækjur fengu ekki rými þar eð öll textagerð skyldi vera markviss. Nákvæmni Björgvins við að leysa úr vandasömum réttarfarsatriðum var einnig til fyrirmyndar. Þeg- ar sigur vannst í réttarsalnum eða leita þurfti andagiftar í skrifum voru veglegir vindlar dregnir upp og þeirra notið með hægðinni sem oft ein- kenndi Björgvin. Björgvin var um sumt dulur maður. Eitt var þó alltaf ljóst. Á sumrin var spilað golf og það ekki lítið! Hinn sexfaldi Ís- landsmeistari í höggleik glataði aldrei ástríðu sinni fyrir þessu vinsæla sporti. Man alltaf eftir einum áhugaverðum punkti sem Björgvin kom með en hann taldi sig vera heppinn að hafa fengið bakteríuna ungur þar eð þá réði hann betur við hversu mikill tími færi í golfið á meðan sumir kollegar í lögmannastétt- inni, sem fengið hefðu bakter- íuna á miðjum aldri, gætu alveg farið yfir strikið og nánast hætt að vinna! Eftir að sumarvinnu minni fyrir Björgvin lauk hittumst við einstöku sinnum og aldrei varð maður fátækari að eiga í sam- skiptum við hann. Yfirsýn hans yfir málefni líðandi stundar og skarpskyggni var alltaf til stað- ar. Skarð er fyrir skildi að hann skuli vera fallinn frá. Ég kveð hann með virðingu og sendi nánustu aðstandendum hans samúðarkveðjur. Helgi Áss Grétarsson. Björgvin var sterkur og heill persónuleiki, lét ekki mikið á sér bera og var aldrei með neina sýndarmennsku. Hann talaði opinskátt um hlutina, kom sínum skoðunum á fram- færi á sinn einstaka rólega og yfirvegaða máta. Hann hafði mikla og góða tilfinningu fyrir íslensku máli og það nýttist honum vel í lögfræðinni og sínu daglega lífi. Það var alltaf gott að leita til hans enda voru eng- ar málalengingar í boði og svör- in skýr og skynsöm. Hann hafði djúpa réttlætiskennd sem skjól- stæðingar hans, í heimi lög- fræðinnar, höfðu alltaf aðgang að. Þrátt fyrir rólegheitin og yfirvegunina þá leyndist undir niðri mikill húmoristi sem hafði ávallt beinskeytt tilsvör á gam- ansaman máta til reiðu ef svo bar undir. Þar kom hin íslenska málkunnátta hans svo berlega í ljós. Matarsmekkur Björgvins var skemmtilegur og fullkomlega af gamla skólanum. Gellur og nætursaltaður þorskur með hamsatólg trónaði ofarlega á listanum. Hann var ekkert að eltast við nýjabrumið í elda- mennsku og maður gat stólað á að fá góðan, hefðbundinn ís- lenskan mat. Matarblandan reyndist þó fullkomin fyrir alla við matarborðið þar sem Jóna Dóra kom sínum einstöku rétt- um að. Þarna var samvinna hjónanna frábær eins og úti á golfvellinum, þar sem þau áttu sínar bestu stundir. Það var gaman að ná að spila með honum einn golfhring í sumar en því miður reyndist hann sá síðasti. Þar sýndi hann hversu megnugur hann var þrátt fyrir mikil veikindi. Ein- beitingin og keppnisskapið var svo mikið að hann lét enga lík- amlega verki hindra sig í að ná sem bestu skori. Á einni 5 par holunni tók hann upp driverinn til að slá annað höggið. Ég ætl- aði að fara að benda honum á að hann væri með ranga kylfu, en áttaði mig fljótlega á því að hann var algjörlega búinn að leggja upp holuna. Hann ætlaði sér að reyna að ná inn á flöt í öðru höggi og eiga þannig möguleika á erni eða jafnvel al- batros. Þvílíkur meistari hér á ferð. Björgvin barðist af fullum krafti við veikindi sín til fjölda ára og þar sá maður vel hversu hinir einstöku hæfileikar hans á golfvellinum hjálpuðu til. Hið sterka hjarta hans ásamt ein- beitingunni og seiglunni til að vinna leikinn gerði honum kleift að halda áfram í íþróttinni sem hann elskaði svo heitt. Síðasta holan hefur verið leikin og eftir sitja minningar um einstakan mann á sínu sviði sem ávallt bar umhyggju fyrir fólkinu í kringum sig. Hans verður sárt saknað og söknuður Jónu Dóru er mestur enda var þeirra vin- skapur og ást sterk alla tíð. Þau voru alltaf saman í golfinu hvort sem hún var að draga fyrir hann í keppnismótum eða þau að spila hvort við annað eða saman í liði. Jafnframt voru þau saman í hótelrekstri og eigum við margar góðar minningar með þeim frá skemmtilegum heimsóknum að Núpum og á Akureyri. Við söknum Björgvins en um leið finnum við fyrir djúpu þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með honum. Elsku Jóna Dóra, Kristinn Geir, Steina og fjölskyldur, okkar dýpstu samúðarkveðjur og megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Birkir og Ragnhildur (Ragga). Björgvin var nokkrum árum yngri en ég. Ég kynntist hon- um við kennslu í lagadeild Há- skóla Íslands, þar sem hann var nemandi minn. Kunnings- skapurinn þróaðist upp í vin- áttu eftir að hann útskrifaðist. Hann var stálgreindur og heiðarlegur í nálgun sinni að hinum lögfræðilegu viðfangs- efnum. Við urðum skoðana- bræður um aðferðafræðina sem beita mætti. Ævistarf hans þróaðist upp í að verja réttindi þeirra sem sótt var að. Hann byggði varnir sínar á gildum réttarheimildum og sjónarmiðum um réttaröryggi sem heyra þeim til. Hann keypti aldrei kenningar um að dómstólar hefðu heimildir til að setja nýjar lagareglur. Beita bæri gildandi réttar- heimildum sem túlka bæri á hlutlægan hátt, þar sem allir skyldu sitja við sama borð. Með öðrum orðum var hann góður lögmaður. Hann átti sæti í stjórn Lögmannafélags- ins síðasta árið sem ég var þar formaður 1985-1986. Með hon- um var gott að vinna. Svo spiluðum við bridge saman um alllangt árabil. Sumir segja að sambandi milli spilafélaga verði helst jafnað til sambands milli hjóna. Ekki skrifa ég upp á þá kenningu án fyrirvara, en víst er samt að þetta getur verið viðkvæmt samband, sérstaklega þegar spilamennskan gengur ekki of vel. Við félagarnir komumst samt nokkuð vel frá samneyti okkar og náðum stundum vel viðunandi árangri í brids- keppnum. Spilamennskan þjónaði vel þeim tilgangi okkar beggja að hvílast frá lögfræði- staglinu og endurnýja kraft- ana. Þekktastur er Björgvin samt fyrir afburða hæfni sína í golfi. Ferill hans á því sviði er margrómaður og hef ég því einu við að bæta að það var sér- stakur sómi fyrir mig, golf- skussann, að fá að spila með þessum meistara. Það var líka lærdómsríkt að fylgjast með því hvernig hann bar sig að í golfinu. Hann spilaði með okk- ur piltunum í vikulegum tímum sem við settum upp. Og hann sló auðvitað öllum við, allt fram undir haust á þessu sumri. En umfram allt var Björgvin góður vinur. Að leiðarlokum færi ég honum þakkir mínar fyrir vináttuna sem stóð óskert um áratuga skeið. Jónu Dóru og ástvinum öll- um sendum við Kristín sam- úðarkveðjur um leið og við gleðjumst með þeim yfir því að hafa notið návistar og ástar þessa góða drengs. Jón Steinar Gunnlaugsson. Ég vil minnast vinar míns Björgvins Þorsteinssonar í fá- einum orðum. Við kynntumst í öðru lífi hvar ég vann í banka, en hann var að vasast í fiskeldi í Dýrafirði. Þá var þröngt um fyrirgreiðslu til minni fyrir- tækja fljótlega eftir hrun en allt leystist þetta, ekki síst fyrir rósemd og húmor Björgvins. Frá fyrsta degi var mér ljóst að leifturgreind og kankvísi hans myndi auðvelda mjög þau verk- efni sem við áttum fram undan þá og síðar komu á daginn. Við háðum nokkra hildi í réttarsöl- um í öðrum hlutverkum, þar sem léttleikinn auðveldaði mjög þau þungu mál sem við þá tók- umst á við. Veikindi Björgvins ágerðust nokkuð fljótt, en síð- ustu ár var honum ljóst hvert stefndi þótt aldrei glataði hann húmornum. Fyrir skemmstu hringdi Björgvin í mig snemma morguns til að afla tíðinda. Ég bar mig hálf-aumlega (svona eins og bara karlmenn bera sig í veikindum) því ég hefði verið í bólusetningu deginum áður. Björgvin hváði góðlátlega hverslags ræfildómur þetta eig- inlega væri. Ég hresstist undir eins og minntist ekki framar á lumbru. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Björgvini og notið vináttu, leiðsagnar og hjálpar hans í erfiðum málum sem og léttari verkefnum. Genginn er drengur góður. Ég votta Jónu Dóru og aðstand- endum öllum samúð mína á þessum vegamótum. Hvíl í friði kæri vinur. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson. Björgvin Þorsteinsson Elskulegur faðir minn, afi og langafi, JÓN VALGEIR STEFÁNSSON, lést á heimili sínu í Kaupmannahöfn 21. október. Útförin verður auglýst síðar. Valborg Valgeirsdóttir Orri Dór Guðnason Ívar Dór, Silja Sól, Darri Dór og Eik Embla Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, GRETHE WIBEKE IVERSEN, lést á heimili sínu, Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ, miðvikudaginn 20. október. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 29. október klukkan 12. Blóm og kransar afþakkaðir, þeim er vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Ölla, kt. 461113-1090, banki 0322-26-021585. Guðjón Skúlason Ólöf Einarsdóttir Skúli Skúlason Guðríður Hallgrímsdóttir Arne Petter og Berit Guðjón Trausti, Hilmir Gauti, Gréta Björg, Gígja og Eva Björg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.