Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.10.2021, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.10.2021, Qupperneq 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.10. 2021 Þ að eru komin tíu ár síðan ég byrjaði að nota Twitter. Fyrir þá sem ekki þekkja það þá er Twitter sam- skiptaforrit sem lengi vel hafði þá sér- stöðu að þar var bara hægt að nota 140 stafabil. Það breyttist svo í 280 fyrir nokkrum árum, sem gerði það að verkum að fólk gat sagt örlítið meira en samt bara passlega mikið. Sem er gott. Twitter er nefnilega ekki staður fyrir afmæliskveðjur, bumbuboltahópa, sauma- klúbba eða sölu á gömlum búslóðum. Það fer enginn þangað til að reyna að selja Skoda Octavia, skoðaðan 2021, sem þyrfti mögulega nýja bremsuklossa. Twitter er hugsaður fyrir samræður og samskipti fólks. Twitter er líka frábær leið til breytinga á samfélaginu. Þannig var Twitter full- kominn farvegur fyrir grænu byltinguna í Írak árið 2009 og egypska vorið tveimur árum síðar. Líka Metoo-bylgjuna og BLM (Black Lives Matter) og margar fleiri. Twitter er öllum opinn og þar er hægt að tengja umræðu saman með svokölluðum myllumerkjum sem líta svona út #. Af hverju ætli ég sé að útskýra þetta eins og ég sé að tala við fólk sem hafi aldrei séð það? Sennilega vegna þess að það er engu líkara en að það sé nákvæm- lega þannig. Það var nefnilega svo merkilegt að samkvæmt hinum íslenska Twitter var ríkisstjórnin kolfallin. Sósílalistar voru að sópa inn þingmönnum, nýja stjórnar- skráin var bara rétt handan við hornið og fólk taldi dagana þar til Kristrún Frosta- dóttir tæki við sem fjármálaráðherra. Samkvæmt Twitter var mikil vinstri sveifla á Íslandi og ég held að aldrei nokkurn tímann hafi ég séð einhvern Ís- lending segja frá því á þessum stað að hann ætlaði að kjósa Framsóknarflokkinn og klárlega aldrei Miðflokkinn. Og ég man varla eftir því að nokkur hafi nefnt Flokk fólksins. Hjá stórum hópi fólks var ekki hægt að tala um Sjálfstæðisflokkinn nema bæta því að hann kysu bara siðblindir og ógeðs- legir kallar í Garðabæ sem hugsuðu ekki um neitt nema að græða pening. Og svo bara gerist það að hann er enn langstærsti stjórnmálaflokkurinn, Fram- sóknarflokkurinn er sá sem bætir mestu við sig og Flokkur fólksins þrefaldar þingmannafjöldann. Og ekki annað að sjá en að flestum sé bara algjörlega sama um þessa nýju stjórnarskrá. Það er senni- lega tvennt sem skapar þessa skekkju. Annað er kynslóðabilið. Eldra fólk er ólíklegra til að hanga mikið á Twitter og er al- mennt minna fyr- ir opinberar játn- ingar en fólkið sem mest fer fyrir á Twitter. Samt er það svo merkilegt að aldur ræður ekki úrslitum í kosningum. Þegar kannaðar eru skoðanir er vissulega munur á sjónarmiðum kynslóða en hann er minni en margur myndi halda. Hin ástæðan, og sú sem ræður meiru, er það sem kallað hefur verið bergmáls- hellir. Þar sem fólk með sömu eða svipuð viðhorf safnast saman og eina hljóðið sem heyrist er bergmálið af því sem það var að segja. Þetta orð hefur oftast verið notað um Facebook og sérstaklega í tengslum við umræðu um Trump, orkupakka og bólu- setningar. Þar hefur fólk hópað sig saman og séð fyrir sér styrk í fjöldanum sem hefur alls ekki verið fjöldi heldur bara fólk að segja það sama aftur og aftur. Þetta höfum við vitað lengi. En það hlýtur að vera pínu skellur að átta þig á því að fíni hellirinn sem þú ert að skríða út úr er bara fullur af bergmáli. ’ Hin ástæðan, og sú sem ræð- ur meiru, er það sem kallað hefur verið bergmálshellir. Þar sem fólk með sömu eða svipuð viðhorf safnast saman og eina hljóðið sem heyrist er bergmálið af því sem það var að segja. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Gleymdu smáfuglarnir N iðurstöður alþingiskosning- anna um liðna helgi voru nokkuð afgerandi. Ríkis- stjórnarflokkarnir bættu samtals við sig frá síðustu kosningum, bæði fylgi og þingsætum, sem er vel af sér vikið eftir fjögurra ára stjórnarsetu. Þrjá- tíu og sjö þingsæti eru sterkur og af- gerandi meirihluti. Eðlilega er áfram- haldandi samtarf fyrsti valkostur flokkanna þriggja, þótt ekkert sé fyrirfram gefið í þeim efnum. Engin skýr krafa um nýjan kúrs Mikill fjöldi smáflokka gerir að verk- um að óljósara verður um hvað er kos- ið. Kosningarnar verða af þeim sökum óþægilega mikið í ætt við konfekt- kassann fræga úr myndinni um For- rest Gump: „Þú veist aldrei hvað þú færð.“ Helstu átaka- fletir samfélagsins eru ekki þess eðlis að það þurfi níu eða tíu stjórn- málaflokka til að endurspegla val- kostina sem kjós- endur standa frammi fyrir. Mögulega verða úrslit þessara kosninga til þess að kjósendur velji síður að verja atkvæði sínu á minni flokka. Kannski má segja að við séum ennþá að læra á breyting- arnar sem urðu við fækkun og stækk- un kjördæma, sem auðvelda minni flokkum að ná þingsæti. Nýjar hefðir eða viðmið gætu skapast eftir því sem nýr veruleiki blasir skýrar við, annað- hvort breytt kosningahegðun eða auk- in tilhneiging hjá flokkum til að mynda bandalög fyrir kosningar eins og dæmi eru um frá nágrannalönd- unum. En þrátt fyrir að ekki hafi verið augljóst hvert var helsta kosninga- málið að þessu sinni snúast allar kosn- ingar óhjákvæmilega að mjög miklu leyti um verk fráfarandi ríkisstjórnar. Hvort halda eigi áfram á sömu braut eða víkja af henni og skipta um kúrs. Frá þeim sjónarhóli eru úrslitin mjög skýr. Eins og Óli Björn Kárason hefur bent á fékk enginn stjórnarand- stöðuflokkur 10% atkvæða. Þótt hver og einn kjósandi sendi sín eigin skila- boð, sem aldrei má gera lítið úr, er ekki hægt að segja að á heildina litið séu úrslitin til marks um að til staðar hafi verið skýr og öflugur valkostur við núverandi ríkisstjórnarsamstarf. Þvert á móti. Og ríkisstjórnarflokk- arnir eru þrír stærstu flokkarnir að loknum kosningum. Sjálf er ég þakklát öllum þeim tug- þúsundum sem tryggðu Sjálfstæðis- flokknum góða kosningu með atkvæði sínu – og margir einnig með kröftugu sjálfboðaliðastarfi í þágu okkar góðu grunngilda og stefnu. Nýsköpun verði hluti af erfðaefni hins opinbera Fjögur ár eru skammur tími til að breyta samfélagi. Samt kom fráfar- andi ríkisstjórn mörgum mikilvægum grundvallarbreytingum í gegn, eins og ég rakti hér á þessum vettvangi fyrir kosningar. Ég vona að við taki ríkisstjórn sem gefur okkur tækifæri til að halda ýmsum af þeim málum áfram í góðum farvegi. Einna mikilvægast tel ég að haldið verði áfram að innleiða áherslur og aðgerðir nýsköpunarstefnunnar sem mótuð var á síðasta kjörtímabili. Stórum hluta hennar hefur þegar ver- ið hrundið í fram- kvæmd en margt er enn ógert. Aukin notkun nýskapandi lausna hjá hinu opinbera er eitt mikilvægasta verkefnið sem stjórnvöld þurfa að tryggja alvöru framgang og þar eigum við mikið verk óunnið. Opinber- ir aðilar þurfa að vinna miklu betur með nýsköpunar- og sprotafyrir- tækjum í því að hanna og þróa lausnir sem geta leyst viðfangsefni hins opin- bera á betri og hagkvæmari hátt. Margar af þessum lausnum eru þegar til, en tregða hefur verið til að nýta þær. Gildandi heimildir til nýsköp- unar í lögum um opinber innkaup eru t.d. nær alveg ónýttar og því þarf að breyta. Við getum lært ýmislegt af ná- grannalöndum okkar í þessum efnum – og það er ekki í boði að sitja eftir hvað þetta varðar. Notendur eiga skil- ið bestu mögulegu þjónustu, skatt- greiðendur eiga skilið bestu mögulegu meðferð fjármuna, og ríkissjóður stendur frammi fyrir viðvarandi vexti í opinberum útgjöldum sem þarf að leita allra leiða til að hemja án þess að skerða þjónustuna. Til að svo geti orð- ið þarf nýsköpun að verða hluti af erfðaefni hins opinbera; gleraugu sem horft er á öll mál í gegnum, hvert og eitt einasta. Þegar öllu er á botninn hvolft er fátt sem skila myndi almenningi í þessu landi meiri ávinningi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Breytt erfðaefni í ríkisrekstri Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is ’ Aukin notkun ný- skapandi lausna hjá hinu opinbera er eitt mik- ilvægasta verkefnið sem stjórnvöld þurfa að tryggja alvöruframgang og þar eigum við mikið verk óunnið. Við Hækk um í gleð inni

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.