Morgunblaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021
Ómar Garðarsson
fréttaritari í Vestmannaeyjum
É
g byrjaði að vinna í Magna
1969, fór þaðan yfir í Krók,
aftur í Magna og þaðan inn
í Skipalyftu,“ segir Stefán
Örn Jónsson framkvæmdastjóri
um starfsferilinn. Krókur var
plötuverkstæði í eigu Magna. Þar
réð húsum Jón Þorgilsson, faðir
Stefáns sem fetaði í fótspor föður
síns sem var einn af stofnendum
Skipalyftunnar 1981.
Stefán tók sveinspróf í ketil- og
plötusmíði 1973 og árið 1986 verð-
ur hann flokksstjóri. „Þegar pabbi
deyr 1988 var ég orðinn hans
hægri hönd og tók við starfi hans
sem verkstjóri. Síðar eignaðist ég
hlut móður minnar. Ég hef verið
óbreyttur starfsmaður, flokks-
stjóri, verkstjóri, yfirverkstjóri og
framkvæmdastjóri og einn af aðal-
eigendum,“ bætir Stefán við.
Mikð var um breytingar á skip-
um á níunda áratugnum og þar lét
Skipalyftan til sín taka. „Við
lengdum mörg skip, byggðum yfir
þau og settum á nýjar brýr, auk
þess að smíða Lóðsinn. Upptöku-
mannvirkin og fyrirtækið sönnuðu
sig á þessum árum. Voru allt upp í
80 skip og bátar tekin upp á ári og
flestir voru starfsmenn 106.“
Með stærri skipum minnkuðu
möguleikar Skipalyftunnar. „Það
var þó nóg að gera en svo fór að
borga sig fyrir útgerðina að fara
til útlanda með skipin í breytingar.
Við löguðum okkur að breyttum
aðstæðum og skilgreinum okkur
sem almennt þjónustufyrirtæki við
flotann og fyrirtæki í landi. Starfs-
mennirnir hafa tekið þátt í þessu
með okkur og takast á við hin ólík-
ustu verkefni. Það hefur hjálpað
okkur mikið. Hér eru fyrirtæki
sem líka þjónusta sjávarútveginn
en á annan hátt.“
Á sömu kennitölu frá upphafi
Árið 1981 sameinuðust
vélaverkstæðin Magni
og Völundur og Raf-
tækjaverkstæðið Geisli
og úr varð Skipalyftan
ehf. Fyrirtækið hefur
séð miklar breytingar
á undanförnum 40 ár-
um og hefur þurft að
aðlagast breyttum
aðstæðum. Nú er
stefnan sett á þurrkví.
Starfsfólk Skipalyftunnar í Vestmannaeyjum fagnaði
40 ára afmæli fyrirtækisins í gær, 22. október.
Við stuðlum að verðmætasköpun
í íslenskum sjávarútvegi