Morgunblaðið - 23.10.2021, Side 17
Upptökumannvirkin geta í dag
aðeins tekið upp fá skip í Eyjaflot-
anum. Stefán segir nýja tíma kalla
á nýjar áherslur og horfa Skipa-
lyftumenn til þurrkvíar. „Við höf-
um kynnt þessa hugmynd okkar
og alls staðar fengið jákvæð við-
brögð. Ætlum við að þjónusta
þessi stóru og myndarlegu fiski-
skip sem við eigum í dag er
þurrkví það eina sem kemur til
greina. Það verður ekki í dag eða
á morgun en þurrkví er framtíðin.
Með aðkomu margra er þetta
mögulegt og að því munum við
stefna. Og allir njóta góðs af,“ seg-
ir Stefán sem er nokkuð sáttur
þegar hann lítur til baka.
„Auðvitað hefur verið tröppu-
gangur í rekstrinum en við erum
enn á upphaflegu kennitölunni. Við
skiptum máli fyrir Vestmanna-
eyjar sem 40 manna vinnustaður.
Tökum nema á samning og höfum
lagt okkur fram um að taka nem-
endur í vélstjórn á samning í vél-
virkjun. Það flýtir fyrir þeim að fá
réttindi og við fáum öfluga starfs-
menn.“
Þykir vænt um fyrirtækið
og vill sjá það dafna
„Ég byrjaði í Magna 1977 og fer
yfir í Skipalyftuna þegar hún er
stofnuð þannig að ég þekki rekst-
urinn nokkuð vel. Mér hefur aldrei
leiðst og þetta eru fínir karlar og
líka konur sem hafa unnið hérna.
Ætli það séu ekki að verða um
1.000 manns sem hafa starfað
hérna frá byrjun,“ segir Anna Sig-
rid Karlsdóttir, fjármálastjóri
Skipalyftunnar, sem sér um bók-
hald, laun og reikninga.
Anna segir góðan anda ríkja á
vinnustaðnum sem er stór og hún
hefur kynnst mörgu góðu fólki
sem hefur unnið hjá Skipalyftunni
um lengri eða skemmri tíma. „Það
hefur verið nóg að gera og ekki
síst þegar mest var að gera í að
mála skip. Þá voru hjá okkur
margir krakkar, bæði strákar og
stelpur, á sumrin og mikil vinna,
hálfgerð vertíðarstemning.
Mikill fjöldi og hressir krakkar
sem hafa starfað hjá okkur. Sumir
héldu áfram hjá okkur og lærðu
iðnina. Mér finnst ég eiga heil-
mikið í þeim og þykir vænt um
þau,“ segir Anna Sigrid, sem var á
fullu að undirbúa kaffiveislu sem
haldin var í gær, föstudag.
„Við erum að fagna því að vera
eitt af framúrskarandi fyrir-
tækjum Íslands að mati Creditinfo.
Þetta er áttunda árið í röð, sem er
mikil viðurkenning fyrir okkur.
Auðvitað hefur stundum verið erf-
itt en með samstilltu átaki allra
hefur okkur tekist að komast í
gegnum þetta. Það er eins hjá
okkur og öðrum fyrirtækjum að
það er starfsfólkið sem gerir gæfu-
muninn og við höfum verið ein-
staklega heppin í gegnum tíðina
með starfsfólk,“ segir Anna Sigrid
og bætir við:
„Mér þykir vænt um fyrirtækið
og vil sjá það þróast og vænkast.
Þetta er svona eins og með börnin,
maður vill veg þeirra sem mestan.
Fyrirtækið gengi ekki svona vel
nema fyrir það að hér er gott
starfsfólk og við erum með mjög
góða stráka sem margir hafa starf-
að hjá okkur til fjölda ára og and-
inn hér er góður.“
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021 MORGUNBLAÐIÐ 17
Breyttir tímar og ný tækni í fisk-
veiðum og landvinnslu voru kveikjan
að því að tvö gamalgróin vélaverk-
stæði, Magni og Völundur og Raf-
tækjaverkstæðið Geisli, stofnuðu
Skipalyftuna ehf. í Vestmannaeyjum
árið 1981. Árið eftir hófst starfsemin
í nýju húsnæði við hlið skipalyftu
sem Vestmannaeyjabær setti upp.
Fyrirtækið fagnar 40 ára afmæli hinn
14. nóvember nk.
Verkefnin voru næg enda Eyjaflot-
inn stór og mikill munur fyrir út-
gerðarmenn að þurfa ekki að sækja
annað með viðhald, viðgerðir og
breytingar. Árið 1998 smíðaði Skipa-
lyftan Lóðsinn lóðs- og hafnarbát
fyrir Vestmannaeyjahöfn sem hefur
reynst vel í alla staði.
Reksturinn ræðst af gengi í sjáv-
arútvegi. Var bann við loðnuveiðum
2019 og 2020 mikið högg fyrir Vest-
mannaeyjar sem hafa yfir að ráða
um 32% aflaheimilda í loðnu. Færri
og stærri skip hafa breytt rekstr-
inum en líka skapað tækifæri. Dæmi
um það eru fjórir 500 rúmmetra
hráefnistankar fyrir Ísfélagið sem
fyrirtækið lét smíða í samvinnu við
Eyjablikk í Vestmannaeyjum. Tryggja
þeir gæði og ferskleika hráefnis og
flýta löndun uppsjávarfisks sem
kemur sér vel, ekki síst þegar
vinnsla á loðnuhrognum stendur
sem hæst.
Starfsemin er í 1.600 fermetra
húsi auk tveggja nýrra húsa upp á
samtals 1.400 fm. Er glæsilegt véla-
verkstæði í öðru þeirra. Fjárfestingar
sem sýna trú eigenda á framtíð fé-
lagsins.
Í dag er Skipalyftan fyrst og
fremst plötusmiðja, véla- og renni-
verkstæði og þjónustar skip sem
tekin eru upp í lyftuna. Er með lager
og glæsilega verslun með miklu úr-
vali af vörum tengdum málmiðnaði,
sjósókn og veiðum. Starfa um 40
manns hjá Skipalyftunni, þar af þrjú
frá stofnun félagsins, Anna Sigrid
Karlsdóttir fjármálastjóri, Hlynur
Richardsson verkstjóri og Stefán Örn
Jónsson framkvæmdastjóri. Þegar
mest var störfuðu um og yfir 100
hefur fyrirtækið hlotið viðurkenningu
CreditInfo sem eitt af fyrir-
myndarfyrirtækjum Íslands árlega
síðan 2014.
Það sem skilað hefur góðum
rekstri Skipalyftunnar er fyrst og
síðast frábært starfsfólk sem margt
hefur haldið tryggð við félagið.
starfsmenn hjá Skipalyftunni og
þurfti m.a. að flytja inn erlent vinnu-
afl til að hafa undan. Var Skipalyftan
eitt fyrstu fyrirtækja landsins til að
ráða til sín pólska starfsmenn. Í dag
búa og starfa þúsundir Pólverja á Ís-
landi við góðan orðstír.
Reksturinn hefur gengið vel og
Stofnendur Skipalyftunnar: Gunnlaugur Axelsson, Tryggvi Jónsson, Pétur And-
ersen, Kristján Ólafsson, Þórarinn Sigurðsson, Tryggvi Jónasson, Jón Yngvi
Þorgilsson, Njáll Andersen, Erlendur Eyjólfsson og Friðþór Guðlaugsson.
Starfsemi í 40 ár
Stefán Jónsson framkvæmdastjóri, Anna Sigrid fjármálastjóri og Hlynur
Richardsson lagerstjóri hafa unnið hjá Skipalyftunni frá upphafi.