Morgunblaðið - 23.10.2021, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.10.2021, Qupperneq 22
Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is R afrænt eftirlit er áhrifarík- asta leiðin til að sporna við brottkasti og hagkvæmasta lausnin í aðgerðum gegn brottkasti og eftirliti með veiðum. Þetta er kemur fram í skýrslu Wa- geningen Marine Research sem unnin var fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um ákvæði laga um löndunarskyldu alls afla og brottkast. Lög um löndunarskyldu afla var samþykkt 2015 og öðlaðist gildi í Evrópusambandinu í janúar 2019. Markmið laganna er að koma í veg fyrir brottkast með því að hvetja til markvissari veiða. Í stuttu máli má segja að ákvæði laganna gangi út á að fisk, sem er veiddur innan kvótakerfis, eins og makríll og an- sjósur, verði að bera að landi og skal draga hann frá veiðiheimildum útgerðarinnar. Þá á ekki að selja undirmálsfisk sem matvæli heldur nýta í dýrafóð- ur, mjöl, lyf eða fæðubótarefni. Bera samtök framleiðenda í Evr- ópusambandinu skyldu til að að- stoða félagsmenn við að finna kaupendur fyrir undirmálsfisk án þess þó að skapa markað fyrir slík- an fisk. Jafnframt bera aðildarríki Evrópusambandsins skyldu til að aðstoða útgerðir svo hægt sé að geyma undirmálsfisk þar til hægt sé að koma fiskinum í nýtingu. Ágallar við hefðbundið eftirlit Heilt yfir er niðurstaða rannsókn- arinnar að eftirliti og framkvæmd löndunarskyldunnar sé ábótavant og er sérstaklega vakin athygli á því að aðildarríkin hafa ekki gripið til fullnægjandi aðgerða svo hægt sé að framfylgja ákvæðum laganna. Þá er fullyrt að umfangsmikið óskráð brottkast sé að eiga sér stað í sjávarútvegi í Evrópusamband- inu. Þegar árangur hefðbundins eft- irlits með framkvæmd lönd- unarskyldunnar er borið saman við afköst rafræns eftirlits þykir skýrsluhöfundum ljóst að rafrænt eftirlit skilar mun betri árangri. Fleiri aðildarríki hafa gert til- raunir með rafrænt eftirlit en ekk- ert ríkjanna hefur innleit slíkt eft- irlit með umfangsmiklum hætti. Í skýrslunni kemur fram að verulegir ágallar eru við það að reiða sig á hefðbundið eftirlit eins og eftirlitsmannaskap á sjó, lönd- unareftirlit og afladagbækur þar sem slíkt gefur bara takmarkaða mynd af stöðunni, einkum á þeim tíma er eftirlit fer fram. Jafnframt hafa sjómenn lýst áhyggjum af friðhelgi sinni í tengslum við stöð- ugt eftirlit um borð. Umfangsmikið brottkast Þá bendir fátt til þess að lönd- unarskyldan hafi haft þau áhrif sem ætlað var. Komast skýrsluhöf- undar að þeirri niðurstöðu að ekki liggi fyrir nokkur gögn sem sýna fram á einhverjar breytingar í málaflokknum og telja skýrsluhöf- undar sig því knúna til að álykta að brottkast sé enn umfangsmikið í Evrópusambandinu. Hagsmunaaðilar sem veittu rannsakendum upplýsingar bentu á að ýmsar skýringar gætu verið að baki því að ekki hafi fundist gögn sem benda til marktækra breyt- inga í brottkasti. Vöktu sumir þeirra athygli á að löggjöfin og til- heyrandi reglugerðir þykja of flóknar, auk þess sem krafist er verulegrar endurskipulagningar þeirrar vinnu sem á sér stað um borð í fiskiskipum til að uppfylla kröfur sem gerðar eru til fram- kvæmdar veiða. Talið er að hægt sé að mæta þessum áskorunum með aukinni þjálfun sjómanna og betri og not- endavænni afladagbókum. Eru hagsmunaaðilar sagðir þegar hafa unnið að því að aðlagast nýjum lagaákvæðum, en fram kemur að útgerðir hafa verulegt svigrúm til að gera mun betur í þeim efnum. Hins vegar er viðvarandi vandamál hversu flókið undanþágukerfi fylgir lögunum. „Takist ekki að tryggja eftirlit og framkvæmd löndunarskyld- unnar mun það ekki einungis marka að þessi meginstoð sjáv- arútvegsstefnunnar hafi misheppn- ast, heldur gæti það einnig leitt til mikillar ofveiði,“ rita skýrsluhöf- undar. Ekki sammála um kvótakerfi Fram kemur að sjávarútvegurinn í Evrópusambandinu sé almennt sáttur við löndunarskylduna. Hins vegar virðist ekki eining í Evrópu um hvaða leið sé árangursríkust í að skapa rekstrarumhverfi sem hvetur til þess að lögunum sé fylgt. Útgerðir á Eystrasalti og við Norðursjó telja best að innleiða kvótakerfi með framseljanlegum veiðiheimildum eða að minnsta kosti heimild til kvótaskipta. Hags- munaaðilar lengra vestur við Atl- antshaf voru hrifnari af því að auka sveigjanleika með fleiri und- anþágum og beitingu skyndilokana. Löndunarskylda hefur engin áhrif á brottkast í ESB Evrópusambandið hefur látið leggja mat á áhrif löndunarskyldu á brott- kast. Ekkert bendir til að lögin hafi haft tilætluð áhrif á brottkast og er eftirliti talið ábótavant. Unnið er að því að veita auknar heimildir til raf- ræns eftirlits. AFP Eftirliti með veiðum er talið ábótavant í Evrópusambandinu en sjómenn hafa lýst áhyggjum af friðhelgi sinni ef myndavélar verða settar í fiskveiðiskip. Tilraunir sýna að eftirlitsmyndavélar séu skilvirk og hagkvæm leið til að efla eft- irlit með fiskveiðum en hvergi í Evrópu hefur slíkt verið innleitt í miklum mæli. 22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Íslensk stjórnvöld hafa gert tölu- verðar breytingar á framkvæmd eftirlits hér á landi en ekki hafa verið veittar heimildir til rafrænnar vöktunar með myndavélum sem skýrsla sem unnin er fyrir fram- kvæmdastjórn Evrópusambandisns segir að sé árangursríkasta eft- irlitið. Fiskistofa hefur innleitt nýja raf- ræna afladagbók sem leyst hefur pappírinn af hólmi. Það hefur auð- veldað gagnasöfnun og greiningu gagna. Jafnframt hefur Fiskistofa talið þetta auka rekjanleika gagnanna sem um ræðir enda skipstjóra kleift að skila upplýs- ingum um afla strax þegar veiðum lýkur. Þá hefur Fiskistofa hafið eftirlit með drónum og rötuðu 84 brott- kastsmál inn á borð stofnunarinnar frá því að drónaeftirlitið var tekið upp 1. september 2020 til 13. ágúst á þessu ári. Var þeim málum lokið með leiðbeiningabréfi en Fiskistofa hefur boðað aukna hörku í þessum málum á yfirstand- andi fiskveiðiári. Elín B. Ragn- arsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu, hefur áður sagt tilkomu drónanna „algjöra byltingu“. Ógeðfelld framtíðarmynd Frumvarp um myndavélaeftirlit í sjávarútvegi var kynnt árið 2018 en fram kom í Samráðsgátt stjórnvalda um mitt ár í fyrra að frumvarpið var aldrei lagt fyrir ríkisstjórn. Í fyrra upplýsti atvinnuvegaráðuneytið að umfjöllun um myndavélaeftirlit væri ekki lokið en ekkert mál hefur verið lagt fram í Samráðsgáttinni eða fyr- ir Alþingi sem myndi heimila slíkt eftirlit. Þegar frumvarpsdrögin voru kynnt lögðust hagsmunaðailar gegn frumvarpinu í umsögnum sínum. Sagði meðal annars í umsögn Sam- taka atvinnulífsins: „Sú framtíð- armynd sem dregin er upp í frum- varpsdrögunum er ógeðfelld, og ástæða er til að efast um að árang- ur verði í samræmi við erfiðið.“ Jafnframt lagðist Landssamband smábátaeigenda eindregið gegn myndavélaeftirliti um borð í fiski- skipum og sagði kröfu um slíkt „óraunhæfa“ vegn asmæðar þeirra báta sem heyra undir LS. Ekki heimild til myndavéla hér á landi Sjávarútvegur hér á landi hefur ekki tekið vel í hugmyndir um myndavélar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.