Morgunblaðið - 27.10.2021, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Tilkynningar
Aðalskipulag Mýrdalshrepps 2012-2028
– Þórisholt
Í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með
auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps
2012-2028.
Breytingin felur í sér skilgreiningu á verslun og þjónustu á
jörðinni Þórisholti. Gert er ráð fyrir gistiþjónustu af gerðinni
hótel eða gistiheimili í skilningi reglugerðar um gististaði og
veitingaþjónustu.
Breytingartillagan liggur frammi hjá skipulags- og byggingar-
fulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík, á heimasíðu
Mýrdalshrepps www.vik.is og á Skipulagsstofnun frá 27.
október 2021 til og með 10. desember 2021.
Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrif-
stofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á
bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út
föstudaginn 10. desember 2021.
Þórisholt - Deiliskipulagstillaga
Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með
auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir Þórisholt.
Deiliskipulagstillaga nær yfir 3,4 ha. svæði og gerir ráð fyrir
endurgerð núverandi útihúsa, viðbyggingu á öðrum húsum og
nýbyggingum sem tengjast fyrst og fremst ferðaþjónustu.
Deiliskipulagstillagan liggur frammi hjá skipulags- og
byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík og á
heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 27. október 2021 til
og með 10. desember 2021.
Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrif-
stofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á
bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út
föstudaginn 10. desember 2021.
George Frumuselu
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Mýrdalshrepps
Auglýsing um skipulagsmál
í Mýrdalshreppi
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30, nóg pláss - Heitt á
könnunni, morgunspjall kl.10:00 - Dansfimi með Auði Hörpu kl.12:50 -
Söngstund með Helgu Gunnars kl.13:45 - Kaffi kl.14:30 -15:00 -
Bókaspjall með Hrafni kl.15:00 - Nánari upplýsingar í síma 411-2702 -
Allir velkomnir
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9-12.
Stóladans m. Þóreyju kl. 10. Menningarklúbbur kl. 11 Bónusbíllinn, fer
frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Pílukast kl. 13. Dansleikfimi kl. 13:45.
Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á
könnunni, Allir velkomnir. Sími: 411-2600.
Boðinn Leikfimi kl. 10:30. Handavinnustofa opin kl. 12:30-15:00.
Leshópur kl. 15:00. Sundlaugin er opin frá kl. 13:30-16:00.
Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10 . Smíðaverkstæði
opið frá 09-12:00 og Albert verður til aðstoðar fyrir gesti og gangandi.
Tálgað með Valdóri frá 09:15. Frjáls spilamennska kl. 12:30-15:45.
Opið kaffihús kl. 14:30.
Breiðholtskirkja Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12:00 alla miðviku-
daga, súpa og brauð eftir stundina. Eldriborgara starfið "Maður er
manns gaman" er kl. 13:15. Allir hjartanlega velkomnir.
Bústaðakirkja Hádegistónleikar kl 12:05 á miðvikudag, 100 ára
minning Jóns Múla, einsöngvarar úr kammerkór Bústaðakirkju flytja
undir stjórn Jónasar Þóris kantors. súpa á eftir í safnaðarsal. Félags-
starf heldur áfram, gestur dagsins er Gunnlaugur A. Jónsson með
erindið "Öll erum við handverk þín ". Kaffi eins og vant er.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7:00-8:00. Kaffisopi og
spjall kl. 8:30-11:00. Ljóðahópur Soffíu kl. 10:00-12:00. Spaugarar og
spellarar kl. 10:30-11:30. Línudans kl. 10-11. Heilsugæslan í heimsókn
kl. 10:00-11:30. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Salatbar kl. 11:30-12:15.
Kaplar og spil kl. 13:30.Tálgun með Valdóri kl. 13-15:30. Síðdegiskaffi
kl. 14:30-15:30.
Garðabær Poolhópur í Jónshúsi kl. 9:00. Gönguhópur fer frá Jóns-
húsi kl. 10:00. Skák í Jónshúsi kl. 10:30. Gönguhópur fer frá Smiðju kl.
13:00. Bridge og tvímenningur í Jónshúsi kl. 12:30 – 15:30. Stólajóga
kl. 11:00 í Kirkjuhv. Gler kl. 13:00 í Smiðju Kirkjuhv. Vatnsleikf Sjál kl.
15:00 / 15:40 og 16:20. Zumba Gold kl. 16:30.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á könn-
unni. Samvera og spjall kl. 9:30-10:00. Memmm fjölskyldustund frá
kl.10:00-12:00. Félagsvist frá kl. 13:00. Döff Félag heyrnarlausra frá kl.
12:30. Öll velkomin.
Gjábakki Kl. 8.30 til 11.30 opin handavinnustofa og verkstæði. Kl. 10-
11.15 bozzia. Kl. 12-14.30 postulínsmálun á verkstæði. Kl. 13-14.30
bingó í aðalsal. Kl. 14-16 Nafnlausi leikhópurinn með námskeið.
Gullsmári Myndlist kl. 9.00. Boccia kl. 10.00. Postulínsmálun og
Kvennabridge kl. 13.00.
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi milli
9:00-11:00. Ganga með Evu kl 10:00-11:00 allir velkomnir. Útskurður
með leiðbeinanda kl 9:00-12:00 500kr skiptið.
Hraunsel Billjard kl. 9-16. Stóla-jóga kl. 10. Línudans kl. 11. Bingó kl.
13. Gaflarakórinn kl. 16.
Hvassaleiti56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleik-
fimi kl. 9:45. Framhaldssaga kl. 10:30. Handavinnuhópur 13:00-16:00.
Bridge kl. 13:00. Erindi á Heilsudögum: ,,Gleðin er besta víman" Svan-
ur Heiðar Hauksson félagsráðgjafi. Hádegismatur kl. 11:30-12:30,
panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Glerlistanámskeið kl 9 í Borgum Gönguhópar kl 10 frá
Borgum og í Egilshöll. Keila í Egilshöll kl 10 Félgsfundur kl. 13 í Borg-
um, myndasýning frá kl. 12:30. Heiða Björg formaður Velferðaráðs,
sérstakur gestur, Vilborg Davíðsd. kynnir menningaferð, Kór Korpúlfa
syngja, gleðigjafarnir Jóhann og Palli skemmta með söng og tónlist,
gleði og gaman, allir velkomnir. Qigong með Þóru kl. 16:30 í Borgum.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er postulínsmálun í handavinnu-
stofu 2. hæðar milli kl. 9-12. Bókband er í smiðju 1. hæðar milli kl. 9-
12:30 og aftur milli 13-16:30. Þá verður píla í setustofu 2. hæðar milli
kl. 10:30-11:00. Myndlist verður í handavinnustofu 2. hæðar milli kl.
13-16. Að endingu er dans með Vitatorgsbandinu milli kl. 14-15.
Hlökkum til að sjá ykkur á Lindargötu 59.
Seltjarnarnes Kaffikrókur alla morgna frá kl. 9. Leir Skólabraut kl. 9.
Botsía Skólabraut kl. 10. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12.Timburmenn
Valhúsaskóla kl. 13. Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 13. Handa-
vinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13.00. Á morgun
fimmtudag ætlum við í bæjarferð í Listasafnið og Ráðhúsið. Kaffihús
á eftir. Farið frá Skólabraut kl. 13.15. Skráning.
með
morgun-
!$#"nu
Smá- og raðauglýsingar
✝
Helga Péturs-
dóttir fæddist
17. desember 1929.
Hún andaðist á
Landspítalanum
Fossvogi 16. októ-
ber 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Pétur Otta-
son skipasmiður, f.
10.3. 1891, d. 28.9.
1973, og Guðrún S.
Árnadóttir hús-
móðir, f. 28.11. 1890, d. 14.9.
1977.
J. Jónsdóttir húsmóðir, f. 24.12.
1903, d. 22.12. 1982. Börn Helgu
og Guðbjarts eru: 1) Guðrún, f.
17.6. 1959, gift Guðjóni Þ. Sig-
fússyni, f. 2.1. 1962, dætur þeirra
eru Þórhildur Helga, f. 15.5.
1992, og Sólveig Helga, f. 4.3.
1996. 2) Kristinn Heiðar, f. 30.11.
1961, kvæntur Laufey Ó. Hilm-
arsdóttur, f. 12.10. 1963, börn
þeirra eru Guðbjartur Helgi, f.
23.8. 1988, Hilmar Einar, f. 28.5.
1991, sonur hans og Sóleyjar
Siggeirsdóttur sambýliskonu er
óskírður, f. 1.10. 2021, og Ragn-
hildur Arna, f. 30.10. 1994. 3)
Álfheiður Jóna, f. 4.5. 1965, gift
Olaf Sveinssyni, f. 10.2. 1964,
dætur þeirra eru Hildur María, f.
29.11. 1991, sonur hennar og Al-
exanders Levís Péturssonar
sambýlismanns er Brimar Leví,
f. 26.8. 2019, og Unnur Dagbjört,
f. 29.3. 1996.
Helga fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hún gekk í Miðbæj-
arbarnaskólann og síðan í Ingi-
marsskólann. Þegar skólagöngu
lauk lá leið hennar í Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur. Helga og
Guðbjartur hófu búskap sinn á
Laugateigi 28 í Reykjavík, en
lengst af bjuggu þau í Dalseli 20 í
Reykjavík. Þau reistu sér sumar-
bústað í Öndverðarnesi. Helga
verður jarðsungin frá Dómkirkj-
unni í dag, 27. október 2021, og
hefst athöfnin klukkan 13.
Bræður hennar
eru Otti Pétursson
stofumaður, f.
20.10. 1926, og Guð-
mundur, f. 22.9.
1927, d. 25.9. 1927.
Helga giftist
29.11. 1958 Guð-
bjarti Á. Krist-
inssyni múrara, f.
24.6. 1933, d. 22.3.
2011. Foreldrar
hans voru Kristinn
H.I. Jónsson símamaður, f. 7.2.
1899, d. 20.9. 1949, og Álfheiður
Elskuleg tengdamóðir mín,
Helga Pétursdóttir, andaðist á
Landspítalanum í Fossvogi hinn
16. október sl. eftir stutta sjúkra-
legu. Hún hafði fram undir það
síðasta átt þess kost að vera
heima hjá sér í Dalseli 20, eins og
hún óskaði, en dvalið síðasta mán-
uðinn á Landspítala. Hún var á 92.
aldursári, hefði orðið 92 ára hinn
17. des. nk. Hún fylgdist með fjöl-
skyldu sinni fram á síðasta dag,
spurði frétta og bað fyrir kveðjur.
Það síðasta sem hún sagði, þegar
ég var í heimsókn hjá henni, var já
takk, er hún var spurð hvort hún
bæði að heilsa. Hún upplifði að sjá
fyrstu langömmubörnin, sem gaf
henni mikið.
Eiginmaður Helgu var Guð-
bjartur Á. Kristinsson, oft kallað-
ur Bubbi, en hann féll frá árið
2011. Þau hjón voru afar samrýnd
og samlynd. Þau byggðu upp
myndarlegt heimili í Dalseli 20,
sem þau kaupa fokhelt og sjá um
að innrétta. Mikil glaðværð ríkti á
heimili þeirra. Helga tók ávallt vel
á móti gestum með dýrindis kræs-
ingum.
Um svipað leyti og þau festa
rætur í Dalseli kaupa þau sum-
arbústaðalóð í Öndverðarnesi, í
landi múrara. Þau byggja bústað
þar, sem oft var dvalið í á sumrin.
Þær eru ófáar minningarnar frá
heimsókn í sumarbústaðinn til
Bubba og Helgu. Þar var spjallað
og spilað, farið í sund eða slakað á
í sól og hita og ekki vantaði vel úti-
látinn mat, kaffi og kökur.
Þegar ég hugsa til hennar kem-
ur upp í hugann ættmóðir. Hún
var fyrirmynd í krafti og kær-
leika, sem var alltumvefjandi í ná-
vist hennar. Það fylgdi kraftur
öllu því sem hún tók sér fyrir
hendur og allt lék í höndum henn-
ar auk þess sem vandað var til
allra verka. Hún var einsök að
sækja heim. Ég átti ófáar stundir
með henni yfir kökum og kaffi-
bolla þar sem rædd voru málefni
eins og fjölskyldan, þjóðmál og
áhugamál okkar beggja: saga og
landafræði, sem hún var mjög
fróð um. Helga gat verið ákveðin
og hreinskilin þegar það átti við.
Hún sat ekki á sínum meiningum
um menn og málefni. Hún hafði
alltaf góð rök á bak við orð sín.
Helga ólst upp í foreldrahúsum
í gamla vesturbænum, á Stýri-
mannastíg. Báðir foreldrar henn-
ar áttu rætur í sama umhverfi.
Faðir Helgu og föðurafi voru báð-
ir skipasmiðir, með skipasmíða-
stöð er smíðaði skip með Engeyj-
arlaginu. Íbúar við
Stýrimannastíg á þessum tíma
tengdust oft sjósókn. Helga gekk í
Miðbæjarbarnaskólann. Hún hef-
ur gengið um Fischersund og
framhjá Dómkirkjunni. Núna að
leiðarlokum liggur leið hennar
enn um Dómkirkjuna, þaðan sem
hún verður jarðsungin. Lífið fer í
hringi. Barnabörnin mörg, fyrstu
langömmubörnin komin og önnur
á leiðinni. Þegar ein kynslóð hefur
skilað af sér keflinu tekur næsta
við. Aldrei verður nægjanlega
þakkað fyrir allt það góða, fagra
og fullkomna sem fylgir góðri og
gjöfulli vegferð. Það á við um
Helgu Pétursdóttur, tengdamóð-
ur mína.
Hafi hún þökk fyrir allt og allt.
Megi þín góðu verk fylgja þér um
ókomna tíð.
Þinn tengdasonur,
Guðjón Þórir Sigfússon.
Helga Pétursdóttir
✝
Ragnheiður
Elín Jónsdóttir
var fædd í Stykk-
ishólmi 9. desem-
ber 1927. Hún lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni 2
Reykjavík 2. októ-
ber 2021.
Hún var dóttir
hjónanna Evu Sæ-
mundsdóttur, f. 22
ágúst 1908, d. 16.
des. 1993, og Jóns Hjaltasonar,
f. 29. mars 1898, d. 7. des.
1972.
Systkin: Hjalti Ólafur, f. 5.
október 1926, d. 25. ágúst
2006, Jóhannes Bjarni, f. 27.
mars 1934, d. 5. október 2006,
Sæbjörg Elsa, f. 30
des. 1941, d. 19.
október 2011.
Maki: Ingvi
Brynjar Jakobsson,
lögregluvarðstjóri
á Keflavíkurflug-
velli, f. 9. apríl
1927, d. 17. apríl
2007.
Börn Ragnheið-
ar og Ingva eru:
Eva Bryndís,
Þórunn Elísabet, Eyrún Jóna,
Aðalheiður Anna, Erla og
Brynjar Ragnar.
Börn, barnabörn og barna-
barnabörn eru 44 talsins.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Mamma var af kreppuára-
kynslóðinni, alin upp í Reykja-
vík frá þriggja ára aldri. Faðir
hennar sem hafði notið nokk-
urrar menntunar var jafn at-
vinnulaus og aðrir. Seinna rætt-
ist úr þegar afi varð verkstjóri
hjá Vegagerð ríkisins. Lifandi
voru frásagnir mömmu af dvöl í
vegavinnubúðum á Kambabrún
þegar gömlu Kambarnir voru
lagðir, hún þá 8 ára, mamma
hennar matseljan en sjálf
skokkaði hún daglega niður í
Hveragerði til að passa barn.
Æskan leið með árlegum flutn-
ingum því ekki var á vísan að
róa um vinnu yfir vetrarmán-
uðina. Eftir stutta skólagöngu
tók við vinna, m.a. á sauma-
stofu. Það átti eftir að reynast
henni notadrjúgt seinna þegar
við, sjö krakkar, vorum að vaxa
úr grasi. Þau hittast svo á
Siglufirði, pabbi og mamma, á
síldarárunum, giftast og við
fyrstu þrjár systurnar erum
fæddar þegar þau flytjast til
Keflavíkur og búa þar meira og
minna síðan. Móðir okkar var
kjarnakona, hláturmild, stefnu-
föst og víðsýn. Hún hafði hug-
rekki og þor til að fylgja hug-
myndum sínum eftir. Þannig
stofnaði hún fjölskyldufyrirtæki
sem bakaði flatkökur í sjö ár og
átti drjúgan þátt í að ná endum
saman þegar hús var byggt yfir
níu manna fjölskyldu. Seinna
vann hún á skrifstofu Skeljungs
í sautján ár, lærði bókhald og
almenn skrifstofustörf og skil-
aði því af sér með sóma. Ferða-
lög voru hennar ær og kýr og
minningar úr útilegum, berja-
ferðum og sumarbústöðum eru
kærar og óteljandi. Mamma var
lipur og klár bridgefélagi sem
spilaði til vinnings en ekki taps.
Hún var söngvin, hafði góða
rödd og kunni aragrúa texta.
Hún unni bæði ljóðum og tón-
list, Davíð Stefánsson var eft-
irlætið og Strauss frekar en
J.S. Bach í tónlistinni. Þau
mamma og pabbi fóru í margar
reisurnar um víða veröld á sinni
búskapartíð og alltaf var hún
driffjöðurin en hann fylgdi
henni glaður. Þrátt fyrir mikla
heyrnar- og sjónskerðingu á
seinni árum lét hún ekki hug-
fallast en gerði hvað hún gat til
að hafa ofan af fyrir sér. Við
viljum trúa því að hún sé nú
komin til pabba og þeirra hinna
sem farin eru.
Við þökkum þér samfylgdina
elsku hjarta, allar góðu fyrir-
bænirnar og alúðina.
Hvíl í friði. Börnin þín,
Eva, Þórunn, Eyrún,
Aðalheiður, Anna, Erla
og Brynjar.
Ragnheiður Elín
Jónsdóttir
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar