Samherjinn : frétta- og tilkynningablað Stórstúku Íslands - 01.02.1939, Qupperneq 1

Samherjinn : frétta- og tilkynningablað Stórstúku Íslands - 01.02.1939, Qupperneq 1
1939. Prétta- og tilkynningatlað Stórstúku íslands. Nr. 3-4. Ritstjóri: Stórgæslumaður fræðslumála. ÍEAMÓI Enn er eitt ár á enda, árið 1938 er horfið í tímans mikla djúp. Nýtt ár hefur göngu sína með nýjar vonir nýja sigra, ný óskrifuð opna í tímans miklu hók. Árið, sem leið hefir á margan hátt verið^Reglu vorri og um leið tindindismálinu gott ár. Enn hafa augu manna opnast fyrir nauðsyn aukinnar hindindisstarfsemi með þjóð vorri. Nýjar stúkur hafa risið upp; nýir liðsmenn hafa hætst í hópinn, þess alhúnir að leggja fram starfskrafta sína, undir merkjum Reglunnar og 1 einlægu samstarfi við þá sem þar voru fyrir, að víkja hin- um heiska kaleik áfengra drykkja frá vörum þjóðarinnar. Það þarf ekki að vera að rekja hér hina raunarlegu sögu um það mikla og margvíslega afhroð sem "litla fá- tæka og fámenna þjóðin, norður við heimskaut í svalköldum sævi" hefir á þessu liðna ári og undan farin ár goldið vegna stóórnlausrar og heimsku- legrar Baccusardýrkunar.^ Það ástand sem nú ríkir um áfengismálin hjá pjóð vorri er flestum svo kunnugt, og dæmin þar um deginum Ijósari. En hversu tiltekst um lausn peirra er eitt hið mesta vandamál hennar. Goodtemplarreglan hefir um áratugi, eða alt síðan hún hóf göngu sína hér á landi, verið höfuð- ráðgjafi pjóðarinnar um þessi mál, og pegar að hennar ráðum hefir verið hnígið, hefir alt farið vel. Á starfsemi Goodtemplarreglunnar, fyrst og fremst, veltur pví hversu til tekst um lausn þessara miklu vanda- mála. En þrek Reglunnar til pess að geta sinnt köllun sinni og ætlunar- verki og leyst þau störf, sem hún samkvæmt stefnu sinni og tilgangi, frh. hls. 4. Brautryðjendur um hindindismálið. Nils Johan B.jörkman. 1 2. thl. Samherjans var með nokkrum orðum minst hrautryðjanda al- hindindisstefnunnar í Noregi, Ashjörn Zloster, en þar festi alhindindis- stefnan fyrst rætur á Norðurlöndum. Það landið, sem alhindindis- hreyfingin festi næst rætur í, af Norðurlöndum, var Svíþjóð, en það skeði 14 árum síðar en í Noregi. Undanfari alhindindishreyfingar- innar í Svípjóð var hindindishreyfing sú, sem kend var við Par Wieselgren, en sú hindindishreyfing náði alarei að verða alþýðleg, eða fylkja fjöld- anum um málið, þó hún hinsvegar undir- hyggi mjög vel jarðveginn fyrir al- hindindishreyfinguna. Wieselgren-hreyfingin hóf göngu sína 1819 með sex manna félagsstofn- un, undir forustu Wieselgrens, þetta félag er talið vera fyrsta hindindis- félag Svíþjóðar, félagarnir voru allir skólapiltar. Svo er sagt að þeir hafi haldið fundi í þessu nýstofnaða félagi sínu kl. 5 á morgnana, því á þeim tíma höfðu þeir frekast frið fyrir háð- glósum skólafélaga sinna. Árið 1873 er fyrsta Alhindindis- félagið stofnað og hlaut það nafnið: "Stríð og^Sigur". Magnús Húss, hinn víðkunni vís- indamaður og læknir, fæddur árið 1807, var sá sem fræðilega lagði grundvöll- inn að þessari nýju hreyfingu, og með fordæmi skapaði hreyfingunni virð- ingu, meðal annars vegna þess mikla álits, sem hann naut, þó hinsvegar væri í hyrjun gert háð og spott að þessari nýgu hreyfingu. En vísindamaðurinn einn saman var hreyfingunni ekki nægilegur, meira þurfti til, meðal annars al-

x

Samherjinn : frétta- og tilkynningablað Stórstúku Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samherjinn : frétta- og tilkynningablað Stórstúku Íslands
https://timarit.is/publication/1648

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.