Morgunblaðið - 27.10.2021, Blaðsíða 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
S . F. C H R O N I C L E
B B C
T I M E O U T
84%
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
Frábær ný mynd fyrir alla fjölskylduna með íslensku tali.
E
va Rún Snorradóttir er
skáld sem íslenskir les-
endur ættu að fylgjast
vel með. Hún hefur áður
gefið út þrjár ljóðabækur, Heims-
endir fylgir þér alla ævi, Tappi á
himninum og Fræ sem frjóvga
myrkrið. Hún hlaut ljóðabókaverð-
launin Maístjörnuna fyrir þá síðast-
nefndu. Hennar nýjasta verk,
Óskilamunir, er vægast sagt stór-
brotið.
Lýsa má verkinu sem skáldsögu
sem er byggð upp með örsögum. Til
að byrja með veit lesandinn ekki
hvort um
ótengdar sögur
er að ræða en
svo kemur smám
saman í ljós að
örsögurnar eru
allar um sömu
persónuna.
Við lesend-
urnir kynnumst
konu á miðjum
aldri í gegnum þessar sögur og
smám saman fáum við nokkuð skýra
mynd af henni. Þessi aðalpersóna,
sem segir sjálf söguna, er miðaldra
sviðslistakona sem er tiltölulega ný-
skilin við eiginkonu sína. Við áttum
okkur á því að æskan hefur ekki ver-
ið auðveld og fullorðinsárin nokkuð
flókin líka. Þetta er saga konu sem á
erfitt með að takast á við tilfinningar
sínar, skilja þær og tjá sig um þær.
Þessar sögur eru ef til vill tilraun til
þess að greiða úr flækjunni.
Myndin sem dregin er upp er
frekar brotakennd og tilviljana-
kennd en einhvern veginn gengur
það upp. Í stað línulegrar frásagnar
þar sem söguboga og þroska aðal-
persónunnar er komið skýrt og skil-
merkilega til skila fáum við annars
konar strúktúr.
Titillinn Óskilamunir fangar
nokkuð vel þetta samansafn sagna.
Það er eins og konan hafi valið af
handahófi nokkur brot úr lífi sínu til
þess að miðla áfram. Þessar sögur
eru eins og óskilamunir í lífi hennar
og sjálfsmynd. Þetta eru þættir sem
erfitt er að átta sig á hvernig enduðu
í þeirri narratívu sem líf hennar er.
Það er eins og einhver hafi skilið eft-
ir þessi brot í ólögulegri hrúgu og
hvorki við lesendurnir né aðal-
persónan áttum okkur almennilega
á því hvaðan þau eru komin. En
saman byggja þessi brot einstakt
verk sem er yfirfullt af áhrifamiklum
augnablikum og áleitnum hug-
myndum.
Sumar sögurnar eru hálfsúrreal-
ískar. Konan er gjörningalistakona
og lýsingarnar á listinni sem hún
hefur skapað í gegnum tíðina eru oft
á tíðum svo fáránlegar að þær verða
fyndnar. Það er mikill húmor í verk-
inu en hann er alltaf blandaður al-
vöru, jafnvel trega. Engar sögurnar
eru þó svo skrítnar að þær séu ekki
trúverðugar, líf okkar allra er furðu-
legt og fyndið. Öll höfum við sögur
að segja af aðstæðum sem eru hálf-
ótrúlegar en samt dagsannar.
Það er greinilegt af þessu verki að
dæma að Eva Rún er ljóðskáld,
harla gott ljóðskáld. Hún heldur
stílnum ljóðrænum og þéttum auk
þess sem verkið er á fjórum stöðum
brotið upp með ljóðum. Þess utan
eru nokkrar ljósmyndir á síðum bók-
arinnar sem gefa verkinu nýja vídd,
bæta nýju lagi á listfengi verksins.
Það er erfitt að fanga hvað það er
sem gerir þetta verk svona ofsalega
hrífandi. Það er óvenjulegt verk sem
maður einhverra hluta vegna drekk-
ur í sig.
Það er kannski einna helst hvað
Eva Rún kemur ótrúlega miklu fyrir
í hverri sögu. Það eru ótal setningar
sem fá mann til þess að staldra við,
margt sem mann langar að lesa aft-
ur og velta fyrir sér. Hver einasti
kafli er virkilega áhrifaríkur. Hver
þeirra er marglaga og gæti í raun
staðið einn sem sjálfstætt verk. Þar
er að finna vangaveltur um kyn-
hneigð og kynverund, um ástina, um
vinasambönd, um það að fullorðnast,
um listina og um lífið.
Sögurnar eru jafn misjafnar og
þær eru margar en saman mynda
þær ótrúlega spennandi vef sem
virkilega varið er í að rekja í sundur
til þess að fletta ofan af þeirri heild-
armynd sem til verður smám saman.
Með Óskilamunum stimplar Eva
Rún sig inn sem kröftugt skáld sem
þorir að skella fram frjóum hug-
myndum, hráum en fallegum lýs-
ingum, krefjandi formi og óvenju-
legri en magnaðri heildarsýn.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Áhrifaríkt „Hver einasti kafli er virkilega áhrifaríkur. Hver þeirra er marg-
laga og gæti í raun staðið einn sem sjálfstætt verk,“ segir gagnrýnandi.
Skáldsaga
Óskilamunir bbbbb
Eftir Evu Rún Snorradóttur.
Benedikt, 2021. Innbundin, 144 bls.
RAGNHEIÐUR
BIRGISDÓTTIR
BÆKUR
Óvenjuleg og kröftug
Miðstöð íslenskra bókmennta tók
þátt í Bókamessunni í Frankfurt
sem lauk um helgina. Í ár eru 10 ár
frá því Ísland var heiðursland mess-
unnar og af því tilefni fóru fram um-
ræður á ARD-sviðinu í Frankfurt
þar sem m.a. var rætt um þátttöku
Íslands 2011 og einnig um vinsældir
íslenskra bókmennta erlendis í dag
og mikilvægi þýðinga fyrir bók-
menntalandslagið. Þátttakendur í
umræðunum voru Juergen Boos
stjórnandi messunnar, Hallgrímur
Helgason rithöfundur, Halldór Guð-
mundsson, rithöfundur og fyrrver-
andi stjórnandi heiðursþátttök-
unnar, Hrefna Haraldsdóttir,
framkvæmdastjóri Miðstöðvar ís-
lenskra bókmennta, og Tina Flecken
þýðandi. Þátttakendur voru sam-
mála um mikilvægi þess fyrir lítil
málsvæði á borð við Ísland að taka
þátt í hátíðum á borð við Bókamess-
una í Frankfurt. Frá 2011 hafa þýð-
ingar íslenskra bókmennta þrefald-
ast og „halda íslenskir rithöfundar
áfram að laða að nýja lesendur á ári
hverju með bókum sínum. Þýðendur
skipa þar mikilvægan sess, sem og
þýðingastyrkir,“ segir í tilkynningu
frá Miðstöðinni. Nánari fréttir af
messunni má lesa á vefnum islit.is.
Tríó Hallgrímur Helgason, Hrefna Haraldsdóttir og Halldór Guðmundsson.
Velgengni íslenskra
bókmennta rædd
- Bókamessan í Frankfurt vel heppnuð
Í Bústaðakirkju hefur í mán-
uðinum verið haldið upp á Bleikan
október, listamánuð í kirkjunni,
með ýmsum viðburðum. Í dag, mið-
vikudag, verða síðustu hádegistón-
leikarnir á dagskrá. Þá verður
þess minnst að öld er liðin frá fæð-
ingu söngvaskáldsins Jóns Múla
Árnasonar.
Með Jónasi Þóri, kantor kirkj-
unnar, koma fram einsöngvarar úr
Kammerkór Bústaðakirkju og Sig-
urður Flosason leikur á saxófón.
Þá mun Kristján
Jóhannsson ten-
ór slá botninn í
stutta hádegis-
tónleikana. Að-
gangur að tón-
leikunum er
ókeypis en gest-
um er boðið að
styrkja Ljósið,
endurhæfingar-
og stuðningsstöð fyrir fólk með
krabbamein og fjölskyldur þeirra.
Hádegistónleikar í Bústaðakirkju í dag
Jón Múli Árnason