Morgunblaðið - 23.10.2021, Page 2

Morgunblaðið - 23.10.2021, Page 2
Nautic sækir fram af miklum krafti í Rúss- landi og hefur nú um 60 starfsmenn þar í landi. 12-13 2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum „Þegar fólkið talar um líf sitt er það fyrir og eftir Íslandsdvölina,“ segir forstöðumaður Sjávar- útvegsskólans. 8 Útgefandi Árvakur Umsjón Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Auglýsingar Bjarni Ólafur Guðmundsson daddi@k100.is Forsíðumyndina tók Árni Sæberg Prentun Landsprent ehf. Í nýafstöðnum kosningum voru margir sem vildu gera tilhögun fiskveiða að kosningamáli og rembd- ust eins og rjúpan við staurinn að sannfæra kjós- endur um að hér á landi væri stunduð ósvífin rán- yrkja í skjóli spilltra stjórnmálamanna. Bentu sumir á að lækkun greiddra veiðigjalda væri sönnnun þess og að tími væri kominn til að krefja útgerðina um „sanngjörn“ gjöld til samfélagsins. Máli sínu til stuðnings var vísað til þess að veiðigjöld ársins 2020 námu 4,8 milljörðum króna á móti 6,6 millj- örðum 2019 og 11,3 milljörðum 2018. Það var sama hve mikið var reynt að vekja athygli á að veiðigjöldin væru afkomutengd aftur í tíma og því ekki óeðlilegt að upphæðir yrðu lægri 2020 í samræmi við heldur slappa afkomu greinarinnar 2018; hér hlaut að vera eitthvað óeðlilegt á ferð. Þessir sömu og höfðu uppi þessa miklu gagnrýni hljóta því að hæla ríkisstjórninni um þessar mundir, en fram kom á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu að það stefndi í að veiðigjöldin fyrir 2021 verði á bilinu sjö til átta milljarðar króna, sem gerir um 45 til 66% hækkun milli ára. Það gleymist einnig að nefna að veiðigjaldið er ekki eina gjaldið sem er innheimt af sjávarútvegi og vegur tekjuskattur og tryggingagjald þungt. Vegna þessara þriggja gjalda hefur sjávarútvegurinn á ár- unum 2016 til 2019 greitt ríkissjóði 16,7 milljarða umfram það sem fyrirtækin hafa greitt hluthöfum í arð. Það er því óumdeilanlegt að eigendur auðlind- arinnar hafa fengið meira í sinn hlut en eigendur aflaheimildanna af nýtingu auðlindarinnar. gso@mbl.is Morgunblaðið/Gunnlaugur Eigendur auðlindarinnar hafa fengið mest Lög sem skylda alla sjómenn ESB til að landa öllum afla virðast ekki hafa haft teljandi áhrif á brottkast. 22 Söfnun kvarna er hornsteinn í stofnmati margra fiskistofna. Fleiri þúsund er safnað úr þorski á ári hverju. 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.