Morgunblaðið - 23.10.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 23.10.2021, Síða 8
Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Á síðasta ári þurftum við að fresta námskeiðinu okkar því það var of erfitt að koma fólki frá þróunar- löndum hingað vegna kórónuveiru- faraldursins. En okkur tókst að taka á móti þessum hópi sem er hér á landi núna í september og það er fólkið sem ekki komst í fyrra. Þau hafa nú nýlokið kynn- ingarhlutanum og hafa hafið sér- fræðiþjálfunarhluta námskeiðsins,“ segir Mary Frances Davidson, for- stöðumaður Sjávarútvegsskólans sem nú er starfræktur undir merkjum UNESCO. „Á þessu ári sérstaklega erum við afar þakklát fyrir þær hlýju móttökur sem við fáum þegar við heimsækjum fyrirtækin, því það opnar augu nemenda okkar og þau sjá hvaða árangri er hægt að ná með góðri nýtingarstjórnun sjávar- auðlinda. […] Það væri einfalt fyr- ir þau að segja nei, en fólk er tilbúið að opna dyrnar fyrir okkur og deila því sem það hefur verið að fást við auk þess sem það deilir þekkingu og reynslu sinni. Helsti styrkur skólans er tengingin sem við höfum við greinina.“ Engar umsóknir Nám og þjálfun við Sjávarútvegs- skólann er ætlað fagfólki sem þeg- ar hefur hafið störf í sinni sér- grein, útskýrir Mary. „Þetta er fólk sem þarf að hafa útskrifast að minnsta kosti úr grunnnámi á há- skólastigi, en um helmingur hóps- ins sem er hér á landi núna hefur lokið meistara- eða doktorsnámi. Hugsunin á bak við þetta er að nám gefur ákveðinn undirbúning en eftir nokkurra ára starf öðlast fólk dýpri skilning á áskorunum sjávarútvegs í heimalandi sínu.“ Um er að ræða framhaldsnám fyrir sérfræðinga sem þurfa að kafa dýpra í hugmyndir, þekkingu og aðferðir á hinum ýmsu sviðum í nýtingu auðlinda hafsins, svo sem stofnmat, veiðistjórn, gæðastjórn og sjálfbært fiskeldi. „Ekki er sótt um að komast í þetta nám heldur erum við í sam- starfi við stofnanir og við metum hvað sé þörf á að efla á þeim stað og veljum svo starfsfólk sem boðið er að koma og taka þátt,“ segir Mary. Þeir sem koma taka með sér gögn og upplýsingar um þær áskoranir sem glímt er við í grein- inni heima fyrir og er helmingi námsins varið í rannsókn sem tengist því. Margir hafa ekki endilega tæki- færi til að verja nægum tíma til að rýna í þau gögn sem til eru og leita lausna á vandamálum þróun- arríkjanna, að sögn Mary. Mark- miðið er að nemendurnir geti snúið aftur heim með mögulegar lausnir við þeim vandamálum sem eru í heimalandi hvers og eins. „Allt sem við gerum er innan ramma heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Meginmarkmiðið sem við styðj- umst við er númer 14, líf í vatni, og eru undir því tíu undirmarkmið, þar af eru fimm sem snúa beint að fiskveiðum. Eitt þeirra snýr að því að binda enda á ólöglegar, ótilkynntar og/ eða stjórnlausar veiðar sem eru mikið vandamál í þeim ríkjum sem við störfum í. Einnig er markmið sem snýr að því að koma á fisk- veiðistjórn sem byggist á vísinda- legum grunni og að finna leiðir til að auka verðmæti afurða sjálf- stæðra sjómanna,“ segir Mary. Áberandi er hversu heimsmark- miðin eru tengd öðrum heims- markmiðum, að mati Mary. „Við sjáum til dæmis að markmið 14 er mjög tengt markmiði 1 um baráttu gegn fátækt og markmiði 2 um að binda enda á hungur. Sífellt vax- andi þáttur í fiskveiðistjórnun snýr að loftslagsmálum og tengist þetta því þeim markmiðum auk þess sem sérstaklega í litlum útgerðum eru þættir sem snúa að kynjajafn- rétti.“ Aukin eftirspurn Hópurinn sem sækir skólann í ár er sá fjölmennasti sem tekur þátt frá upphafi en hópurinn á undan var sá næstfjölmennasti. „Við sjáum skýra þróun í auknum áhuga á svona námi og það er skýr vilji hjá okkur að halda áfram að veita einstaklingsmiðað nám með sama hætti og við höfum gert frá því að skólinn tók til starfa 1998,“ segir Mary. Það er hins vegar engin auðsótt leið til að mæta aukinni eftirspurn, að sögn hennar. „Vegna þess hve námið er einstaklingsmiðað höfum við komist að þeirri niðurstöðu að 20 til 30 nemendur séu tilvalinn fjöldi nemenda. Skólinn er bara sex mánuði á ári, en í millitíðinni vinnur starfsfólk skólans með sam- starfsaðilum á Íslandi að þróun styttri námskeiða. Einnig styður skólinn við bakið á nemendum sem vilja sækja ráðstefnur og við erum með verkefni sem snýr að því að koma upp ráðgjöf fyrir þá sem starfa í sjávarútvegi í þróunar- ríkjum. Það eru því ýmis verkefni í gangi samhliða hefðbundnu starfi skólans.“ Það er því ekki stefnt að því að fjölga nemendum heldur styrkja nemendur enn frekar eftir að þeir fara til heimalanda sinna og vinna með þeim að þróun verkefna þar. Breytir lífi fólks Er upplifun nemendanna jákvæð? spyr blaðamaður. Mary svarar því með hlátri en segir það ekki vegna þess að spurningin sé skrýtin held- ur veki það mikla gleði að hugsa til þess hve ánægðir nemendurnir eru með dvöl sína hér á landi og þá þekkingu sem þau öðlast. „Ég hef gengið um gangana í sjávarútvegsráðuneytinu í Tansan- íu og í hverri skrifstofu æðstu stjórnenda er fyrrverandi nem- andi. Þegar fólkið talar um líf sitt er það fyrir og eftir Íslandsdvöl- ina. Ég held að starf okkar, góðar móttökur sem atvinnugreinin hér á landi hefur veitt okkur og stuðn- ingur samstarfsaðila okkar á Ís- landi breyti lífi fólks.“ Þá sé vonin að þessir nemendur fari til heimalanda sinna og hafi já- kvæð áhrif á fólk þar. „Við erum að framleiða umbótafólk,“ segir Mary. „Við erum að framleiða umbótafólk“ Alls hafa 430 nemendur sótt sjávarútvegsskóla sem starfræktur hefur verið hér á landi undir merkjum UNESCO á undanförnum 23 árum. Í ár kom stærsti hópur hingað til lands í sögu skólans og segir for- stöðumaður skólans til- ganginn vera að efla fólk til að verða hreyfiafl til jákvæðra umbóta í heimalöndum sínum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nemendur skólans hafa aldrei verið fleiri og er augljós eftirspurn eftir tækifærum til að öðlast þekkingu á sviði sjálfbærrar nýtingu sjávarauðlinda. Alls hafa 430 nemendur sótt skólann frá stofnun árið 1998. „Ég held að starf okkar, góðar móttökur sem atvinnugreinin hér á landi hefur veitt okkur og stuðningur samstarfs- aðila okkar á Íslandi breyti lífi fólks“ 8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021 Sjávarútvegsskóli Sameinuðu þjóð- anna á Íslandi var stofnaður árið 1998 þegar undirritaður var samn- ingur milli utanríkisráðuneytisins, Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Hafrannsóknastofnunar. Skólinn var rekinn í 22 ár undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóð- anna undir skammstöfuninni UNU- FTP (United Nations University – Fisheries Training Programme) og sóttu um 400 fræðimenn frá rúm- lega 60 ríkjum skólann á þessum tíma. Fyrsta janúar 2020 færðist skól- inn undir UNESCO í gegnum aðild að GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróun- arsamvinnu. Í upphafi var lögð áhersla á þróun sex mánaða fræðslu á sviði sjávar- útvegs fyrir fagfólk frá þróunar- ríkjum. Auk sex mánaða fræðslu býður sjávarútvegsskólinn nú einnig styrki til fyrri nemenda sem uppfylla skilyrði til meistara- og dokt- orsnáms við íslenskar fræðastofn- anir. Jafnframt eru haldin styttri námskeið í samstarfslöndum. Sjávarútvegsskólinn er starf- ræktur í húsakynnum Hafrann- sóknastofnunar í Hafnarfirði en auk hans eru undir merkjum GRÓ starf- ræktir jafnréttisskóli í Háskóla Ís- lands, jarðhitaskóli hjá Íslenskum orkurannsóknum og land- græðsluskóli hjá Landbúnaðarhá- skólanum. GRÓ-verkefnið í heild sinni er hluti af framlagi Íslands vegna markmiði númer 17 sem snýr að því að koma á alþjóðlegri samvinnu um að ná markmiðunum eða „blása lífi í al- þjóðlegt samstarf um sjálfbæra þró- un og grípa til aðgerða“ eins og seg- ir á á vef stjórnarráðsins um heimsmarkmiðin. 23. starfsár skólans

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.