Morgunblaðið - 27.10.2021, Síða 20

Morgunblaðið - 27.10.2021, Síða 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021 30 ÁRA Sigríður Þóra Birgisdóttir er úr Mosfellsbænum en býr í Bústaða- hverfinu í Reykjavík. Hún er læknir, er í sérnámi í almennum lyflækningum og vinnur á Landspítalanum. Áhugamál Sigríðar eru útivist, ferðalög og hreyfing, en hún er mikið í utanvegahlaupum. „Ég hef lengst hlaupið Laugaveginn, en stefni á að hlaupa lengra en það þegar ég kemst aftur í form eftir meðgöngu og fæð- ingu.“ FJÖLSKYLDA Maki Sigríðar er Óli Hörður Þórðarson, f. 1992, vél- og orkutæknifræðingur og verslunarstjóri hjá Ölpunum. Dóttir þeirra er Hildur Erla, f. 2021. Foreldrar Sigríðar eru Birgir Þór Baldvinsson, f. 1952, kenn- ari, og Halldóra Björnsdóttir, f. 1961, íþróttafræðingur og kennari. Þau eru búsett í Mosfellsbæ. Sigríður Þóra Birgisdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Reyndu að skipuleggja þig því ann- ars er hætt við að hlutirnir fari úr böndunum og þú standir eftir með sárt ennið. 20. apríl - 20. maí + Naut Sambönd á ótraustum grunni krefjast þess að einhver taki af skarið og taki mik- ilvæga ákvörðun. Sanngirni er sanngirni, burtséð frá tilefninu. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Varastu að láta aðra fara um of í taugarnar á þér. Innri friður er mögulegur þegar þú hefur fulla stjórn á umhverfinu. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú hefur lagt hart að þér að und- anförnu og ert nú tilbúinn til að sýna öðrum árangurinn. Þér er illa við breytingar, einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Einhver sem leitar sterkt á huga þinn þarf á þér að halda. Þú ættir að gera alvöru úr hugmyndum þínum um ferðalög, fram- haldsmenntun eða búferlaflutninga. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Nú er dagurinn til þess að leyfa hæfi- leikunum að njóta sín óhindrað. Einhver vandamál skjóta upp kollinum í vinnunni og geta leitt til einhverrar valdabaráttu. 23. sept. - 22. okt. k Vog Reyndu að komast hjá því í dag að taka mikilvægar ákvarðanir um ábyrgð sem þú deilir með öðrum. Bjóddu skyldfólki í heim- sókn og hafðu ofan af fyrir félögunum. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Gættu þess vel að aðrir komist ekki í þau mál hjá þér, sem þú vilt hafa út af fyrir þig. Vertu óragur en ákveðinn. Þú veist hvað þú vilt í framtíðinni. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Ekki bregðast harkalega við hlutunum í dag. Slakaðu á og hlutirnir ganga vel fyrir sig, þótt þú sért ekki með puttana í öllu. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Gerðu eitthvað sem eykur álit annarra á þér í dag. Láttu samt ekki biðina eftir viðurkenningu halda fyrir þér vöku. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Allir þurfa á fólki að halda sem sér bara þínar bestu hliðar. Sýndu skilning og láttu samstarfsmenn þína ekki gjalda þess að þeir eru ófullkomnir. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú skalt forðast það í lengstu lög að viðra þær skoðanir þínar sem kunna að stangast á við stefnu yfirmanna þinna. Hugsaðu til lengri tíma, það mun færa þér aukna hamingju. þetta orðin stórsveit með um 60 manns, en við höldum alltaf áfram að spila á 1. maí, og það spilar eng- inn „Nallann“ eins oft og við. Það er t.d. regla hjá okkur í kröfugöng- unni 1. maí að þegar við erum kom- lúðrablástur yrði 1. maí. Lúðrasveit Reykjavíkur og Svanurinn voru til fyrir en það var óeining um að spila 1. maí, svo það voru nokkrir úr báðum sveitum sem stofnuðu Lúðrasveit verkalýðsins. Núna er T orfi Karl Antonsson fæddist 27. október 1951 á Ólafsvegi 13, Ólafsfirði. Hann flutti þaðan nokkurra mán- aða með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Þegar hann var sex ára flutti fjölskyldan síðan til Kópavogs þar sem Torfi bjó til 1983. Þá flutti hann ásamt fjöl- skyldu sinni til Hafnarfjarðar. „Nú í vor flutti ég svo ásamt dóttur minni til Akureyrar. Mér líkar mjög vel hér. Við vorum einstak- lega heppin með sumarið og hvern- ig það tók á móti manni, en maður á náttúrlega eftir að prófa veturinn hérna.“ Torfi dvaldi öll sumur, frá fjög- urra ára aldri og fram að fermingu, hjá afa sínum og ömmu á Ólafs- firði. „Þar fékk ég mína fyrstu vinnu 10-11 ára þegar ég vann í saltfiskverkun.“ Allan grunnskóla var Torfi í Kópavogi og eftir landspróf þar lá leiðin í MR. Að loknum mennta- skóla tók Torfi BS-próf í landa- fræði og jarðfræði við HÍ. Um það leyti sem Torfi var að ljúka háskólanáminu bauðst honum kennsla, fyrst við Ármúlaskóla og síðar við Víghólaskóla í Kópavogi, þar sem hann kenndi til 1982. En á sumrin, frá 1971, starfaði hann hjá Veðurstofu Íslands við ýmis störf. Frá 1982 starfaði Torfi svo fastráð- inn á Veðurstofunni þar til hann hætti vorið 2021 og flutti norður. „Starfaði ég því hjá stofnuninni í hartnær 50 ár, þó með stuttum hléum fyrstu árin. Þetta er allt önnur stofnun í dag en þegar ég byrjaði. Ég var töluvert mikið til að byrja með í ferðalögum út á veðurstöðvarnar, var í endurnýjun, eftirliti og uppsetningu á þeim. Síð- an var ég meira í skrifstofuvinnu við gerð skýrslna og úrvinnslu á þeim. Síðustu 10 árin vann ég við veðurathuganir á Keflavíkur- flugvelli.“ Torfi lærði ungur á trompet og fór fljótlega að leika með Lúðra- sveit verkalýðsins. Árin þar urðu 42 og var Torfi formaður til 17 ára. „Megintilgangurinn með stofnun lúðrasveitarinnar var að tryggja að in efst í Bankastræti þá er bara Nallinn spilaður eftir það niður á fundarstað.“ Nallinn er stytting á heitinu Internasjónalinn sem er al- þjóðasöngur verkalýðsins. Á 50 ára afmæli Lúðrasveitar verkalýðsins árið 2003 var Torfi gerður að heiðursfélaga sveitar- innar. Á heimasíðu hennar segir: „Var tillaga þess efnis samþykkt einróma á félagsfundi í sveitinni stuttu áður. Voru menn sammála um að enginn annar hefði unnið Lúðrasveit verkalýðsins meira gagn í gegnum tíðina en Torfi.“ „Fyrir utan lúðrasveitina, sem tók löngum allan minn frítíma, hef ég gaman af lestri og síðustu árin hef ég einnig verið að grúska í ætt- fræði. Hef tekið saman mikið af upplýsingum um ættir mínar, bæði föður- og móðurætt. Eftir að ég flutti norður hef ég tekið upp á því svona í ellinni að fara að mála og er þessa stundina á námskeiði í þeim fræðum. Ég hef alltaf haft gaman af að ferðast, innanlands sem utan. Núna Torfi Karl Antonsson náttúrufræðingur – 70 ára Fjölskyldan Sveinhildur Torfadóttir, Torfi Karl Antonsson og Anton Gunnarsson. Nallinn er oftast spilaður Hjónin Torfi og Ingibjörg Erla. Í Belgíu Torfi í borginni Gent 2019. Til hamingju með daginn Reykjavík Hildur Erla Óladóttir fæddist 30. júlí 2021 kl. 03.08 á Land- spítalanum. Hún vó 3.145 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Sigríður Þóra Birgis- dóttir og Óli Hörður Þórðarson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.